Alþýðublaðið - 15.08.1962, Side 2
Bitstjorar: Gísli J. Ástpórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri:
■jörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími
14 906. —- Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentoniðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
8—10. — Askriftargjald kr. 55,00 á mánuði. 1 lausasölu kr. T.00 eint. Útgef-
? andi: Aiþýðuflokkurinn. - - Framkvæmdastjóri: Asgeir Jóhannessom
i ' " ■ ■
Til tunglsins 1966
GEIMFLUG Rússanna tveggja í Vostok III og
IV er mikið vísindaafrek. Virðist vísindalegur höf
uðtilgangur þessa tvöfalda flugs vera að kanna,
hvemig hafa megi samband milli tveggja geim-
fara, svo og þol flugmanna og aðstæður til lífs á
löngu flugi. Allt'beinist þetta í áttina að væntan-
legu tunglskoti.
Það er skoðun vísindamanna á vesturlöndum, að
Rússar hafi nú fært tunglskot fjórum árum nær
jsamtíðinni. Hafði verið búizt við, að um 1970
mundu fyrstu mönnuðu geimförin fara til tungls-
ins, en nú telja menn það hugsanlegt um 1966.
Framfarir vísindanna eru þannig mun hraðari en
bjartsýnustu menn höfðu vonað.
Geimvísindin taka stökk sín fyrst og fremst
vegna kapphlaups milli ’stórveldanna. Sovétríkin
tóku þar forustu með Sputnik og fyrsta mannaða
geimfarinu. Bandaríkjamenn komu á eftir, en hafa
þótt draga óðum á með geimskotum sínum og
gervihnettinum Telestar. Nú hafa Rússar aftur auk
ið bilið með því að vinna afrek, sem Bandaríkja
menn höfðu ekki ætlað sér að reyna fyrr en eftir
2 ár.
Mikið mætti gera á jörðu niðri við að fæða.
klæða og hýsa hungraðar milljónir fyrir þær fjár-
hæðir, sem varið er á skömmum tíma til geimrann
sókna. Vonandi eiga þó vísindin eftir að skila öðr-
um árangri á þessu sviði en áróðursefni fyrir aust
ur eða vestur eða hernaðarlegu forskoti, að svo
miklu leyti sem það kemur til skjalanna.
Mánnkynið gleðst yfir þeim vísindasigrum, sem
Rússar unnu um helgina, og bíður þess, hvað ger-
ist næst — í austri eða vestri.
Sérhæf vara
DEILUR um síldarsöluna hefur lægt nokkuð,
enda búið að segja og skrifa margt um málið. Von
andi hafa landsmenn áttað sig á því meginatriði,
að saltsíld er sérhæf vara, sem á sér takmarkaðan
•hóp neytenda og þeim hópi fækkaði um 6 milljónir
er Gyðingum var nær útrýmt á meginlandinu.
Þetta ættu íslendingar að skilja, því þeir hafa til
skamms tíma sjálfir borðað mjög lítið af síld og
kunnátta í matreiðslu hennar er hér ennþá tak-
■mörkuð. Jafnvel 200 milljóna þjóð eins og Rússar
urðu að selja öðrum 40 000 tunnur, sem þeir keyptu
a| okkur í fyrra.
Þessa daga stendur yfir fiskimálaráðstefnu í Nor
egi, sótt af hópi íslendinga. Þar verður meðal ann-
ars rætt um, hvemig auka megi neyzlu síldar og
hagnýta hana betur. Þetta er kjarni málsins, að
minnsta kosti þau árin, sem mikið veiðist af síld-
ipni.
Akureyri vann
brezka sjóliða
Á SUNNUDAG léku Akureyr-
ingar við skipsverja af brezka. her-
skipinu Malksholm og unnu Akur-
eyringar með 10 mörkm gegn 2.
Sá aíburSur skeði í þeim leik,
er vítaspyrna var dæmd á Bret-
ana að markvöröur Akureyringa
Einar Helgason framkvæmdi
spyrnuna og skoraði ágætt mark.
Fannst áhorfendum þetta óvenju-
legur atburður í knattspyrnuleik
og ekki hvað sízt hinum brezku
skipsverjum. Dómari í leiknum var
af brezka herskipinu. J. S.
Færeyingar Iéku við Akurnes-
inga á laugardag. Fór lcikurinn
fram á Akranesi og lauk með jafn-
tefli 2:2. Er þetta bezti leikur
færeyska landsliðsins í íslands-
ferðinni til þessa.
—o—
Rússinn Bolotnikov setti heims-
met í 10 km. hlaupi á rússneska
meistaramótinu um helgina.
Hann hljóp á 28:18.2 mín., sem er
6/10 úr sek. betri tími en gamla
metið, sem hann átti sjálfur.
keyranlegir kranar (Mobiie cranes og truck cranes).
Lyftiafl frá 4 — 55 tonnum. •
Benzín- eða disel-rafknúar vindur.
Óbrigðullt öryggiskerfi, sem stöðvar allar hreyfingar kranans,
verði stjórnanda hans eitthvað áfátt (Dauðsmannshnappur).
Sjálfvirk tenging allra stjórntækja samtímis, eða stjórna má
hverri hreyfingu sérstaklega.
Yfir 100 slíkir kranar hafa þegar verið seldir í Danmörku.
Tilboð óskast án skuldbindingu. Bréfaskipti á dönsku, norsku,
sænsku, ensku og þýzku.
SÆMILEG
UFSAVEIÐI
Ólafsfirði 14. ágúst.
TVEIR vélbátar, Ármann og Ing
ólfur, komu hingað í morgun með
ufsa og voru með 20 tonn hvor.
Sæmileg vertíð hefur verið hjá
bátum þessum, en þeir hafa verið
á ufsaveiðum síðan um miðjan júlí
Þeir hafa verið á Grímseyjar-svæð
inu og nú út af Mánáreyjum — RM
V. L0WENER
VESTERBROGADE 9 B - K0BENHAVN V. - DANMARK
TELEGRAMADR.: STAAUL0WENER - TELEX: 5585
HANNES
Á HORNINU
★ Afgreiðsla hjá Flugfé-
lagi íslands.
★ Auðveldara að fá al-
mennar upplýsingar.
★ Um skyldusparnað
ungs fólks.
★ Athugasemdir um fram
kvæmd laga.
Flugfélag íslands er vinsælt fé-
lag,“ segir Gramur í bréfi til mín,
„en sjaldan slepp ég óskaddaður
frá því að tala við það. Ég þarf
nokkuð oft að hringja í félagið til
þess að leita upplýsinga og alltaf
verð ég að bíða lengi áður cn svar
að er. Loks þegar ég lieyri rödd-
ina verð ég að bíða enn til þess
að ég fái samband við innanlands
flug eða utanlandsflug, því að al-
drei geta stúlkurnar gefið neinar
upplýsingar.
AF HVERJU geta símastúlkurn-
ar ekki fengið lista um leið og þær
mæta til vinnu að morgni þar sem
er greint frá öllu áætluðu fiugi
þann dag. Hins vegar ef maður
þarf að spyrja um fleira, til dæmis
að panta farseðil, þá er ekki nema
eðlilegt að maður verði að leita
til viðkomandi deildar hjá félaginu
Allar almennar upplýsingar á að
vera hægt að fá hjá stúlkunni, sem
fyrst svarar í símann. Þetta skrifa
ég þér af velvilja til Flugfélagsins
en ekki af neinni löngun til að gagn
rýna starfsháttu þess. Ég vill að
að þarna sé breytt um til batnað
ar.“
GAMLI SKRIFAR: „Það er ég
viss um, að þú ert mér samdóma
í því, að þegar maður hefur lifað
í 25 ár, sé hann orðinn tuttugu og
fimm ára. En þeir sem hrifsa
skyldusparnað af börnum verka-
manna segja, að halda eigi áfram
að hrifsa eitt ár í viðbót.
ÞAÐ VÆRI svo sem ekkert við
því að segja, að ungt fólk og jafn
vel eldra væri skyldað til að spara
og geyma fé, ef það gengi jafnt
yfir og geymslan væri örugg. En
börn betri borgara fara í mennta-
skóla og háskóla og þurfa ekkert
að spara né hugsa um framtíðina.
Föðurlandið sér fyrir þeim, vegna
ættgöfgi. Og aumingja bændurnir
og útgerðarmennirnir eru alltaf
að tapa og græða á því milljónir og
milljónatugi. Sama er um börnin
þeirra, þau þurfa ekkert að spara
né geyma.
ENGINN HEFIR tryggingu fyrir
því að fá byggingalán, þó hann sé
skyldaður til sparnaðar. „Því í
helvítinu hafðir þú ekki vit á að
ganga í fiokkinn," sagði maðurinn,
þegar pilturinn var að væla og
biðja um lán. Og aumingja krónan
Einu sinni var hún 100 aura virði,
nú er hún einn eyrir. „Mikið líður
þú fyrir Höskuld, gæzka,“ sagði
maðurinn Þeir hafa orðið þjóðinni
dýrir svindilbraskararnir, og bank
arnir lélegir fjárgæzlustaðir. Það
er nú rúmlega fertugs afmæli ó-
sómans.
EN HVERNIG væri að láta þá
skila fénu heim, sem geyma það
suður í Sviss og annars staðar er
Framhaid á 14. síðu.
Demparar
Hljóðkútar
Púströr
og fleiri
varahlutir
í flestar gerðir bifreiða.
Bílanaust hf.
Höfðatún 2. — Sími 20185.
2 45. ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ