Alþýðublaðið - 23.12.1962, Blaðsíða 8
JÓLIN, - þau virðast eins og allt annað aldaranda háS. Nú byrja
jólin í lok nóvember og byrjun desember með auglýsingum frá kjöt-
kaupmönnum og bókaþvargi. Og þegar tuttugu dagar eru til jóla hengja
menn jólaskraut yfir Austurstræti. Þegar sjálf hátíðin sem haldin er
vegna fæðingu frelsarans gengur í garð, þá eru allir orðnir þreyttir, all-
ir kjötskrokkar gengnir út, allar bækur seldar. Skrautið yfir Austurstræti
er lamið af veðrum, og grenigreinarnar foknar, - einmitt þegar þær eiga
að gleðja augað á þessarri hátíð hjartans. — Hátíð hjartans? Eru jólin
lengur hátíð hjartans? Eru þau ekki orðin uppskerutími kaupmanna? Höf
um við sjálf eyðilgt jólin, gert þau að hátíð munns og maga? Höfum við
gleymt hvers við minnumst. Er lítið barn í lágri jötu gleymt? Það var með
al ánnars þetta, sem okkur lá á hjarta, þegar við gengum á fund þriggja
kvnslóða. hins gamla manns, miðaldra konu, ungrar stúlku. Eru jólin ekki
lengur JÓL?
Á MYNDUNUM er fólkið, sem við ræddum
við um jól og ekki jól. Neðst í homi til vinstri er
Guðmundur Angantýsson, og í hægra horni er
Elínborg Kristófersdóttir. En hérna við hliðina
er Kristjana Guðnadóttir og sú sem hrosir á
almanakinu hak við hana, er japönsk.
ÞÁ var að heyra hvað yngri kyn
slóðin hefur um jólin að segja. Fyr
ir valinu varð img og falleg stúlka
sem vinnur í Verzlunarbankanum
og heitir Kristjana Guðnadóttir.
„Finnst þér jólin hafa breytzt,
síðan þú varst „lítil“?“
„Já, jólin eru mikið breytt. Ég
er farin að sofa rólega á næturnar
núna. í „gamla daga“ var þetta
ógurlega spennandi. Þá fékk mað-
ur sælgæti í skóinn aðfaranótt að-
fangadags."
„Sælgæti í skóinn?"
„ Já, á Þorláksmessukvöld sett-
um við krakkarnir skóna okkar
út í gluggann áður en við fórum
að sofa og um morgunninn þegar
við vöknuðum þá var alltaf komið
gott í skóinn. Þá hafði Glugga-
gægir komið um nóttína með full-
an poka og látið í skóna okkar.
Ég reyndi oft að vaka þegar hann
kæmi með gottið, en aldrei tókst
það, þrátt fyrir góðan vilja. Ég
var þreytt og pabbi lengi á fót-
um!“
„Þú hefur trúað á jólasveina þeg
ar þú varst lítil?“
„Já, ég trúði á jólasveina þegar
ég var lítil. Nú er ég farin að setja
gott í skóinn hjá litlu systkinunum
mínum."
„Hvað er þér minnístæðast frá
þínum fyrri jólum?“
„Það er helzt tvennt. Það var
mjög spennandi á aðfangadags-
kvöld þegar við borðuðum jóln-
grautinn, þykkan grjónagraut með
einni möndlu í heilum potti. Sá
sem fann möndluna, hann fékk
konfektkassa að launum. Já, þetta
var spennandi mjólkurgrautur.
Hitt var þegar pabbi tók íram jóla
gjaflrnar-sem höfðu borist og las
utan á þær, þá gekk mikið á hjá
okkur systkinunum og mikil til-
hlökkun hver ætti næsta pakka “
„En finnst þér jólin jafn
skemmtileg núna?“
„Nei, það finnst mér ekki“
„Og hvers vegna heldurðu að
það sé?“
„Ja, jólin eru einu sinni hátíð
barnanna, og það er ekki nema
von að manni þyki þau ekki allfaf
jafn skemmtileg. Annars finrist
mér jólin ekki vera eins og þau
ættu að vera. Jólin eru orðin kaup
i sýsluhátíð, og það finnst mér 'ó-
æskileg breyting. Svo finnst mér
þau þyrja alltof snemma. Það á
ekki að stilla jólaskrauti í glugga
í nóvember, þar er of snemmt."
Ertu farin að hlakka til jólanna,
þrátt fyrir þennan kaupsýslubrag
sem á þau er kominn?"
„Jú, það geri ég. Svo hlakka ég
líka til að koma heim.“
„Hvar áttu heima?‘
„Ég á heima á Ljósafossi, og hef
alltaf verið þar um jólin. Þar er
alltaf gaman inn jólin.‘
Á LITLU veitingahúsi í hjarta
borgarinnar hittum við konu að
nafni Elínborgu Kristófersdóttur.
Við spurðum hana um jólín:
„ Að mörgu leyti eru þau dýrð-
legri núna, en samt voru þau há-
tíðlegri þegar ég var að alazt upp.
Hátíðleikinn felst í einfaldleikan-
anum. Jólin heima fyrir austan
voru alveg dásamleg,, ég naut
þeirra meira en ég geri nú. Jóla-
gjafirnar voru ekki frábrugðar því
sem er í dag, en jól eru ekki sama
og jólagjafir. Yfir jólum í gamla
daga ríkti svo mikil helgi, svo
mikill friður. Ég man þegar ég var
lítil, og heiður himinn og stirndi
á hjarn á aðfangadagskvöld, þá fór
ég stundum út, og kíkkaði upp í
himnininn, hvort ég sæi ekki jóla-
stjömuna hvort jólastarnan væri
virkilega ekki þarna uppi, í allri’
þessarri helgi, allri þessari fegurð
Það er þess stemming jólanna, sein
er búið að eyðileggja, og ég finn
aldrei aftur. Kannske finnur mað-
ur þetta aðeins sem barn.“
„Svo þér finnst jólin ekki eins
og í gamla“ daga.
„Hverju veldur?“
„Jólin byrja hálfum mánuði of
snemma."
ÞÁ var fyrst að tala við fulltrúa
eldri kynslóðarinnar. Við fórum út
á Hrafnistu og hugsuðum gott til
glóðarinnar, þar hafi ábyggilega
einhver lifað tímana tvenna í sam-
bandi við jólin. Það var og. Fyrsti
maðurinn sem við hittum, og
fyrsti maðurinn sem heíur klapp-
að mér á vangann í sex ár, hafði
sínar ákveðnu skoðanir á málinu.
og sagði okkur þær. Hann heitir
Guðmundur Angantýrsson, en mun
öllu þekktari undir nafninu, Lási
kokkur,
„Segðu okkur frá jólum í
gamla daga, jólum út á sjó“.
„Það var reglulega skemmtilegt
á jólum úti á sjó í gamla daga, þá
voru allir ánægðir. Það var ekki
mikið skraut og lítið tilstand, en
menn áttu sín jól fyrir því. Þá
bakaði ég átta punda kleinur, seru
vildu velta upp úr pottinum, þegai
ég yar að steikja þær.
Þetta voru góð jól. Þá hættu
allir að vinna kl. 6 og byrjuðu ekki
aftur fyrr en eftir miðnætti. Klukl
an tólf eldaði ég súkkulaði. Við
höfðum lítið jólatré og svo las for-
maðurinn upp úr biblíunöi. ÞaE
voru mín sælustu jól.“
— „Hvernig finnast þér jólir
núna?“
-— Uss, mér finnst ekkert varif
í þau. Jólin eru ekki lengui
skemmtileg. Þau byrja svo snemm:
að maður verður leiður á þeim og
týnir sér í þeim. Það eru engin jól
þegar menn eru búnir að hag£
sér eins og — eins og skepnur.
O Jbess/ óláns
jálaþurrkur
ÍBÚAR Ástralíu eru hræddir uu
að þurfa aff lifa „þurr’’ jól. Mikli
hitar eru þar nú effa 100 stig :
Fahrenheit og þeir Ástralíumem
óttast skógarelda. Annan þurrl
\óttast þeir þó enn meir, því aff öl
gerffarmenn eru í verkfalli, ei
Ástralíumenn geta ekki hugsaff sé
jól án bjórs. Það má alltaf steyp:
sér í vatn og forðast hitann eff:
skógareldana, segja þeir, en ekk
1 ert getur bjargaff bjórlausun
manni — nema bjór!
TANNPÍNA
UM JÓLIN
T I.L hughreystingar lesendum
Reykjavík og nágrenni skal þes
getiff, aff tannlækningafélagiff hei
ur ákveffið aff leysa vanda tann
pínusjúklinga um jólin eg haf
eftirtaldir menn samiff roeff sér a
skipta þannig vöktum:
Gunnar Skaptason, Snekkjuyog 1!
kl. 8—12, á aðfangadag.
Haukur Steinsson, Klapparstíg 2!
kl. 2—3 á jóladag.
Gunnar mr, Laugaveg 291
kL 2—3 á annan jóladag.
g 23. des. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
J