Alþýðublaðið - 18.08.1962, Side 2
&
®ltstjOi«r: Gísli J. Astpórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri:
lijörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími
14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentcmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
♦—10. — Askriftargjald kr. 55,00 á mánuðl. 1 lausasölu kr. r.OO eint. Útgef-
andi: Alþýðuflokkurinn. -- Framkvæmdastjóri: Ásgpir Jóhannesson,
HAGSMUNIR OKKAR
UMMÆLI EMILS Jónssonar við norsk blöð um
ísland og Efnahagsbandalag Evrópu hafa orðið
l>jóðviljanum tilefni til enn einnar áróðursgreinar
gegn nokkrum tengslum íslands ivið bandalagið.
Iteynir blaðið eins og venjulega að rangfæra og mis
tulka og læða inn þeirri hugmynd, að ríkisstjórnin
sé búin að ákveða þátttöku í bandalaginu.
Sannleikurinn er sá, að það er mikilsvert fyrir ís
lendinga að vemda markaði sína á meginlandi Ev-
rópu, sem taka um helming alls útflutnings okkar.
Þjóðviljinn vill gjarna eyðileggja þessa markaði.
Hins vegar munu íslendingar ekki gangast undir
ýmsar þær kvaðir, sem fylgja fullri aðild, varðandi
landhelgi og flutninga á vinnuafli og- fjármagni.
Þess vegna bíður sú ákvörðun, hvers konar tengsl,
ef nokkur, er hægt að skapa, sem samræmast hags
munum íslands.
Kommúnistar þurfa ekki að bíða eftir upplýsing
um um þetta mál. Þeir taka afstöðu eftir línu komm
únistaríkjanna, en ekki hagsmunum Islands. Þeir
ýilja loka Vestur-Evrópu fyrir íslenzkum viðskipt
um, svo að þjóðin verði þeim mun háðari viðskipt-
um við kommúnstaríkin og tengist þeim meira.
í þessu samhandi heldur Þjóðviljinn stöðugt
fram, að Efnahagsbandalagið vilji innlima Island
og önnur ríki. Þetta er herfilegur misskilningur.
Ríkin sex í efnahagsbandalaginu mundu helzt
kjósa að bæta engum þátttakenda við. Það eru hin
ríkin, sem standa utan við bandalagið, sem sækjast
eftir að komast á einn eða annan hátt í það eða í
tengsl við það. Þetta á við Noreg, Svíþjóð, írland og
öll önnur ríki á þessu svæði. Þess vegna er alrangt,
að Efnahagsbandalagið sé að seilast eftir okkur.
Það eru íslendingar sjálfir, eins og aðrar þjóðir,
sem vilja vernda mikilvæga hagsmuni sína með
því að skapa tengsl við bandalagið. Þegar lokið er
samningum við Breta, Dani, Norðmenn og fleiri,
og skipulag fisksölunnar í álfunni hefur verið á-
Ekveðið, mun koma í ljós, bvaða kosta íslendingar
eiga völ. Þá munu ábyrgir íslendingar marka sína
eigin stefnu, og sízt af öllu hlusta á þá, sem láta önn
ur stórveldi segja sér fyrir verkum.
Hver sá, sem skilyrðislaust segir á þessu stigi
málsins, að ísland skuli engin tengsl hafa við Efna
hagsbandalagið, er vísvitandi að kalla yfir þjóðiria
stórfellt tjón. Hann er líka að draga verulega úr
anöguleikum okkar til að koma upp iðnaði til út-
flutnings á komandi áratugum. Ábyrgir menn taka
ekki slíka afstöðu umsvifalaust. Þess vegna ber
akkur að halda fast á hagsmunum íslands og kanna
leiðir til að koma málum okkar í sem bezt form.
Það getur gerzt með verzlunarsamningi eða með
aukaaðild, en hún getur verið 1 prósent eða 99
prósent af fullri aðild. Hvernig þetta verður ákveð
um við, þegar þar að kemur.
MINNINGARORÐ:
Oddsdóttir
Brautarholti, Reykjavík
í dag verður jarðsungin írá
Dómkirkjunni í Reykjavík Sig-
ríður Oddsdóttir — Sigríður i
Brautarholti — eins og hún var
gjarnast kölluð af vinum sínum.
Hún andaðist í Landakotsspítala
laugardaginn 11. ágúst sl. eftir
skamma legu þar, þremur dögum
fyrir 79. afraælisdag r,inn.
Sigríður fæddist I Pálshúsum
í Reykjavík 14. ágúst 1883 og-
voru foreldrar . hennar Oddur
Jónsson, formaður og kona hans
Guðrún Árnadóttir, Guðnasonar
úr Selvogi. Oddur fórst í fiski
róðri vestur á Sviði árið 1902.
Sigríður var elzt barnanna. Hin
voru, þau er upp komust: Borg-
hildur, búsett í Reykjavík, Ást-
ráður, látinn 13. júlí' 1961, Sigur
jón, bóndi á Rútsstöðum í Svína-
vatnshreppi, Guðmundur R. for
stjóri Alþýðubrauðgerðarinnar i
Reykjavík, Theodóra, búsett á
Siglufirði og Oddur Ááúst Odds-
son, sjómaður í Reykjavík.
Fárra mánaða gömui fluttist
Sigríður með íoreldrum sínum
að Brautarholti á Bráðræðis-
holti, en þann bæ byggði faðir
hennar. Þar ólst hún upp og þar
var heimili hennar næstum til
æviloka. Árið 1903 giftist Sigríð
ur Jónasi- Helgasyni frá Litlu-
Giljá í Vatnsdal. Jónas stundaði
sjómennsku og verkamannavinnu
á yngri árum, en gerðist síðar
starfsmaður hjá Verzlun Jes
Zimsen og var innheimtumaður
hjá því fyrirtæki tií æviloka.
Hann andaðist 6. febrúar 1948.
Þeim jónasi og Sigríði varð fimm
barng auðið og eru þau öll á lífi
Oddur, forstjóri Efnalaugarinnar
Glæsis, kvæntur Elísabetu Jóns
dóttur, Ingibjörg gift Guðmundi
Péturssyni, símritara, Guðrún
gift Tryggva Péturssyni, deildar
stjóra, Sigríður, gift Sigurði Hall
dórssyni verzlunarmanni, og
Gyða. í fardögum 1961 ílutti Sig
ríðúr úr bænum, sem hún hafði
hennar, Sigurðar Halldórssonar,
að Hjarðarhaga 27:
Sigríður lifði mestu breytingar
tíma, sem orðið hafa í sögu þjóð-
arinnar. í bernsku og á fyrstu
hjúskaparárum hennar þekktist
naumast nema eitt boðorð öllum
æðri: Vinn þú meðan dagur er,
nóttin kemur þá enginn getur
unnið, og ekki er hægt að minn-
ast Sigríðar án þess að upp rifjist
atorka þeirra hjóna við að berj-
ast áfram, börnum sínum til bjarg
ráða og þroska. Og liver, sem
leit Sigríði á efri árum hennar,
tiginmannlega í fasi og fríða sýn
um, hlaut að undrast, hve skír
málmur kom úr þeirri deiglu.
Að eðlisfari var Sigríður hlé
dræg kona og frábitin öllu tildri
og hégóma, en dagfar hennar var
slikt, að nu sakna fieiri en börn
in hennar móður í stað.
„Við daglega umhyggju alls,
fyrir óskir, löngun og þörf
hún beitir sér eins og bezt er unnt
og býr undir framtíðarstörf.
Hún vinnur sín verk í kyrrð,
hún vinnur þau löngum duld.
Við hana eru allir að endi dags
— allir í þakkarskuld."
Tr. P.
alið' svo til allan aldur sinn í, til
Skothríð
Berlín
i
BERLINi 17. ágúst (NTB-Reuter)
Austur-þýzk lögregla hóf í dag
skothríð á tvo menn, sem reyndu
að klifra yfir múrinn í Berlín til
vesturhluta borgarinnar. Annav
maðurinn komst yfir múrinn, en
hinn varð fyrir skoti og féll til
jarðar austanmegin. Þar lá hann
í 80 mínútur áður en sjúkrabifreið
kom og ók honum burtu.
í fyrstu hrópaði særði maðurinn
á hjálp, en seinna féll hann í ómeg
i'n og lögreglan í Vestur-Berlín tel
ur, að hafi gefið upp öndina áður
en honum var ekið í burtu. Seinna
var staðfest, að hann hefði látizt
á sjúkrahúsi. Flóttamennirnir voru
18 ára gamlir.
Hlutlausir
vilja barsn
GENF, 17. ágúst (NTB-Reuter)
þluthuis rík,i á afvopnunarráð-
stefnunni lögðu í dag hart að kjarn
orkuveldunum að koma á samningi
um bann við nokkrum tilraunum
með kjarnorkuvopn. Fulltrúl
Bandaríkjanna, Artbur Dean,
sagði á blaðamannafundi, að Banda
ríkjamenn beittu sér enn fyrir
samningi um bann við öllum til-
raunum.
Sendimaður Brazilíu, Araujo
Castro, lagði tii á fundinum í dag,
að ráðstefnan einbeitti sér að því
að koma á banni við tilraunum í
andrúmsloftinu og geimnum.
11 B
r L0 s IWEN ELUP ER í: ,
L w
Ungverjaland
fyrir SÞ \
WASHINGTON, 17. ágúst, |
(NTB-AFP).
BANDARÍKIN hafa farið þess
á leit, að Ungverjalandsmálið
verði tekið fyrir á Allsherjar-
þinginu, sem kemur saman í næsta1
mánuði.
í greinargerð segir Stevenson, |
fulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ,
að sovézk og ungversk yfirvöld
hafi enn ekki gert viðunandi
aðgerðir, er gera mundi SÞ kleift
að leysa Ungverjalandsmálið. Ung-
verjalandsmálið, er enn knýjandi
vandamál og varðar grundvallar-
atriði stofnskrár SÞ segir í grein-
argerðinni.
U Thant heldur til Moskvu í
næstu viku og Ungverjaland verð-
ur sennilega ekki meðal Austur-
Evrópuríkja er hann hyggst heim-í
sækja í leiðinni, enda þótt honum |
hafi verið boðið að koma til I
Búdapest.
tveggja rúllna „Vibrations" — valfarar með dieselhreyflum.
Drif og „vibrations“-útbúnaður á báðurn rúllum.
Framleiddir í 3 stræðum: BW 65 — BW 75 — BW 90.
Rúllubreiddir: 65 cm, 75 cm og 90 cm.
Afgreiðsla af Iager. !
Tilboð óskast án skuldbindingu. Bréfaskipti á dönsku, norsku,
sænsku, ensku og þýzku.
V. L0WENER
VESTERBROGADE 9B - K0BENHAVN V. - DANMARK
TELEGRAMAÐR.: STAALL0WEN ER - TELEX: 5S8S
2? 18- ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ