Alþýðublaðið - 28.06.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.06.1962, Blaðsíða 3
Eyðileggingu hætt Paul Gardy flúinn Algeirsborg og Oran, 27. júní. NTB — Réuter—AFP) STJÓRNARFULLTRÚI Frakka í Alsír, Christian Fouchet, sagði í yfirlýsingu, sem birt var í kvöld, að nú mundi ástandið verða með eðlilegum hætti í Vestur-Alsír á nýjan leik eftir uppgjöf OAS-sam- takanna í síðasta virki þeirra, Or- ansvæðinu. í yfirlýsingu Fouchets, sagði enn fremur, að vegna frábærs framtaks nokkurra velviljaðra manna mundi ' skynsemin sigra í Óran borg sjálfri og einnig vegna hvatningar franskra yfirvalda í borginni. All- ir þeir, sem gegna ábyrgðarmikl- um stöðum, verða að lialda áfram að gera það, sem verður að gera, sagði hann. Að sögn AFP er talið, að horfur séu nú mjög góðar á friði í Alstr, stuttu áður en þjóðaratkvæðið fer fram 1. júlí. Fouchet gaf út tilkynningu sína þegar hann hafði komið í lieim- sókn til Óran ásamt yfirhershöfð- ingja Frakka í Alsír, Forquet hers höfðingja. Þá hafði verið vitað í margar klukkustundir, að yfir maður OAS á Óransvæðinu, Paul Gardy fyrrverandi hershöfðingi, liafði flúið úr borginni ásamt mörg um nánum samstarfsmönnum. Til þess að verja flóttann hafði forysta OAS sprengt ritsímastöð- ina í Óran í loft upp, þannig að borgin var sambandslaus við um- heiminn í hálfan sólarhring. Hins vegar hafði bráðabirgðastjórnin í Rocher Noir fengið staðfestingu á þeirri frétt frá leynistöð í nótt, að OAS hefði gefizt upp, eftir hernað ariegum sambandsleiðum. Henri Dufour, fyrrverandi of- ursti, las upp þessa frétt í leyni- stöð kl. 21.00 eftir ísl. tíma í gær kvöldi. Hann skoraði á hina ýmsu hópa skemmdarverkamanna að hætta eyðileggingunni. OAS hefur ekki sett nein skilyrði, og yfirleitt skilst mönnum, bæði af franskri og alsírskri hálfu, að starfsemi samtakanna sé lokið. Skömmu eftir að Fouchet hélt aftur til Rocher Noir í kvöld ræddi hann við formann bráðabirgða- stjórnarinnar, Abderrahmane Fa- res. Samkvæmt opinberum heim- ildum snerust viðræðurnar um ráð stafanir þær, er grípa verður til til þess að halda uppi lögum og reglu í öllu Alsír. Óran er enn sambandslaust við umheiminn, þar sem fjarritasambandið rofnaði seinna um daginn. Fólk af evrópskum ættum held- ur áfram að flýja frá Alsír, og til- kynnt er um langar biðraðir í hafn arhverfum og á flugvöllum. í sendingunni frá leynistöðinni sagði, að síðasta virki OAS hefði gefizt upp til þess að hlífa þeim íbúum Óran af evrópskum ættum, er flýja frá borginni, við nýjum þjáningum. PAUL GARDY — foringinn. sem flúði. Henry Dufour, fyrrum ofursti, sem las upp þessa frétt var áður yfirmaður fallhlífarherdeildar Út- lendingahersveitarinnar. Herdeild þessi var leyst upp fyrir skömmu. Dufour strauk úr franska hernum í Vestur-Þýzkalandi og kom til Alsír með mikilli leynd fyrir nokkr um mánuðum til þess að taka við stjórn skemmdarverkastarfseminn Kínverjar þegja um tillögu USA Peking og Washington, 27. 6. (NTB —Reuter) RÍKISSTJÓRNIN í kínverska al- þýðulýðveldinu hafði ekki látið í Ijós skoðun sína í kvöld á þeirri tillögu Bandaríkjamanna, að valdi skuli ekki beitt til þess að leysa Formósu vandamálið. Hvorki utanríkisráðuneytið né stjórnarmálgögnin hafa minnzt einu orði á fund sendiherra Kín- verja, Wang Ping-nan, og 'sendi- lierra Bandaríkjanna, John Cabot, í Varsjá sl. laugardag. en þar voru síðustu atburðir á Formósusundi teknir til umræðu. Tammerfors, 27. júní. FINNSKI kastarinn Kunnas varp aði kúlunni 17,71 m. í landskeppni Finnlands og Eistlands í kvöld, sem er nýtt Norðurlandamet. Kinverskir kommúnistar hafa áður neitað að gera samning þess efnis,-að valdi verði ekki beitt, á þeirri forsendu að Formósumálið varði aðeins Kínverja, og eina al- þjóðlega hlið málsins sé banda- ríska hernámið á Formósu og eyj- unum undan strönd meginlands ins. Að undanförnu hafa ummæli af opinberri hálfu í Peking verið á þá lund, að það sé kínverska þjóð- in sjálf, sem ákveða verði hvenær og hvernig koma eigi stjórn Chi- ang Kai Sheks fyrir kattarnef. Blaðafulltrúi Kennedys Banda- ríkjaforseta, Pierre Salinger, stað festi í dag, að Bandaríkin hefðu skýrt Pekingstjórninni frá ugg sín um vegna liðssafnaðar Kínverja á meginlandinu gegnt eyjunum Que- moy og Matsu. Dufour sagði m. a.: ,,Ég gef skip- un um, að hætt vqrði eyðilegging- unni, sem hefur verið ráðgerð og aukið hefði þjáningar þeirra, er reyna að komast til Frakklands. Ég geri ráð fyrir skilyrðislausri hlýðni ykkar”. Tíu dagar liðu unz forysta OAS i í Óran gat sætt sig við samning [ þann um vopnahlé í Algeirsborg, er þeir Jean-Jacques Susini, OAS- foringi, og dr. Chawki Mostefai, fulltrúi FLN-hreyfingarinnar, gerðu. Frá París berast þær fregnir, að de Gaulle forseti muni gefa út opinbera tilkynningu einhvern fyrstu daga júlí að lokinni þjóðar- atkvæðagreiðslu í Alsír. Enda þótt spennan hafi minnk- að fjölgar þeim sífellt, sem. yfir- gefa Alsír, ’ en brottflutningurinn er vel skipulagður og gengur ró- lega fyrir sig í Algeirsborg. Hins vegar var fólkið ekki eins rólegt í Óran. Að undanförnu hefur fólki af evrópskum stofni verið rænt. Hef- ur talsvert borið á þessu. FLN kveðst gera allt sem unnt sé til þess að koma í veg fyrir slík mann rán. FORMÓSA VARIN EF Á ER RÁÐIZT - segir Kennedy Washington, 27. júní. (NTB-Reuter). KENNEDY foresti sagði á blaða- mannafundi sínum í dag, að ástand ið á Formósusundi gæfi tilefni til alvarlegt uggs og Bandaríkin mundu gera ráðstafanir til að tryggja öryggi Formósu og Fiski- mannaeyja ef nauðsyn bæri til. — Fiskimannaeyjar eru eyjaklasi, sem er á valdi þjóðernissinna. Kennedy tilkynnti einnig, að Bandaríkjastjórn mundi halda fast við þá stefnu, sem Eisenhower, fyrrverandi forseti markaði fyrir sjö árum ,að láta til skarar skríða ef kínverska alþýðulýðveldið gerði árás á eyjarnar Quemoy og Matsu. nálægt meginlandinu. Kennedy kvað mikla liðsflutn- inga hafa átt sér stað og nauðsyn- legt að ekki væri neitt á imidu um afstöðu Bandaríkjanna. Hann kvað grundvallarsjónarmið Bandaríkjanna alltaf hafa verið gegn valdbeitingu á þessum slóð- um og vísaði til yfirlýsingar Fost- er Dullesar, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, frá 1955, þar sem á það var lögð áherzla, að landvarnasamn ingar við þjóðernissinnastjórnina kvæðu eingöngu á um varnir. — Kennedy fullyrti, að þetta væri enn stefna Bandaríkjanna. Algeirsborg, 27. júní (NTB—Reuter) OAS-foringinn Jean Jacq- ues Susini (sjá mynd) skoraði á fólk af evrópskum ættum í Alsír að flýja ekki úr landi. OAS-foringinn talaði frá leynistöð. „Það er einnig mikilsvarð- andi, að þeir, sem flúið hafa til Frakklands, snúi aftur til Alsír”, sagði hann. Kennedy endurtók, að allar að- gerðir Bandaríkjanna á þessum slóðum væru beinar varnaraðgerð- ir er hann var að því spurður liver afstaða Bandaríkjanna yrði ef Chi- ang Kai-Shek gerði tilraun til inn- rásar. Kennedy lét aftur í ljós óánægju sína með stefnu de Gaulles í kjarnorkumálum, sem hann kvað stríða gegn hagsmunum Atlants- hafsbandalagsins. Hann kvað Bandaríkin alltaf hafa virt afstöðu Frakka, en sagði, að ef Frakkar kæmu sér upp eigin kjarnorkuher mundi það hvetja önnur ríki til þess að gera slíkt hið sama. Hann fullyrti, að Frakkar væru ekki sammála í þessu máli. Hann kvað ástandið í Laos ó- tryggt og fullt af hættum þrátt fyr- ir vopnahléið og kvaðst vona, að 14-ríkja ráðstefnan í Genf mundi tryggja hlutleysi og sjálfstæði landsins. „Bandaríkin munu halda áfram stuðningi sínum við sjálfstætt og hlutlaust Laos, sem Krústjov, for- sætisráðherra hefur einnig lofað að styðja,“ sagði Kennedy. • • Onnur fræðsluferð ÖNNUR fræðsluferð Hins ís- lenzka náttúrufræðifélags verður farin á sunnudaginn. Verður hald- ið að Ástjörn við Hafnarfjörð. Þátttakendur geta tekið sér far í bílum Landleiða í Lækjargötu kl. 2 og ekið suður á Hvaleyrarholt við Hafnarfjörð. Þar bætast í hópinn þeir, esm sjálfir sjá sér fyrir bíl- fari. Sterkur hnífur bg piaslpokar eru hentugir til plöntusöínurmr. Einn- ig er ráðlagt að taka með sér ntst- isbita. Meðal leiðbeinenda verða grasafræðingar. Húsavík, 27. júní. SÍLDARVERKSMIÐJAN getur tekið á móti síld um miðjan næsta mánuð en fyrr ekki, vegna hinnar nýju byggingar, sem nú er í smíð- um og unnið er við af eins mikl- um krafti og unnt er. Talsvert er af aðkomufólki í bæn um, enda vantar fólk í byggingar- vinnu og hvað sem er. — E.M.J. Soblen horfinn New York, 27. júní (NTB—Reuter) KONA dr. Robert Soblens, sem dæmdur var í ævilangt fangelsi í fyrrahaust, hefur tilkynnt, að maður hennar sé horfinn. Fangavist Soblens átti að hefjast á fimmtudag. Kona hans hefur ekki séð hann síðan á mánudag. Soblen var látinn laus gegn 100.000 dala tryggingu. Hann hafði farið þess á leit, að mál hans yrði tekið fyrir að nýju, en beiðni hans var' hafnað á mánudag. Ameríska ríkislögreglan* (FBI) er komin inn I málið, og liandtökuskipun hefur ver ið gefin út. Dr. Soblen var yfirlæknir á geðveikraspít- ala áður en hann var hand- tekinn. Hann er 61 árs að aldri. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. júní 1962. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.