Alþýðublaðið - 30.10.1962, Page 3

Alþýðublaðið - 30.10.1962, Page 3
RIÐVÆNL Framh. af 1. síðu muni ugglaust reyna að gera sem mest úr friðarviðleitni sinni. Nú vonar hann, að heimurinn muni telja rétt, að Kennedy forseti verði að borga með einhverju friðsam- legt framferði Rússa, t. d. í Berlín, segir blaðið. Krústjov iýsti því yfir um helg- ína, að hann mundi láta eyða eld- flaugastöðvunum á Kúbu undir eftirliti SÞ. Kennedy, sem fagn- aði tilboði forsetans, kvað Banda- ríkin mundu aflétta hafnbanninu, þegar eldflaugastöðvamar hefðu verið eyðilagðar og tryggt yrði. að Rússar héldu ekki áfram leynileg- um vígbúnaði á Kúbu. Stórblöðin „New York Times” og „New York Herald Tribune” kváðust í dag vera sammálá þeim ummælum Kennedys forseta, að ákvörðun Krústjovs sæmdi stjórn- málaskörungi og mundi stuðla að varðveizlu friðarins. Öll blöðin í Bretlandi léiu í ljó‘- mikinn létti í dag. Viðurkenning- ar þeirra á þeim Krústiov og K en- nedy eru einnig einróma. Þau segja ákvörðun Kennedys um að setja hafnbann á Kúbu og ákvörð- un Krúst.iovs um, að rífa niður eldflaugastöðvarnar á Kúbu, beri vitni um hugrekki. Nokkur þeirra eru þeirrar skoð- unar, að mikilvægasta atriðið í tilboði Krústjovs sé það, að hann hafi viðurkennt í reynd grund- vallaratriðið um eftirlit með af- vopnun. í Svíþióð hafa þeir Nilsson ut- anríkisráðherra, og Erlander for- sætisráðherra, sem dvelst í Júgó- slavíu, látið í Ijós ánægju með hina óvæntu stefnu, sem þróun málanna hefur tekið. Hins vegar láta blöðin ljós nokkurn efa um tilganginn með ákvörðun Rússa. Hægri-foringinn Hecksher segir, i að enn hafi komið í ljós, að það er festa en ekki tilslakanir, sem beri úrangur. Jafnaðarmannablaðið „Stock- holms Tidningen” segir, að Krúst- jov sé í þann veginn að bjarga sér úr hinni erfiðu klípu með miklum dugnaði Þessa erfiðu klípu hafi hann verið settur i eða látið setja sig í eins og sumir haldi. Blaðið segir, að raunvendegt baksvið stefnu Rússa sé enn hulið myrkri. RTTSSNESK MÚNCHEN Að sögn AFP kom ákvörðun Krústjovs embættismönnum í Pe- king algerlega á óvart. Embættis- menn flokksins gagnrýna Krústiov harðlega og talað er um rúss- neska Miinchen” í Kúbudeilunni. Samkvæmt góðum heimildum er bað von Kínverja, að sovétstjórmn hafi staðið einir í bessu máli n» ekki notið ráðleggingar annarra kommúnistaríkia. Einnig er sagt, að f fvrstu hefðu Kínverjar stutt Kúbustefnu Rússa, þar eð menn höfðu talið, að þeir mundu fylgia óvæginni stefnu og ekki fylgja sátf alínunhi gagnvart Bandarikj- unum eins og nú hefði komið £ l^ós. Aðeins tvö kínversk blöð höfðu í kvöld minnzt á uppgjöf Krúst- Bandarísk vopn til Indlands NYJU DEHLI, 29. okt. (NTB —Reuter) BANDARÍKJAMENN senda fót- gönguliðsvopn til Indlands í sam- bandi við Iandamærastríð Ind- verja og Kínverja, og vonað er að fyrsta skipið, sem flytur þessi vopn komi í þessari viku. Þetta var mUUMMMHVMHMUHMMV Rafmagnsbilun og árekstrar á Akureyri Akureyri í gær. BILUN varð í Laxárvirkj- unarstöðinni í fyrrinótt og var Akureyrarbær rafmagns- Iaus í þrjár klukkustundir. Mikil snjókoma var þessa nótt, en ekki mun rafmagns- biluni hafa átt rót sína að rekja til hríoarinnar. Töluvert hefur verið um bílaárekstra í dag, sökum ó- færðar á götum og myrkveð- urs, en í dag hefur hiaðið niður snjó hér í bænum. Logndrífa hefur verið og skyggni afleitt. MHHHmtMHHWHMHMM' haft eftir bandarískum heimild- um í dag. Talið er, að hér sé um að ræða bandarísk hergögn, sem flutt verði frá Thailandi. Gailbraith, sendi- herra Bandaríkjanna, afhenti Neh- ru forseta í dag orðsendingu frá Kennedy forseta, þar sem iýst er yfir algerum stuðningi við Ind- verja og samúð. Krishna Menon landvarnaráð- herra skýrði frá því á fundi í mið- stjórn Kongressflokksins, að Ind- verjar hefðu nú þegar fengið vopn- frá öðrum löndum og fengju bráð- lega meiri vopn. Tilkynnt hefur verið, að Ind- verjar hafi ekki í hyggju að slíta stjómmálasambandi við Kínverja, en nokkur indversk blöð lögðu til í dag, að það yrði næsta skrefið, sem tekið yrði. Að sögn hafa um 2.000 til 2.500 Indverjar fallið eða týnzt í árekstr unum á landamærunum síðustu tíu daga. Krústjov. jovs í Kúbu-málinu. Erlendir fréttamenn í Peking benda á, að mjög örðugt yrði fyrir kinverska alþýðulýðveldið að lýsa yfir stuðn- ingi við nálgun Bandaríkjanna og Sovétríkjanna ef landið hefði hag af því. í I Kaupmannahafnarblaðið „Ak- tuelt”, sem fylgir jafnaðarmönn- um að málum, skrifar, að sovét- stjórnin hafi gert sér grein fyrir því, að hún hefði næstum farið yf- ir markalínuna. í Moskvu-útvarpinu í morgun var texti svars Kennedys við boð- skap Kxústjovs lesinn upp í heild sinni, fyrst í aukasendingu og síð- an í almennri fréttasendingu kl. 9. Norska blaðið .Bergens Tidende’ skrifar, að nú sé Castro ekki leng- ur virkur þátttakandi I tauga- stríði við hinn mikla og volduga nágranna. Nú fylgi hann stefnu, sem beinist gegn tveimur heims- veldum og sé dæmd til ósigurs. Sagt er, að hér sé um hreint undanhald hjá Krústjov að ræða, ! glundroðinn í afstöðu hans sé al- ! ger og uppgjöf hans einnig. Vafa- mál sé, hvort Krústjov geti nokkru sinni komið fram sem fyrr. I þessu felist von um samningaviðræður eða „pólitískan dauða” Krúst- jovs. I Bandaríkjunum er sagt, 'að Kennedy hafi tryggt sér sess með- al merkustu forseta Bandarikj- anna. Mikilvægast, sem gerzt hefur um helgina, er talið þetta: Friðurinn í heiminum hvílir á valdajafnvægi austurs og vesturs. Stríðshættan er lítil, ef þetta valdajafnvægi er viðurkennt. Ennfremur er sagt,_ að Kúbu- ævintýri Krústjovs hafi verið til- raun til þess að raska þessu valda- jafnvægi. Með því að koma aftur | þessu valdajafnvægi á hafi Kenne- dy sýnt, að hann hafi skilið þessa kenningu og hagi sér eftir því. Loks er sagt, að ef valdhafarnir í Moskvu hugsi eftirleiðis á sama hátt hafi Kúbu-deilan haft hlut- verki að gegna og síðastliðin vika, sem var full af spennu, verið til blessunar. SÍÐUSTU FRÉTTIRj ___________ ;-WTT' v í kvöld hélt U Thant fyrsta fund sinn með Kuznetsov, fulltrúa Rússa. Báðir létu vel af fundin- um. U Thant ræddi einnig við full- trúa Kúbu, sem sagði, að Kúbu- búar fögnuðu heimsókn aðalritara, en hann fer til Kúbu á morgun í fylgd með háttsettum ráðanaut- um, þar á meðal hermálaráðu- nautur hans, indverski hershöfð- inginn Rikhye. Hafnbannið er enn í gildi Eiturlyf ...h'..f | «í«.i I yfirheyra marga. Hefur einn lög- ! regluþjónn m. a. verið yfirheyrð- ur. ViII lögreglan ekkert segja um hvað komið hefur í ljós, eða livað vitnin hafa borið, telja málið enn á rannsóknarstigi og frekari frá- sagnir geti skemmt fyrir. Wasliington, 29. okt. (NTB—Reuter) BANDARÍKIN hyggjast halda hafnbanninu á Kúbu áfram og munu sennilega halda áfram könn unarflugi yfir eynni unz SÞ-nefnd sú, sem fylgjast á með því, að sovézku eldflaugastöðvarnar á Kúbu verða rifnar niður, hefur verið sett á Iaggirnar. Arthur Sylvester, varaland- varnaráðherra, tók þetta skýrt fram á blaðamannafundi í dag. — Hann vildi ekki segja um, hvort byrjað væri að rifa sovézku eld- flaugastöðvarnar niður eins og Krústjov lofaði um helgina. Að- spurður kvaðst hann ekki vita um, hvort Rússar hefðu kafbátabæki- stöðvar á eynni. Jafnframt þessu visaði formæl- andi utanríkisráðuneytisins kröfu Castro forsætisráðherra til flota- stöðvar Bandaríkjamanna í Guan- tanemo-flóa á bug. Réttur okkar til flotastöðvarinnar er augljós, þess vegna verður engin breyting á sjónarmiðum okkar, sagði hann. Takmark Bandaríkjamanna þessa stundin er að láta fjarlægja sov- ézku eldflaugastöðvarnar, bætti hann við. Samkvæmt góðum heimildum er ósennilegt talið, að kröfu Kúbu til flotastöðvarinnar verði haldið til streitu í viðræðunum í aðal- stöðvum SÞ um Kúbu-deiluní. I dag skipaði Kennedy sérstaka samhæfingarnefnd og er Jolin F. McCloy formaður hennar. í ráði þessu eiga háttsettir fulltrúar bandarísku stjórnarinnar sæti og á hún að taka þátt £ viðræðunum um Kúbu-deiluna í SÞ. Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, Adlai Ste- venson, og fulltrúarnir í ráðinu héldu í dag til New York að lokn- um veniulegum fundi þjóðarör- yggisráðsins í Hvíta húsinu. Aðrir meðlimir ráðsins eru Ge- orge Ball varautanríkisráðherra, og Roswell Gilpatrick, varaland- varnaráðherra. Blaðafulltrúi Ken nedys, Pierre Salinger, tjáði blaða- mönnum, að ráðið aþtti að ákveða hver hitta ætti sovézka fulltrú- ann, Kuznetsov, varautanríkisráð- herra. Kuznetsov ræddi í dag við U Thant aðalframkvæmdastjóra í tvær stundir og sagði hann að fundi loknum, að viðræðurnar hefðu verið ánægjulegar og gagn- legar. — Ekki var vitað í kvöld hvort Stevenson m-indi hitta Kuz- netsov að máli. I Stokkhólmi ákvað sænska stjómin í dag að svara þeim til- mælum U Thants aðalframkvæmda stjóra játandi að leggja til sænska liðsforingja til eftirlitsstarfa á Kúbu. Sjö sænskir liðsforingjar verða sendir. t Rio de Janeiro var tilkynnt, að hernaðarlegur ráðunautur Goul- arts forseta, Albino da Silva hers- höfðingi, hefði haldið til Havana í leynilegum erindagerðum. Mun hann reyna að levsa Kúbu-deil- una þ. e. a. s. reyna að fá Kúbu aftur i samfélag rómönsku Am- eríku, og verður bandarísku stjórninni skvrt frá framvindunni. í Moskvu er talið. að leyfi her- manna verði afturköúuð þari til hafnbanninu hefur verið aflétt. Samkvæmt góðum heimildutn í Moskvu hefur takmörkunum á ferðafrelsi vestrænna diplómata utan Moskvu, verið aFiétt. I ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 30- október 1962 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.