Alþýðublaðið - 15.08.1962, Qupperneq 8
S.Mr
BRÉFA-
SKIPTI
EINN japanskur
herra skrifar blaðinu
og vill fá pennavin hér
á landi. Bréf hans hljóð
ar eitthvað á þessa
leið:
Ég hef áhuga á landi
yðar og mig langar til
að hafa bréfaskipti við
íslenzkan pilt eða
stúlku.
Nafn mitt er: Satom
Makabauasti, og ég er
14 ára gamall drengur.
Heimilisfangið er á
1000 Asakure, Kochi-
sity Kochi-ken, Japan.
Áhugamál mín eru
söfnun póstkorta og
mynda; og mér þykir
gaman að spila tennis.
Ég vona að þetta bréf
verði gert kunnugt ís-
lenzkum drengjum og
stúlkum í blaði yðar.
Með kveðju
BERLÍNARBÚAR hafa
komið sér upp dálítilli para-
dís, þar sem þeir geta smá-
tíma sloppið frá borgrarryki
ogr útsýni að múrnum.
Þessi staður heitir Naden-
berg, og var tekinn í notkun
árið 1960. Þar er mikiil fjöldi
smáhúsa þar sem fjölskyldan
getur dvalið og notið útsýn-
is I yndislegu umhverfi. Þessi
hús þykja einkar smekkleg
og hentug, — og þarna sést
ein fjölskyldan sitja að snæð-
ingi ásamt kú á staðnum.
SAGA VIRGIN-
IUTÓBAKS
Frá hungurdauða tif milljóna auðs -
Saga tóbaksins í Yamestown
Fólkið í bandaríska „tó-
baksríkinu" Virginíu hefur
tækifæri til þess að fá sér
„ekstra smók“ nú um þessar
mundir Það er nefnilega verjö
að halda upp á afmæli tóbaks
framleiðslunnar — og það um
leið að hún hefur aldrei
heppnast betur en einmitt nú.
Sagan um hvernig tóbaks
framleiðslan varð aðalatvinnu
vegur Norðurríkjabúa, er frek
ar óvenjuleg: Hún hefst sem
hryggileg sorgarsaga og endar
sem ævintýri milljónaauðsins
Strax þegar Kólumbus fann
Ameríku 1492 tók hann eftir
því að þeir innfæddu reyktu
ailmikið fyrirbrigði sem þeir
kölluðu „tabac“. Á öldunum
sem liðu eftir fund Kólum-
busar barst þessi siður að
reykja til Evrópu: en samt
varð það ekki algengt. Reyk-
ingar urðu fyrst almennar, þeg
ar enski landneminn John
Rolf hóf að reka verzlun í smá
bænum Jamestown i Virgina
Jamestown hafði verið
byggð af_ Englendingum sem
nýlendubær, og nýbyggjamir
unnu baki brotnu til að hafa
í sig í þessu ókunha landi —
meðal annars með því að
rækta tóbak. En enginn heima
í Evrópu vildi kaupa fram-
leiðslu þeirra, og veturinn
1611-12 voru þeir orðnir svo
aðþrengdir að fjöldinn af
þeim dó úr hungli og örbirgð.
Þá var það sem hinn 25 ára
gamli John Rolfe sló í gegn:
Hann var viss um það, að
tilgangslaus var að, halda á-
fram að rækta sama tóbak og
áður hafði verið og þess vegna
varð hann sér úti um fræ frá
Venuzuela í Suður-Ameríku,
og sáði því í sína akra þrátt
fyrir alla örbirgðina — og
þegar blöðin voru fullsprottin
sumarið 1612 sendi hann þau
til London, þar sem þau urðu
á augabragði geysivinsæl
vegna mildis og bragðgæðis.
Þegar hinir ensku pípureyk-
ingamenn höfðu reynt íóbakið
frá Jamestown vildu þeir bók
staflega ekki líta við neinu
öðru, — og ekki leið á löngu
þar til viðskiptin í öðrum
löndum tóku að aukast. Það
var þessi skyndilegi vöxtur í
reykingum Evrópubúa, sem
varð hin beina orsök hinnar
miklu tóbaksræktar og — iðn
aðar í Norður-Ameríku, eins
varanlegasta efnahagslegs r.ig-
urs í sögu landsins.
Að sjálfsögðu urðu margir
til að rísa upp á móti tóbaks
reykingum. Hinn frægi land
könnuður, Englendingurinn
John Smith lýsti því yfir, að
fólk sem reykti væri svínum
verra. James 1. Englandskon-
ungur gaf út orðsendingu
gegn tóbaksnotkun, þar sem
stóð meðal annars:
— Þið borgarar, ef þið haf
ið nokkra siðferðistilfinningu,
þá fýrirlítið reykingar eins og
pestina, þvi að þær eru mann
legur löstur, þær skemma sjón
ina, setja óbragð í munninn,
skaða heilann, hertaka lungun
og stikna eins og í sjálfu hel-
víti —
Aðrir tóku tóbakinu vel, og
allt fram á þennan dag hefur
plantan verið álitin ágæt lækn
ing gegn ýmsum kvillum, allt
frá tannpínu upp í íílapensla.
En þrátt fyrir mótbárur með
og á móti hefur tóbakið farið
sigurför umhverfis hnöttinn.
Árið 1961 settu Bandaríkin
met í framleiðslu tóbaks: 100
milljarða sígarettur, 10 mill-
jarða vindla, 75 milljón kíló
píputóbak, og 100 milljón kiló
af „skro.“
KJAFTASKJÓÐAN: Ég sá
manninn þinn í gærkveldi þeg
ar hann var að reyna að
veiða stúlku á strætinu.
Frúin: Og fór hún með hon
um?
Kjaftaskjóðan: Já, það
gerði hún.
Frúin: Þá hefur þetta alls
ekki verið maðurinn minn.
★
EIGINMAÐURINN: Konan
mín krafðist hjónaskilnaðar
fyrir réttinum og hágrét.
Annar eiginmaður: Hvað
kom fyrir?
Hinn: Dómarinn þurrkaði
tár hennar í burtu með banka
bókinni minni.
HÚSBÓNDL* Maður sem
ætlast til af konu sinni að
hún sé fullkomin og hún
skilji af hverju hann er það
ekki.
SEGIÐ MÉR, spurði Ro-
mano Mussolini, eru allad
þessar manneskjur hér að
stara svo á andlit mitt, af
því að ég er sonur einræð-
isherrans? Koma þau vegna
forvitni, eða af því að þeim
þykir gaman að hluþta á.
jazzhljómsveit mína?
•
Ég velti þessu fyrir mér
í hvert skipti, sem ég leik
á hljómleikum og það ger-
ir mér ómögulegt að gleyma
lífi mínu sem sonur „II
Duce“.
Romano, fyrrverandi son-
'ur einræ'Sisherrans ítasKa,
er nú 35 ára gamall, jiæfi-
lega gildvaxinn, en að öðru
leyti alveg eftirmynd föð-
urs síns hvað útíit snertir.
Hann hætti sér út í sviðs-
ljósið fyrir 4 árum, þegar
hann stofnaði jazz!hljóm-i
sveit ásamt 8 góðum vinum
sínum.
Eftir að þeir höfðu spil-
,að á nokkrnny .'nátt'klúbb-4,
um í Róm var þeim boðin
þátttaka í alþjóðlegu jazz-
hátíðinni i Belgíu.
Þar slógu þeir alveg í
Igegn og samningstilboðin
streymdu til þeirra frá
Ítalíu, Frakklandi og Spáni
þar sem þeir vo
kynntir sem aðc
atriðið.
— Ég hefi ald
um að vera a
sagði Romano. —
bókstaflega ekki
sjálfan mig hvers
er hræddur við s\
er íyrir öllu ánæ
minnar sem tónli
og það að lifa
lífi í frjálsu landi
Lif Romanos si
í höllinni í Róm
af músík. II Duc
fiðlu, og að því
segja alveg sér
Elsti sonurinn Vi'
>ekktur jaz^ga
og spilaði sjálfur í
Edda, dóttirin spil
á hljóðfæri.
Vittorio, jazalga
inn safnaði jazzj
sífellt síðan Roma
ára hefur hann ej
sínum í frönskum
stól og hlustað á b
íska jazz.
Þegar Mussoli
skyidan fór að sj
sem dró á loft í h
íska þjóðfélagi, g
no, yngstur af 8
g 15. ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
1