Alþýðublaðið - 23.06.1962, Page 2

Alþýðublaðið - 23.06.1962, Page 2
G> Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentcmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. AÐST ÖÐUGJALDIÐ ALÞINGI samþykkti sl. vetur ný lög um tekju- stofna sveitarfélaga. í þeim lögum var m. a. gert ráð fyrir því, að bæjar- og sveitarstjórnir gætu lagt ó ativinnurekendur svonefnd aðstöðugjöld, er kom ið gætu í stað veltuútsvaranna, sem jafnframt voru lögð niður. Veltuútsvörin gáfu sveitarfélögunum 85 milljón ir kr. árið 1961 eða ca. 18% af heildarútsvörunum. Var því augljóst, að ekki væri unnt að fella þau nið <ur án þess, að sveitarfélögin fengju nýjan tekju- stofn í staðinn. Eins og nafnið bendir til voru veltu útsvörin lögð á veltu fyrirtækja en aðstöðugjaldið verður lagt á samanlögð útgjöld fyrirtækjanna. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur nú ákveðið gjaldskrá fyrir aðstöðugjaldið í Reykjavík. Hefur það verið ákveðið hlutfallslega jafnmikið af útgjöld um fyrirtækjanna og veltuútsvarið var áður af tveltunni. En með því að útgjöld fyrirtækjanna eru nokkru lægri en veltan mun aðstöðugjaldið gefa nokkru minni tekjur en veltuútsvarið gerði. Borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins tók það skýrt fram í umræðum um mál þetta, að álagning hins nýja að : stöðugjalds mætti ekki verða til þess að útsvör al- mennings yrðu hækkuð. Kvaðst hann vænta, að 'borgarsjóður geti fengið auknar tekjur í útsvörum : fyri'rtækja sem svaraði þeim tekjumissi er borgin ; yrði fyrir vegna þess að aðstöðugjaldið verður lægra en veltuútsvarið var. Má búast við að svo verði, þar eð hið nýja aðstöðugjald mun gera fram töl fyrirtækja réttari og örfa til sparnaðar. Munu skattskyldar tekjur fyrirtækjanna því væntanlega verða hærri og tekjuútsvör þeirra þá einnig. Ur þessu fæst skorið eftir fyrsta árið. En verði útkom an sú, að hið nýja fyrirkomulag verði til-þess að borgarsjóður fái ekki nægilegar tekjur og borgar- stjórn telji' sig verða að ná inn rneiri útsvarstekj- um af almenningi, telur Alþýðuflokkurinn að hækka verði fremur aðstöðugjöldin strax eftir ár. I OPNUM í DAG nýja glæsilega fata- verzlun að Laugaveg 95 RUDOLF H.F. FATAVERZLUN HANNES Á HORNINU 'k Gegn reykingum. ★ Skortur á forustu. ★ Skorað á landlækni. ★ yirkileikinn reyndirnar. og stað- Tilboð í djúpbát Tilboð óskast í smíði á nýjum djúpbát úr stáli. Útboðslýsing og teikning fæst afhent gegn 1000 kr. skilatryggingu á skrifstofu Skipa- skoðunar ríkisins i Reykjavík. Tilboð séu kom in í hendur framkvæmdastjóra félagsins, Matthíasar Bjarnasonar, ísafirði, fyrir l. sept ember 1962. ísafirði, 19. júní 1962. H.f. Djúpbáturinn^ísafirði. iftarsíminn er 7490? 23. júní 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ VAXANDI AHUGI virðist vera á því að gera tilraun til að stemma stigu við reykingum. Það er víst, að þessi áhugi stafar af þeirri vís- indalegu niðurstöðu, að sígarettu- reykingar séu undirrót lungna- krabba, sem nú fer í TÖxt í nær öllum löndum og einnig hér á ís- landi. Á þriðjudaginn birti ég bréf þar sem bréfritari stakk upp á breyttum umgengnisvenjum sem tilraun til að draga úr reykingum. Nú birti ég annað bréf þar sem skorað er á landlækni að gangast fyrir slysavarnastarfi að þessu leyti: VEGFARANDISKRIFAR: „Einn mesti bölvaldur mannkynsins nú á dögum, er krabbameinið, sem herj- ar alltaf fastar og fastar á. Sér- stök tegund meinsins er hinn svo- nefndi lungnakrabbi, sem vex hröð um skrefum hjá öllum hinum svo- nefndu menningarþjóðum. Um þáð verður ekki lengur deilt, að sígar- ettureykingarnar eru valdar að þessari tegund krabbameinsins, þótt eflaust hjálpi þar fleira til, svo sem óhollt loftslag i iðnaðar- borgurri o. m. fl. ÝMSAR NÁGRANNAÞJÓÐIR OKKAR hafa af þessu miklar á- hyggjur sem og allur hinn mennt- aði heimur. Heilbrigðisyfirvöldin í ýmsum löndum hyggjast gera ráð- stafanir til áð draga úr sigarettu- nautninni, og fá aðstoð ýmsra góðra lækna í'þessari baráttu. EN ÞÁ SKULUM VIÐ bregða okkur heim til gamla Fróns og at- huga ástandið-hér. Sagan, sem ger- ist méö öðrum þjóðum. gerist hér einnig, þ. e. að ' lungnakrabbinn eykst hröðum skrefum með þjóð- inni, hefur margfaldast í réttu hlutfalli við aukningu sígarettu- reykinga. Hver er afstaða heilbrigð isyfirvaldanna? Ég spyr: Hverjar eru aðgerðir okkar ágæta landlækn is, sem á sínum tíma barðist hetju- legri baráttu móti berklaveikinni, sem öllum landslýð mun kunnugt? ÉG VIL BEINA þeirri ósk til hans að fá nú lækna og heilbrigð- m i!llí!!l!illll!!!!llll!ll!lll!!!llll!illí!!ll!!!!ll!l isyfirvöldin til virkra starfa og berjast á móti sígarettureykingum með öllum hugsanlegum aðgerð- um. Fyrst og fremst með sterkum áróðri í blöðum og útvarpi. Sjá um flutning fræðsluerinda í útvarp um skaðsemi tóbaksins. Það eru ýmsar leiðir til að minnka sígarettuneyzl- una, aðeins ef þeir, sem skylda ber til að taka að sér sterka forystu til raunhæfra átaka á móti þessum mikla bölvaldi, sem nú þjáir mik- inn hluta heimsins Heilbrigðisyfir- völdin íslenzku mega ekki vera hér aðgerðarlaus, þau verða að hefjast handa. Það hvílir mikil ábyrgð á þeim og því mega þau ekki gl.eyma. Skrifstofur vorar og afgreiðsla að Laugavegi 114, verða lokaðar mánudaginn 25. júní vegna skemmtiferðar starfsfólks. Tryggingastofnun ríkisins. HÚSBYGGENDUR - HÚSEIGENDUR Miðstöðvarlagnir — Geislahitunarlagnir — Vatnslagnir — Breytingar fyrir hitaveitulagnir o.fl. T Æ K N I H. F. Súðavog 9 — Símar 33599 - 38250. LANDSSAMBAND HESTAMANNAFÉLAGA TILKYNNIR: Skráning á kappreiðahrossum sem þátt taka í landskapp- reiðum í Skóga-hólum við Þingvelli 14. og 15. júlí n.k. fer fram í skrifstofu Fáks, sími 18978, Klapparstíg 25, Reykja- vík. og hjá Þorkeli Bjarnasyni, Laugarvatni, dagana 25. júní til 3. júlí. Skráð verða kappreiðahross í skeiði, 250 m., stökki 300 m. og 800 m. Framkvæmdanefndin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.