Alþýðublaðið - 28.12.1962, Page 7

Alþýðublaðið - 28.12.1962, Page 7
í 76. gr. stjórnarskrárinnar segir a'ð rétti sveitaríélaganna til að rá'ða sjálf málefnum sín- um með umsjón stjórnarinnar skuli skipað með Iögum. Að öðru leyti er ekki minnzt á sveitarfélögin í stjórnarskránni. Af þessu ákva-ði má ráða tvennt. I fyrsta lagi, að til skulu vera í landinu sveitarfélög. Þau verða því ekki afnumin nema með stjórnarskrárbreytingu. I öðru lagi er sveitarfélögunum tryggður viss stjálfsstjórnar- réttur, þó með umsjón ríkis- stjórnarinnar. Hugtakið SVEXTARFÉLAG nær yfir HREPPA, SVSLUR og BÆJARFÉLÖG. Sýsluskipunin og landfræði- Ieg takmörk sýslnanna er bund in me'ð lögum. Ekkl verður bæj arfélag stofnað án lagasetning ar. Um hreppana gildir öðru máli. Félagsmálaráðherra er heimilt að skipta hrcppi, sam- eina hreppa og breyta hreppa- mörkum. Ekki má hann þó neina slíka breytingu gera, nema eftir beiðni hreppsnefnda þeirra, er hlut eiga að máli og meðmælum sýslunefndar. Þó ber þess að geta, að ekki er krafizt slíkrar beiðni eða meðmæla, þegar kauptún eða þorp hefur 300 í- búa eða fleiri, því að. þá hefur kauptúnið eða þorpið rétt á að fá sérstaka sveitastjórn og verða hreppur út af fyrir sig með þeim ummerkjum, er ráð- herra ákveður eftir tillögum hreppsnefndar og sýslunefndar. Ráðherra kve'ður á sama hátt um fjárskipti og skulda með hinu nýja hreppsfélagi og Iiin um hluta þess hrepps, er það áð ur var í, og skal við skiptingu þess farið eftir því, Iivernig byrði viðlcomandi hrepps hefur verið skipt 5 árin næstu á undan nema samkomulag fáist, Hrepparnir eiga sér mjög langa sögu að baki, því að á þjóðveldistímanum var Iandinu skipt í löghreppa. Höfðu hrepp arnir stjórn málefna sinna, sem einkum lutu að framfærslumái um, fjallskilum og afréttareign- um. Málefnum hvers hreppsfélags stjórnar hreppsnefnd. í henni eiga sæti 3-7 menn, kjörnir al- mennum kosningum til f jögurra ára í senn. Hreppsnefnd getur sjálf breytt tölu hreppsnefndar- manna innan þessara marka, en til þess þarf þó samþykki sýslu- nefndar. Verkefni hreppsnefndar eru mörg og fjölþætt. Hún annast f jármál lireppsins, þar með talin álagning og innheimta útsvara. Hún hefur umsjón með þinghúsi hreppsins og öðrum fasteignum sem hann á eða hefur afnot af (t.d. Kristfjárjörðum). Fram- færslumálin eru í hennar hönd- um, svo og gerð og viðhald hreppsvega. Fjallskil og notk- un afrétta eftir því, sem fjall- skilareglugerðir nánar ákveða. Ilreppsnefndin hefur afskipti af skólabyggingiun og skóla- haldi eftir fyrirmælum fræðslu- laganna. Nefndin er almennt í fyrirsvari fyrir hreppsfélagið og á að beita sér fyrir ýmis konar hagsmunamálum hreppsbúa. þótt eltki séu þau sérstaklega boðin í lögum. í þéttbýli sér t.d. hreppsnefnd um gatnagcrð, vatnsveitu, rafveitu, hitaveitu og brunavarnir. Viss afskipti getur hreppsnefndin og haft af heilbrigðismálum hreppsms. v Málefnum sýslufélags stjórn- ar sýslunefnd. Hún er skipuð fulltrúum frá öllum hreppum innan sýslufélagsins. Á hver hreppur þar einn fulltrúa. Kosn ing sýslunefndarmanns, og eins til vara, fer fram um leið og al- mennar hreppsnefndarkosning- ar, enda er kjörtímahil lsans hið sama og hreppsnefndar Þá á sýslumaður sæti í sýsluncfnd og er hann oddviti nefndarinnar. Sýslumaður boðar til sýslu- fundar. Ilann stjórnar umræð- um og sér um, að fundargerðir og allar ályktanir nefndarinn- ar séu rétt og nákvæmlega bók- aðar og ályktanir hennar íram- kvæmdar. Hann sér um, að öll störf, sem nefndin á að annast, séu tilhlýðilega unnin. Hann er féhirðir nefndarinna.r og reikninshaldari, annast bókun alla og bréfaviðskipti. Hann geymir innstæðufé sýslunnar, skuldabréf og aðrar eignir sýslu félagsins. Sýslunefnd hefur yfirumsjón sveitarmálefna í öllum hrepp- um sýslunnar og Ieggur ful'n- aðarúrskurð á ýmis mál hrepp- anna. Hún hefur eftirlit með því að hreppsnefndirnar hegði sér í sveitastjórnarathöfnum sínum eftir lögum og löglegum fyrir- skipunum. Auk yfirstjórnar hreppsmál- efna, fer sýslunefnd með stjór.u þeirra mála, sem varða sýslu- félagið í heild. Má þar nefna umsjón með vegagerð og vega- viðhaldi, sem kostað er af sýslu sjóði. Einnig f jallskilareglugerð ir og lögreglusamþykktir. Viss afskipti hafa sýslunefndir lög- um samkvæmt af skólamálum, heilbrigðis- og samgöngumálum Þegar skipa þarf hreppstjóra, tilnefnir sýslunefnd þrjá menn, en úr hópi þeirra skipar sýslu- maður hreppstjórann. Ljósmæð ur skipar sýslumaður að fengn rnn tillögum sýslunefndar. Um skipun og störf hrepps- nefnda og sýslunefnda er fjall- að í sérstökum lögum, SVEIT- ARSTJÓRNARLÖGUNUM frá 1927. Auk þess er þessum nefnd um fcngin fjölmörg verkefni í sérlögum. í sambandi við starfsemi hreppanna er þess að geta, að á síðari tímum er það mjög al- gegnt, að hreppsnefndirnar feli sérstökum SVEITARSTJÓRA stjórn og framkvæmd hrepps- mála. Fjalla sérstök lög um þcssa embættismenn. Sveitar- stjórarnir fara yfirleitt með þau störf, sem oddvitar áður höfðu, önnur en stjórn á fund- um hreppsnefnda. Afstaða sveit arstjóra er sú sama gagnvart hreppsnefnd og bæjarstjóra gagnvart bæjarstjórn. Um bæjarstjórnir gildir engin heildarlöggjöf. Heldur hefur sér hvert bæjarfélag veriff stofnað með sérstökum lögum. Elzta bæjarfélagið hér á Iandi er höfuðborgin. Með bréfi stipt- amtmanns frá 1836 var eir.s konar bæjarstjórn sett á fót í Reykjavík. Þá var sett reglugerð um þessi málefni árið 1846. Með tilskipun frá 1872 var sjálf- stjórnarréttur bæjarfélagsins mjög aukinn. AKUREYRI er næstelzta bæjarfélagið. Með reglugerð frá 29. ágúst 1862 var Akureyri sett bæjarstjórn. ÍSAFJÖRÐUR varð bæjarfé- lag með reglugerð fi’á 26. jan- úar 1866, en SEYÐISFJÖRÐUR með lögum frá 1894. Síðan hafa 10 önnur bæjarfé- lög verið sett á stofn. í hverju bæjarfélagi er bæj- arstjórn, sem stjórnar málefn- um kaupstaðarins. Tala bæjar- fulltrúa er 7-15 utan Reykjavík- ur, en í Reykjavík 15-21. í Reykjavík eru nú 15 bæjarfull- trúar, á Akureyri 11, en annars staðar eru þeir ýmist 9 eða 7. Eins og áður hefur verið tek ið fram, gilda sérstök lög um verkefni og starfshætti sér- hverrar bæjarstjórnar. En á- kvæðin í liinum einstöku bæjar stjórnar lögiun eru að mestu samhljóða. Mikilvægustu verkefnin, setn bæjarstjórn fer með, eru fjár- mál kaupstaðarins, útsvarsálagn ing og innheimta, framfærslu- mál, skólamál, hafnarmál og tryggingarmál. Þá sér hún uiu fasteignir, annast gatnagerð, vatnsveitu og rafvei.'u, hefiir af skipti af iiéiibrigðismálum og yfirstjórn byggingamála. Sum bæjarfefaganna hafa með höndum umfangsinikinn atvinnurekstur, einkum togarút- gerð. Hér að framan hcfur verið drepið á uokkur meginatriðin Framh. á 13. síðu LÖGFRÆÐI FYRIR AL- MENNING ENGINN RÆÐUR SlNUM NÆTURSTAÐ Pétur Sigfússon: Enginn ræð- ur sínum næturstað. Endur- minningar. Bókaforlag Odds Björnssonar. Akureyri 1962. Höfundur þessarar bókar er fæddur lárið ,1890 á fjallakoti norður í Bárðardal. Hann hefur því lifað einhver mestu tímamót íslenzkrar sögu. Saga hans í ljósi endurminninganna er skýr og mótast að miklu af afstöðu hans til þeirra straumhvarfa, sem orð- ið hafa í þjóðlífinu. Hann er þátt- takandi í miklum breytingum og á stundum starfandi í félagssamtök- um, sem ullu umróti. Endurminn- ingar hans eru á margan hátt at- hyglisverðar og eru lóð til mats komandi kýnslóðum, þegar þær vega og meta það, sem liðið er. Eftir síðustu aldamót rann upp í landinu tími íþrótta og atgjörf- is í sambandi við aukna líkams- rækt. Margir ungir menn reyndu að komast til leiðar á vettvangi íþróttanna. íslenzka glíman, sem verið hafði þjóðaríþrótt gegnum aldirnar, varð aftur keppikefli ungra manna til sýninga á manna mótum. Pétur Sigfússon var frægur glímumaður. Hann tók þátt í glímukeppni hér heima og síðar á erlendum vettvangi. ís- lenzka glíman vakti athygli á er- lendum leikvöngum og varð góð landkynning á fyrstu áratugum aldarinnar. Hugdjarfir ungir menn sýndu nokkrum sinnum glímu erlendis og urðu sumir þeirra frægir. Pétur Sigfússon lýsir að nokkru í endurminning- um sínum árangrinum af ferðum sínum til útlanda. Er gaman að kynnast þessum sérstæðu atburð- um í endurminningum glímu- mannsins. Eg veit, að mörgum í- þróttamanni á Tíðandi stund leik- ur hugur á að lesa frásagnir hans. Pétur lýsir oft mönnum og mál- ■ efnum af talsverðri lireinskiliii og i einurð. Mannlýsingar hans eru ' hnitmiðaðar og að nokkru sér- [stæðar. Honum er lítt lagin mælska, enda leggur hann ekki á götur vanans í frásögnum sín- um eða stílbrögðum. Þetta er að mínum smekk kostur, sem vel ber [ að virða og halda heldur til lofts. Ómengað alþýðumál á fullan rétt á sér og ekki sízt í endurminn- ingabókum. Bókin er ágætlega út gefin, — prýdd nokkrum myndum, sem all- ar eru til ánægju. Jón Gíslason. Norræna félagiö í Kópavogi STOFNFUNDUR deildar Nor- rænafélagsins í Kópavogi var hald • inn miðvikudaginn 4. des í Gagn • fræðaskóla Kópavogs. Eru þá deildar Norræna félagsins orðnar 23 talsins. Á fundinum komu auk: innanbæjarmanna framkvæmda- stjóri Norrænafélagsins, Magnús Gíslason og frú Arnheiður Jóns- dóttir úr stjórn heildarsamtakanna, Bæjarstjóri, Hjálmar Ólafsson, setti fundinn bauð gesti og aðra fundarmenn velkomna og skýrð.í frá því, að í sumar hefði bæjar- yfirvöld Kópavogskaupstaðar bor- izt tilmæli frá Norrænafélaginu k Norrköping í Svíþjóð um vina- bæjartengsl, en sú borg á cftir- talda vinabæi á hinum Norður- löndunum: Trondheim í Noregi, Odense í Danmörku og Tampere (Tammerfors) í Finnlandi. Bæjarstjóri gat þess að séir þætti eðlilegra að leita eftir vina- bæjartengslum í Færeyjum og nefndi Klakksvík í því sambandi. Sagðist hann hafa snúið sér til Norrænafélagsins vegna fyrr- greindrar málaleitunar og árangur þess væri stofnfundur þessi. Þá var sýnd norsk kvikmynd og síðaa tók til máls framkvæmdastjóri Norrænafélagsins Magnús Gísla— | son, námstjóri. Hann ræddi sögm i Norrænafélagsins í stórum drátt- j um minnti á tilgang þess og mark— mið. Greindi frá þeim verkefnum, sem unnið væri að og framtíðar- áformum. Loks las hann lög heild- arsamtakanna og lagði fram drög að lögum fyrir félagsdeildina s Kópavogi, sem síðar var samþykkt. Lauk hann mála sínu með því aö" vitna í kveðju Jónasar Hallgríms- sonar til Uppsala-fundarins 1843» Ást mætir ást og afli safnar meir en menn viti. Margur dropi v'erður móða fögur og brunar og flæðir fram. , Var gerður góður rómur að máíit framkvæmdastjórans. Þá var geng- ið til stjórnarkosninga. Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri var einróma lcosinn formaður félagsins. Aðrir- stjórnarmenn: Andrés Kristjáns- son, ritstjóri, Gunnar Guðmunds- son, slcólastjóri, frú Þorbjörg. Halldórs frá Höfnum og Frímanrk. Jónasson, skólastjóri. í varastjórn: Bjarni Bragi Jónsson, deildarstjóri, Oddur A. Sigurjónsson, skóla- stjóri, frú Petrína Jakobsson ogr Axel Benediktsson, bæjarfulltrúi. Endurskoðendur voru kjörnii" Axel Jónsson, bæjarráðsmaður Og Magnús B. Kristinsson yfirkenn- ari. Frú Arnheiður Jónsdóttir fluttk félaginu ámaðaróskir. Þá tók fór— maður til máls og sagði m. a. slcoð— un sína að leggja bæri sérstak— lega áherzlu á að leita samstáfefss við minnst? bróðurinn, sem stund— um félli í skuggann og átti þar v:'S- næstu nágranna okkar Færeyinga- Loks var sýnd önnur norsk kvik - mynd. Fundarstjóri var Jónas Pálsson, sálfræðingur. Á stofnskrá eru þegar um 6öt manns og ákveðið var að gei ae mönnum kost á að rita sig á hana enn um hríð. iFrá Norrænafélaginu). AL^j^lð - 28.(,des.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.