Alþýðublaðið - 04.01.1963, Síða 5

Alþýðublaðið - 04.01.1963, Síða 5
ftUTH LITTLE í REYKJAVÍK HINGAÐ er komin á vegum | Tónlistarfélagsins*brezka söngkon- an Ruth Little og ætlar að halda tvenna tónleika fyrir styrktarfé- laga Tónlistarfélagsins nk. mánu- dagskvöld og þriðjudagskvöld kl. 7 síðd. í Austuibæjárbíói. Undir- leik annast Guðrún Kristinsdóttir. Ungfrú Ruth Little er fædd í borginni Carlisle í Wales árið 1935. Hún hlaut fyrstu menntun sína þar í borg, en árið 1954 fór hún til Lundúna og hugðist nema læknisfræði að loknu stúdents- prófi. En brátt varð sönglistin yfirsterkari og eftir eitt ár hætti hún læknisfræðináminu og snéri sér eingöngu að söiig- og tónlistar- námi. Hún innritaðist í Guildhall School of Music í London og lauk þaðan fullnaðarprófi og síðar kenn araprófi að loknu fjögurra órá námi. Ungfrú Little hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningu fyrir söng sinn m. a. M. Mirsky minn- ingarverðlaunin, Max Hecht náms- síyrkinn og Gregory Hast Silver Cup verðlaunin við Guildhallskól- ann. Tvívegis hefur hún komizt í úrslit í söngkeppni á vegum kon- tmglegu fílharmoníusveitarinnar í London. Árið 1959 hlaut hún verð laun í söngkeppni, sem kennd er við brezku söngkonuna Kathleen Farrier. Á undanförnum árum hefur lingfrú Little komið fram víðs veg ar á Bretlandi bæði sem konsert- söngvari og einsöngvari með hljómsveitum. Ilingað kom hún úr tónleikaferð um Norður-England og Skotland og í byrjun næsta mánaðar heldur hún tónleika í Wigmor Hall í London. Á tónleikunum á mánudags- og þriðjudagskvöld syngur ungfrú Little þ.essi lög: Þrjú lög eftir H. Wolf, fimm lög eftir Brahms og þrjú lög eftir G. Maliler. Þá fjóra gamla enska söngva, ljóðaflokkinn ,,A Charm of Lullabies" eftir B. Britton og loks þjóðlög frá Skot- landi og írlandi. Þetta verða fyrstu tónleikar Tón iistarfélagsins á hinu nýbyrjaða ári. Barnaskemmtun í Háskólabíó LEIKFÉLAG Reykjavíkur efnir til bamaskemmtunar í Háskólabíói til ágóða fyrir húsbyggint;asjóð félagsins á morgun, laugardaginn 5. janúar kl. 1,30, og að líkindum 'einnig á sunnuclag kl. 1. Þrátt fyrir annir leikara hafa verið sett saman skemmtiatriði, sem að mestu leyti eiga að bera blæ jólafagnnöar. Upplestur, söng- ur og einnig hin vinsæla hljóm- sveit Svavars Gests. Kafii úr leik- Jfiti Thorbjörns F.gners „Verkstæði jólasveinanna' og lúðrasveit drengja undir stjcrn Páls Pamp- ichler Pólssonar, o.fl. o.fl. Fjáröflunarnefnd Leikfélagsins efndi til samskonar barnaskemmt- unar í fyrra. Voru 5 sýningar og uppselt á a'lar. og margir urðu frá að hv'irfa. Sýningin hefst kl. 1.30 á morgmi - Aðgöngumiðasal an í Háskóiabíói frá kl. 2 í dag. Myndin: Karíus og Baktus skemmta börnunum í fyrra. Draslih tafði bræðsl- una í 13 klukkutíma í Lýsi og Mjöl h.f., Hafnarfjrði, . færi til þess, sem þau hafa upp-um á vélum og dregið niður afkösí: hefur verið vinnsla í verksmiðj-ihaflega verið ætluð til, frekar enþessarar verksmiðju. unni milli jóla og nýárs eins og í að drýgja með þann afla, sem flestum öðrum fiskimjölsverksmiðj sendur er til mjölvinnslu. Með beztu óskum um gleðilegt um hér við Faxaflóa. Þetta eru aðskotalilutirnir, sem stöðvuðu verksmiðjuna. Meðfylgjjandi mynd(-ir) er(-u) af þeirri aðskolahluiíum, sem fylgt hafa með því hráefni, sem verk- smiðjan hefur tekið á móti þessa þrjá sólarliringa, einkum þó í síld- inni. — Það hlýtur öllum að vera ijóst, að þetta er fremur óheppi- legt hráefni til mjölvinnslu. Þess- ir hlutir valda mjög oft skemmdum á vélum og af því leiða miklar taf- ir við vinnsluna. Af þriggja GÓlarhringa vinnslu milli jóla og nýárs tafði þetta verk- smiðjuna um 13 klukkustundir alls. Þann tíma lá vinnsla algjörlega niðri. Þar fyrir utan tekur það allt af nokkurn tíma að koma svona vélakerfi í gang aftur og samstilla það, þar til verksmiðjan er komin í full afköst á ný. Ef þróarpláss verksmiðjunnar ízæri nokkuð minna en það er, myndi þessar 13 klst. orsaka veiði- tap eða löndunarstopp hjá báta- flotanum er næmi 2500—2600 tunnur miðað við 450—500 íonna afköst á sólarhring. Þessa þrjá sólarhringa hefur vinnslustöðvun verið 414 tími á sólarhring að meðaltali, en það jafngildir 85 tonnum hráefnistapi á sólarhring eða 850 tunnum. — Ef um væri að ræða vinnslu, sem stæði yfir í t. d. einn mánuð og ekki væri reiknað með að þessir aðskotahlutir yllu hlutfallsleg; meiri skemmdum en þessa um- rædda þrjá sólarhringa, þá ættu tafir af völdum þvílíkra skemmda að nema 1271^ klst. á 30 dögum og veiðitap fyrir flotann mætti áætla 2640 tonn eða ríflega 26 þús- und tunnur. í Hafnarfirði eru gerðir út 12 bátar á síldveiðar í vetur, það þýð- ir 2167 tunnur á hvern bát. .— Ég býst því við að allir aðilar, sem eiga hér hagsmuni að gæta, kjósi fremur að geta lagt 26 þúsund tunnum meiri afla á land í einn mánuð og nota áhöld sín og verk- Mér dettur ekki í hug að halda, að allt þetta sé vilja verk, öðru nær, en það er sjálfsagt ennþá í fullu gildi hið gamla orðatiltæki „Flýttu þér hægt“. — Ekki er held- ur hægt að skrifa þetta allt á reikning bátanna. Hér eiga frysti- húsin og fiskvinnslustöðvarnar líka sinn hlut. Frá þeim eigum við alltaf von á töluverðum slatta af hnífum, stálbrýnam, vinnuvettling- um, svuntum, þvottaburstum, hand ■ klæðiim, gólfklútum, strigastykkj- um, ýmis konar pakkningarumbúð- um, tannhjólum, sem ekki eru leng ur nothæf í viðkomandi véi, spýtna braki og mörgu fleira. Það er þess vegna full ástæða til að brýna það fyrir fólki, sem vinna við þessi störf, að hafa gát á þess konar hlutum, sem valdið geta skemrnd- nýtt ár og góða samvinnu á nýjíi árinu. Árni Gíslason, verkstj,. 14729 DREGIÐ var hjá borgarfógeta þann 27. des. um bifreiðina Taun- us 12 og upp kom nr. 14729. Eigandi þessa happdrættismiða,. Brynjólfur G. Pálsson frá Dal- bæ í Hrunamannahreppi, gaf sig fram sama daginn og vinningur- inn var auglýstur í útvarpinu og' hefur þegar tekið við bílnum. ÖLL EINNAR NÆT- Rr HÖTEL SAGA... ÞAÐ er komið í móð að eyða brúðkaupsnóttinni á Hótel Sögu í hell bændanna, að því er virð- ist. Gunnar Óskarsson skýröi blaðinu svo frá í gær, að á milli 25-30 brúð’hjón hefðu komið þangað fyrsta kvöldið í hjóna- bandinu og dvalizt til hins fyrsta morguns í þessum „fjötri“ eða „indæla bandi“ — allt eftir því hvernig á það er litið. Gunnar sagði, að forráðamenn hótelsins grunaði, ao fleiri brúð- hjón hefðu komið en þau, sem hér eru talin, því að brúðkaups- leg heillaskeyti hefðu borizt til ýmissa gesta, sem þó hefðu ekki skýrt frá því, að þau væru ný- vígð brúðhjón. Fyrstu brúöhjónin, sem vitað er með vissu að gistu Sögu voru frá Keflavík, Sævar Helgason og frú. Gunnar sagði, að hann héldi að önnur hcfðu að vísu verið á undan, en þau hin sömu létu það ekki uppskátt, livílíkur liá- tíðisdagur væri. Aðspurður um það, hvort hótcl- ið gerði eitthvað sérstakt fyrir brúðhjónin, sagði Gunr.a, að liót- elið vildi allt fyrir þau gera þeim væru fengin liin beztu her- bergi, sem völ væri á, og jafn- vel gefin blóm. Sævar Helgason og frú eru einu brúðhjónin utan af landi, landi, sem gist hafa Sögu. Ilin hafa öll vcrið úr Reykjavík, ens hafa fremur kosið að eyða þai brúðkaupsnóttinni en í heima-- lnísum. Gunnar sagði, að það virtist al« gengast, að briiðhjónunum værf gefin Sögudvölin í brúðargjöf.. Kæmi þá e.inhver vandamanna og greiddi gistinguna en brúð- hjónin koma síöan að veizlulok- um. Loks sagði Gunnar, að margf gesta hefði dvalizt á hótel Sögm frá því að hótelið var opnaö. Aí erlendum gestum eru flestir Arae ríkanar, — en enginn litaðui maður hcfur fram til þessa gisf. það hús. ALÞÝÐUBLAÐÍÐ - 4. janúar 1962 f|

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.