Alþýðublaðið - 21.08.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.08.1962, Blaðsíða 7
TYRK3R og Persar eru mjög uggandi um, a3 uppreisn Kúrda í Norður-írak breiðist út xil landa þeirra. Samkvæmt góðum heirnild um íóru nýlega leyniviðræður milli Kúrda og stjórnarvalda í írak út um þúfur, en uppreisn Kúrda hefur staðið i tæp tvö ár og ekkert bendir til þess, að þeir muni láta i minni pokann í bráð. Mjög óróasamt er um þessar mundii- •' þessum heimshluta — það er Norður-írak, Austur-Tyrk landi og Norður-íran, en Kúrdar búa á þessu landssvæði og berj ast fyrir því að héruð þeirra.verði sameinuð í eitt, sjálfstætt nki. Kúrdistan. um Sýrlands til norðurhérað- anna, en skömmu áður hafði Nass er forseti Egyptalands haft í hót unum við Sýrlendinga. Talið er, að nokkrar deildir írakshers í norðurhéruðunum hafi svikizt undan merkjum og gengið í liö með uppreisnarmönnum. Liðsforingjar hafa gagnrýnt op inberlega aðgerðir Kassems hers höfðingja einvalda íraks, gegn uppreisnarmönnum. Óttazt er, að uppreisnin muni bráðlega hafa siæm áhrif á fimm ára áætlun Kassems en fjármagnið, sem þau til áætlunarinnar, hyggst Kassem fá írá olíufélögunum. ★ „ÓRÓAHORN" „Óróahorn" þetta hefur verið í fréttunum síðustu daga, enda þótt fréttir af uppreisn Kúrda séu af skornum skammti. Heldur hefur verið hijótt um óánægju lýúrda ; Austur-Tyrklandi; en þó er vitað, að stigamenn af Kúrda- stofni hafi vaðið þar uppi að und anförnu. Nokkrir helztu atburðir frá þessu „óróahorni" síðustu daga hafa verið þessir: ★ Tyrkneskar orrustuþotur gerðu árás á MIG-þotur frá írak á miðv.daginn. Að sögn tyrk- neska utnríkisráðuneytisins höfðu írösku þoturnar gert árás á þorp eitt í Tyrklandi. ★ Tveir Tyrkir íéllu á miðviku- daginn þegar otrustuþotur frá írak gerðu árás á landamæra- virki. Tyrkir hafa sent íraks- stjórn mótmæli, en íraksstjórn hefur lofað að greiða skaðabætur og refsa „sökudólgunum". ★ Nýlega skiptust rússneskir og tyrkneskir landamæraverðir á skotum við brú eina yfir ána Sarp skammt frá Svartahafi. Enginr. Tyrki féll. ★ Loks náðu ættbálkamenn af Kúrdastofni varðstöð herlögregiu manna nálægt Sulamaya í Norður írak á sitt vald snemma í þessum mánuði. Kúrdarnir tóku bæinn með snöggu áhlaupi um hádegis bil, þegar flestir höfðu lagzt tii livíldar. Þeir myrtu liðsforingja úr írösku öryggisþjónustunni, en hlífðu óbreyttum hermönnum og undirforingjum og auk þess evr- ópskum mönnum, sem stundað hafa störf þarna. * IRAKSHER ÓÁNÆGÐUR. Kúrdar virðast ráða lögum og lofum í fjallahéruðunum í Norð ur-írak, en þar eru helztu olíu- miðstöðvar íraks, Kirkuk og Mos ul. Sífelldar loftárásir stjórnar- sinna og mikill liðssafnaður stjórnarinnar hafa ekki bugað þá eða dregið úr þeim kjarkinn. Það var fyrr í mánuðinum að Kassem hershöfðingi í írak sendi mikinn her manna frá landamær * LEYNIVIDRÆÐUR Fréttir frá Beirút, sem að vísu eru óstaðfestar, herma, að Ahmed Barazani hafi nýlega haldið íi1. Bagdad á fund Kassems. Ahmed Barazani er bróðir uppreisnarfor- ingja Kúrda, Mullah Mustapha Hann vildi ræða við Kassem um friðsamlega lausn deilu hans og Kúrda, en viðræðurnar fóru út um þúfur. Kassem hershöfðingi vildi ekki fallast á kröfur Baraz anis um sjálfstjórn til handa Kúrdum innan írakska ríkisins. Kúrdar eru um 9 millj. íalsins Þar af búa u.þ.b. 2 milljónir í Austur-Tyrklandi, u.þ.b. 3 millj. í íran, 2,5 milljónir í írak (þar eru þeir 15% íbúanna), enn aðrir búa handan landamæra Sovét- rikjanna, í Adzerbaidjan. Barátta Kúrda fyrir sjálfstæði á sér langa sögu. Hún hófst árið 1914 þegar þeir bjuggu við stjórn Tyrkja. Þeir sendu nefnd til friö arráðstefnunnar í . lok heims- styrjaldarinnar 1914-18 og bundu miklar vonir við loforð Wilsons Bandaríkjaforseta um, að þjóðir sem ekki væru af tyrkneskum uppruna, fen’gju möguleika íil sjálfstæðis. ★ KURDISTAN Samkvæmt Sévres-sáttmálan- um var ákveðið, að arabisk ríki yrði sett á fót í Sýrlandi og írak og einnig, að Armenía og Kúrd- istan yrðu sjálfstæð ríki. Sévres-samningurinn var þó al drei staðfestur, og í Lausanne- samningnum frá 1923 var ekki minnzt einu orði á Armeníu eða_ Kúrdistan. Um árabil börðust Kúrdar gegn inniimuninni í írak, og í Tyrklandi gerðu þeir einnig blóðugar uppreisnir. Svo gerðist það árið 1944, að stofnað var „Kúrdalýðveldið Mahabad" í Persíu með stuðningi Rússa. Kúrdar í írak hafa verið viður- kennt þjóðarbrot og notið ýmissa sérréttinda. Mál þeirra hefur ver ið kennt í skólum og notað í dómssölum. Sjálfur Kassem hers höfðingi er að einhverju leyti af T ITK KE Y i MIp \ vh jfl' .... ZfiíAM yAs.Mosul. m K' »í i Kortið sýnir hvar Kúrdar búa (áuðkennt með punktum). Kúrdaættum. Það var ekki sízt vegna stuðnings Kúrda að honum tókst að brjótast til valda. Tveir eða þrír Kúrdar hafa ætíð átt sæti í stjórn hans. ★ RÚSSAR RÓA UNDIR Kúrdar hata ísrael og Gyðinga ekki síður en Múhameðstrúar- menn, en þeir leggja líka mikla fæð á al-arabísku hreyfinguna. Þetta atriði hefur mikla þýðingu í stjórnmálum Mið-Austurlanda, ekki sízt nú á síðari árum. Rússar hafa áreiðanlega gert sér grein íyrir þessu atriði. Kúrd um fannst eðlilegt að leita stuðn ings hjá Rússum fyrir heims- styrjöldina 1914-18. Kúrda-höfðinginn Mulla Must- apha al Barazani er foringi sjálf- stæðisstríðs Kúrda nú eins og svo oft áður. „Rauði Mullah“ cr hann kallaður. Hann gerði + fyrst uppteisn gegn vald- höfum íraks 1931 og aftur 1943, en þá vann hann mikinn sigur á herjum íraksmanna. .. •■“ ' ★ „RAUDI MULLAII“ I SOVÉT. Þriðju uppreisnartilraunina gerði „Rauði Mullah" árið 1945 og hlaut þá opinberan stuðning Rússa. Þegar þessi uppreisn var bæld niður íiúði hann iil Sovét l'íkjanna. í nokkur ár var hljótt um hann en einn góðan veðurdag birtist mynd af honum í blaði í einkenn isbúningi rússnesks hershöfð- ingja. Eftir morðið á Feisal konungi og byltingu Kassems hersþöíð ingja snéri Barazani heim aftur eftir 12 ára útlegð. Honuin var afhent skrauthýsi hins myrta forsætisráðherra, Nuri Said, til eignar. Kassem reyndi eftir beztu getu að gera Kúrdana ánægða og koma á lögum og reglu í lani inu. ★ VERKFÖLL OG ÓEIRÐIR Það hefur ekki íekizt. Senn?- lega hafa eins margir menn fallið í hinum stöðugu vopnaviðskipt um og í Alsírstríðinu að þvi er fregnir herma. Stöðug verkföíl og ólga á Mosul-olíusvæðinu eiga rót sína að rekja til undirróðurs og æsingastarfsemi Kúrda. í Mo.s ul hefur verið stöðugt neyðará- stand síðastliðin ár. Draumurinn um Kúrdistan ræt ist sennilega aldrei enda -þóít mörg þúsund Kúrda vilji láta líf sitt í sölurnar fyrir hann. En á- standið í Mið-Austurlöndunum verður ekki tryggt eða öruggt um langt. skeið vegna Kúrdastríffs- ins í írak. Nei, sjáiff þiff nú kennarann. Þaff er ekki furffa þó aff krakka angarnir séu suniir hálf skelkað ir. Þaff myndu fleiri verffá, ef fíll ætti að gegna hlutverki áénn arans. En skyldu þau hljóta þetr* kennslu í dýrafræði lijá kenn- ara sínum? i'41 vt • o uy T j?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.