Alþýðublaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 15
eftir Vicky Rétt á eftir opnaði þjónninn rennihurð, og hann stóð á þrösk- uldi að stórri, vel lýstri stoíu fullri af veggjamálverkum, sem mynduðu margbreytilega fjaer- sýn. Margskonar hitabeltisgróð- ur ljómaði í alls konar litum á víðum sléttunum, og vafnings- jurtir skreyttu loftið. Pál'mar ó- trúlega eðlilegir báru logarauða aldinklasa. í fjarlægð virtist s.iávarlöðrið freyða við iðgræna strönd. Háfætt furðudýr, þakin óeðlilegu fiðri bar við loft. Milli hinna máluðu apa var lítill fjör- ugur api að leika sér og þvaðr- andi páfagaukur ruggaði sér í rólu. Samson málari, sem hafði út- búið þetta allt, stóð í hvítum silkináttfötum við málaragrind ina, hann sneri hvítu augnanna tit í kveðjuskýni, og brosti sínu frumskógabrosi, benti með hend inni inn í stofuna. í andliti hans speglaðist allt upprunalegt eðli, spilling, barnalegt yfirlæti og djöfuileg eftirvænting. Það var dásamlegt að koma þessum bros lega Evrópumanni á pínubekk- inn — sagði hið svarta andlit. Innar í stofunni sáust tvær steinrunnar mannverur. Önnur var Kalding bankastjóri. Hið vel rakaða andlit hans lýsti samtím- is þróttleysi og hégómaskap. Þeg- ar liann stökk á fætur, liafði hann sett niður líkjörflösku sem stóð á borðinu hjá honum og nú draup lögurinn niður skó hans. — Hin persónan var Pastúri. Yvonna var ekki allsber, liún var meir en ber og klædd á svo bligðunariausan og æsandi hátt, . sem orðið gat. Hún var í sokk- um og skóm af silki og í kjól úr einliverjum fiðurkenndum slæðu dúk sem ekki náði nema upp að mjöðmum, hitt Var allt nakið alls bert. Niður eftir bringunni héngu svartir einar á festi allt niður í skaut. Hún hringaði sig saman á svörtu skinni. Brjóstið var mjög rautt, ef til vill smurt, hún lagði liendur á brjóst og horfði frekju lega og þó hálf skelkuð á opnar dyrnar, þar sem þjónninn stóð og beið. Hin sama kona sást einnig á málaragrindinni að nokkru leyti, og þó ótrúlega lík. Hið hvíta var mjög hvítt, þar sem það skay af við svart, með mjög rauðum skuggum, mjög bláum æðum; á- kaflega tómlát, köld og algerlega bligðunariaus. Þetta var sýnin, sem bar fyrir Ambrósíus. Það er erfitt að segja, hvað gerðist innra með honum á þess ari stundu. Broslegt áfall, hrun. Heimur lians hrundi í rústir, heimur hins starfsglaða, hlýja, fjörmikla og ástríðurika manns. Eitthvað jökulkalt, eitthvað, sem var í brotum, sat eftir. Guð einn veit hvers konar afbrýði og ást- arþrá hafði knúið hann hingað. Hann hafði verið bundinn Yvonne sterkum karlmannlegri ástríða. Hann hafði hugsað sér hana nakta, altekna ást og ást- ríðu. Þetta var allt annað, eitt- hvað kalt og útreiknað, svolítill ertandi leikur, einskonar játning ó gerspilltu innræti og tómleika. Munnvik hans dógust upp á við af fyrirlitningu og viðbjóði, ap- inn þvaðrað, páfagaukurinn garð- aði, og danslög glumdu í hátal- ara. „Ég er að mála frúna“, sagði málarinn ískrandi háðslega: „Hafið þér áhuga fyrir þvi? Má ekki bjóða yður sæti“? Ambrósíus skálmaði til konu sinnar og staðnæmdist frammi fyrir henni. „Yvonne!" sagði hann óskýrt. „Eg er kominn til að skjóta þig og friðil þinn. Nú sé ég, að slíkt er ástæðulaust. Ég hefi elskað þig eins og karimaður á að elska konu, annars konar kurteisi hefi ég ekki haft að bjóða þér. En nú 'sé ég loks, hvað að er. Þú átt ekki hæfileikann til að elska. Það er þín herfilega smán Yvonne. Nú er mér sama um allt, og þú getur fengið skilnað, þegar þú vilt. — Farðu guði á vald — eða farðu til fjandans! Nú veit ég, hvernig þú ert. Þú vilt ekki ást, aðeins leikaraskap; aðeins leika þér að eldinum. í dag hleypiyðu frá mér vegna þessa smyrslubauks. Á morgun fleygirðu þér um hálsinn á negr- anum þarna. Hreysikattarfeldur- inn þinn, sem hefur verið málað ur svo vel þarna, verður innan skamms dreginn í svaðinu“. Hann var ekki reiður lengur, röddin bar fremur vott um með meðaumkun og fyrirlitningu. Pastsuri bítur sig_í efri vörina og starir á neglur sínar. Það heyrist óljóst skrjáva í svörtu perlunum, þegar útvarpið þagn- ar. „Finnst.herra Ambrósíusi ekki myndin vera lík?“ spyr surtur með djöfullegu glotti og bætir rauðu á brjóst myndarinnar. Bankastjórinn er enginn mað- ur til að mæta svona atburðum. Hann eldroðnar og segir: „Ég verð sannarlega að leyfa mér herra prófessbr. Frúin yðar .— „Þér eruð api. Ég tala ekki við yður!“ svarar Ambrósíus og stað næmist framan við myndina, en Kolding setur sig í stellingar og réttir fram blauta fótinn. „Ég er til með að veita yður upp- reisn. Svívirðingum yðar vísa ég til föðurhúsanna". Hann svaraði ekki. „Yonne" segir hann næstum undrandi. „í dag sé ég þig í fyrsta skipti án þess að þykja nokkuð til þess koma. Þú ert fögur og útlit þitt töfrandi, en mér ylnar ekkert af því. TÓframátturinn er horf- inn. í þrjú ár hefi ég verið hald inn af kynngi þinni, en nú er það búið. Þegar ég fer héðan verður mér léttara í skapi en líka miklu fátækari. Þú getur því skrifað til Goldmanns við- víkjandi skilnaðinum. Ég fel hon um allt“. „Herra prófessor", hrópaðl Kolding ákaflega hneykslaður. „Ég læt ekki fara með mig eins og hvolpsanga! Þessi dama er undir minni vernd — ég fyrir- býð — ég fyrirbýð yður í eitt skipti fyrir öll — Þér ryðjist hingað inn. Ég stefni yður fyrir dómstól réttlætisins og heiðar- leikans, ef — „Hvað vilt þú?“ spyr Ambrós íus með hægð. Nú sér hann aft- ur rautt og hann gengur hæg- um krefum til Koldings. Hann er aftur orðinn ógnandi á svip eins og naut, sem hefur verið ert. „Þakkaðu þínum sæla, ef ég ekki gef þér á kjaftinn", sagði Ambrósíus og skekur hnefana ógnandi framan við andlit hans. Svo leggur hann hendumar á axl ir hans og þrýstir á án sýnilegr- ar áreynslu. Það sjást blána nokkrar æðar við gagnaugun, ann að ekki og doktor Kolding síg- ur hljóðlaust niður á hnén með afskræmdu andliti. Á meðan er leikinn noe step í útvarpinu. Sam son er stórhrifinn. „Ágætt!" seg ir hann djúpum rómi. Ambrósíus snýr sér að hon- um. „Ég vild/ gjarnan kaupa þessa mynd, hún er mjög góð mjög lærdómsrík. Ég vil gjarn- an eiga hana til minja". „Bleyða!" öskrar Kolding allt í einu ráðþrota. Hann stendur ná fölur aftast í salnum og dustar hné sín. Ambrósíus gengur að veggnum, þar sem málaðir eru plámar og kynjadýr. Apinn væl ir óttaslegin. Hann er sá fyrsti, sem sér byssuna hefjast. Páfagaukurinn flögrar um. Pastouri æpir hátt. Útvarpið leik ur vals. Ambrósíus skýtur 5 skot um, og það koma 5 göt á mynd- ina, svo fellur höndin máttlaus niður. „Stórkostlegt!" segir negrinn. „Ágætlega skotið — en myndin er því miður ónýt“. „Ég sendi yður borgunina", svarar Ambrósíus og gengur til dyra, og hann finnur sárt til magnleysis af ofþreytu, og þeg- ar fram í forstofuna kom varð þjónninn að styðja hann. Snögg lega hafði hann látið yfirbug- ast. Bíllinn ók af stað og í hon- um sat maður, sem var svo mátt laus, að honum fannst allar æð- ar sínar standa opnar og lífið streyma út. Það var hryggileg sjón að sjá Ambrósíus, þar sem hann sat samanfallinn í lestarklefanum á leiðinni heim. Hárið var renn- blautt eftir fleiri tíma útivist. Það gljóði á regnfrakkann af bleytu. Hvarmarnir vorii- rauðir og augun innfallin, og annað slag ið neri hann þau með særðu hend inni. Heimferðin var byrjuð, og hann hugsaði með þöglum kvíða til heimkomunnar, til lafhræddra þjóna, pálmans, sem hann hafði ónýtt og spegilsins, er hann hafði brotið. Aldrei framar mundi það sýna mynd Yvonne. „Gott kvöld herra prófessor", heyrðist sagt úr öðru horni, þar sem einhver sat í hnipri. „Gott kvöld — ó eruð það þér ungfrú Willfuer. Ég gat alls ekki þekkt yður. Það er víst rign ing bætti' hann við litlu seinna. Athugasemdin sýndi hve mjög hann var utan við sig. Helena, sem um daginn hafði liðið skip- brot á fyrirætlunum sínum, var óvenju næm og viðkvæm fyrir þjáningum annarra, hún fann þegar, að eitthvað var að hjá kennara hennar. Ambrósíus byrj aði með erfiðismunum að koma af stað samtali; hann óskaði að komast í sálufélag við hvern sem var, er yrði á leið hans. Hafið þér líka verið í Frank- furt? Og eruð nú að fara heim? Ágætt. Mér finnst. — Höfum við ekki einhverntíma áður farið þessa leið saman? Hvað hafið þér verið að gera í Frankfurt? Hvíla yður? Hann lagði fyrir hana ótal þýðingarlausar spurn- ingar af einskærri löngun til að tala. Röddin var óþekkileg og rám. „Segið mér, hvað þér hafið verið að gera allan daginn?" spurði hann með óþolinmóðum yfirheyrslutón í röddinni. ,,Ég hefi verið að fást við andstyggi- lega hluti“, bætti hann við, gegn vilja sínum. „Það væri fróðlegt að vita hvað aðrir gera á svona degi, þegar maður sjálfur “ . . . Hann þagnaði, varð utan við sig og heyrði ekki svar hennar. „Hvernig hef ég lent í fjórða farrými?" spurði hann næstum á- vítandi og sló létt í trébekkinn. Helena brosti þrátt fyrir örvænt ingu sína. Ambrósíus sá brosið og horfði á hana með athygli. Það var undarlegt bros, skamm- vinnt, skilningsríkt, raunalegt og dulúðugt. Helena varð allt í einu falleg. „Hafið þér'greitt yður á nýj- an hátt. Þér eruð svo breytt. Og þér hafið átt góðan dag í Frank furt? Þetta er víst eitthvað und- arlegt tal hjá mér, gæti ég trú- að“. Honum fannst eins og hann talaði í óráði. Helena horfði á hann og þagði. Hvað hafa menn gert þér? hugsaði hún. „Þér eruð þreytuleg", sagði hann nokkru síðar. „Farið þér úr kápunni, hún er gegnblaut". Svo spurði liann aftur, hvort það hefði rignt — þó að föt hans væru rennblaut. Þegar prófessorinn hjálpaði Helenu úr kápunni, skeði nokk- uð, að vísu smávægilegt, en þó eitt af því, sem valdið getur ör- lögum. Það, sem gerðist var að- eins það, að fingur hans snertu hnakka hennar og bæði ftmdu um leið einhvers, sem nefna mætti sælukennd. Bæði voru hald in dýpstu örvæntingu, tveir mannheimar, sem lent höfðu át af braut sinni, öll í uppnámi, úr- vinda af þreytu og vonleysi. Dag- urinn hafði verið þeim afleitur, og þau sáu hvergi rofa til. — Þá varð þessi létta snerting; svo- lítil hlýja barst frá hendi manns til konuhnakka, en um leið var liinum milda straumi milli þeirra tveggja slitið. Eitthvað róandi og gott hafði gerst, þeim leið bet- ur. Ambrósíus hengdi kápu henn- ar upp á snaga og kápu sína þar yfir, og einmilt þetta, að hailn> huldi kápuna hennar með stóra frakkanum sinum skynjaði hún' sem forboðið er þróttmikið ástar atlot. Þessi kennd var svo ný og sterk, að hún gagntók hana og hún komst aftur til fullrar með vitundar. Svo sátu bæði þögul og brostu hvort út af fyrir sig. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12- október 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.