Alþýðublaðið - 28.06.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 28.06.1962, Blaðsíða 16
✓ FENGU 4800 MÁL í GÆR Siglufirði í gær. ÁTTA bátar fengu 4800 mál í dag á vestursvæðinu. Aflahæstur var Heiga RE með 1300. Margir bátar voru tneð 6—800 tunnur. Þessir bátar voru búnir að fá «fla, er við höfðum samband vlð eíldarleitina kl. 10 í kvöld: Helga RE 1300, Ásgeir RE 500, «elga Bj. HU 600, Guðbjörg ÍS 300, Reynir AK 700, Guðbjartur Kristjáns. 800, Birgir SU 600, Rán fS 600. Ægir hefur nú fundið meiri síld. Norski flotinn er að færa sig vestur eftir. Raufarhöfn, 27. júní. í GÆRKVÖLM voru saltaðar hér eitt til tvö hundruð tunnur á söltunarstöðinnl Óðinn h.f. Sild þessi var úr Hrefnu frá Akureyri. í dag kom Gullfaxi NK hingað með 70—100 tunnur, sem fóru : frystingu. Mikil óánægja ríkir nú hér vegna endurvarpsstöðvarinnar, sem Rík- isútarpið lét setja hér upp í vor. Stöðin bilaði skömmu fyrir hvíta- sunnu, og er ekki hægt að segja að fólk hér hafi haft almennileg not. af útvarpi síðan. MENN eru ekki á einu máli um, hvað liðsflutningár kínverskra kommúnista í Fukian-héraði boða. Hugsa þeir sér nú rétt einu sinni til hreyfings vegna Formósu? Samkvæmt einni til- gátu er þó hér frekar um var- úðarráðstöfun þeirra að ræða gagnvart sínu eigin fólki. Setu- Iið þeirra í Fukien teiur sig ótryggt og óttast jafnvel upp- reisn almúgans vegna hungurs neyðar. Myndin: Nýting vinnu- aflsins undir stjórn kommún- ista. ENGIN SÍLD TIL SEYÐISFJARÐAR Seyðisfirði, 27. júní. ENGIN síld hefur enn þá borizt hingað, en unnið er að undirbún- ingi síldarmóttöku af fullúm krafti. EIGENDUR hálflendunnar að Laxnesi í Mosfellssveit hafa nú selt nokkurn hluta eignar sinnar undir bústaði, ýmist sumarbústaði eða heils árs bústaði. Margir hafa verið um boðið að kaupa þarna lóð og ber margt til. Þarna eru fög- ur húsastæði, ýmsum, er eiga bif- reið, finnst staðurinn í mátulegri fjarlægð frá höfuðborginni, og loks fást þarna rúmgóðar lóðir, sem margir vilja gefa mikið fyrir. Síð- ast en ef til vill ekki sízt er sótzt eftir lóðunum vegna þess að þarna býr skáldajöfurinn Laxness, sem reist sér Glúfrastein í Laxness- landi fyrir nokkrum árum til þess að geta verið í friði. Unnið er að skipulagningu á þessu svæði, en vitað er, að þarna verður rúm fyrir allmörg hús. Nokkur styrr hefur staðið um það, hverjum ætti að selja, því að Mos- fellssveitarmenn vilja ógjarnan fá hvern sem er í nálægð við sig. Það hefur viljað við brenna um sum- arbústaðalönd, að þar sem upp átti að rísa fyrirmyndarbyggð hef- ur sprottið upp fjöldi bústaða, þar sem eigendurnir hirða lítt um út- ganginn og verða þannig viðkom- andi sveitarfélagi til byrðar og ang urs. Þetta vilja Mosfellinar ógjarn- an fá yfir sig, og hefur því verið mikið um það rætt þar efra að fá fasta búendur í þau hús, sem þarna verða reist. Ef þarna rís upp nýtt íbúðar- Innvegin mjólk 130 þús. lítrar á Selfossi Selfossi, 27, júní INNVEGIN mjólk hjá mjólkurbú- inu komst upp í 130 þús. og 500 lítra (134 þús. og 400 kg.) í gær. í fyrra var mjólkin mest 25. júní, 120 þús. litrar. Um 38 þús. 1. fara til neyzlu. Úr mjólkinni er unnið mjólkur- duft, ostar, skyr og smjör. hverfi, fer að þrengjast um þá, sem flúðu þangað til að fá að vera í friði. Flytja þarf inn áhurð SÉRFRÆÐINGUR sá, sem kom frá Evrópu til að rannsaka bilun þá, sem varð í Áburðarverksmiðj- unni í s. 1. viku, hefur nú lokið athugun sinni. Búa þarf til nýjar spólur erlendis fyrir liinn bilaða straumbreyti, og mun það taka um 6 vikur. Raforkumálastjórinn hefur hins vegar séð sér fært að lána Áburðar verksmiðjunni spenni, sem að vísu er öðru vísi og minni en sá, sem bilaði, og er nú unnið að sérstök- um tengingum hans við rafkerfi verksmiðjunnar, og standa vonir til, að unnt verði að liefja fram- leiðslu í verksmiðjunni aftur með sem næst hálfum afköstum í lok þessarar viku og vinna þannig, þar til viðgerð hefur farið fram á hin- um bilaða spenni. Þá hefur Áburðarverksmiðjarr fest kaup á nokkru magni köfnun- arefnisáburði erlendis, sem mu 1 koma til landsins fyrir miðjan júlí, til að tryggja ,að ekki komi til, að slíkan áburð skorti á þessu vori, enda þótt verksmiðjan sé þegar búin að selja meira magn köfnun- arefnisáburðar en notendur höfð i pantað til notkunar á þessu vori. Með því að mjög er gengið á kjarna-birgðir þær, sem fyrir hendi voru, þegar bilunin varð í s. 1. viku ,mun kaupendum, sem þarfn- ast kjarna, nauðsynlegt að hafa samband við verksmiðjuna á næstu dögum, áður en þeir senda bíla til að sækja kjarna. Engar takmarkau ir eru hins vegar á afgreiðslu ann- arra áburðartegunda. (Fréttatilkynning frá Áburðarverksmiðjunni h.f.) HLERAÐ Tékkar unnu 14-1 ★ TÉKKNESKA liðið, sem hér var á döguuum lék tvo leiki í Dan- ■nörku á leiðinni heim. — í Rand- ers sigruðu þeir úrval með 5:0. í liinum le'!:nuni unnu þeir 14:1. Stöð þessi er til húsa á póst- húsinu hér. Það sem verra er í þessu máli er það, að hér virðist ekki vera neinn, sem ber ábyrgð á stöðinni, eða sem telur sig hafa nokkrum skyldum varðandi hana að gegna. Fólk hér er afar óánægt með þetta ástand og vona menn að úr þessu rætist innan skamms. — G. Þ. Á. Bátar, sem voru á leið norður í dag fundu töluverða síld í Seyðis- fjarðardýpi og einnig út af Digra- nesi og Héraðsflóa. Síldin var á áttatíu til hundrað faðma dýpi og bátarnir áttu ekkert við hana vegna þess hve djúpt hún stóð. Hér fyrir utan er nú kominn talsverður strekkingur og þó nokkur sjór. G. B. Ef til vill vex mjólkin eitthvað ennþá. í vor óx mjólkin ekki eins fljótt og undanfarin ár vegna kuld anna. Einstaka bændur eru farnir að slá. Vegna vorkuldanna kemur ekki eins vel upp í görðum og áður. Af sömu ástæðu hefur rúningur sauð- fjár verið með seinna móti. J. K. Blaðið liefur hlerað Að félagið, sem Þórólfur Beck leikur með í Skotlandi (St. Mirren), láti tryggja hann fyr- ir 15 þúsund sterlingspund f hverjum leik, sem hann leik- ur hér. N

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.