Alþýðublaðið - 15.08.1962, Page 15

Alþýðublaðið - 15.08.1962, Page 15
Yfir Ermarsund Froskamaðurinn, sem næstur er á myndinni, heitir Simon Paterson. Hann setti fyrir nokkru nýtt met í kafsundi yfir Ermarsund. Var hann 13 stund ir og 50 mínútur yfir sundið, og bætti þar með með Aemríku- mannsins Fred Baldascare, sem sett var aðeins tveim vikur fyrr. svona Neville Shute „Það stóð nú ekki nema stutt“, sagði ég. „Hún lék í Picardy Prinsess- unni í stríðinu. Svo lék hún næst í Lucky Lady. Mér fannst hún •alveg prýðileg". „Hún var of góð fyrir mig“, sagði ég dálítið biturlega. „Hún 'liaföi tvö hundruð pund á viku en ég ekki nema þrjú“. „Var það orsökin til að slitn aði upp úr þessu hjá ykkur?“ „Það var ein af orsökunum. Henni var boðið starf í Holly- wood, svo hún fór þangað og lenti í einhverju karlastússi og •skildi við mig“. „Það var leitt“, sagði hún hæg látlega. „Konur gera oft herfi- legar skyssur í svona málum“. „Þær eru ekki einar um það“, sagði ég. „Mennirnir eru ekkert betri hvað það snertir". Við hlóum bæði. „Það er sennilega alveg satt. Við crum öll óttalegir kjánar“. Hún lauk úr glasinu sínu og stóð upp. „Má ekki bjóða yður meira“, sagði ég. Það var langt síðan ég hafði átt svoná samtal við nokk urn mann“. „Nei, takk“, sagði hún. „Ég á eftir að aka heim“. Við gengum að dyrunum. „Má ég koma og fljúga Moth vélirmi aftur á morg un?“ „Vissulega. Til dæmis klukk- an hálf tíu“. „Það væri alveg prýðilegt. Við ■gengum yfir að bílnum hennar og ég opnaði fyrir henni dyrnar. „Ég ætla að hugsa nánar um að kaupa mér Moth vél“, sagði hún. „Það er alveg stórkostleg hug- tnynd“. „Mcnn leiðast út í ýmislegt þegar flugið er búið að ná tökum á þeim“, sagði ég. „Þetta leiðir allt hvað af öðru“. Hún hló. „Ætli ég viti það ekki“. Þegar hún kom næst lét ég liana fljúga meira eina. Svo fór ég að kenna henni ýmsar listir: Þegar nýjabrumið var farið af því hafði hún ekkert alltof mik inn áhuga fyrir spinni og þess háttar kúnstum. Hun sagði að sig svimaði bara. En ég lét hana halda áfram við þetta því það vai nauðsynlegt fyrir hana að kunna skil á þessu öllu. Því hún gat átt eftir að komast í hann krappann einhvern tíma. Hún skildi þetta og gerði allt sem ég sagði henni. En sjaldan gerði hún neinar kúnstir upp á eigin spýtur. Svo fór ég að kenna heppi sigl ingarfræði. Hún hafði nú ekki rnikinn áhuga á því til að byrja með. Henni fannst þetta alveg ó- þarfi þegar maður gat fylgzt með vegum og járnbrautarteinum. Dag nokkun sagði ég henni að fljúga méð mig til Leeds, því ég ætlaði að borða liádegisverð í Yorkshire klúbbnum þar. Hún áttí sem sagt að finna stefnuna og fljúga þangað með mig. Hún gerði allskyns vitleysur í sambandi við áttavitann og gleymdi að taka vindinn með í reikninginn, en það skaðaði ekki mikið því það var næstum logn. Þegar við höfðum verið á flugi í klukkustund og fimmtán mínút ur. Flugum við yfir stóra borg og beint fram undan okkur var stórt fljót. „Er þetta Leeds?“, sagði hún í talpípuna. „Nú veit ég ekki“, sagði ég. „Ég er bara farþegi". „Ég held að þetta sé Leeds“, sagði hún. „Það er bara þessi á hún er ekki merkt á kortið" „Ég get ekkert að því gert“, sagði ég. „Mig er farið að svengja, Það er eftir benzín til tveggja tíma flugs“. Hún flaug yfir borgina. Þar voru stórar bryggjur. Við þær lágu togarar og hafskip. I{afið virtist vera í austri. Allt £ einu sagði hún vesældarlega: „Pascoe, höfuðsmaður", „Já“. „Ég held að við höfum villzt. Þetta hlýtur að vera Hull. Ég hef verið að skoða kortið“. „Þér farið með mig til Leeds“, sagði ég. „Ég er orðinn svangur og mér er orðið kalt. Það er eft ir benzín til að fljúga í klukku- stund og 45 mínútur“. sagði hún. „Það eru 35 mílur til Hún tók beygju og flaug nú í norðvestur. Eftir stundarkorn Slierburn, það förum við á 26 mínútum. Ég man ekki hvernig á að fara að með segulskekkj- una, á að draga hana frá eða bæta henni við? „Bæta henni við til að fá út scgulstefnuna", sagði ég. „en hvað um vindinn, reiknið þér með honum?" „Ég hef ekkert hugsað um hann. Ég sé reyk frá járnbraut arlest, sem er næstum beint fram undan“. „Þetta er þá allt í lagi og við komum til Sherburn eftir 26 mín útur“. „Ó“. „Benzínið sem er eftir dugar í einn og hálfan tíma“. Að lokum fann hún flugvöllinn og lenti þar með miklum ágæt- um. Þar hittum við flugkennara. Hún sagði við hann. „Við fórum nokkuð stóran krók, en við kom umst hingað fyrir rest“. Svo sneri hún sér að mér og sagði. „Mér þykir þetta ákaflega leitt hvað ég er vitlaus“. „Þér eruð ekki vitlaus", sagði" ég. „Það verður enginn óbarinn biskup“. „Ég varð svo rugluð", sagði hún. „Það lét svo hátt í hreyfl- inum, vindurinn var svo mikill og svo hafði ég ekkert til að skrifa á. Mér fannst ég ekki einu sinni geta hugsað“. „Það var nú einmitt, það sem að var“, sagði ég. „Maður verð- ur að reikna þetta allt út áður en maður leggur af stað, og draga síðan fallegt breitt strik á kortið". „Éð setti strikið á kortið", sagði hún. „Það kom bara ekki á réttan stað“. „Komið þér inn“, sagði ég. „Þér skuluð taka með yður kort ið og reglustrikuna, svo skal ég sýna yður hvar þér gerðuð skekkju", Þegar við komum inn bauð ég henni upp á eitthvað að drekka. „Get ég ekki fengið mjólkur- glas?“ spurði hún. Ég fór fram í eldhúsið og sótti henni glas af ískaldri mjólk. Síðan fórum við að athuga stefnuna, sem hún hafði tekið. Svo reiknaði hún út nýja stefnu og í þetta skiptið var það rétt hjá henni. Við fengum okkur matarbita, og yfir matnum sagði hún: „Mig vantar meiri æfingu í flugi. Get ég flogið aftur á morg un? „Á laugardaginn“, sagði ég. „er ég upptekinn allan daginn. En á sunnudag eða mánudag? Nei þá er frídagurinn yðar. En hvað um þriðjudaginn? „Ég skal kíkja í bókina", sagði ég. „Alltaf þegar veðrið skánar verður allt fljótlega upppantað hjá okkur. Við ættum að geta flogið á þriðjudag eða miðviku- dag“. „Það er ekki fyrr en eftir tæpa viku“. „Það er dálítið erfitt að fljúga langt á vélum klúbbsins að sumri til, .því þá er svo mikið að gera“, sagði ég. „Ég veit það. Ég hef meira að segja verið að hugsa um að kaupa mér mína eigin vél“. „Það er ekki erfitt að fá not- aðar Moth vélar, ef yður er al- vara“. „Mundi ekki vera betra að byrja með gamla vél? Þegar mað ur hefur ekki meiri reynslu en ég hef? „Það kann rétt að vera. Ætti ég að hringja til Parkes og vita hvort þeir eiga einhverja notaða vél?“ Augu hennar ljómuðu. „Gæt uð þér gert það núna — í dag?“ „Að sjálfsögðu". „Þá skulum við koma til baka og fara svo“. Ég hló. „Ég er nú ekki alveg búinn að borða“. „Þér þurfið ekki að borða meira, að auki er þessi ostur svo fitandi. Við skulum koma og svo hringjum við á eftir“. Við fórum út og stigum upp í flugvélina og flugum beint til Leacaster, sömu stefnu og hún hafði markað á kortið. Þegar við vorum lent og komin út úr vél inni, spurði hún. „Var þetta betra?" „Prýðilegt“, sagði ég. „Nú vilduð þér komast til baka, og nú voru engir krókar“. Þegar ég náði sambandi við Parkes, var mér sagt að þeir ættu tvær Moth vélar. Önnur var með Genet hreyfli og hin með Cirrus Mark hreyfli. Cirrus hreyfillinn mundi verða betri fyrir hana. Sú vél var á verkstæðinu, það var verið að undirbúa hana fyrir skoðun. Hún mundi verða tilbúin eftir viku eða svo. Hún var þegar orð in all áköf. „Spyrjið hvort ég geti fengið hana málaða í þeim lit sem ég vil?“ „Hvaða litur mundi það vera?“ „Hvítur. Með rauðum einkenn isstöfum og rauðu leðursæti“. „Það er skítsæll litur“, sagði ég. „Allt í lagi. Spyrjið.að því“. Ég gerði það. „Það verður allt í lagi en þeir vilja fá að vita um það fljótlega, Það kostar lít ið eitt meira“. „Mér er alveg sama um það. Hvenær gætum við farið og lit ið á hana?“ „Ég hugsaði mig aðeins um. „Á mánudaginn?“ „En það er frídagurinn yðar'*. „Ég ætla ekki að gera neitt sérstakt. Við gætum flogið þang að á mánudaginn. Þá fengjuð þér að auki dálitla æfingu“. „Það mundi verða alveg stór- kostlegt", sagði hún yfir sig hrifin. Á mánudagsmorguninn flugum við til Heston. Það var um tveggja tíma flug. Moth véðn var öll sundurtætt, og herrni. leizt ekki meira en svo á hana' þannig. Því þá fékk hún svo litlaj hugmynd um hvernig hún var samansett. Vélin var vel með far in. Hún hafði aldrei verið látin standa úti. Ég sagði henni að þetta mundu vera kjarakaup. Sölumaðurinn sýndi henni hina vélina, sem þeir voru nýbúnir að gera upp. Sú vel var tandurlirein og. falleg. Hún var alveg í sjöunda himni. Sölumaðurinn tók mig að eins til hliðar og sagði að ég fengi tvö og hálft prósent í sölu- laun fyrir að hafa vísað á þá. Ég sagði honum að ég vildi það ekki, en liann gæti- aftur á- móti dregið það frá upphæðinni, sem hann hafði sagt henni að vélin kostaði. Ég veit ekki af- hverju ég hafnaði þessu boði, en mér fannst eins og ég væri að hagnast á nægju hennar. Við fórum inn í skrifstofuna og gengum frá aukaatriðunum, ALÞÝÐUBLAÐI0 - 15. ágúst 1962 J5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.