Alþýðublaðið - 28.06.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.06.1962, Blaðsíða 7
I * Greinin er þýdd og endur- sögð úr sænska bfaðinu EVA ALLS ekki lögbundin aðeins lokkandi þrungin loforðum er Parísartízkan í vor, — þar fær mittið að njóta sín, og mjaðmir og axlir fá mjúkar línur . . . þar sem ungu mennirnir taka af fullri alvöru upp samkeppn- ina við hina viðurkenndu meist -ara . . . þar, sem gardeniu- ihnur berst úr blænum frá 1930 og Þoku-bryggjunni — til samleiks með hörðum takti tvistsins 19G0 . . . 1 HVAÐ, sem má segja um ungu mennina, sem sýna klærnar í fyrsta sinni í vor, verður að við- urkenna, að þeir kunna að vekja á sér athygli. Allt fram til loka hinnar miklu tízkuviku í París, héldu þeir almenningi og blöðun- um spenntum og eftirvæntingar- fullum. Með mestri eftirvæntingu var auðvitað beðið eftir unga manninum Yves St. Laurent, sem eftir mörg erfið ár hafði nú á-; kveðið að opna eigið tízkuhús við Rue Spontini, innréttað með ljós- gráum virðulegum veggjum og ó- teljandi röðum af lappamjóum gullstólum. Eftirlætissýningastúikan og framkvæmdastjórinn Victorie opn- aði sýninguna með kjól, sem var hvort tvegg.ia í senn siglinga- og tvistkjóll, pilsið var með skálm- um, og litirnir voru blátt og hvítt. Áhorfendur klöppuðu og á sýning- unni, sem á eftir kom, voru sýnd falleg, klæðiieg föt með mjúkum línum. Það sést a nákvæmri stíl- tilfinningu Y. s. Laurent, að hann muni hafa farið úr skóla Christi- ans Diörs með beztu einkunn, og hann hefur dálæti á fallegum, kvenlegum fötum. Aftur á móti má segja, að hann hafi ekki kornið fram með neitt sláandi nýtt, í þetta sinn. — Hann greiðir alkvæði með víöum blúss- um, með belti í mitt'ið, með út- afhangandi axlasaum, með kjólum með túníkpilsi, með stelpulegum sniðum og við þau föt notar hann gjarnan dálítið grófa hluti til þess að ná ákveðnum áhrifum — svo sem með þríhyrndan klút kúrek- anna eða stóra hatta með slút- andi börðum. André Courrégéz (38 ára) iært, að hin úthugsuðu, rökréttu form eru affarsælli en árstíðalegar breyt- ingar. Hann leyfir sér ekki neinar hugsunarlausar ýkjur, en dregur all úkveðnar Hnur. í vor hefur hann axlirnar breiðar og „rúnn- aðar”, en brjóst og mitti eru of- arlega (í stíl við empire) og und- irstrikuð með aðskornu. Til kvöld brúks hefur André Courréges kvöldkápur og kvöldkjóla í skær- um litum, efnismikla og stórkost- lega eins og Faust-möttla. Hann hefur enn sem komið er ekki lagt í að opna eigið hús, en látið sér nægja litla hæð við Avenue Kleber. Salurinn er kríthvítur með spartanskri innréttingu með dökk brúnum, spönskum bændastólum og stórum vösum, fullum af vor- blómum, alla vega fyrir komið. Það er ekki unnt að imynda sér meiri andstæðu en þetta og sýn- ingarsali hinna tízkukónganna, þar sem veggirnir eru perlugráir, þar sem stendur gullstóll við gull stól, og þar sem eru gerfiblóm, úðuð með nýjustu ilmvötnum. * PHILIPPE VENET er líka lítil- látur að því er umhverfið snertir, og hann opnar tízkuhús með að- eins þrem sýningarstúlkum. Þótt hann sé aðeins 32 ára, hefur hann um níu úra bil verið forstjóri hjá Givenchj', þar sem honum hefur fulllærzt glæsileiki hófseminnar. Hann sýnir aðallega dragtir á sinni litlu en fallegu sýningu, dragt- irnar eru teknar inn í mittið, mjaðmir og axlir eru „rúnnaðar,” pilsvíddin er mitt á milli þess að vera í þrönga stílnum og hinum víða, og svo eru litlir kragar og langir chiffortreflar. Honoré, er einn af þeim útvöldu eða a.m.k. einn af þeim, sem gaf góðar vonir. Á sýningu hans voru allmargar snotrar dragtir. Jac- queline de Stehn, sem aðeins er 29 ára, hefur fengið góðan lær- dóm. Hún byrjaði hjá Madame Grés, hélt áfram hjá Pierre Bal- main og endaði námið hjá Balen- ciaga. Hún hafði tízkusýningu í sinni eigin íbúð, þar sem stór fjöl- skyldumynd hékk á veggnum, en á sýningunni voru kvenleg föt með aðskornu mitti og pílsfaldi fyrir ofan hné. Það; sem helzt ‘væri að óska unga fólkinu í tízkuheimi París- ar væri, að kaupendurnir misk- unnuðu sig yfir það, því að gömlu skúrkarnir geta þarfna.st dálitill- ar samkeppni, — þótt þeir stæðu sig sannarlega vel. * . -)< t HINUM stranga, einstreng- ingslega skóla hjá meistara meist- aranna — þ.e.a.s. Balencia hefur „MARGIR eru kallaðir en fáir eru útvaldir.” — Þetta gildir líka í tízkuheimi Parísarborgar. Sjald- an hafa eins margir nýliðar kom- ið fram á sjónarsviðið og í ár. Michael Thérouanne, 32 ára, sem hafði takmarkaða en velgerða sýn ingu við rue Faubourg Saint- HVER var beztur? Beztir þess- ara gömlu voru tveir? Pierre Car- din og Coco Chanel. Pierre Cardin er listamaðurinn, sem læt- ur fötin skína og glampa í und- ursamlegri litasamsetningu og, sem með tilfinningti og smáatrið- um dregur upp hina gegn-kven- legu skuggamynd vorsins. Hann sýnir dragtir með jökkum, sem eru mjúkir eins og peysur og háls klúta úr chiffon, víðar kápur, sem eru dregnar saman í mittið með breiðum beltum, slétta silkikjóla, aðskorna í mittið og létta chiffon- kjóla með tilheyrandi kápum. Engar fréttir eru góðar fréttir hjá Coco Clianel, sem jafnvel þetta vor heldur sínum stíl með sjálfsögðum glæsileika og lifandi skaparagleði. Chanel-stíllinn hef- ur sigrað veröldina og situr enn að sigrinum, þótt öll legginga- j bönd séu úr sögunni — þau voru | raunar að endingu orðin of mörg j og of löng. Meistarastykki Chan- j els, dragtin er í ár úr mjúku tvíd, blússa. fóður og manséttur og kragi eru úr silki í sömu litbrigð- um. Chanel kom einnig fram með fallegustu vorkápuna, það var tví hneppt, hvít tvídkápa með pilsi úr sama efni og kápufóður og blússu úr hvítu silkikrep. Létt, hlýlegt og eðlilegt alveg eins og sýningar- stúlkur Mademóiselle, — þær eru þær einu af sýningarstúlkum Par- ísarborgar, sem þora að hlæja og Framh. a 14. síðu. ' I LOK þessa mánaðar verffur 1 opnaður nýr tízkuskóli að Skóla • vörffustíg 23 og veitir frú S Andrea Oddsteinsdóttir hon- S um forstöðu. í vetur var Andrea S í París og stundaði nám í skóla S fyrir sýningarstúikur. Heitir sá S skóli La Nouvelle Ecole de S Mannequin et Maintien de Pa- S ris, og forstöffukona hans er ein S af frægustu sýningarstúlkum f S tízkuheiminum, þ. e. a. s. Lucky. S Auk þess að vera forstöffukona S tízkuskóla, þá er hún stofnandi S og formaður félags franskra S sýningarstúlkna. S Nemendum verður skipaff í S t£u manna flokkai eftir aldri, aff S svo miklu Ieyti, sem því verffur S við' komið. Ilvert námskeið mun S standa yfir í G —7 vikur og ætl- S unin er, að þaff verði 2 kennslu S stundir í viku I liverjum flokki S og rétt er aff geta þess hér, aff hver kennslustund er ZV-z tími. Auk þess eru innifaldir tveir einkatímar. Enda þótt kennsl- an sé miðuff viff þaff, að gera nemendur aff hæfum sýningar- stúlkum, þá geta vitanlega fleiri stúlkur en einmitt þær, sem ætla beinlínis að leggja tizkusýningar fyrir sig, haft gagu af því að' sækja tíma í skóiaim. Fallcgur limaburður er hverri kónu til prýði. Stúlk- ur þær sem hafa tileinkað sér rétt göngulag, fá um leið örugg ari framkomu og aiskið sjálfs- traust. Af þeirri ástæðu hefur t. d. veriff ákveffiff aff reka sauma- stofu í sambandi viff þennan nýja tízkuskóla. Snyrting er affaltega kennd í einkatímum. Þá málar Andrea stúlkur sínar eins og henni finnst þeim fara Framhald á 14. síðu. s ♦ s s s s s IS s s Ss ‘S s s s s *s s s )% AIÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. júní 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.