Alþýðublaðið - 28.12.1962, Side 10

Alþýðublaðið - 28.12.1962, Side 10
Campbell reynir v/ð heimsmetið í kapp- akstri á næsta ári CAMPELL yngri ætlar að reyna aö ná heimsmetinu í kappakstri til fjölskyldunnar á nýjan leik í apríl eöa maí næsta ár. Faðir hans, Mal colm, hafði yfirburði í kappaksin fyrir síðustu heimsstyrjöld. Kapp- aksturinn virðist hafa gengiö i erfðir og nú ætlar sonurmu að reyna við heimsmet John Cobbs, sem er 634,36 km. á klukkustund. Aö sjálfsögðu verður nocast við Bluebird og fornafn hans er Pro teus. Tilraunin verður gerð í Lake Eyre, Ástralíu, en áður hafa slíkar tilraunir yfirleitt farið fram í Utaii í USA. Bifreið sú, sem notast verður við er ekkert venjuleg, eins og að líkum lætur, það hefur tekið 7 ár að fullgera hana og kostnaður við smíði hennar er gífurlegur eða sem svarar til ca. 200 millj. ísl. kr. Staðurinn, sem tilraunin fer fram á, Lake Eyre, er um 800 kni. norð- vestur frá Adeláaide og brautin er Á neðri myndinni er hinn nýji Blvebird og fyrir ofan er Campell, yn^ri. 30 km. á lengd og 2,5 km á breidd En hvernig litur svo þessi stór kostlegi bíll út? Fyrst skal þess getið, að Proetus Bluebird er með gastúrbínumótor og það er í fyrsta sinn, sem slikur er notaður við heimsmetstilraun í kappakstri Vél in er af gerðinni Bristol Siddeley Proteus 755 og er 5000 hestöfl. Bluebird er 9 metra langur og 2,4 m. á breidd og vegur 4.355 kg. Hemlamir virka þótt hitastigið fari upp í 2200 stig eða hvitgióandi. Það tekur 60 sek. að stöðva Blue- bird þegar hann er á fulíri ferð, eða 650/800 km. á klst. Sá kraftur sem fer í það svarar til þess að stöðva 400 fullsetna fólksbíia á 65 km. hraða. Ýmislegt fleira mætti nefna ó- venjulegt við þennan bíl, en þetta vrður látið nægja. Æflngamót í ÍR-húsinu Föstudaginn 21. desember var haldið æfingamót í frjálsum íþrótt um í ÍR-húsinu við Túngötu. Góð- ur árangur náðist og hér er það helzta: Langstökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson ÍR 3,29 Kristjón Kolbeins, ÍR 3,10 Jón Ö. Þormóðsson ÍR 3,06 Halldór Jónasson ÍR 3,04 Ólafur Unnsteinsson ÍR 3,03 Hástökk án atrennu: ? Jón Þ. Ólafsson 1,66 Halldór Jónasson ÍR 1,52 Hástökk með atrennu: Jón Þ. Ólafsson ÍR 2,05 Kjartan Guðjónsson KR 1,70 Halldór Jónasson ÍR 1,70 . " '' ■■ : ;.■ , . : ■ ' ■ ; er frá Fiii-eyiunum samveldisleikumim, sem fram foru í Perth, Astralíu, fyrir tæpum manuoi komu fram lítt þekkt nofn morg- og unnu goð afrek. Þessi unga dama heitir Martha Va- kalaala og eru frá Suva, höf- uöborg Fiji-eyja Ungfrum er fimleikakcnnari og 21 árs. Við vitum ekki hvaða árangri hun náði í Perth, hun en keppti spretthlaupum. Á MORGUN JÓLAMÓT ÍR Á morgun kl. 14 fer fram svo- kallað Jólamót ÍR í frjálsíþróttum innan húss, en slíkt mót heiur ver ið haldið í mörg ár. Keppt verður í hástökki, langstökki og þristökki án atrennu og hástökki með at rennu. Keppnin fer fram f ÍR-húsinu við Túngötu og er öllum heimill aðgangur. ÍR gegnst fyrir innanféiagsmóti í Sundhöll Reykjavíkur n.k. sunnu dag kl. 14.30. Keppt verður í 1000 m. bringusundi karla. Mörgum leikjum var frestaö um jólin vegna þoku og snjókomu Jólavikan er ein erilsamasta keppnisvika enskra knattspyrnu- manna, en svo var ekki i þetta sinn því frost og þoka var yfii megin hluta Bretlands báða leikdagana 22. og 26. des. Sumum leikjanna vár frestað, en öðrum vaið elcki lokið og hætt í miðjum leik vegna þokunnar. Tottenham og West Ham léku hörkuspennandi leik 22. des, sem fauk með jafntefli 4:4 Það undar- lega skeði, að enginn framherja Tottenham skoraði þvi að öll fjóg ur mörkin voru skoruð af hliðar- framv. tveim. J. Smith skocaöi eitt og Mackay þrjú og þar af markið, sém tryggði jafnteflið nokkrum sek. fyrir leikslok. Sheff. Wer, og Everfon lóku einnig spennandi leik og var aðeins tvær mín. til leiksloka, þegar Young (Everton) tryggði þeim ann að stigið. Tambling Iék nú aftur með Chelsea eftir meiðsli og var ekki sökum að spyrja. í leiknum Charl- ton-Chelsea 22. des, leiddi Charlton í hléi með 1:0, en í seinni hálfleik skoratii Chelsea fjögur mörk gegn engu og var Tambling að verki í öll skiptin. Það síðasta úr víta- Framh. á 11. síðu Allir fyigjast með baráttu Fulham Hið þekkta félag- Fulham frá London hefur verið og er enn í mikilli fallhættu, þeir hafa vcrið1 með neðstu liðum í I. deild undanfarna mánuði Orsök þessa eru mikil meiðsli leikmanna, en stærsta áfallið var, þegar Johnny Haynes, fyrirliði enska lands- liðsins slasaðist, Fulham hefur ekk: beitt söniu aðfcrðum og önnur fé- lög, þcgar vandræði hafa steðjað að, þ.e. keypt nýja menn, heídut' haldið barátt- unni áfram af fulluni krafti. Þess vegna raá segja, að allt England fylgist með félaginu af áhuga og gleðst ef því tekst að sigra I leik, á dógunum sigruðu þeir t.d. Leicestev úti og það félag er þó í fremstu röð. MMtHHtMMMMWWMMMUV 28. des.r 1962 - /jLÞYÐlJBLAÐIÍ)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.