Alþýðublaðið - 28.12.1962, Side 13

Alþýðublaðið - 28.12.1962, Side 13
ergporsson Fættur 23. febrúar 1881. ! Dáinn 16. desember 1862. í GÆR var jarðsettur frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, Jón Bergþórsson, Hlíðarbraut 10, þar í bær. Jón var Kjalnesingur að ætt. Foreldrar hans voru hjónin, Guð- björg Oddsdótíir frá Króki, og Bergþór Jónsson frá Gröf, í sömu sveit Þau eignuðust þrjú börn, Oddrúnu, sem látin er fyrir nokkr- um árum, Guðlaugu, nú búsetta að Jófríðarstaðavegi 12, Ilafnar- firði, og Jón, sem var yngstur þeirra. Var Jón búinn að missa báða foreldra sína, þegar hann var á þriðja ári. Fluttist hann þá til móðurömmu sinnar að Króki, og ólst þar upp. Eg kynntist Jóni ekki fyrr en á þriðja tug þessarar aldar, og hafði hann þá búið í húsi sínu síðan 1912. Eru því lijin rétt fimmtíu ár frá því, að hann hóf búskap þar, en til Hafnarfjarðar fluttist hann árið 1907. Ekki mun liann hafa átt þess kost, í upp- vextinum, að afla sér frekari menntunar, en barnafræðslan leyfði, þótt telja megi víst, að liugur hans hafi staðið til þess. Jón var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Valgerði Vigfúsdóttur, missti hann árið 1933. Þau eignuðust ekki börn, en Jón gekk í föður- stað dóttur Valgerðar frá fyrra hjónabandi, Kristínu, sem síðar giftist Ásmundi Jónssyni, bakara- meistara, í Háfnarfirði. Hún lézt árið 1937. Seinni kona hans er frú Jóna Ásgeirsdóttir, frá Eiði við ísafjarðardjúp. Eignuðust þau fimm mannvænleg böm, auk þess sem þau ólu upp dóttur, sem Jóna átti áður en þau giftust. Á þeim erfiðu tímum atvinnu- leysis, sem Hafnarfjörður fór ekki varhluta af, reyndi mjög á kjark og þrautseigju þessara samhentu hjóna, við að koma upp barna- hópnum. Hygg ég, að það hafi ráðið miklu, hve vel tókst til með það, að þar voru höfð samtök um að nýta vel alla hluti. Jón stundaði alla algenga vinnu, var ágætur smiður, og vann oft að skipasmíði, enn fremur lagði hann stimd á búskap, og fékkst við jarðrækt. Var sama að hverju hann gekk, sýndi hann ávallt árvekni og áhuga á því, sem honum var trúað fyrir, og var snyrtimennsku hans viðbrugð- ið. Fram til hins síðasta fylgdist Jón vel með öllu, sem gerðist með þjóðinni, einnig á stjórn- málasviðinu, enda hélt hann að mestu, óskertu minni. Lét hann oft í ljósi undrun sína yfir þeim stórstígu framförum, sem orðið höfðu frá því, að hann var að al- ast upp. Þótt Jón væri öðrum þræði al- vörumaður óg áhyggjur hins dag- lega lífs virtust nógar, þurfti oft lítið, til að laða fram glaðlega brosið hans. Hann var gæddur á- gætri kímnigáfu, og kunni vel að meta græzkulaust gaman, því var oft kátt í kringum hann. Eg er forsjóninni þakklátur fyrir að hafa átt þess kost, að kynnast þessum dagfarsprúða, á- gæta manni, og bið Guð að blessa minningu hans. Eftirlifandi eigin- konu, börnum og öðru skyldfólki, votta ég innilega samúð. Sveitarfélög Frarnh. af 7. síðu varðandi sjálfstjórn sveitarfé- Iaganna. En í stjórnarskránní segirt að þessi sjálfstjórnar- réttur sé „MJib UMSJÓN STJÓRNAKINNAR“. Það er því ljóst, að ríkisstjórnin hefur um- sjónar- eða efijrlitsvald með sveitarstjórnunum. í lögum eru ítarleg ákvæði um þetta eftirlits vald. Hér gefst ekki kostur að rekja þau ákvæði, enda eru þau allmargbrotin. Á það skal bent, að það er félagsmálaráðherra og ráöu- neyti hans, sem hefur á hendi yfirstjórn allra sveitarstjornar- raálefna í landinn. Bæjarstjórn ir og sýslunefndir lúta beint undir ráðherra, en i Iireppsmál- um er sýslunefnd venjulega milliliður. Ríkisvaldið tryggir sér nokkra flilutun og umsjón með sveitar félögum ineð starfi sýslumann anna, sem skipa forsæti í sýslu- nefndum. En sýslunefndirnar hafa yfirstjórn hreppsmálanna, eins og áður var skýrt frá. í þess um efnum er vald sýslumanns allmikið. Hann getur ónýtt á- lyktanir hreppsnefnda, a.m.k. í bili, og í vissum tilfellum hefur hann stöðvunarvald gagnvart ályktunum sýslunefnda. Vissar ráðstafanir eru bæjar- stjórnum óheimilar, nema sam- þykki félagsmálaráðherra komi til. Má þar nefna skuldbinding- ar til langframa, kaup, sölu og veðsetningu fasteigna og á- kveðnar takmarkanir á útsvars- álagningu. Ráðherra þarf og að staðfesta ýmsar almennar samþykktir bæjarstjórna til þess að þær öðl ist gildi, t.d. lögreglusamþykktír heilbrigðissamþykktir bygging- arsamþykktir, samþykktir um brunamál og ýmsar gjaldskrár. Þrátt fjTÍr vald ráðherra i sveitarstjórnarmálefnum ber á það að líta, að afstaða hans gagnvart sveitarstjórnum er öll önnur, en gagnvart embætt- is- og sýslunarmönnum rfki^- ins. Sveitarstjórnirnar eru ekki liður í rikisvaldinu, beldur að-, eins háðar eftirliti og umsjón. ríkisstjórnarnnar. — J. P. E. Úr heimsborg V-qmhald qf 4 SÍðu og það sem meira var, í reiðu fé, meira að segja gulli. Það skal því ávallt vera í minni, að sauðasalan er í raun réttri fyrsti gjaldmiðill inn í nútíma stíl, sem ísl^nzkir bændur fengu milli handa, og varð undirstaðan að framförum í at- vinnugrein þeirra. Þorlákur Ó. Johnsen var með framsýnustu mönnum í markaðsmálum land- búnaðarins. Eins og eðiilegt er, hafði Þor- lákur Ó. Johnson mikil og marg- vísleg viðskipti við marga merk- ustu menn þjóðarinnar. Hann hafði mikinn áhuga á margs konar framfara- og menningarmálum. Áhrifa hans gætir mjög í reyk- vísku lífi, eftir að hann settist hér að. Tekst Lúðvík vel að lýsa á- hrifum hans og bregða upp glögg um myndum af starfi hans og fram faraviðleitni. Sagan er skemmti- lega rituð og sérstæð í uppbygg- ingu eins og önnur rit hans. Hann hefur alveg sérstætt lag á að segja sögu sína á þann hátt að láta heim ildimar tala sjálfar sem allra mest. Þessi aðferð hefur vissa kosti — og ég held, að hún sé mjög að skapi íslenzkra lesenda. Ég er í engum vafa, að Lúðvík Kristjánssyni hefur tekist vel í þessari bók, og ég bíð eftir fram haldinu og vona að það komi sem fyrst. Ég vil óska honum til ham- ingju með bókina um leið og ég flyt honum þakklæti fyrir mikinn og haldgóðan fróðleik. Jón Gíslason Alþýðublaðið vantar unglinga til að bera blaðið til áskriJ enda í þessum h verfum: Skólavörðustíg, Kleppsholti, Rauðarárholti, Sörlaskjóli, Miðbænum. Afgreiðsla Alþýðublaðsins Sími 14-900. ,i... s Undanfarnar tvær vikur hef- ur Véladeild SÍS haft til sýn- is í sýningarskála sínum við Kirkjustræti nýja fólksbifreið frá Opel-verksmiðjunum. Er hér um að ræða OPEL KADETT, bíl, sem kemur í hinn svokallaða smábílaflokk, en er þó fimm manna vagn rúmgóður, bjartur og þægileg- ur, með sérstaklega stóra far- angursgeymslu. Þegar árið 1958 var ákveðið að framleiða nýjan Kadett, en Opel-verksmiðjurnar fram- leiddu á árunum fyrir stríð 107.000 bíla með þessu nafni og varð það einungis fyrir styrjöldina að hann varð ekki vinsælasti fjölskylduvagn í Evrópu. í verksmiðjunum í Riissels- lieim við ána Main eru fram- leiddir 1500 bílar á dag af hin- um þekktu Opelbílum Rekord, Caravan og Kapitán og ekki var landrými nægilegt til að reisa þar nýjar verksmiðjur. Var því tekið það ráð, að byggja verksmiðju frá grunni á allt öðrum stað eða í Ruhrhér- aðinu í Bochum. Ögerlegt var að fá eina lóð nægilega stóra eða 1.5 milljón fermetra og er því verksmiðjan byggð á tveimur 880.000 og 710.000 fer- metra lóðum. Gert er ráð fyrir að fram- Ieiðsla verksmiðjunnar verði um 1000 Kadettbílar á dag og búizt er við að fulluin afköst- um verði náð í janúar 1963. Starfsliðið, sem er um 13 600 manns vinnur þó aðeius 42V& klst. á viku. Það er nú þegar augljóst, að 1000 bílar á dag koma hvergi nærri til með að fullnægja eft- irspurninni og má því búast við frekar löngum afgreiðslutíma, þegar kemur fram á sumar. Þann stutta tíma síðan Véla- deild SÍS hóf kynningu á Kad- ett liafa umboðinu borizt pant- anir í tæplega 100 bíla og eru þá allir bílar sem verksmiðj- an lætur umboðið hafa fram í maí seldir. Að sjálfsögðu er sífellt verið að reyna að útvega fleiri bíla en vafasamt hvort það verður hægt. í sambandi við kynninguna á Kadett hefur Véladeild SÍS látið prenta mjög smekklegan upplýsinga- og myndalista yfir bílinn á íslenzku og þykir mönnum það mjög til hagræð- is. Sýningin í Kirkjustræti var einkar skemmtilega uppsett og sýndi þróun verksmiðjanna frá fyrstu tíð fram til dagsins í dag. Húsgögn frá Sindra h.f • prýddu sýningarsalinn. Geysileg aðsókn var að skál- anum allan sýningartímann og hefði verið æskilegt að hafa sýninguna lengur. Þess var þó eigi kostur að sinni, þar sem hún verður nú send til Aknr- eyrar. ■» ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. des. 1962 13

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.