Alþýðublaðið - 28.06.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.06.1962, Blaðsíða 4
ÝMSIR erfiðleikar steðja nú að Kennedy Bandaríkjaforseta, sem mjög hafa ágerzt síðustu vikurnar og má segja, að ósigur hans á þingi fyrir helgi, þegar landbún- aðarlög hans voru felld, hafi kór- ónað þá erfiðleika. Þrátt fyrir mikinn meirihluta á þingi befur forsetanum ekki tek- izt að koma gegnum þingið nema einum af þeim meiriháttar laga- bálkum, sem hann hafði liugsað sér, en það eru lög um endurþjálf un til starfa. Ástæður fyrir þessum erfiðleik ttm forsetans eru að sjálfsögðu margar og margvíslegar, en í stuttu máli má telja þessar helzt- ar: hin harða afstaða hans gagn- vart stálíélögunum í sambandi við fyrirhugaðar verðhækknir þeirra, óróinn í kauphöllinni og mjög harðnandi andstaða og *am- staða repúblíkana gegn honum, sem vafalaust stafar að verulegu leyti af því, að í nóvember í haust á að kjósa um þriðjung þingsæta . í öldungadeildinni og aila þing- menn fulltrúadeildar. Um fyrsta atriðið er það að segja, að alit frá því, að forsetinn ■ tók svo liarkalega í- taumana, sem menn muna, er stálfélögin hugð- ust hækka verð á íramleiðsluvör- um sínum, hefur hann átt mjög erfið samskipti við kaupsýslu- menn í landinu og hefur það á- stand verið vel notað af repúb' i- könum. Báðir þessir aði'.ar standa nú saman um að halda því fram. að Kennedy sé að seilast eftir ó- hóflega miklum völdum, auk þess sem hann gerist sekur um óhóf- lega eyðslusemi. Þetta er að sjálf sögðu ekki nein ný bóla. Þessi gagnrýni hefur verið sett fram gegn svo til öllum forsetúm dcmó krata á seinni árum, en ef til vill hefur hún eitthvað meiri áhrif nú, er benda má ó ástandið í Wall Street. Niðurstaðan af þess- * ari gagnrýni er sú, að skynsam- legar umræður um efnaliagsmál ' sjást varla lengur, heldur ein- kennast slíkar umræður nú meira ' af móðursýki en nokkru öðru. — Sumir vilja halda því fram, að allt hafi þetta haft nokkur álirif, 1 chagstæð fyrir Kennedy, aðallega meðal svokallaðra „hvítflibba- manna“, sém eiga hvað niest und- ir því, að kaupsýsla gangi vel og snuðrulaust. ?Þó að deilurnar um efnahags- mál séu fremur „hýsterískar" og greinilega pólitísks eðlis, þá er því ekki að leyna, að á bak við þthr er djúpstætt ósamkomufag um stefnuna í efnahagsmálum. í grundvallaratriðum kemur hcr til greina ósamkomulag um hvernig skuli örva vöxt efnahagslífsins á tíma, þegar eðlilegir hvatar fara $ 28. júní 1962 - AIÞÝÐUBLAÐID minnkandi. Sumir halda bví fram, að séu framleiðendur látnir í íriði og þeim leyfður nægilegur gróði til aukinnar fjárfestingar, þá sé allt í lagi. Aðrir mæla með skjót- um skattalækkunum til að auka eftirspurn. Þriðji hópurinn mælir svo með auknmgu opinberra JOHN FITZGERALD KENNEDY framkvæmda og almennri aukn- ingu útgjalda hins opinbera. Það mun vera vilji Kennédys að beita öllum þessum ráðum eft iri því sem tilefni gefst til hverju sinni, en umræðurnar virðast nú vera á slíku stigi, að hann á mjög óhægt um vik. Það er þó alla vega víst, að Kennedy er ekki „anti-business“ á þánn hátt, sem andstæðingarnir vilja vera láta. Hann hefur að vísu verið harður í horn að taka t. d. við stálfélögin og í vissum tilfellum, er snerta skattamál, hringamyndun o. fl„ en það hefur aðeins verið í tilfell- um þar sem hann hefur talið hags muni þjóðarheildarinnar og ein- stakra framleiðenda stangast á, og þá hefur hann valið hagsmuni heildarinnar. Um annað atriði, óróann í kauphöllinni, er erfiðara að segja nokkuð, því að mönnum ber alls ekki saman um, hvað valdið hafi sve.iflum þeim, er þar hafa orðið undanfarnar vikur. Andstæðing- ar stjórnar Kennedys hafa viljað rekja sveiflurnar til íjandskapar forsetans við iðnaðinn, en sú skýr ing er áreiðanlega pólitískari en hvað hún er vísindaleg. Síðasta atriðið, hin harða- and- staða repúblikana upp á síðkastið stafar vafalaust fyrst og fremst af væntanlegum kosningum og ótta þeirra við vinsældir forset- ans, en það furðulega er, að þeir hafa í fjölda tilfella fengið veru- legan stuðning demókrata á þingi sem þó hafa þar mjög verulegan meirihluta, í andstöðu sinni við lagasetningu forsetans. Það skal að vísu tekið fram ,að oftast hafa það verið íhaldssamir Suðurríkja demókratar, sem gengið hafa í lið með repúblikönum, eins og t. d. þegar felld voru lög um að af- nema lög í Suðurríkjunum um, að negrar skuli sanna að þeir séu læsir og skrifandi, áður en þeir fá að kjósa. En það hefur líka gerzt, eins og James Reston bendir á nýlega í New York Times, að hinir frjáls lyndu þingmenn, sem til þessa hafa verið beztir stuðningsmenn Kenendys, liafa gerzt óánægðir vegna þess, að þeim finnst forset- inn ekki nógu harður í horn að taka. Þeir halda því fram, segir Reston, að forsetinn sé að reyna að friða kaupsýslumenn og telja um fyrir repúblikönum í stað þess að skilja, að kaupsýslumenn og stjórnmálaandstæðingar hans láti hann ekki teljá sig á n'eitt, nema því aðeins að hann láti undan stefnu þeirra. Það er því algjör andstæða milli gagnrýni repúblikana, sem telja stefnu Kennedys of róttæka og flokkspólitíska, og hinna fi’jáls lyndu flokksmanna forsetans, er telja hana ekki nægilega róttæka eða flokkspólitíska. Á fimm mánuðum hefur þingið nú aðeins afgreitt sem lög eina af helztu beiðnum Kennedys um lagasetningu, eins og fyrr getur. Það er þegar búið að felia beiðni um sérstakt bæja- og sveitamála- ráðuneyti, afnám prófunar á lestrar- og skriftarkunnáttu negra, sem fyrr getur, og nú síð- ast landbúnaðarfrumvarpið. Um tuttugu frumvörp liggja enn graf in á ýmsum stöðum í þinginu, néfndum o. s. frv., í flestum til- fellum af ásettu ráði. Meðal þess- ara mála eru stórmál, eins og að- stoð við útlönd, læknishjálp handa öldruðu fólki, aukin völd forseta í tollamálum, skattaend- urskoðun og aðstoð við fræðslu- mál. Enn er of snemmt að segja um< hvað af þessum málum fær afgreiðslu þingsins, áður en því verður slitið, en augljóst er samt, að mörg mál munu daga uppi, eða bíða afgreiðslu þar til sýnt verður hvernig væntanlegur þing- kosningar fara. Utanríkismálin eru ekki síður veigamikil í hinni pólitísku þró- un næstu mánaða í Bandaríkjun- um. Það hefur löngum verið sagl, Framhald á 12. síðu. Robert Menziez hávaxinn með silfurlitt hár. Hann fylgist með úrslitum tennis- og krikkett-kappleikja. Hann var fæddur 20. desem- ber 1894 í smáþorpinu Jepa- rit í Viktoríu-fylki. Faðir hans var kaupmaður og afi hans námuverkamaður. Skólagöngu Menzies lauk með ágætiseink- unn í lögum við Melburne- háskóla. Áður en hann hóf stjórn- málaafskipti 34 ára að aldri var liann orðinn einn bezti lögfræðingur Ástralíu og hann gekk að eiga Pattie Maie Lec- kie dóttur ástralsks öldungar- deildarþingmanns. Það var m.a. fyrir áeggjan konu hans, að hann hóf afskipti af stjórn- málum. Hann varð forsætisráðherra í fyrsta sinn árið 1939. Hann baðst lausnar 1941, en komst aftur til valda 1949. . Hann hefur verið forsæíis- ráðherra óslitið síðan, og er nú í forsæti samsteypustjórn- ar Frjálslyndra og Bænda- flokksiivs. Hann liefur greini- lega haídið í persónulega stefnu, sem hann lýsti yfir 1928: „Ég ber virðingu fyrir réttindum þeirra, sem verða ofan á, og hef enga þörf fyrir hina heimskulegu kenningu um jafnrétti hins virka manns og hins lata, hins gáfaða og heimska, hins hagsýna og ains óhagsýna." deildur ROBERT GORDON MEN- ZIES, forsætisráðherra Ástra- líu, er í Bandaríkjunum þessa dagana og ræðir við Kennedy forseta og aðra ráðamenn. Til Bandaríkjanna kemur hann frá Bretlandi, þar sem hans hefur oft verið getið í frétt- um í sambandi við fyrirhugaða aðild Breta að efnahagsbanda- lagi Evrópu og hagsmuni brezku samveldislandanna í því sambanndi. Hann er 67 ára að aldri, af skozkum ættum og oft kalt- aður „Burly Bob“ vegná þess hve stór hannn er vexti og fyrirferðamikill. Ándstæðing- ar hans segja, að hann sé bæði þrjóslcur og þjáist af stór- mennskubrjálæði. Mikið orð fer af orðheppni Menzies, og háð hans ev hár- beitt. Hann er fyndinn og hitt- ir alltaf naglann á höfuðið. Á stjórnmálafundi var hann eitt sinn ávíttur fyrir að líta stórt á sig. Það stóð ekki á svari „Það þarf varla furða sig á því, ef maður athugar félags- skapinn, sem ég hef lent í hér,“ sagði hann. Öðru sinni miklaðist Men- zies af því, að miklar framfar- ir hefðu orðið á sviði .iðnaðar. Þá greip einhver fram í fyrir honum og hrópaði: „Hvað seg- irðu um brotajárnið, Bob?“. Hér var Verið að leiða athygl- ina að þeim aðdróttunum, að Menzies hefði leyft sölu brota- járns til Japans íyrir heims- styrjöldina. Menzies svaraði um leið á þá lund, ao framleiðsla brota- járns hefði aukizt um 50%, og bættti við, að eftir sumu fólki í salnum að dæma, hefði benzínframleiðsla aukizt jafn- vel ennþá meija. Hér var um orðaleik að ræða, því að „gas“ eða benzín á ensku getur éinn- ig þýtt ,,blaöur“. . Skömmu eftir að Menzies var orðinn forsætisráðh. spurði blaðamaður Menzies: „Ég geri ráð fyrir, að þér verðið að ráðgast við hina voldugu hags- munahópa, sem stjórna yður, áður en þér veljið yður ráð- herra?“ „Aðvitað," sagði Menzies, „en nefnið ekki nafn konu minnar í þessu sambandi, væni minn. Menzies hefur verið forsæt- isráðherra undanfarin 12 ár, og í skoðanakönnunum um vin sældir stjórnmálamanna hefur honum gengið misjafnlega. Útlendingar, sem koma til Ástralíu, furða sig oft á óvin- sældum hans. í hópi sinna nán ustu samstarfsmanna getur Menzies verið skemmtilegur félagi, en sagt er, að samkom- ur þessar séu líkastar því. að prins frá endurreisnartíman- um sé að slaka á í hóp Iiirð- manna sinna. Ýmsir yrðu uridr andi að sjá ráðherrann slá sér á lær og hlæja án afláts þegar Menzies segir þeim brandara í litlu herbergi i þinghúsinu í Camberra. Menzies, sem nýtur þess að reykja góða vindla, er maður MWWWWWMWWWWWMiWWMMVmMWMMWWtWW \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.