Alþýðublaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.10.1962, Blaðsíða 3
MANNFALL iiYÐARASTAlD SUÐUR-KASAI Kramhald af 1. siSn. Síðdegis i dagr kom aftur til óeirða, en í gærkvöldi biiiu þrir menn bana og 20 meiddust í blóð ugum óeirðum. Heyra mátti skothljóð á torginu fyrir utan dómsbygginguna og í miðhluta bæjarins. Sambandshersveitir lokuðu svaeðinu og herlögregla lét til skarar skriða. Ekki er ljóst, hverjir liafið hefðu skothriðina, en heyra mátti nokkur skot, þegar hermenn úr 108. riddaraliðsherdeildiani stigu út úr bifreiðum í orrustuklæðum, vopnaðir byssum og byssustingj- um. Þessar nýju óeirðir juku spennuna í bænum, þar sem 5 þús. íbúar búa og álika margir hermenn og herlögreglumenn. Fyrr um daginn voru áflog milli lögreglu og reiðra kynþáttahat- ara. Á torginu fyrir framan dóms bygginguna lét. herlögreglan til skarar skríða gegn mannfjöldan- um, sem hrópaði og lét öllurn ill- Sækir Hasan fram? Kaíró, 1. október NTB—Reuter) fJTVARPIÐ í Amman í Jórdaníu segir í kvöld, að Emír al-Hassan, sem telur sig nú vera Imam, sæki fram til höfuðborgar Jemen, Sa- naa, ásamt 10 þús. stríðsmönnum ættarhöfðingja. í Washington hefur bandaríska utanríkisráðuneytið lýst yfir, að Bandaríkin muni ekki viðurkenna Jemen-stjórnina nýju í bráð. Mál þetta verði varla tímabært fyrr en fyrir liggi nákvæmari upplýsing- ar um hvað sé á seyði í landinu. Hinn nýi utanríkisráðherra Je- mens, Mohuen el-Ayni, hefur rætt við sendiherra USA í Kaíró, sem fullvissaði hann um, að Banda- ríkjamenn hygðu ekki á íhlutun í Jemen, Nasser forseta og sendi- fulltrúa Líbanon. um látum. Lögreglan setti allt hverfið í herkví. Mannfjöldinn hafði reynt að stöðva herflutningabíl t og var einkum gramur vegna þess, að negrar voru í herlögreglunni. Mörgum táragassprengjum var varpað á mannf jöldann, og þessu næst lokuðu hersveitirnar öllum vegum, sem lágu til torgsins. Fjöldi þeirra, sem hafa verlð handteknir, eykst sífellt, og sein- ast voru þeii yfir 200. Hér er ekki aðcins um unglinga á aldr- inum 16—20 ára að ræða, heldur einnig fólk, sem komið er yfir fimmtugt. Hinn handtekni herf.höfðingi, Walker, missti stöðu sína i hernum, þar sem hann hafði efnt til stjórnmálanámskeiðs meðal hermanna þeirra, er lutu hans stjórn í Vestur-Þýzkalandi og bar mjög á öfgafullum skoðurum. Atburður nokkur í Oxford sýnir, að Walker hegðar sér eins og hann sé ennþá herfrr- ingi. Er deild sambandsher- manna stóð í fylkingu í miðbæn-! um kannaði hann liðið. Þetta! gerðist, þegar uppþotin í bænum! stóðu sem hæst. Er liðsforingjar : báðu hann að hætta liðskönnun-; inni neitaði Walker því. Þá skipuðu Iiðsforingjarnir nokkr- um hermannanna að umkringja Walker, og þeir hópúðcst að hon- um og otuðu að honum byssu- stingjum. Walker lét þá loksins undan. Oxford var eins og bær í um- sátursástandi í kvöld. Brennd bílflök lágu á götunum og ó- daunn var í loftinu af táragas- sprengjunum. Suðurríkjafáninn, sem hermenn Suðurríkjanna not uðu í þrælastríðinu, var í liálfa stöng, til þess að tákna ósigur- inn fyrir sambandshersveitunum og lögreglu, er knúið höfðu fram skólavist negra í háskólan- um. Er hinn 29 ára gamll James Meredith, sem barðist í Kóreu- stríðinu, kom rólegur og bros- andi frá athöfninni í sambandi við inngöngu hans í skólann var honum mætt með hrópum og köllum. í fylgd með honum var öflugur vörður. Háskólastarfsmaðurinn Robert Ellis, veitti Meredith inngöngu í háskólann. EIlis þessi á það á hættu, að verða sóttur að lögum, þar eð fyrr í Meredith-málinu neitaði hann að hlíta dómsúr- skurði. Leopoldville, 1. október (NTB—Reuter) MIÐSTJÓRNin í Kongó hefur lýst yfir neyðarástandi I „Demanta- ríkinu” í Suður Kasai vegna upp- reisnar, sem fylgismenn Alberts Kalonjis, sem kallar sig konung, hafa enn gert. Lögreglusveitir í héraðinu, er styðja Kalonji, hafa gert uppreisn gegn lögreglusveitum, sem styðja miðstjórnina, að því er haft er eftir fulltrúum SÞ. Miðstjórnin hefur fyrirskipað, að allar lögreglusveitir og herlög- regludeildir, skuli hlýðnast skip- unum Alberts Kagologo, sem hef- ur verið skipaður sérlegur lög- reglustjóri. Enn er ekki Ijóst hve hlutdeild Alberts Kalonjis er mikil í upp- reisninni. Hann strauk fyrir stuttu úr fangelsi nokkru skammt frá Leopoldville og hélt til höfuðborg- ar sinnar, Bakwanga. Samkvæmt góðum heimildum í Leopoldville liafa kongóskir her- menn verið sendir flugleiðis til Luluabourg. SÞ hefur ekki borizt nein beiðni um liernaðarlega aðstoð. Yfirmað- ur SÞ í Kongó, Robert Gardner, hefur hafnað þeirri beiðni Kalon- dji, að grípa í taumana, og hefur bent honum á að semja beint við Adoula forsætisráðherra. Fulltrúar SÞ benda á þá mikil Albert Kalonji vægu staðreynd, að Kalondji njóti ekki lengur stuðnings herlögrfeglu sinnar, og hluti lögreglunn^r í Suður-Kasai hafi raunverulega gripið til vopna gegn fyrrverandi leiðtoga sínum. BARCELONA: Franco rikis- leiðtogri var viðstaddur í gær þeg- ar fólk, sem fórst í flóðunum í Katalóníu nýlega, var jarðsett. Franco hefur aldrei verlð eins vel fagnað í borginni. Um 100 þús. manns söfnuðust saman fyrir utan dómkirkjuna, er Franco gekk upp kirkjutröppurnar. MMmmMtuHmuutmHti Gangnamenn veðurtepptir EFTIRLEITARMENN úr Biskups- tungum lágu veðurtepptir eitt dægur á Hveravöllum í göngum fyrir um það bil hálfum mánuði. Stórhríð var þá á fjöllum, en það er óalgengt en ekki einstakt, að leitarmenn hreppi svo slæmt veð- ur og nú var í heiðargöngum, þótt nú sé allra veðra von. Gangnamenn héldu áætlun, Pravda sleppti skömm- um Kínveria um Tito þrátt fyrir hríðina, en snjókoma var á öræfum, er menn héldu til byggða. Leitir gengu að öðru leyti vel, að því er fréttaritari blaðsins, Er- lendur Gíslason í Dalsmynni, tel- ur. Hann segir, að menn viti þó al- mennt ekki enn, hvernig heimtur hafi verið, því að víða séu menn ekki famir að farga né búnir að smala fé sínu í heimahaga og taka frá til slátrunar. Íslenzkur trefja- plastbátur ÞESSI bátur er um þessar mundir til sýnis í forsal ílá- skólabíós. Báturinn er gerður úr trefjaplasti, og er framlcidd ur hjá nýstofnuðu fyrirtæki norður á Blönduósi, sem nefn ist Trefjaplast h. f. Fyrirtækið hefur á að skipa mjög fullkomnum vélum, sem gera það kleyft, að nn er hægt að framleiða tiltölulega fán hluti af sömu gerð á mjög hag- stæðu verði, vegna þess að ekki þarf að nota dýr málmmót, eins og áður hefur þurft. Trefja- plast h. f. framleiðir vatnabáta, báta fyrir sfldarskipin, línu- balla, fiskkassa o. fl. Einnig mun það taka að sér að húða innan skip og skipalestir svo og fiskhús. Vatnabáturinn á myntiinni er tvöfaldur og á ekki að geta ;okkið, hann er 10 fet á lengd og aðeins 54 kilo á þyngd. Hann kostar 9.900,00 krónur, sem er mun lægr.i verð, en á hliðstæðum bátum, sem keypt- ir eru erlendis frá. Moskva, 1. október (NTB —Reuter) Ilöfuðmálgagn sovézka kommún- istaflokksins, Pravda, birti í dag hluta af tilkynningu. er gefin var út eftir fund í miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins nýlega, en þar er ráðizt harðlega á svokall- aða nýtízku endurskoðunarstefnu innan kommúnismans. Blaðið sleppti úr hluta af árás inni, þar sem Tito Júgóslavíufor- seti og samstarfsmenn hans eru sakaðir um að eiga sök á þessum „hugmyndafræðilega glæp“. Er það talið stafa af því, að Bresjnev, forseti Sovétríkjanna, er um þess- ar mundir í heimsókn í Júgó- slavíu. í tilefni af því hafa sovézk; blöð látið í Ijós von um bætt sam- skipti við þetta „bræðraland". Frá Peking berast þær fregnir, að júgóslavneski sendifulltrúinn hafi yfirgefið diplómatastúku á há- tíðasvæði þar sem minnzt var 13 ára afmælis Kommúnista-Kína vegna ruddalegra árása Chen Yi, utanríkisráðherra á Júgóslava og Tito forseta. Yfir 400 þús manns tóku þátt í hátíðahöldum í Pek- ing í tilefni þjóðhátíðardagsins. Utanríkisráðherra Kínverja, — Chen Yi marskálkur, sagði í sjón- varpsræðu í dag, að lönd er byggju við ólík stjórnmálakerfi ættu að geta lifað hlið við hlið. i ALÞÝÐUBLAÐia - 2. október 1962. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.