Alþýðublaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 9
om 55 millj. þannig, að alls nema vinnulaun BÚR 1947 — 1961 um 390 millj. kr. Þaer milljónir hafa runnið til sjómanna og verka- manna fyrst og fremst og stór- bætt kjör þeirra en ekki valdið kjaraskerðingu eins og FROST heldur fram. Andstæðingar opln- bers reksturs snarhlína venju- lega á reikninga hinna opinberu fyrirtækja og halda því mjög á lofti, ef ekki er reikningslegur hagnaður. En það er alls ekki aðalatrið- ið í sambandi við opinbert fyrir- tæki, sem rekið er til þess skapa atvinnu fyrst og fremst, að það beri sig bókfærslulega séð. Hitt er mikilvægara að fyr- irtækið gangi, veiti vinnu og skapi verðmæti. Með þessu á ég ekki við það að sama sé hvernig fyrirtækið er rekið. Vissulega er æskilegt, að rekstur fyrirtækis- ins sé sem hagkvæmastur hvort sem um opinbert fyrirtæki eða einkafyrirtæki er að ræða. Og ég held, að mér sé óhætt að full- yrða það að Bæjarútgerð Reykja víkur hafi verið vel rekið "fyrir- tæki og standist allan saman- burð í þeim efnum við önnur tog araútgerðarfélög. Hins vegar hef ur aflabrestur togaranna al- mennt að sjálfsögðu komið nið- ur á BÚR eins og öðrum togara- útgerðum landsins. Ef fyrninga- afskriftum er sleppt verður rúm- lega 20 millj. kr. afgangur hjá BÚR 1947-1960 en að sjálf- sögðu hafa verið færðar t(il gjalda hjá fyrirtækinu eðlilegar fyrningar og ncma þær á þessu tímabili 55.6 millj. þannig, að tapið á tímabilinu nemur 35. millj. kr. Bæjarútgerð Reykjavíkur hef- ur verið vaxandi fyrirtæki. tTt- gerðin hóf starfsemi sína með einum togara, Xngólfi Arnarsyni, sem er 654 brúttótonn að stærð. Nú eru togarar BÚR 8, samtals 5.509 tonn, og BÚR rekur auk þess bát, frystihús .saltfiskverkun arstöð og fiskherzlustöð. Ingólf- ur Arnarson veiddi árið 1947 2543 lestir af fiski en aflamagn allra togara BÚR árið 1960 nam 24.845 lestum. Metárið hvað afla- magn snertir var þó árið 1958 en Þá veiddu togarar BÚR 38.314 lestir. Helldaraflamagn togara BÚR 1947—1960 nemur 330.182 lestum. Velta BÚR hefur vcrið yfir 100 milljónir á ári undanfar- in ár, en heildarveltan frá stofn- un félagsins nemur yfir 800 mttlj. kr. Þær tölur, er ég hef nefnt hér að framan úr starfsemi Bæjarút- gerðar Reykjavíkur sýna vel, hversu umfangsmikil starfsemi útgerðarinnar hefur verið. Það er augljóst mál, að ef Bæjarút- gerð Reykjavíkur hefði ekki starfað sl. 15 ár hefði atvinnu- ástand höfuðstaðarins verið mun ótryggara en það hefur verið. — Arið 1959 keypti BÚR Fiskiðiu- ver ríkisins og tryggði sér þar með aðstöðu til þess að vinna í eigin frystihúsi hráefni, það cr togarar félagslns leggja á land. Hefur það reynzt fyrirtækinu vel. Hann er orðinn stór hópurinn af verkamönnum, verkakonum og sjómönnum, sem haft hefur vinnu hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur á undanförnum ár- nm. Sá hópur kann að meta starf semi Bæjarútgerðarinnar enda þótt málgagn Sölumiðstöðvar- innar vilji hana feiga. Hann er orðinn æði af verkafólkinu og sean haft hefur stór, hópurinn sjómönnunum vinnu hjá BÚR. ENSKSR HATTAR Fjölbreytt úrval MARKAÐURINN Laugavegi 89. Gluggat jaldaef ni: Storesa-efni í fjölbreyttu úrvali Ullarefni - Hör Gardínubúðin Laugavegi 28. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar í Rauíí* arárporti í dag, þriðjudaginn 2. okt. kl. 1—3. I Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. SAMVINNUTRYGGINGAH ALÞYÐUBLAÐIÐ - 2. ohtóber 1962 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.