Alþýðublaðið - 28.06.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.06.1962, Blaðsíða 2
JUtstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: BJörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími Í4 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentcmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu • 8—10. — Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. ÖLLU SNÚIÐ VIÐ ] FORUSTUGREIN Tímans í gær er táknræn fyr- jr málflutning stjórnarandstöðunnar. Hún sýnir vel hvernig stjómarandstæðingar víla það ekki fyr ir sér að snúa staðreyndum gersamlega við í því skyni að ófrægja ríkisstjórnina. . Hvert mannsbarn í landinu veit hvers vegna út- vegsmenn fóru fram á aukinn hlut útgerðarinnar é kostnað sjómanna á síldveiðiskipunum. Þeir báru fram þessar kröfur sínar vegna hinna nýju tækja, er þeir hafa orðið að kaupa í báta sína. Og þetta veit Tíminn fullvel. En í forustugrein í gær segir blaðið: „Til þess að mæta þessum auknu álögum og fjár drætti af hálfu ríkisvaldsins völdu útgerðarmenn þá leið að krefjast kauplækkunar hjá sjómönnum. Það er því raunverulega ríkisstjórnin, sem hefur knúið fram þessa deilu útvegsmanna og sjómanna“. Og þá höfum við það. Þegar útvegsmenn kaupa ný tæki í báta sína og eiga í fjárhagsörðugleikum af þeim sökum, heitir það á máli Tímans, að þeir hafi orðið fyrir „álögum og fjárdrætti af hálfu ríkis- valdsins“. Tíminn segir, að ríkisstjórnin hafi fellt gengið í fyrrasumar og hækkað útflutningsgjöld á sjávaraf urðum og það hvort tveggja hafi ásamt háum vöxt um lagzt þungt á útveginn. Hins vegar sleppir Tím inn alveg þætti Framsóknar, Sambandsins og kommúnista í þessu máli. Mönnum er það enn í fersku minni, að það var Sambandið að áeggjan Framsóknar og kommúnista sem hafði forustu um það á sl. ári að koma á meiri almennum kauphækk imum en atvinnuvegirnir gátu risið undir. Og ef 'útvegurinn hefði átt að bera þá kauphækkun án þess að fá meira greitt fyrir vörur sínar á erlend- um markaði í íslenzkum krónum hefði hann senni- lega stöðvazt alveg. Gengisbreytingin varð því út /tveginum til bjargar á sl. ári en ekki til skaða eins -Og Tíminn vill halda fram. Hins vegar hefði aldrei til neinnar gengislækkunar þurft að koma sl. ár ef Framsókn og kommúnistar hefðu ekki komið á mun meiri kauphækkunum en efnahagskerfið þoldi. Að gerðir Framsóknar og kommúnista í launadeilum •á sl. ári voru fyrst og fremst tilræði við útveginn, sem ekki þoldi nein áföll. En ríkisstjórnin kom í veg fyrir að það tilræði heppnaðist. Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 1490« 4--- -- --- - -----—.. VÍBiningar i happdrætti Krabbameinsfélagsins Miðinn kostar aðeins 25 kr. Dregið eftir 2 daga. Skattfrjálsir vinningar. Styrkið gott málefni. Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Russel ekki víttur London, 27. júní (NTB —Reuter) MIBSTJÓRN brezka Verka- mannaflokksins ákvað á fundi í dag að víta ekki Bertrand Russel lávarð, hinn níræða foringja hreyf ingar andstæðinga kjarnorkutil- rauna, og þrjá aðra háttsetta jafn- Moskvu, hefur verið fordæmt af Verkamannaflokknum. Hinir mennirnir þrír eru Chorley lávarð ur, séra John Collins, sem er for- maður baráttunnar fyrir kjarnorku afvopnun, og lafði Wooeton. Russel hefur verið í Verkamannaflokkn- um síðan árið 1915. aðarmenn fyrir agabrot. Þremenn ingarnir eru beðnir um skýringu á því, hvers vegna þeir styðji heims friðarráðstefnu í Moskvu í næsta mánuði. Deilan um Russel reis upp m. a. vegna þess, að ,.heimsfriðarráðið” gem, skipuleggur ráðstefnuna í tvwwwwwwwwtwww Kaupa konur fyrir lánsféö NAIROBI: — Viðskipta- málaráðuneytið í Kenya lief- ur ritað kaupsýslumönnum þar í landi hvassyrt bréf og brýnt fyrir þeim að eyða lán- unum, sem hið opinbera veit- ir þeim, viturlega. Lánin (segir í bréfinu) eru ætluð til uppbyggingar og ef 1 ingar atvinnuveganna — og hreint ekki til kaupa á fleiri eiginkonum. 'WWIWWWWWWWWItWMi Sænskir unglingar í kynnisferð hingað HÓPUR sænskra ungmenna kemur í kynnisferð liingað til landsins seinna í sumar. Ungmenn in eru úr sænskum æskulýðsfélög- um, og prestur verður í fylgd með þeim. Æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar skýrði blaðinu frá því í fyrradag, að 13. júlí kæmu fjórir ungir Bandaríkjamenn til ársdvalar hér á vegum þjóðkirkjunnar. í lok júlí fara 15 íslenzkir unglingar til jafn langrar dvalar í Bandaríkjunum. Hinn 1. ágúst koma íslenzkir unglingar, sem hafa verið eitt ár í Bandaríkjunum. Bandarískir ungl ingar, sem voru hér á vegum kirkj unnar og stunduðu nám í íslenzk- um skólum í vetur, eru þegar farn ir og.hafa verið á ferðalagi um Evr- ópu. Herraföt, tveedjakkar, stakar buxur, skyrtur, telpublússur, drengja- blússur, Mikið úrval Rúdolf Laugaveg 95. } 2 28. júní 1962 - ALÞÝÐUBLADIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.