Alþýðublaðið - 16.11.1962, Qupperneq 9
Á efstu myndinni til vinstri er mynd af Skógaskóla, skólabygging-
unni eins og Guðjón Samúelsson húsameistari teiknaði hana. Lengra
er'u svo nemendabústaðirnir og kennaraíbúðirnar. Á myndinni fyrir
ofan eru nemendur í handknattleik, drengir og stúlkur jafnt. Mynd-
in fyrir neðan: Dans er talsvert stundaður í skólanum, en þó er hann
ekki svo almennur og æskilegt væri. Eru menn með ráðagerðir á
prjónunum að fá danskennara til skólans.
ÞAÐ var dálítið undarlegt að
hafa lært hjá þessum manni og
eiga síðan að fara einn góðan
veðurdag að tala við hann
fyrir dagblað. Enda var það
eins og í mannkynssögutímum
í gamla daga, að heilinn tæmd
ist um leið og ég settist and-
spænis honum, og ætlaði að
spyrja viturlegra spurninga. En
eftir tal um gott veður og fræga
menn, þá kom minnið aftur yfir
oss og vér spyrjum:
„Hvert er álit þitt, Jón, á
heimavistarskólum fyrir nem- ■
endur á þessu aldursstigi?“
„Þeir eru tvimælalaust mjög
þroskandl fyrir unglingana á
þessum aldri, og ef vel tekst til
lang-„effektivustu“ skólar, sem
völ er á hér á landi. í heima-
vist ala unglingarnir hvort ann
að upp að miklu leyti. Hér £
Skógaskóla tel ég að nokkurn
veginn hafi tekist að skapa
skóla eftir því formi, sem heima
vistar-héraðsskólum er ætlað.
Hér er góð aðstaða fyrir nám
og íþróttir, en hvort tveggja
eru grundvallaratriði. Nemend
ur hafa góða aðstöðu til lestr-
ar, og ekki síðri til íþróttaiðk
ana. Ég vil taka það fram, að
mér finnst skólalífið hafa batn
að til muna síðan sundlaugin
kom. Þar eiga unglingarnir
fasta tíma og geta sprett
spori, — því fyrir fólk á
um aldri er mjög nauðsynlegt
og ekki nema sjálfsagt að hrista
úr klaufunum öðru hverju.
Einu hef ég tekið eftir í þessi
rúm 8 ár sem ég hef verið skóla
stjóri þessa skóla. Unglingarn
ir, sem koma í skólann, eru
stöðugt yngri að hefja fram-
haldsskólagöngu sína. Ég veit
ekki, hvort þetta er þróun í
rétta átt, né hvort hún er skóla
eins og Skógaskóla hagkvæm.
Tólf-þrettán ára unglingar eru
vart nægilega harðnaðir til að
geta orðið eðlilegir og virkir í
skólafélagi sér þrem og fjór-
um árum eldri nemenda. Þetta
hefur komið í ljós hjá okkur,
þegar fyrstu bekkingar hafa
ekki verið komnir af félagslegu
þroskastigi barnaskólanemenda,
og orðið eins og álfar út úr hól
meðal sér eldri og harnaðri fé-
laga.
Svo snertir annað þetta sama
mál. Unglingarnir, eru, ef þeir
byrja svo ungir í héraðsskóla,
vart færir um að Ijúka ströngu
landsprófi á svo stuttum tima,
sem þar er krafizt. Þeir eru
ekki nægilega úthaldsgóðir fyr-
ir svo þreytandi og erfitt nám.
En á þessu verður víst ekki'
ráðin bót, því foreldrar virðast
stefna að því að koma börnum
sínum í gegn um skólanám sem
allra yngstum.
„Hvernig finnst þér að hafa
á annað huridrað nemendur í
skóla, sem upphaflega var gerð-
ur fyrir 50—60?“
„Það sem ég vildi taka fram
í sambandi við þetta mál er
það, að taka verður tillit til
þess á sviði kennslumála ekki
síður en annarra, að tímarnir
hafa breytzt og kröfur manna
aukizt.
Aðeins eru tvær kennaraíbúð
ir í skólanum eins og hann var
byggður í upphafi. Lágmark er
að sex menn kenni í skóla þar
sem kenndar eru svo margar
námsgreinar eins og hér, og þá
vantar húsnæði fyrir fjóra. Úr
þessu fékkst bætt þegar við-
byggingin var byggð, þá voru
reistar tvaér ibúðir fyrir kenn-
ara ■ með f jölskyldur. Þá eru
eftir tveir kennarar og þeir
hafa alltaf verið á hrakhólum
méð húsnæði. Annar þeirra ér
búinn að kenna lengi við skól-
anri og er orðinn fjölskyldumað
ur. Hann hefur litla aðstöðu til
að lifa eins og maður í hans
stöðu ætti að geta leyft sér.
Hinn er svo heppinn að búa hjá
foreldrum sínum hérna á bæn-
um.
Skólinn er ofhlaðinn af nem
endum, við verðum að hafa
fimm nemendur í herbergi þar
Jón R. Hjálmarsson.
sem eíga að vera fjórir. Þessu
til úrbóta höfum við sótt um
Ieyfi til að byggja nýja heima-
vist, þar sem yrði samastaður
fyrir 30 nemendur og tvær
kennaraíbúðir að auki. Þegar
það hefur fengist, þá er skól
inn vel settur með húsnæði,
bæði fyrir starfslið og nemend
ur. Og ég vona að það verði
sem fyrst. Fræðslumálastjórn og
þeir aðilar, sem veita þessu
máli efnahagslega forstöðu hafa
sýnt velvild og skilning.
„Nú eru ýmis vandamál, ,sem
rísa upp í sambúð unglinga á
þessum aldri. Hvað gerið þið ef
einn nemandi er öðrum frem-
ur hafður útundan?"
„Við reymnn eftir fremsta
megni að hindra að slíkt geti
átt sér stað. Fyrst með góðlát-
legum bendingum, og síðan
með því að tala alvarlega við þá
aðíla, sem eiga sökina, ef hitt
dugar ekki.“
„Hvert er þitt persónulega á-
lit á flangsi meðal nemenda
þinna, Jón?“
„Mín reynsla er sú, að það
er erfitt að skipta sér af flangsi,
en það er ennþá erfiðara að
skipta sér ekki af því. Ég hef
tekið þann kostinn að banna al
veg allt flangs í skólanum, af
því að ég held að það hafi ekki
heppilegar afleiðingar.“
„En þessir rómantísku
mömmukossar á dansæfingum,
ert þú á móti þeim?“
Jón hlær.
„Persónulega hef ég ekkert
á móti slíkri rómantík, því að
rómantíkin er ágæt fyrir ungl
inga ekki síður en fullorðið'
fólk. Én ástæðan fyrir því að
ég vil ekki leyfa slikt hérna i
skólanum, er einfaldlega sú, að
þá vill þetta færast í Vöxt, eiga
sér stað í tíma og í ótíma, og
það er verra að kveða það nið-
ur þegar í óefni er komið. Við
höfum reynslu fyrir því,~hvem
ig þetta er ekki, en ei fyrir
hinu, og það er bezt að hætta
sér ekki út á hálan ís. Sem sagt,
rómantíkin er ágæt, en þegár
14—15 ára unglingar ætla sér
að fremja hluti, sem þau kalla
ást, þá er of Iangt gengið. ~
„En svo að við leiðum riú tal
ið að þér sjálfum, hvernig
finnst þér að vera skólastjóri I
svona skóla?“
„Mér hefur fundist það ágætt.
Það er erfitt og taugaþreytandi
og maður verður að helga því
næstum alla starfskrafa sína,
en um leið er það ákaflega
þroskandi starf. Það kennir
manni umburðarlyndi. Að vísu
verður oft að vera harður og ein
þykkur, en án þess er ekki hægt
að halda stjórn á þessum stóra
hóp lífsglaðra unglinga.
„Hvaða mun finnur þú á æsk
unni nú og eins og hún var á
þínunt ungdómsárum?“
„Hann er sá, að mér finnst
krakkarnir vera betri núna, bet
ur gerð. Þau eru ófeimnari,
frjálsmannlegri og yfirleitt bet
ur uppalin en áður var. Það er
minna um að krakkar séu tck-
in fyrir nú til dags en í „gamla-
daga““.
„Þú fórst til Parísar í sum
ar í boði NATO. Hvernig þótti
þér sú ferð?“
„Ég hef komið til 19 landa,
áður en til Frakklands, en mér
varð ferðin hrcin upplifun, full
komin opinberun, svo fróðleg
var hún og skemmtileg. Ég gæti
. skilgreint París sem risastórt
sögulegt safn, enda er borgin
höfuöból sagnfræðinnar, þeirr-
ar greinar, sem ég hef lagt
mesta stund á um dagana.“
„Varst þú ekki gripinn
stríðsótta eins og svo margir,
sem hafa verið í stríðinu, þeg-
ar hafnbannið var sett á Kúbu
fyrir stuttu“.
„Nei, ég fann ekki til þess.
Þó sigldi ég í stríðinu og sá
skipin skotin niður í kringúm
mig, og átti á hættu aö okkar
skip yrði næsta fómarlarnbið.
Stríðshræddur? Neit Á þessum
tunglskinsnóttum úti á hafinu
skildi ég fyrst eilífðina!“
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. nóv. 1962 §