Alþýðublaðið - 15.11.1962, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 15.11.1962, Qupperneq 13
 ÚSAMRÆMI I KLÆÐN- I*AÐ er margt eitt, sem allir eifra eftir að læra, og einnig ís- lendingar. Ýmsar aðrar þjóðir hafa svo fastmótaða siðl, að hver kynslóð iærir af annarri, hvað er „skik og brug.“ Hér er um fátt slikt að ræða, og kannski er dálítið sorglegt, hvað við erum fátæk af ýmis konar siðum, sem varpa ofurlitlum ljóma á hvers- dagsleikann. Sums staðar er það t. d. til siðs að færa húsmóður- inni ætíð blóm eða konfekt, þeg- ar komið er í boð, sums staðar er það til siðs að hringja alltaf skömmu eftir heimboð — eða jafnvel skrifa — og þakka pent fyrir sig, og hefur þessi siður orðið talsvert vinsæli hér á landi. Ýmis konar dagar í ann- arra þjóða almanökum boða sér- staka siði, hér er um fátt slíkt að ræða. Við leggjum jafnvel niður það lhla, sem við höfum. Þrettándinn er t. d. alveg að hverfa úr tðlu hátíðardaganna og við höfum ekki Luciu eða aðventukrans fyrir jólin. Það er hætt að lýsa með brúðhjónum, en þar, sem það er enn við lýði, t. d. f Svíþjóð, er jafnan haldin smáveizla í bvert sinn, er lýst er með hjónum. Eins og kunnugt er, fer lýsing þrisvar fram, og fyrsta sunnudaginn cr |boðlð þeim fjarskyldustuj næsta sunnudag, þeim, sem nær standa og Ioks hinn þriðja þeim sem nákomnastir eru brúðhjón- unum. Og gestimir gefa hjóna- efnunum jafnan einhverjar smá gjafir. Á Spáni eru margir fal- legir siðir, sem jafnan eru bundnir kirkjunni. Dagur drottn ingar ljóssins er hátíðlegur á Spáni og margir dagar munu þar í heiðri hafðir, sem við ekki þekkjum til. Nafndagar eru haldnir hátiðlegir í ýmsum lönd um o. s. frv. o. s. frv. Þannig mætti lengi telja. Við íslendingar erum svo hræddir við hátíðir, — og það er vegna þess, að hér þarf allt að vera svo stórkostlegt. Það er eins og maðurinn sagði: „Jólin eru bara til þess, að ég verð blankur allan janúar.” Þegar eitthvað stendur til hér er öllu snúið við, og svo mikið í- borið, að allir fara að kvíða fyrir hátíðunum í stað þess að hlakka til þeirra. Þetta kemur ljóst fram t. d. í saumaklúbbum, þar sem streitzt er við að hafa sem flest- ar og fínastar kölcutegundir. Það kostar ekki svo iítið, segja frúrn- ar, — og það er alveg satt. Það er alltaf of lítið gert af því, að gera sér dagamun, — án þess að kosta miklu til — og án þess að halda eiginlega hátíð, — sem sé aðeins að gera sér daga- mun. Og það er vert að gæta þess, að það er auðvelt að gera sér dagamun, án þess að búa út mat- ar- eða kaffiveizlu. Matur þarf ekki endilega að vera tengdur hugmyndinni um dagamun, — en erfitt verður að fullvissa íslend- inga um það. Eitt er það enn, sem þyrfti að komast í fastari skorður. Það er klæðnaðurinn. Það er ekki nðg með það, að erfitt er að fá sér föt, sem hæfa veðráttunni, — eins og við töluðum um í næst- síðasta þætti, heldur veit enginn, hvernig hann á að vera klæddur við ýmis tækifæri. Þetta kom greinilega í ljós við frumsýn- ingu myndarinnar „79 af stöð- inni.“ íslendingar eru eins og all ir vita ekki vanir því að vera við- staddir frumsýningu kvikmynda, enda vissi enginn, hvernig hann átti að klæðast. Hið herfilegasta ósamræmis gætti í klæðnaði fólksins, eins og fötin skapa manninn, skapar klæðnaður fólka ins dálitið stemmninguna. Þarna í kvikmyndahúsinu var kvenfólk- ið ýmist í kápu eða án hennar, og þær, sem fóru úr kápunum voru í allt frá pilsum og hvers- dagspeysum upp í gljáandi níð- þrönga og flegna samkvæmis- kjóla og á fullskóm, þar sem aftur hinar peysuklæddu voru á götuskóm. Sem betur fór voru Ijósin slökkt og athyglinni fljótt beint að myndinni sjálfri, en ekki gest- um kvikmyndahússins ! AÐI KVENFÖLKSINS Harðstjórn fatanna VISSULEGA eiga litlar stúlkur að vera vel klæddar, en nú eru sérfræðingar í upp- eldismálum komnir á þá skoð- un, áð litlar stúlkur megi ekki vera of klæddar. Þeir kalla það „litlar stúlkur og fata- harðstjórn.“ Með fataharð- stjórn er átt við það, að fötin eiga að líða um í strúttpilsum dömuna, að hún njóti ekki lífs- ins, sem lítil stúlka. Margir góðir foreldrar brenna sig á því, að ætla að ala.bömin o£ vel upp. Litlu dæturnar í fjöl- skyldunni eiga að vera svo „sætar og penar“, að þær fá ekki að vera eðlileg börn. Þær eiga að líða um í strúttpilsum og á hvítum leiztum og svo eiga þær að sitja eins og brúð- ur og brosa fallega. Þessi börn eru undir fataharðstjóm. Það er alls ekki eins mikill munur á sálarlífi lítilla stúlkna og lítilla drengja, segja þeir, sem vit hafa á. En kröfurnar eru aðrar til þessara ungviða. Stúlkumar eiga að líða um eins og ljósálfar, leggja fötin sín snyrtilega saman og þær mega ekki hafa hátt. Við öðra er búizt af strákum. Þeir mega búrra með bílana sína allan guðslangan daginn og troðd vasana út af nöglum án þess að nokkur segi neitt. Litlar stúlkur eru ekki fal- legri, þótt þær hagi sér eins og fullorðnar manneskjur. Það er þeim ekki eðlilegt. Börn Framhald á 14. síðu. ALÞÝOUBUAÐIÐ - 15. nóv. 1962

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.