Alþýðublaðið - 30.10.1962, Qupperneq 2
aitstjórar: Gisll J. Astþórsson (áb) og Benedikt Gröndal,—Aðstoöarritstjóri
Björgvin Guðmuudsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Simar:
14 900 — 14 902 — 14 903. fi uglýsingasími: 14 906 — Aösetur: Alþýöuhúsið.
— Prenlsmioía A'þýöublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald tr. 05.00
i mánuði. 1 lausasöiu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn - Fram-
kvæmdastjóri; Ásgeir Jóhannesson.
RÚSSAR HÖRFA
KRUSTJOV, íorsætisráðherra Sovétríkjanna,
tilkynnti á sunnudag, að stjórn hans mundi láta
taka niður og flytja burt undir eftirliti Sameinuðu
þjóðanna þær herbækistöðvar á Kúbu, sem Banda
ríkin telja árásarstöðvar gegn sér. Virðist sjálft
Kúbumálið þannig ætla að leysast á friðsamlegan
hátt, hver sem eftirleikur þess kann að reynast
annars staðar.
Sovétríkin reyndu fyrst herstöðvaskipti, þann
ig að Bandaríkin drægju til baka stöðvar í Tyrk-
landi á móti Kúbu. Þetta fékk þó ekki undirtektir,
■enda er það eins og þjófur brytist inn í hús og heimt
aði svo greiðslu fyrir að fara út. Það jafnvægi, sem
-heimsfriður hefur byggzt á undanfarin ár, varð að-
eins tryggt með því að eldflaugastöðvamar yrðu
dregnar frá Kúbu og annað væri óbreytt.
Kjami þessara alvarlegu mála hefur verið
styrkleikapróf milli Krústjovs og Kennedys. Er tal
ið, að Rússinn haf i, síðan Kennedy tók við embætti,
-reynt að gera sér grein fyrir, hversu harður hann
væri í horn að taka, og í beinu framhaldi af því, hve
langt Sovétríkjunum væri óhætt að ganga, án þess
að setja af stað 'kjamorkustríð. Þegar Kennedy
fylgdi ekki eftir innrásinni í Kúbu á sínum tíma,
mun Krústjov hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að
hann mundi ekki grípa ti:l alvarlegra aðgerða, held-
ur hörfa undan frekari sókn Rússa.
Ráðamenn Bandaríkjanna hafa undanfarna
mánuði óttazt, að Krústjov hefði rangt mat á Kenne
dy. Þetta vanmat Rússa töldu þeir stórhættu-
legt, þar sem þeir gætu í trausti þess hafið aðgerðir,
sem neyddu Bandaríkin til alvarlegra ga'gnráðstaf
ana. Flutningur Rússa á eldflaugum og kjarnorku-
stöðvum til Kúbu verður aðeins skýrður á þennan
hátt. Rússar virðast nú hafa skilið, að þeir gengu
feti of langt á Kúbu, og ef þeir héldu fast við árás
arstöðvar sínar þar, mundu Bandaríkjamenn senni
lega ráðast á Kúbu og eyðileggja stöðvarnar. Virð-
ist sennilegt. að Krústjov telji sig verða að ihörfa
til að bjarga Castro, og sé það skýringin á undan-
haldi hans um helgina.
Krústjov gerði hörmuleg mistök með því að
senda eldflaugar til Kúbu. Þeirri ógnun gat Banda
ríkjastjórn ekki látið ósvarað, og á þeim grund-
velli hlutu aðgerðir Kennedys víðtækan stuðning
á Vesturlöndum. Krústjov er nú reynslunni ríkari
©g fer vonandi gætilega. Honum mun ekki haldast
uppi að skera hinn frjálsa heim niður eins og spæi-
pylsu og éta sneið fyrir sneið, eins og ætlun komm
únipta hefur verið. Þó er lofsvert, að Krústjov
skyldi hörfa, áður en verra hófst af frumhlaupi
fians.
HANNES
Á HORNINU
að þctta hafi þegar skánað nokk-
uð og sé ekki nú eins nöturlega
andstyggilegt og það var í fyrra
vetur, þegar öskur og óhljóð virt-
ust vinsælusl.
ÉG GERI EKKERT með þá af-
sökun útvarpsins, að ekkert fé sé
fyrir hendi til flutnings slíks þált-
ar. Svo miklu fé eyðir útvarpið f
tónlist, að þess yrði ekici mikið
vart, þótt þessum þætti væri bætt
við. Enda hægurinn hjá að fella
niður eitthvað annað og óþarfara,
jafnvel stytta hljómlistarflutning-
inn eitthvað. Það er engin nauð-
syn að hafa þetta gargandi allan
daginn á öllum vinnustöðvum, svo
aldrei heyrist mannsins mái, nema
með því að hrópa og kalla”.
KIPAU
Hekla
fer vestur um land í hringferð
1. nóv. 1962. Vörumóttaka í dag
til Patreksfjarðar, Sveinseyrar,
Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar,
Suðureyrar, ísafjarðar, Siglu-
fjarðar, Dalvíkur, Akureyrar,
Húsavíkur og Raufarhafnar.
Farseðlar seldir á miðvikudag.
Herjólfiir
fer til Vestmannaeyja og Horná
fjarðar 31. þ. m. Vörumóttaka f
dag til Homafjarðar. Farðseðlar
seldir á miðvikudag.
ENSKA
Löggiltur dómtúlkur
og skjalaþýðandi
Eiður Guðnason,
k Vetrardagskráin hafin.
k Boðskapurinn forvitni-
legur.
★ Bréf um dægurlög og
músík.
•k Lög unga fólksins.
VETRARDAGSKRÁIN er hafin
í útvarpinu og boðskapurinn um
efni hennar er forvitnilegur. Svo
er eftir að sjá hvemig úr rætist
og framkvæmdin tekst. Það er gott
að við eigum að fá skemmtiþætti,
framhaldssögu, framhaldsleikrit
og góðar kvöldvökur. Það virðist
eiga að leggja mikla rækt við þjóð
sagnalestur og valdir kunnir menn
til þess að lesa þær.
ÉG HEF aldrei skilið hvers kon-
ar daður þetta er við marg lesnar
þjóðsögur, sem allir kunna, og ég
sé ekki, þó að ég sé allur af vilja
gerður, hvers vegna verið er að
velja sérvalda menn til að lesa
þær. Aðalatriðið er það, að það
sem lesið er, sé lesið, en það
breytir ekkert efni þjóðsögunnar
hvort Þórbergur Þórðarson les
hana eða einhver annar vel máli
farinn leikari.
PÉTUR PÉTURSSON varð að
bíða með að hefja hinn ágæta
þátt sinn á sunnudagskvöld af því
að ekki tókst að ljúka hámúsik-
inni á réttum tíma. Enn einu
sinni er ofríki Tónlistardeildar-
innar lótið sprengja dagskrána
fyrir dagskrárstjóminni •— og
þar með svíkja hlustendurna. —
Þessu mótmæli ég enn einu sinni.
ÉG IILUSTADI ekki alls fyrir
löngu á lög unga fólksins og fannst
hann sæmilegur að öðru leyti en
því, að þar örlaði hvergi á ís-
lenzkri tónlist. Þarna komu kveðj-
ur frá íslenzku æskufólki, sem
dvaldist erlendis um lengri eða
skemmri tíma. En ekki virtist hug-
urinn hvarfla heim til tslands eða
átthagana, því siður, að þar icenndi
saknaðar eða viðkvæmni, heldur
virtist hann uppfullur af útlend-
um dægurlögum.
VIÐ ERUM ORÐNIR svo nukl-
ir heimsborgarar, svo ameriskir
eða framandlegir í hugsunarliælti.
Ekki vantar þó að við eigum tals-
vert af islenzkum dans- og dægur-
lögum svo er SKV fyrir að þakka
og ýmsum öðrum, mörg þeirra eru
smekkleg og með skemmtilegum
textum. Skil ég ekki í, að það sak-
aði, þó endrum og eins heyrðist
eitthvað af þeim í rikisútvarpinu.
Æskilegast væri eins og Freymóð-
ur Jóhannesson stingur upp á í
Alþbl., að sérstakir þættir flyttu
vikulega íslenzk dægur- og dans-
lög eða það bezta úr þeim.
JÓHANNES SKRIFAR. Fyrir
nokkru birtist í ríkisútvarpinu
þáttur, er nefnist Sálumessa. Sum-
ir misskildu þetta og fannst hér á j
óviðeigandi hátt blandað saman i
mjög ólíkri efnismeðferð í tónum
og Ijóðum, og var það afsakanlegt.
Eg tek undir ósk, sem fram kom
i Alþbl. að þátturinn verði endur-
fluttur.
ÞÁ MUNDU FLEIRI hlusta og
fleiri skynja það regindjúp, sem
er milli hinna einstöku liða, þótt
fjallað sé á vissan hátt um sama j
efni. Og ég trúi ekki öðru en val
unga fólksins á óskalögum mundi
skána. Eg er meira að segja á því
<zt mumnm a
hina nýju skilmála fyrir heimilisíryggingu,
sem eru fullkomnari en áður var.
Iðgjöldin eru þau sömu.
aini íllstttfggLng- Sjóvá \
tryggir öryggi heimilisins \
& n
rtcmm j
^VÁT^GINGARFÉLAG ÍSLANDS HF. Í
v!j U JjL\ INGÓLFSSTRÆTI 5 - SlMI 11700 ,j
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT.
V.R. segir upp
samningum
Verzlunarmannafélag Reykja
víkur hefur nú sagt upp samn
ingum. Var það samþykkt á
fundi trúnaðarmannaráðs fé
lagsins, sem haldinn var fyr-
ir nokkru. Var samningunum
sagt upp með mánaðar ryrir-
vara, og mun þá kcvna til
vinnustöðvunar 25 nóvember
verði ekki samið fyrir þann
tíma.
2 30. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ