Alþýðublaðið - 28.12.1962, Page 8

Alþýðublaðið - 28.12.1962, Page 8
y SKULDABRÉ S.Þ. Sviss keypti skuldabréf Sam- einuðu þjóðanna fyrir 1.900.000 dollara hinn 20. nóvember sl. Degi síðar keypti Libanon skuldabréf SÞ fyrir 8.271 dollar. Hafa þá 32 ríki keypt skuldabréfin fyrir fjárhæð sem nemur alls 102.995.- 840 doihimm. Ennfremur hafa 24 ríki tilkynnt að þau muni kaupa skuldabréf SÞ fyrir um 15,- 000.000 dollara. NÝJU-GÍNEU-FRÍMERKI. Póststjóm Sameinuðu þjóð- anna hefur tilkynnt, að kringum 18. desember verði hafin sala á frimerkjum, sem nú em í notk- un á Nýju-Gíneu. Vesturhluti eyjarinnar er sem stendur undir stjórn Sameinuðu þjóðanna, og þess vegna hafa hollenzku Nýju- Gíneu frímerkin verið yfirstimpl- uð með orðinu „UNTEA" (United Nations Temporary Exeeutive Aut- hority), Frímerkin verða seld ó- stimpluð og aðeins í heilum sam- stæðum með 19 merkjum á ýmsu verði, og kostar hver samstæða seni svarar 3,50 dollurum. MAIIEU FRAMKVÆMDA- STJÓRI UNESCO. Ársþing Menningar- og vís- indastofnunar S. Þ. (UNESCO). kaus Frakkann René Maheu í embætti framkvæmdastjóra hinn 14. nóv. s. 1. Atkvæði féllu þannig, að 89 voru með Maheu, 10 á móti, en 4 sátu hjá. Fulltrúar sex ríkja voru ekki viðstaddir. AFRÍSKUR ÞRÓUNARBANKI. Samkvæmt ályktun sem gerð var á síðasta fundi efnahagsnefndar- innar fyrir Afríku er afrískur þróunarbanki í uppsiglingu. Nefnd fulltrúa frá níu Afríku- ríkjum hefur í haust heimsótt höfuðborgir allra r,kja í Afríku og margra landa í Evrópu og Ameríku. Hún kom m. aj til Kaupmannahafnar og Stokkhólms í nóvember kom undirnefnd sam an í Genf til að ganga frá reglu- gerð fyrir bankann. Hún verður síðan lögð fyrir níu-manna nefnd ina, sem kemur saman í Marokkó 7.-24. janúar 1963. BLAÐAMANNANÁMSKEEÐ í KONGÓ. 50 blaðamenn í Kongó taka sem stendur þátt í fjögurra mán- aða námskeiði, sem haldið er í Leopoldville. Að námskeiðinu standa Kongó-stjórn og UNESCO í sameiningu. Allir þættir í starfi blaðamannsins verða ýtarlega ræddir í fyrirlestrum, sem sér- fræðingar frá UNESCO halda. INNISTÆÐUR ALÞJÓÐABANKANS í jukust á fyrsta fjórðungl þessa árs um 27,4 milljónir og eru þá orðnar samtals 726,8 milljónir. EFNAHAGSBANDALAG RUANDA OG BURUNDI. Nokkrum mánuðum áður en gæzluverndarsvæðið Ruanda-Bur- undi varð að tveim sjálfstæðum ríkjum, Ruanda og Burundi, hinn 1. júlí 1962, var gerður sáttmáli um efnahagsbandalag þessara tveggja nýju ríkja. Þetta bandalag er nú að verða að veruleilc, og svo virðist sem ríkisstjórnir beggja landa hafi gert sér grein fyrir möguleikunum sem bandalagið skapar framtíðarþróun þeirra, seg ir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í skýrslu um ástandið í Ruanda og Burundi. Bending í þessa átt er stuðningurinn, sem sameiginlegur seðlabanki ríkj- anna hefur orðið aðnjótandi, hið árangursríka starf í sameiginlegri kaffinefnd ríkjanna og árangur- inn sem orðið hefur af störfum nefndar, er vinnur að því að koma á tollabandalagi milli land- anna. SIGLINGAR MEÐ HÆTTULEGAR VÖRUR. Nefnd sérfræðinga á vegum Alþjóðasiglingastofnunarinnar (I- MCO) kom saman í nóvember til að semja nýjar alþjóðareglur um flutninga á hættulegum vörum með skipum. Þetta er vandasamt verkefni, þar eð fjöldi slíkra vöru- tegunda hefur aukizt mjög á síð- ustu árum, og eru þær nú taldar vefa kringum 600 talsins. Fyrir | hverja vörutegund verða . sendar j ýtarlegar reglur að því er snertir 1 pökkun, hleðslu o. s. frv. Skortur á samræmingu og almennum regl! um um sprengiefni og svipaðar vörutegundir hefur í för með sér mikla og margvíslega erfiðleika fyrir alla, sem í þessari atvinnu- grein starfa. HINZTA FE NUTTINGb ESKIMÓASTÚLKAN Nutting- nook var sautján ára þegar Willi- am Brockie úr kanadísku riddara- liðslögreglunni hitti hana í fyrsta sinn. Félagar hans höfðu komið með hana til stöðvar þeirra við Trjáfljót í heimskautahérnðunum, en Nuttingnook litla hafði ovðið þrætuepli tveggja Eskimóa, sem voru helmingi eldri en hún. Á þessum árum var sá siður enn við lýði meðal Eskimóa að bera út meybörn, þegar matur var af skorn um skammti og því var fátt um gjafvaxta meyjar. Báðir Eskimó- arnir, Iyrek og Ivuyivik, ætluðu að ganga að eiga hana, en í ljós kom. að þeir höfðu stolið Nuttingnook frá eiginmanni hennar. Mennirnir voru dæmdir til oins árs refsivinnu á stöðinni, og Willi- am Brockie var falið að skila Nutt ingnook til eiginmanns hennar. Eftir hálfs mánaðar siglingu skall á ægilegt ofviðri og bátinn hrakti á land á eyju einni. Báturinn brotnaði og Brockie gat ekki sent út neyðarkall. En daginn eftir fann hann lítinn eskimóakajak er hann kannaði eyna. Brockie sagði Nuttingnook að bíða meðan hann næði í hjálp. En stúlkan maldaði í móinn og grét. — Það voru vondir menn alls staðar. sem flóttamenn höfðu komið í stór hópum, en í mörgum þorpum voru þeir fleiri en innfæddir þorpsbúar. Slésvík-Holtsetaland hafði orðið „fátækraheimili" Vestr-Þýzkala nds og^átti í stöðugum fjárhagserfið- leikum. Þær tvær og hálf millj. manna sem búa í Slésvík-Holtsetalandi hafa nú loks lifað það, sem kall- að hefur verið „efnahagsundrið". Kai-Uwe von Hassel hefur náð því marki, að „þurfa ekki lengur að leita til yfirvaldanna í Bonn eins og betlari“. Um margra ára skeið l.efur lýðræðið staðið föstum fút- um í þessu norðurfylki Þýzkaiands. Kai-Uwe von Hassel er fæddur 21. apríl árið 1931 í Gere í Tanga- nyika, sem þá var Þýzka Austur- Afríka, en eftir styrjöldina 1914-18 fluttist hann til Glúksburg i Slés- vík-Holtsetalandi með foreldrun sínum. Faðir hans var fyrrverand höfuðsmaður og garöyrkjumpðui v. Hassel hlaut menntun sem stjórr andi plantekra handan hafsins, oí varð sérfræðingur í landbúnaðar málum. Hann varð vel að sér Swahili-tungu. Árið 1935 snéri von Hassel aftui til Afríku og varð aðstoðarplant ekrustjóri og seinna plantekru stjóri í Tanganyika. Að þessu sinn var hann í fjögur ár í Afríku oí var hann að lokum fangelsaður oí gerður landrækur. Á árunum 1940 1945 gegndi hann herþjónustu 0{ varð lautinant. Eftir stríðið fékk hann mikinn á huga á stjórnmálum í Slésvík-Holt isetalandi ,en þangað snéri hani KAI-UWE von Hassel hefur ver ið skipaður landvamaráðherra Vestur-Þjóðverja í stað Franz-Jo- sef Strauss, og mun (hann væntan- lega taka við nýja embættinu eftir áramótin. Undanfarin átta ár hefur von Hassel verið yfirráðheira í Slés- vík-Holtsetalandi, og í september átti hann meginþáttinn í kosninga sigri flokks síns í fylkinu. Flokkur hans vann 34 þingsæti á héraðsþing inu af 69, og þannig var von Hass el gert kleift að mynda samsteypu stjórn á ný til næstu fjögurra ára með hinum gámla samstarfsflokki sfnum, Frjálsum demókrötum. sem vann fimm þingsæti. Ekki er ennþá ljóst, hver muni taka við embætti yftrráðherra í Slésvík-Holtsetalandi aí von Hassei Kai-Uwe von Hassel var 41 árs að aldri er hann tók við embætt.i yfirráðherrans fyrir átta árum og yng)sti yfirráðherrann í Vestur- Þýzkalandi. Ýmsir létu í ljós ugg um, að hann væri of ungur til að gegna svo vandasömu og erfiðu em bætti, en von Hassel sýndi brátt vin um sínum og andsæðingum sínum fram á að hann gæti gegnt hinu erfiða embætti með prýði. Hinn ungi yfirráðherra stóð and spænis mjög erfiðum vandamál- um. Fyrst og fremst voru erfið- leikar á landamærum, deilur við danska þjóðarbrotið í norðri, vandamál á landamærum hernáms- svæðis kommúnista í austri og á stundum æðisleg barátta við hafið meðfram ströndinni. Umfram alit var mikil neyð á þessu svæð„ þar 8 28. des. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.