Alþýðublaðið - 16.11.1962, Side 3

Alþýðublaðið - 16.11.1962, Side 3
MIKOJAN SEM- VIÐ CASTRO Havana, 15. nóv. (NTB—AFP) ÞAÐ er haft eftir áreið'anleerum hcimildum í Havana að þeim Mi- koyjan fyrsta varaforsætisráð- herra Sovétríkjanna og: Fidel Ca- stro forsætisráðherra Kúbu hafi tekizt að komast að samkomulagi um Kúbumálið. Því er einnig haldið fram að Mikoyjan hafi fengið Castro til að falla frá kröfum um að Banda- ríkjamenn flytji tafarlaust her- lið sitt frá Guantanamo áður en stjórn Kúbu hugleiði hvort hún samþykki að alþjóðlegt eftirlit verði haft með niðurrifi eldflauga stöðvanna á Kúbu. Þesi krafa Castro mun því ekki lengur standa í veginum fyrir þvi, að samningar um lausn geti byrj- að að bera einhvern árangur. Talið er samt, að Mikoyjan hafi lofað Castro því að Sovétríkin muni styðja kröfur hans um brott- flutning Bandarísks herliðs frá Guantanamo, þegar vandamálin í sambandi við brottflutning eld- flauganna eru til lykta leidd. Kúba mun þá að öllum líkind- um krefjast brottfarar Banda- ríkjamanna frá Guantanamo á grundvelli alþjóðalaga Talið er að Mikoyjan sem er viðurkenndur mjög snjall og lip- ur samningamaður, hafi í viðræð- nm sínum við Castro sýnt mikla þolinmæði og diplómatíska leikni að fá Castro til að fallast á sjón- armið Sovétstjórnarinnar, þar eð Castro er talinn flestum stjórn- málamönnum þrárri. Forsætisráðherra Breta sagði í dag að hafnbann Bandarlkja- stjórnar hefði ekki bitnað á neinu brezku skipi. Einn þingmanna Verkamanna- flokksins í neðri deild hafði mót- mælt því að Bandaríkin fengju að friðhelgi skipa á úthöfum og að þau stöðvuðu einnig skip banda- manna sinna. Bað hann forsætis- ráðherrann að koma í veg fyrir að slíkt kæmi fyrir. Macmillan svar- aði eins og áður sagt að engin brezk skip hefðu verið stöðvuð enn. Fjallvegir lokaðir á Vesturlandi svarar Nehru Chou En Lai New Delhi, 15. nóv. (NTB—Reuter) i Nehru forsætisráðherra Indlands ! svaraði í dag bréfi Chon En Lai forsætisráðherra Kína en Chou En Lai hafði þar lagt til að gert yrði vopnahlé og viðræður hafn- ar um landamæradeilur ríkjanna. Ekki er vitað um efni svars þess sem Nehru gaf Chou En Lai, en! fullvíst er talið samt sem áður að hann hafi neitað að eiga nokkra | samninga við kínversku ráðamenn ina fyrr en allt kínverskt herlið hefur hörfað aftur til þeirra stöðva, er þeir höfðu á valdi sínu þegar styrjöldin byrjaði hinn átt- unda september sl. Chou en Lai lagði til í tilboði sínu sem barst stjórn Indlands hinn 4. nóvember sl. að bæði ind- verski og kínverski herinn hörf- uðu til baka frá þeim stöðvum sem þeir höfðu þá um nokkra kfló- metra en siðan yrði samið vopna- hlé og setzt að samningaborðinu. Seinast í gærkvöldi lét Nehru þau orð falla um þetta tilboð að ef Indverjar ætluðu sér að fara að ganga að þeim þýddi það að samþykkt væri að kínverski her- inn innlimaði indverskt land og indverskt fólk i kínverska alþýðu- lýðveldið. VEGAGEKÐ Rihisins hefur látið búa einn af vegheflum sínum ýtutönn að framan, og hefur hún reynzt mesta þarfa- þing við að ryðja snjó af veg- um. Tönnin hefur verið reynd undanfarið, m. a. var þessi hef- ill sendur til að ryðja Hellis- heiði eftir að hún tepptist um daginn og reyndist þá með af- brigðum vel. Hefillinn er sænskur, af gerð inni Bolinder Munktell. Var tönnin einnig fengin frá Sví- þjóð. . Vegagerðin fær innan skamms aðra slíka tönn frá Noregi og verður sú með skáa og hafa menn ástæðu til að það muni reynast enn betur við snjóruðning. Hér á myndinni sést Ragnar Olsen, hefilstjóri, hreinsa hef- ilinn með gufuprautu. Ljósm. Búnar. ÐBERMUDA: í nótt kom upp eld- ur í 7000 lesta flutningaskipi sem statt var nálægt Bermuda. Farmur skipsins var dynamit, brenni- steinn og fleiri sprengjuefni. Á- höfnin barðist við eldinn í alla nótt í stórsjó og versta veðri unz augljóst var að ekki var hægt að koma í veg fyrir sprengingu. ÖIl- um skipum á þessu svæði var gert aðvart. Tónskáldasjóður Rikisíjtvarpsins Á VEGUM útvarpsins er álit- legur sjóður, Tónskáldasjóður Ríkisútvarpsins, sem ætlað er að greiða á ýmsan hátt fyrir íslenzk- um tónskáldum og verkum þeirra. Úr þessum sjóði hefur verið aug- lýst til umsóknar 20 þúsund kr. fjárveiting og er ætluð islenzku tónskáidi innan 35 ára aldurs. — Umsóknarfrestur er til 1. desem- ber næstk. I umsókninni skal höf- undur gera grein fyrir því, hvers háttar verk hann býður og hve- nær því verður væntanlega lokið. Ríkisútvarpið áskilur sér rétt til frumflutnings. Kúbu-málið alvarlegast WASHINGTON, 15. nóvember, (NTB-Reuter). Adenauer og Kennedy. kom sam- an um að fyrsta alþjóðadeilumálið, sem útkljá þyrfti nú, væri Kúbu- deilan. , • Adenauer, sem kom til Washing ton á þriðjndaginn, átti viðræður við Kennedy tvisvar á miðvikudag. Hann lýsti því yfir, að viðræðurn- ar hefðu verið mjög árangursríkar Utanríkismálaráðuneyti Banda- ríkjanna kunngerði í dag að um- ræðurnar hefðu aðallega snúizt um deilumál austurs og vesturs. Fyrirætlanir Sovétríkjanna í Ber- lín og Kúbudeilunni. Auk þess ræddu þeir málefni er vörðuðu Þýzkaland, NATO og árás Kín- verja á Indverja. Báðir lýstu þeir því yfir að loknum viðræðunum að fyrst þyrfti að leysa Kúbudeiluna, áður en leiðtogar vesturveldanna gætu af alefli, snúið sér að öðrum vanda- málum, sem úrlausnar þyrftu. Á fundinum með Rusk, voru, auk þeirra Adenauers, viðstaddir Gerhard Schröder, utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands og marg- ir helztu ráðamenn rikjanna á sviði utanrikismála. Það, sem um var rætt á þeim fundi, voru fyrst og fremst mál, er varða NATO og auk þess mál, er varða Efnahagsbandalagið. Að fundinum Ioknum gekk Adcnauer til bifreiðar sinnar og neitaði að svara spurningum blaðamanna, sem vildu fá að vita efni umræðn- anna. Salinger, blaðafulltrúi Kenne- dys sagði, að Adenauer og Kenne- j dy mvndu gefa út sameiginlega j yfirlvsingu að seinasta fundi þeirra loknum. Adenauer mun í kvöld eiga síð- asta fund sinn með Kennedy. Hnnn f.. flugleiðis til Þýzkalands á morgun. HEIMTA ÞEIR AÐ STRAUSS VlKI? STJÓRNARKREPPA YFIRVOFANDI Bonn, 15. nóv. ★ Spiegelmálið ætlar að verða alvarlegt fyrir vestur-þýzk stjórn- mál. Eftir seinustu fréttum hafa Frjálsir Demókratar f hyggju að heimta að Strauss hermála- og varnarmálaráðherra verði látinn vflcja. ór Frjálsir Demókratar munu halda þing í; Niirnberg á mánu- dag og mun þar verða ákveðið hvort til stjórnarslita skuli koma vegna þessa máls sem vakið hef- ur heiftarlegar deilur í Vestur- Þýzkalandi. ★ Jafnaðarmenn hafa þegar lýst því yfir að þeir yilji að Strauss segi af sér og talið er að þeir munu koma með tillögu þess efnis innan skamms í vestur-Þýzka þing inu. Talið er fullvíst að frjálsir Demókratar muni samþykkja slika tillögu og er þá allt útlit fyrir að þar með sé stjómar samstarf | þeirra við flokk Adenauers búið | að vera. ★ Mikil ólga varð í Vestnr- þvzka þinginu í dag er Strauss viðurkenndi að hann hefði átt hátt í handtnku ritstióra Spiegels og konu hans sem há voru stödd á Snáni. Talið, var að spænska lög- reirTau hefði þar brugðið óvenju skiótt við, en þau hjónin voru handtekin í rúminu. ★ Adenauer kanslari sem verið hefur í heimsókn i Bandaríkjun- um er væntanlegur til Bonn ann- að kvöld og mun hann þá ræða við Erich Mende um síðustu viðburði Spiegel-málsins og er talið al kanslarinn muni nú fyrir alla muni reyna að koma í veg fyrir stjórnarkreppu hvað sem það kostar. Umferðarvika á Akranesi . Akranesi í gær. UMFERÐARVIKA var sett hér kl. 10:30 í barnaskólanum í morg- un af bæjarfógeta. Viðstaddir voru lögregluþjónar bæjarins, ásamt fulltrúa og Jóni Oddgeiri Jóns- syni umferðarfulltrúa, öllum kenn .urum og skólastjóra. Tilefni vikunnár er umferðar- aukning á Akranesi undanfarin ár með stóraukinni bifreiðaeign bæj- arbúa. Þá hafa verið gerðar mjög miklar gatnaframkvæmdir hin síð- ustu misseri og nú síðast í haust hefur verið komið upp umferðar merkjum, eins og þau eiga a'ö vera, og umferð hafin um allar nýjar götur og aðalgötur bæjar ins. Ætlunin er að auka stórlega um- ferðareftirlit og umferðarleiðbein- ingu fyrir almenning. Og í öðru lagi að stuðla að serstakri umferð- arfræðslu í skólum bæjarins. Lögreglan væntir þess, að með góðu samstarfi við bæjarbúa muni vera hægt að auka umferðar- menninguna á Akranesi, og er öl’- um ljóst, hvílíka þýðingu það hef- ur fyrir öryggi borgaranna. Ýmsir aðilar hafa stutt þetta mál auk bæjarins. Vátryggingarfé- lagið h. f. hefur t. d. gefið ágæt umferðatæki, segultöflu til af- nota í skólum bæjarins. Sjóvá- tryggingaíélag íslands mun kosta þrjár kvikmyndasýningar meðan vikan stendur. Almennar trygg- ingar h. f. og Samvinnutryggingar h. f. hafa veitt margvíslega að- stoð um önnur atriði. tíærinn hefur látið gefa út mjög vandaða umferðarbók, sem verður borin í hvert hús í bænum. H. S. V. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. nóv. 1962 QlöA-dU'iúlJA - :<v. í

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.