Alþýðublaðið - 15.11.1962, Blaðsíða 4
=======g==gg====agaarass^wgBpyaeB^^agB^^ .ui nn.nqwmnwwp..mmmmwmpil^mii ihpw.
.
ÞAÐ kann aS vlrðast nokkuð
seint að ræða bandarísku þingr-
kosningrarnar nú, meira en viku
eftir að þær fóru fram, en þó er
þar enn rnargt óljóst, svo að
ekki er úr vegi að staidra aðeins
við og athuga úrslitin.
Þess er þá fyrst að geta, að
kosningarnar hljóta að teljast
mjög mikill sigur fyrir Kennedy
forseta bæði fyrir stefnu hans
í Kúbumálinu og stefnu hans í
innanríkismálum. Sigurinn er
að vísu mestur í þingkosningun-
um, en að því er varðar ríkis-
stjórakosningarnar verður dá-
lítið annað uppi á teningnum.
Báðir flokkar hafa að vísu sama
fjölda ríkisstjóra eftir kosning-
arnar, en nokkur skipti urðu.
Við skulum þá líta á úrslitin í
hverjum kosningum fyrir sig.
Öldungadeildin:
Demókratar hafa, þegar þetta
er ritað fengið 68 menn kjörna
á móti 32 mönnum repúblíkana.
Hafa demókratar þar bætt við
sig fjórum sætum (höfðu 64),
en repúblíkanar tapað jafn-
mörgum (höfðu 36)
Demókratar unnu sæti í Ind-
iana, þar sem repúblíkaninn
Capehart náði ekki endurkjöri,
heldur tapaði fyrir ungum frjáls
lyndum demókrata, Birch Bayh,
sem er aðeins 34 ára gamall.
Þessi úrslit virðast benda til,
að a.m.k. þarna hafi Kúbumálið
ekki liaft sérlega mikil áhrif,
því að Capehart var mánuðum
saman búinn að heimta harðvít
ugar aðgerðir gegn Kúbu, helzt
innrás, en það bjargaði honum
ekki.
í Wisconsin tapaði hinn aldni
repúblíkani Alexandcr Wiley
78 ára gamall og aldursforseti
í utanríkismála- og dómsmála-
(nefndum öldungadeildarinnar,
fyrir Gaylord Nelson, fyrrum
ríkisstjóra demókrata.
í Suður-Dakota sigraði Ge-
orge McGovern, sem áður stjórn
aði „Matvæli fyrir friðinn“ á-
ætluninni öldungardeildarþing-
mann repúblíkana Joseph Bott-
um. Munurinn, þegar siðast frétt
ist, var ekki nema 273 atkvæði,
og hefur Bottum heimtað upp-
talningu. Þarna er því enn um
vafasæti að ræða, sem kann
að hafa áhrif á það hvernig
dcildin vcrður saman sett næsta
þingtímabil.
Þá vann Ribicoff, fyrrverandi
heilbrigðis-, menntamála- og
velferðarmálaráðherra Kenne-
dys, sæti fyrir demókrata í
Connecticut, þar sem liann var
áður ríkisstjóri. Daniel Brewst-
er vann sæti fyrir demókrata
í Maryland.
En mesti sigur i senatskosn-
ingunum hefur sennilega verið
sigur demókratans Tliomas Mc
Intyre, sem vann sæti I New
Hampsliire og sezt nú í það
sæti, sem hinn látni forvígis-
maður repúblíkanaflokksins,
Styies Bridges, hafði áður.
Þetia eru staðirnir, þar sem
demókratar unnu-ný sæti, en á
móti koma tvö sæti, sem þeir
misstu. Demókratinn Carroll
tapaði fyrir yfirlýstum íhalds-
repúblíkana, Peter Dominik, i
Colorado, og í Wyoming tapaði
Hickey fyrir Milward Simpson,
sem áður hefur verið ríkisstjóri
þar í ríki.
Svo mikið hefur verið skrifað
um sigur Edwards, litla bróður
forsetans, í Massachussetts, að
ástæðulaust er að segja meira
um hann, en.hann vann með svo
miklum yfirburðum, að hann
dró Endicott Peabody með sér,
svo að hann sigraði fyrrverandi
ríkisstjóra, repúblíkanann John
Volpe, í ríkisstjórakosningunni.
Óþarft er líka að geta þess, að
ýmsir þekktir stjórnmálamenn
úr báðum flokkum náðu endur-
kjöri, svo sem demókratinn Ful-
bright og repúblíkaninn Dirk-
sen.
Fulltrúadeildin:
Hversu svo sem farið hefur
með öldungadeildina í hinum
svokölluðu „off-year“ eða milli-
kosningum, þ.e. kosningum þeg
ar forseti er ekki koslnn, þá
hefur það verið venja um árabil
að flokkur forsetans tapaði
sætum í fulltrúadeildinni í
þeim kosningum. Eina undan-
tekningin mun vera kosningarn
ar 1934 undir forystu Roosevelts
Að mcðaltali mun stjórnarflokk
urinn hafa tapað í þeim kosn-
ingum 39 sætum. Fyrir kosning
arnar í siðustu viku var almcnnt
talið, áð demókratar mundu
tapa allt frá 5 og upp í 10 sæt-
um í fulltrúadeildinni. Reyndin
hefur hins vegar orðið sú, að
þeir hafa ekki tapað nema tveim
sætum, hafa nú 259 sæti á móti
261 á fyrra þingi, en repúblik-
anar hafa nú liins vegar 176 á
móti 174. Á einum stað er eftir
að kjósa, þar eð frambjóðandi
demókrata lézt á meðan á kosn
ingabaráttunni stóð.
Mönnum kemur yfirleitt sam
an um, að enn sé mjög erfitt að'
gera sér grein fyrir hvernig hið
nýja þing muni reynast Kenne-
dy í þeim höfuðmálum, sem
hann átti í slíkum erfiðleikum
með á síðasta þingi. Þó viröist
Ijóst, að frjálslyndu þingmönn
um Iiafi fjölgað mjög verulega,
hvort sem það nægir til að koma
veigamikilli löggjöf, eins og lög
um um læknishjálp handa öldr-
uðu fóiki, gegnum þingið eða
ekki. Þó má búast við, að sjálf
úrslit kosninganna nú muni hafa
veruleg áhrif á afgreiðslu þeirra
mála, því að vilji fólksins hefur
komið í ljós og það koma kosn
ingar eftir þessar. Virðist ekki
ólíklcgt, að Kennedy standi
heldur betur í þinginu nú eu
áður, þrátt fyrir hið óverulega
tap á tveim sætum. — í öld-
ungadeildinni er þetta ekkert
vandamál, því að hún var og er
enn hin fr jálslyndari deild
þingsins.
Ríkisstjórakosningar:
Eins og fyrr segir koma báð-
ir flokkarnir með jafnmarga
ríkisstjóra út úr þessum kosn-
ingum og þeir höfðu áður. Hinu
er þó ekki að leyna, að repú-
blíkanar unnu þrjú mjög veiga-
mikil ríki, Michigan, Pennsyl-
vaniu og Ohio, sem öll voru
áður í höndum demókrata. Þetta
eru öll þéttbýl ríki og ríkisstjór
inn þar ræður fyrir mörgum bitl
ingum, sem alltaf hafa þótt væn
legir til að afla kjörfylgis. Er
því ekki óhugsanlegt, að þessir
sigrar repúblíkana eigi eftir að
segja til sín í kosningunum
1964. Þá unnu þeir líka ríkis-
stjóraembættið í Oklahoma, í
fyrsta sinn siðan það ríki var
tekið í sambandiö 1907.
Demókratar unnu líka sína
sigra í ríkisstjórakosningunum,
sem ekki komu síður á óvart. Má
þar nefna fyrsta sigur demó-
krata í Vermont, ennfremur
sigurinn í New Hampshire, sem
einnig hefur alltaf verið eitt
höfuðvígi repúblíkana, og síð-
ast og ekki sízt sigurinn í Iowa,
þar sem demókratinn Hughes
var kjörinn ríkisstjóri í einu af
liinum svokölluðu „korn-ríkj-
um“ scm yfirleitt hafa alltaf
verið repúblíkönsk.
Annars beindist athygli
manna að ríkisstjórakosningun •
um aðallega vegna þeirrar vís-
bendingar, sem þær kynnu að
gefa um væntanlegt forseta-
framboð repúblíkana gegn
Kennedy 1964. Höfðu menn aðal
lega augastað á Nixon í Kali-
forníu og Rockcfeller í New
York. Nixon virðist nú vera end
anlcga dauður pólitískt og tók
því ekki sérlega vel. Kvaddi
blaðamenn með því að segja,
að nú hefðu þeir ekki lengur
Nixon til að sparka í og þetta
væri sinn síðasti blaðamanna-
fundur.
Rockefeller sigraði hins vegar
í New York, en með miklu minni
mun, en talið hafði verið fyrir
kosningarnar. Ber að hafa þar í
huga, að demókratar áttu lengi
vel í erfiðleikum meðTað álcveða
andstæðing hans og buðu síðan
fram, seint og síðar meir, til-
tölulega lítið þekktan matnn,
sem þar að auki reyndist ekki
sérlega litskrúðugur stjórnmála
maður. Mundi ég telja, að mögu
leikar Rockefellers á útncfn-
ingu í framboð gegn Kennedy
hafi ekki aukizt við frammistöð
una nú.
Tveir repúblíkanar komu hins
vegar út úr ríkisstjórakosning-
unum með mikinn sigur, þeir
Romney í Michigan og Scranton
í Pennsylvaníu. Þeir áttu að
visu við tiltölulega litlausa
demókrata að etja, en sigur
þeirra var samt öruggur, og
mundi ég ekki telja ólíklegt að
annar hvor þeirra, og þá helzt
Romney, hefði hvað mesta
möguleika á framboðinu, sem
reyndar virðist algjörlega von-
laust, eins og málin standa nú.
Það kann að vera nokkur skýr
ing á tapi demókrata í Michigan
að ríkið hefur átt við hin mestu
fjármálaörðugleika að stríða,
sem ekki hafa batnað við það,
ð hinn demókratíski ríkisstjóri
lvefur þurft að berjast við repú-
blíkanskan meirihluta á ríkis-
þinginu í nokkur ár og litlu
komið fram af þeim málum,
sem hann hefur talið vænleg til
lausnar á vandamálunum.
Romney er hins vegar alþekkt
ur dugnaðarforkur og langt frá
því að vera eins illa liðinn af
verkamönnum í bílasmiðjunum
og smnir viija vera láta. Það
er því ekki alls kostar rétt að
segja, að verkamenn hafi staðið
gegn lionum, þó að félag þeirra
hafi að sjálfsögðu mælt með
demókratanum eins og venju-
lega.
Ýmislegt:
Ýmislegt annað mætti tína til
úr kosningum þessum. Til dæm
is er hætt við, að suðurríkja-
demókratar verði liugsandi yfir
því hve naumlega demókratinn
Lester Hill náði kosningu til
öldungadeildarinnar í Alabama.
Þar var repúblíkaninn James
Martin á undan í talningunni
alla nóttina, og það var ekki
fyrr en undir lokin á talning-
unni, að Hili marði það inn. Má
telja víst, að Kennedy verði
kennt um þetta vegna afskipta
sinna af kynþáttamálunum I
suðurríkjunum síðustu misseri.
Annars voru fimm svertingj
ar kjörnir á þing nú í stað fjög-
urra á síðasta þingi, og víða
hlutu þeir' kosningu til opin-
berra starfa I ríkunum.
Loks má geta þess, að repú-
blíkaninn Walter Judd, sem
flúttt aðalræðuna á flokksþingi
repúblíkana 1960, féll í kosn-
ingu til fulltrúadeildarinnar í
Minnesota fyrir Donald Fraser
demókrata, sem af öllu hjarta
styður heilbrigðismálastcfnu
Framhald é 14. síðu.
Furer
i Berg
IVAR ORGLAND. DIKT.
FONNA FORLAG 1962.
Um það leyti, sem grösin
fara fyrir alvöru að sölna á
haustin, hefst tími bókmennt-
anna og nær hámarkinu rétt
fyrir jólin. Bækurnar eru
þegar farnar að streyma á
markaðinn.
Mér var rétt í þessu að
berast í hendur ný ljóðabók
eftir Ivar Orgland, sem Is-
lendingum er að góðu kunn-
ur frá dvöl hans hér á landi..
Þetta er fimmta ljóðabók.
Ivars Orgland frumsamin og
heitir Furer iBerg. Að-
ur hafa komið út eftir hann:.
Lilje og sverd, 1950, Mjöd og
malurt, 1959, Atlantider,
1960, Eld og marmor, 1961.
Auk þess hefur hann sent frá
sér á þessu tímabili fjórar
bækur með þýðingum á ljóð-
um eftir íslenzk skáld, en
þau eru Davíð Stefánsson,
Stefán frá Hvítadal, Tómas
Guðmundsson og Steinn Stein
arr. Það má því með sanni
segja, að Ivar Orgland hefur
ekki setið auðum höndum í
bókmenntalegum efnum þessi
árin.
Furer i Berg er fimm
arka bók í meðalstóru broti,
gefin út af Fonna Forlag eins
og flestar fyrri bækur skálds-
ins, og er útgáfan öll hin
smekklegasta. Bókin skiptist
í fimm kafla, en alls eru ljóð-
in 45 talsins, og komið vfðá
við í efnisvali. Hér er ekki
ætlunin að skrifa neinn rit-
dóm> um bókina, heldur að-
eins að vekja athygli á út-
komu hennar og hvetja alla
unnendur fagurra ljóða til að
eignast hana og lesa. Það eru
alltaf góð tíðindi, þegar Ivar
Orgland sendir frá sér nýja
ljóðabók. Eg get þó ekki stillt
mig um að birta hér eitt smá-
kvæði úr bókinni til gamans,
en í því notar skáldið stuðla
og höfuðstafi auk endaríms,
samkvæmt gamalli íslenzkri
Framhald á 14. síðu.
4 15. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐI.Ð
IVAR ORGLAND