Alþýðublaðið - 23.06.1962, Síða 5

Alþýðublaðið - 23.06.1962, Síða 5
bezta vörnin UNNIÐ er af kappi að því að reyna aö grafazt fyrir um tauga- veikibróöursýkilinn, sem borizt hefur til Rcykjavíkur og talsvert margir hafa sýkzt af. Samkvaemt fréttum frá skrifstofu borgarlækn- is í gær, hefur enn ekki tekizt að upplýsa, hvar sýkillinn er, og ekkert er vitaö um það, hvenær rannsóknirnar, sem nú standa yfir bera árangur. Enn er aðeins um fá dreifð tilfelli að ræða í Reykjavík, en nokkrir sjúklinganna hafa verið fluttir á borgarspítalann, aðrir hafa leg ið heima, en veikin leggst mjög misjafnlega á fólk. Sumir fá háan hita með veikinni, aðrir lítinn sem engan hita, en sjúkdómseinkenn- in eru niðurgangur, uppsala og velgja. * -1 Vegna þess, að ekki hefur tek- izt að finna sýkilinn, er ekki unnt að vara fólk við neinu sérstöku til að forðast veikina. Það eina sem unnt er að segja með vissu, er að bezta ráðið gegn þessum vá- gesti er að gæta ýtrasta hrein- lætis bæði í meðferð matar og eins að þvo sér vandlega um hendur eftir að menn hafa not- að salerni, en vitað er, að veik- in getur smitazt á þann veg, að farið er sóðalega með slíkt. Geta skal þess, að sjóða vel þann mat, sem á annað borð er soðinn, en sýkillinn drepst við suðu. Borgarlæknir biður blaðið að 'taka það fram, að fólk, sem haft hefur framangreind einkenni fyr- ir nokkru, má ekki vinna við mat eða framleiðslu án þess að áður hafi verið gengið úr skugga um að það sé ekki' með sýkina. í' KVÖLD verður haldin Jóns- messtuhátíð aö Árbæ. Safniö verö ur opin á venjulegum tíma frá kl. 2 — 6 síödegis, en kl. 8,00 í kvöld hefst Jónsmessuvaka. Þá veröur safniö opnað aftur og veittar kaffiveitingar í Dillons- húsi. Frá klukkan 9 — 10 leikur Iúðrasveitin Svanur á palii, sem komið hefur veriö fyrir á túninu og dansaðir veröa gömlu dans- arnir til klukkan 12 á miðnætti eða lengur, ef veðrið verður gott. Hlaðinn hefur verið bálköstur á túninu, og hugmyndin er að dansa í kringum bálið í kvöld. Lárus Sigurbjörnsson safnvörður, sagði í viðtali við Alþýðublaðið í gær, að hann vonaðist til, að sem flest- um gæfist kostur á að sjá kvöld- fegurðina á Árbæ í góðu veðri í kvöld — en sérstakar ferðir verða farnar þangað uppeftir kl. 8-9 í kvöld og aftur í bæinn um kl. 11 og 12, og loks fér Lögbergsvagn- inn þar hjá um 1-leytið í nótt. Kveikt verður í bálkestinum kl. 11 í kvöld, en um miðnættið nær hátíðleiki Jónsmessukvölds- Þessa mynd tókum við í gær og sýnir hún lítinn hluta af hinu mikla bókasafni Þorsteins Þorsteinssonar, fyrrv. sýslumanns. Ríkinu hefur nú verið boðið safnið til kaups. Hvað verður um safn Þorsteins ? FULLTRUAR erfingja Þor- steins Þorsteinssonar, fyrrverandi sýslumanns, hafa nú boðiö ríkinu hiö mikla bókasafn Þorsteins til kaups fyrir 4,5 milljónir króna, eða aöra þá upphæö, sem um semst. Margvíslegar sögusagnir hafa gengið manna á meðal um það, að selja ætti safnið úr landi og þá ýmist til Rússlands, Banda- ríkjanna eða Evrópu. Það mun vera ósk erfingja Þor steins, að safnið verði áfram hér á landi, en tvístrist ekki út um heim. Ekkert hefur enn heyrzt um, hverju þessu tilboði verður svar- að af hálfu ríkisins. Tveir fornbóksalar hér í bæn- um munu hafa gert tilboð í safn- ið, en ekki hafa boðið nógu hátt. Ýmsir bókamenn hafa látið þau orð falla, að safnið væri eklii eins mikils virði og ætlað var í fyrstu. í því eru að vísu mjög margar fágætar bækur, m. a. heil legasti Passiusálmaflokkur sem til er. Hins vegar séu margar bækurnar illa farnar og ekki séu þær allar fágætar. Hreinlæti er Strauk frá Alsír - „um Gullfoss' Kaupmannahöfn. Danskur strokumaður úr frönsku útlendingaher- sveitinni í Alsír er kominn heill á húfi til Danmerkur — með Gullfossi. Maöurinn heitir Helge Albrechtsen. Ilann komst frá Alsír sem laumufarþegi meö danska skipinu Else Skou og liafnaði í Skotlandi. Þar tók hann sér far með Gullfossi til Kaupmanna- hafnar. Álar veiðast í Skagafirði Sauðárltróki, 22. júní. FYRIR nokkru síöan var hol- lenzkur maður liér á ferð. Erindi hans var að kynna mönnum ála- gildrur og álaveiðar. Marteinn Friðriksson, framkvæmdastjóri á Sauðárkróki fékk nokkrar gildrur í tilraunaskyni. Ilann lagði þær í Áshildarholtsvatn í landi Sjávar- borgar. Hefur hann vitjað tvisvar um þær og veitt 7 ála. Talið er, að veiðin §.é bezt, þeg- ar nótt fer að dimma. Þessi til- raun sýnir það, að áll er hér í Skagafirði, en hve mikið magn er tim að ræða mun reynslan leiða í ijós. Allinn verður sendur til vinnzlu suður í verksmiðju SÍS í Hafnarfirði. M.B. MESSU- ý A MORGUN er Jónsmessa ý en nóttin fyrir Jónsmessu er ý ein merkasta nótt ársins. Þá- ý gerast ýmis konar undur og þá ýins hámarki. ý er unnt að óska sér dýrmætra ý óska, ef rétt er að fariö. Ýms- ý ir velta sér upp úr dögginni á ý Jónsmessunótt, — en .þá verða ý þeir heilir af öllum meinum. ý Margt er það fleira, sem bezt ý er að gera á Jónsmessunótt. ^ ÞaÖ er t. d. unnt að seiða til ^ sín ástir þeirra, sem maður ý hefur augastað á meö því aö ^ tína rétt grös og Ieggja undir ^ koddann hennar eða hans og í þetta hafa margir gert í góðri trú og kannski með einhverj- um árangri. Á þessari nóttu fljóta upp ýmsir dýrmætir steinar og fleira er þaö, sem gerist á. þessari heillandi nótt. Þetta segir m. a. um Jóns- messunótt í íslenzkum þjóð- háttum Jónasar frá Hrafna- gili. Álónsmessa (24w júní) var lengi mikill merkisdagur á Iandi hér og talin heilög, þang að til hún var numin úr helgi dagatölu með konungsbréfi 26. okt. 1770. Einkum var afar mikil trú á Jónsmessunóttinni. Þá flutu uppi náttúrusteinar eða komu upp, ef þeir voru til á jöröu eöa í brunnum, óg verður þá aö vera viö til aö ná þeim : þá hljóp kvikasilfur saman: þá veröur og að taka lásagras og mjaöjurt og þjófa rót, ef þau grös eiga að duga til þess, sem átti að' hafa þau til,- opna lása og sjá þjófa: þá er döggin svo heilnæm, aö manni batna allir sjúkdómar, ef menn velta sér í hennl alls berir. Þá er gott að sitja úti á krossgötum. . . . Ef votviðri er á Jónsmessu, veröa óþurrkar um siáttimr, sbr. vísuna : vott, kvíða, gott að þurrka .heyin víða. ★ (Náttúrusteinar voru fullir kynngi). Helzt trúöu menn aö þá væri að finna á þrem stöð- um á landi hér: í Drápuhlíðar- fjalli í Snæfellsnessýslu, á Kofra viö Álftafjörö í ísa- fjarðarsýslu og í Tindastóli í Skagafirði. í fjöllum þessum eru tjarnir eða brunnar, og fljóta steinarnir þar upp á Jónsmessunótt og bregöa sér á leik, en ekki kvað' vera vandalaust að ná þeim. Þar eru bæöi lausnarsteinar, óska- steinar, huliðshjálmsteinar, lífsteinar og fleiri. Svo segir í gömlum fræðum.aö menn skuli fara að finna brunninn í Tinda stóli í Skagafirði, og er sú leiðbeining ætluð Sæmundi fróða: „ðlaöur skal ganga í Gler- hallarvíkurliorn og þaðan 600 faðma tólfræð: þá er maður kominn á fjallshrygginn. Síð- an skal ganga 400 faöma tólf- ræö: þá er komið á einstigi, sem er 25 faðma Iangt. Þetta einstigi skal fara, þegar t’yrst jaðrar á sólu Jónsmessu skír- ara morgun. Þá finnur maður brunninn. En þess ber að gæta aö vera kominn frá brunnin- um, áöur cn sól er fullrunn- in upp, því aö annars halda steinarnir manni föstum.” ★ •Tón Árnason telnr aftur ó- fært þangað nema meö gand- reið. . . . ★ s s s s s s s s s s s s s s s s s V s Þaö er merkileg nótt i nótt. ^ ÞaÖ er vissara aö vaka og v reyna að höndla hamingjuna- y En, ef aö það gleymist í nótt, f má þó hugga sig viö þaö, ail y annað tækifæri kemur aö ári. C ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. júnf ,1962 £

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.