Alþýðublaðið - 28.06.1962, Side 5

Alþýðublaðið - 28.06.1962, Side 5
kógræktin viku á eftir ætlun 15 sinnum einn yfir Atlantshaf LÍTIL 2ja hreyfla flugvél af gerðinni Bonanza, lenti á Reykjavíkurflugvelli í gærdag eftir 8 klukkustunda flug frá Goosbay. í vélinni var aðeins einn maður, Capt. R. L. Peck, en hann er á leið til Bombay, og lagði af stað héðan í morg- un. Capt. Peck hefur verið flug- maður í 20 ár, og 15 sinnum hefur hann flogió einn yfir Atlantshafið á leið til Ilind- ústan. Hann heíur þann starfa að fara þangað með nýjar flug- vélar, en í \Wi ár starfaði hann hjá flugfélagi í Hindúst- an, og var þá m. a. einkaflug- maður konungsins þar, og þer á handleggnum gullúr með í- gröfnu skjaldarmerki konungs sem honum var gefið, sem þakklætisvottur. Á þessum ferðuni sínum Iief ur Peck oft lent í Reykjavík eða á Keflavíkurílugvelli, en aldrei haft lengri viðdvöl, en 1—2 daga. Er blaðamaður Al- þýðubalðsins ræddi við hann í gær, sagðist hann hafa komið hér síðast 19G0, og þá liafi hann lent í mikilli þoku og slæmu veðri á hafinu. Hafi það þá verið nákvæm veöur- lýsing frá flugturninum á Reykjavíkurfulgvelli, sem bjargaði honum, en eftir upp- gefnum vindhraða og stefnu, gat hann reiknað út staðará- kvörðun sína, og var aðeins 3 mílur frá réttri s'tefnu er hann kom hingað. Fór hann miklum viðurkenningarorðum um ís- lenzku flugsjórnarmennina, og sagði að hvergi í heimin- um hefði hann fengið eins góða þjónustu í þeim efnum og einmitt hér. Peck hefur oft áður verið í Bombay, og þá um Iengri tíma. Hánn hefur m. a. kennt ind- verskum flugmönnum, og flog ið mikið fyirr Hindústan Steel Company, en fyrir það félag er hann efnmitt að fljúga nú. Er við spurðum hann hvort ekki væri hálf ein- manalegt að fljúga svo lengi einn yfir opnu hafi, sagðist hann vera farinn að venjast „VH> erum viku á eftir áætlun í ár”, sagði Einar G. E. Sæmund- ’ sen, skógarvörður, í viðtali vió Alþýðublaðið í gær. Vorkuldinn hefur gert það að verkum, að vor-; störfin hafa dregizt og spretta er | enn stutt á veg komin. I’rátt fyrir' þetta hafa skógræktarmenn ekki' orðið fyrir neinum skakkaíöllum vegna veðurs, og allur trjávöxtur' er eðlilegur, þótt flest sé seinna j nú en venjulega. Um þessar mundir lýkur gróð- ursetningunni í Heiðmörk, og þessa dagana er lokið dreifsetn- ingu um 600 þúsund plantna í Skógræktarstöðinni í Fossvogi. — Þessar plöntur eru teknar upp úr sáðbeðum og dreifsettar í önnur beð, þar sem þær fá að vaxa í friði næstu tvö árin, en þá eru þær tilbúnar til afgreiðslu. Stöðugt er tekið meira og meira land undir skógræktina í Fossvogi, en Skógræktin á þar um 15 hekt- ara land, sem er nú að meiri hluta ræktað. Mikill fjöldi fólks er starfandi í skógræktarstöðinni á vorin, þegar vorannir standa sem hæst. Sá anna tími er að jafnaði frá 1 maí til 15. júní, en nú hafa vorverkin dregizt, svo að vorverkafólkið kvaddi ekki stöðina fyrr en um 20. júní. SBU sigraði . . . því, og yfirleitt hefði hann nóg að gera á leiðinni. Peck er frá borginni Lafayette í Indiana í Bandaríkjunum, en þar starf- ar hann sem flugmaður í föst- um áætlunarferðum, og tekur flug, sem þetta aðeins að sér sem aukastarf. Hann er kvænt ur indverskri konu. Litla myndin er af Capt. Peck, en sú stærri af TF-Vor, flugvél Björns Pálssonar, en það er samskonar vél, sem Peck flýgur til Bombay. HtWtWMWWWWMWWWMWWWWWMmWWWWWWW*****1***********1*1******** í DAG liefst hér í Reykjavík ráð- stefna útvarpssíjóra á Norðurlönd- Um. Mun hún standa í tvo daga. Þátttakendur komu flugleiðis að utan í nótt og halda aftur utan Strax á laugardagsmorgun. Útvarpsstjóri skýrði blaðinu svo frá í gær að þátttakendur þessar- ar ráðstefnu væru útvarpsstjórarn- ir á öllum Norðurlöndunum. Kem- ur einn frá hverju landi, nema Dan mörku, þaðan koma tveir. Úvarps- stjóri tekur einn þátt í þessari ráð Stefnu af íslands hálfu. Á ráðstefnunni verða rædd ým- is vandamál varðandi útvarpsrekst- ur. Sjónvarp mun að sjálfsögðu einnig verða á dagskrá. Rætt verð- ur um fréttaflutning og stjórn- málaumræður í útvarpi. Útvarpsstjórar Norðmanna og Svía munu ræða um fréttaútvarp fyrir Lappa. Einnig munu 3 hinna erlendu útvarpsstjóra ræða um sjónvarp fyrir nyrztu héruð Sví- þjóðar, Finnlands og Noregs. Rætt verður um skóla- og fræðsluútvarp svo og barnadag- skrár. Varðandi sjónvarpið, verður rætt um undirbúningsnámskeið fyr ir starfsmenn við sjónvarpsstöðvar og sitthvað fleira í því sambandi. Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarps- stjóri, er nýkominn frá Briissel, þar sem hann ast ráðstefnu Evrópu- sambands útvarpsstöðva. Á þeirri ráðstefnu bar sjónvarpið mjög á góma og einkum ýmis lögfræðileg vandamál í sambandi við höfunda- rétti að efni, sem flutt er í sjón- varpi. Ráðstefna norrænnu útvarps- stjóranna mun áðeins standa í tvo daga eins og áður er sagt, og fara þátttakendur aftur utan á laugar- dagsmorgun. Rændur og barinn .... Framhald af 1. síðu. þetta í Gautaborg, og fékk stað- festingu á fréttinni á sænskri frétta stofu þar í borg. Ekki tókst honum að fá upplýsingar um nafn manns- ins, en á fréttastofunni var sagt að íslendingurinn hefði slasast mjög alvarlega. Sahlgrenska sjúkra húsið er mjög stórt, og var ekki mögulegt í gærkvöldi, að fá að vita hvort maðurinn væri þar enn. í fréttinni í DAGENS NYHETER segir að þetta hafi verið íslenzkur sjómaður, sem hafi komið til Gauta borgar til að festa kaup á bát. Hafi Danirnir ráðist á hann, nálægt svo nefndu „Jarntorg" í Gautaborg. Ár ásarmennimir voru tveir hásetar af dönsku skipi 25 og 19 ára og 19 ára gamall verksmiðjuverkamað ur. Segir í fréttinni að þeir hafi sleg- ið íslendinginn og sparkað í hann, og síðan rænt veski hans. Lögregl- an náði árásarmönnunum. í lok fréttarinnar er sagt að maðurinn hafi verið fluttur á fyrrnefnt sjúkrahús til aðgerðar vegna al- varlegra meiðsla á augum. Framhald af 10. síðu sendi hann boltann inn með föstu i skoti af alllöngu færi, og lenti i hann alveg út við stöng. Geir hafði ; enga möguleika á að verja. Var þetta óneitanlega mjög vel fran> kvæmd markspyrna af miðherjan- um. Á síðustu 5 mín. fyrir leikhlé áttu bæði liðin allgóð tækifæri, eins og þegar Baldur skaut hörku- skoti, sem mjög líklegt er að hafn að hefði í markinu, ef Grétar hefði ekki orðið fyrir boltanum. Einn- ig skaut danski miðherjinn hátt yfir frá vítapunkti. Þá bjargaði Geir á síðustu mín. prýðilega með því að hlaupa út á réttu augna- bliki og lokaði þannig markinu fyrir öðrum innherjanum, sem var í dauðafæri, en boltinn þrumaði rétt ulan við stöngina. ★ SÍÐARI HÁLFLEIKUR Sú breyting varð á framlínu Fram eftir hlé, að Guðmundur Óskarsson, v. innherjinn, treystist ekki til að leika meira með vegna meiðsla, sem hann hafði hlotið og kom Þorgeir Lúðvíksson inn í hans stað. í þessum hálfleik, sem i heild var þó ekki eins líflegur og sá fyrri, átti Fram, einkum framan af, betri tækifæri. M. a. átti Bald ur gott skot eftir að markvörður- inn hafði hlaupið út og misst af boltanum, en bakvörðurinn bjarg- aði naumlega á línu. — Úr horn- spýrnu missti danski markvörður- inn boltann, en Guðjón skaut þá hátt yfir. En eitt bezta tækifæri Fram í síðari hálfleik var þó, er Grétari tókst að senda vel fyrir markið eftir að hafa leikið á ann- an bakvörðinn og Þorgeir átti þrumuskot með vinstri fæti. en markverðinum tókst að slá yfir á síðasta augnabliki. Er 5 mín voru eftir af leiknum, bættu Danir sið- ara markinu við, hægri útherjinn lék upp að endamörkum, sendi há- an bolta inn að markinu og mið- herjanum gafst gott tóm til að slcalla á markið án þess að Geir fengi rönd við reist. danska úrvalslið í heild ékki sterkt, þó að einstaka leikmenn þar séu góðir, t. d. markvörðuT- inn, miðframvörðurinn og miðnerj inn. Hinsvegar er rétt að taka til- lit til þcss, að þetta er fyrsti leik- ur liðsins, sem væntanlega mun sækja sig, er það hefur aðhæit sig „mataræðinu og loftslaginu”. Þó er ekki óliklegt, að KR-ingar með! Þórólf Bcck í fararbroddi, cigi eftii’'að velgja þeim undir uggum, annaðkvöld. í iiði frarn átti markvörðurinn, Geir Kristjansson mjög góðan leik. Hann verður enganveginn sakaður um mörkin tvö. Dómari var Guðjón Jónsson. ► Eiris og fyrr segir er þetta Styrkur frá ICAO ÁRIÐ 1960 hófst flugmálasljórnix* handa um uppsetningu flugöryggia kerfis, sem gerir flugumferðar- stjórninni í Reykjavík kleift að hafa öruggt talsamband við fiug-. vélar, sem eru á flugi yfir eða í námunda við ísland. Sama ár leitaði flugmálastjóri eftir stuðningi ICAO við • rekstur umrædds öryggiskerfis og fyrir skömmu barst flugmálastjóra til- kynning þess efnis, að fastaráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (IQAO).hefði samþykkt að greiða um eina milljón króna órlega til reksturs kerfisins. Með þessari samþykkt er hið nýja flugöryggiskerfi orðið hluti af samningum um alþjóðaflug- - þjónustu á íslandi og heildarfram- lag Alþjóðaflugmálastofnunarinn- ar til þessarar þjónustu nemur nú um 30 milljónum króna árlega. Það var flugmálastjórn Bar)da- ríkjanna, sem gerði uppsctninga þessa kerfis mögulega með stór- verðmætri tæknilegri aðstoð á-ár- unum 1959 — 1960. Fréttatilkynning frá skrif- stofu flugmálastjóra. ALÞÝOOBLÁÐtÐ - 28. júní 1962 *>

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.