Alþýðublaðið - 02.03.1963, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 02.03.1963, Qupperneq 9
IARBÁTUR itur, sem nota á í Oxford. sem sökk undir róörarsveit- ; hefur þetta lag ekki veriff URSÆL! ANDT HINN mikli sigur jafnaðarmanna við borgarstjórnarkosningarnar í Berlín . hafa vakið heimsathygli. Flokkur þeirra jók atkvæðamagn sitt um tæp 10% og bætti við sig 11 borgarfulltrúum. Hefur hann nú 89 borgarfulltrúa í Berlín af 140, en slíkir stjórnmálalegir yfir- burðir eru fágætir, þar sem kosn- ingar fara fram að lýðræðislegum hætti. Nú ber þess einnig að gæta, að (ylgi og aðstaða jafnaðarmanna stendur hvergi eins traustum fót- um í Vestur-Þýzkalandi og í Ber- lín, því að víðast þar í landi standa þeir að baki flokki Adenauers, kristilegum demókrötum, að at- kvæðamagni. Það er því mjög að vonum, að menn varpa fram hinni raunhæfu spurningu: Hvað veld- ur hinu glæsilega og síaukna fylgi jafnaðarmanria í Berlin? Við svar þessarar spurningar beinist athyglin að einum umsvifa miklum stjórnmálamanni, Willy Brandt, sem undanfarið hefur verið borgarstjóri í þessari um deildu borg. Kosningasigur jafn- aðarmanna er fyrst og fremst þakkaður honum. Willy Brandt er maklega hylltur af flokksmönnum sínum og öðrum lýðræðissinnum sem hinn sterki útvörður lýðræð- isþjóðanna við hinn illræmda Ber- línarmúr, sem kommúnistar hafa rcist í þessari stórborg. Eins og kunnugt er, var Willy eins og litla stúlkan: „Eg á tvö pabba og mömmu, langt, langt í burtu.“- Og henni þótti áreiðan- lega ekki síður vænt um fóstur- foreldra sína- en þótt þau hefðu verið hennar „raunverulegu" for- eldrar. — Þá er hitt atriðið, hve- nær eigi að kenna drengnum að skilja, að hann sé kjörbarn, og'fá hann til að -fallast á ■ þá hugsun. Þarna verða foreldrarnir að minni hyggju að bíða átekta, og nota eitthvert tækifæri, sem gefst, þegar ekki er liætta á of snögg- um geðhrifum. Slíkt tækifæri gefst einhverntíma, en ekki myndi.ég ráðleggja, að málið yrði svo að segja „tekið fyrir“ óundirbúið. — Þarna verða foreldrarnir að leið- ast af. tilfinningu sinni og beita mikilli varúð. En ég tel, að þá sé mikils um vert, að réttur skiln- ingur sé lagður í orðin kjörfor- eldrar og kjörbarn. — „Hann veit ekki annað en að hann sé raun- verulegur sonur okkar,“ segir bréfritarinn. Eg nem staðar við þessa setningu, því að hún gæti gefið tilefni til misskilnings. Kjörsonurinn er raunverulegur sonur. Ættleiðingin þýðir í raun og veru, að hjón geta eignast barn með fleirum en einum hætti, og barn getur eignast foreldra, þótt liann sé ekki líkamlegt af- sprengi þeirra. Hið andlega sam- band milli slíkra foreldra og barna er engu síður innilegt og: hlýtt. Það getur auðvitað verið mikill vandi að útskýra fyrir litl- um dreng, hvernig á slíku stend-| ur. En frumorsökin liggur þó ljóst1 fyrir. Pabba og mömmu langaði til að eignast lítinn dreng, og þá fengu þau litla drenginn sinn til sín, og hefur alltaf þótt vænt um : hann, alveg eins og öllum for- eldrum þykir vænt um börnin sín. Eins og ég áðan sagði, getur verið mjög erfitt að ákveða, hve- nær og hvernig hugur barnsins er móttækilegur fyrir að heyra frá þessu sagt. En sú staðreynd, að einhver leiksystkini hafa þegar gefið honum eitthvað þessu líkt í skyn, getur það gert málið að- kallandi. Að minnsta kosti er þá varhugavert, að beita blekkingum og halda því að barninu, sem ekki Framh. á 14. síðu. Brandt kanslaraefni jafnaðar- manna í síðustu kosningum til vestur-þýzka sambandsþingsins. Menn minnast þess ekki, að í kosn ingabaráttu eftir styrjaldarlokin hafi verið notaðar eins soralegar baktjaldaaðferðir og í þeim kosn- ingum. Og það var einmitt Willy Brandt, borgarstjóri, sem var fóm arlamb hins ósmekklega kosninga- áróðurs, sem Adenauer og flokkur hans beitti. Blöðin voru látin beita persónuníði um Brandt og tala að því, að hann væri tortryggilegur stjórnmálamaður, af því að hann hafði fyrir striðið ooinberlega bar- izt gegn ríkisstjóm nazista og gerzt flóttamaður. Jafnframt hædd ust blöðin að uppmna Brandts, en hann er ekki hjónabandsbarn. Viðbrögð Willy Brandts gagn- vart þessum persónulega áróðri vom með þeim hætti, að vegur hans óx. Hann viðurkenndi hrein- skilnislega hina „norsku” fortíð sína og var í og með stoltur af henni. Um sum atriði áróðursins j lét hann dómstólana fjalla. Það er | ekki álitið útilokað, að umræð- I urnar um hann sem lausaleiks- barns hafi komið flokki Adenau- ers að gagni í nokkrum hémðum, bar sem enn ríkir hið dimmasta viðhorf miðaldanna f anda ka- bólsku kirkiunnar. En hafi and- stæðíngar Brandts unnið eitthvað atkvæðamaen í kosningum á þess- um ósmekklega áróðri. bá er eitt víst: Áróðurinn hefur haft tíma- bundið gildi. ASstaða og áhrif Brandts hefur aukizt s'fellt, eftir hví sem tímar hafa liðið. Enginn vafi er á því, að hinn mikli kosningasigur jafnaðar- manna i Beriín undir forustu Willy Brandts mun endurhljóma um giörvallt Þvzkalands. Þegar svo stór stjórnmálaflokkur eins og jafnaðarmenn vom fvrir borgar- stjórnarkosningar, auka atkvæða- magn sitt um 10 af hundraði. hafa nánast byltingarkenndar breyt- ingar átt sér stað. Þeir hljóta að hafa fengið í rikum mæli atkvæði frá vissum bióðfélagsstétt.um. sem að Öllu jöfnu kjósa ekki jafnaðar- mannaflokka. ...... Álitið er, að hér komi einkum til greina hin fjölmenna. stétt opin- berra starfsmanna. En fylgisaukn-. ingin hlvtur einnig að koma frá fleiri stéttum. Sú stjórnmálaþróun, . sem átt hefur sér stað í Berlín, er mjög líkleg til að setja svip sinn á þýzku stjórnmálin í heild á næstunni. Það er sérstök ástæða til að ætla, að Willy Brandt með hinni að- sópsmiklu framgöngu og frábæru hæfileikum til samstarfs sé mjög líklegur til þess að vinna fylgi fyr- ir jafnaðarmenn í öðrum hlutum Þýzkalands, þó sérstaklega meðal yngri kynslóðarinnar og þeirra, sem lítinn áhuga hafa á stjórnmál- Vestur-Þýzkalandi er farið að líta á Willy Brandt sem líklegan eftir- mann Adenauers. Víst er það, að sá foringi kristilega demókrata, sem verður arftaki Adenauers í flokknum, verður að heyja harða baráttu við Willy Brandt. Og verði gangur mála á þann veg, að Brandt verði ríkiskanslari, orkar ekki tvimælis, að um loftlags- breytingu verður að ræða i þýzk- um stjórnmálum, sem vafalaust hefur áhrif á framtíðarskipun mála í Evrópu. í sumum heimsblaðanna hefur þeirri skoðun verið haldið fram, að kosningarnar í Berlín séu að- eins staðbundinn sigur jafnaðar- manna, en frá þeim verði ekki dregngr neinar almennar ályktan- ir. Þessi blöð segja, að Berlinar- búar hafi til að bera sérstakan „lókalpatriotisma”. Þeir standa með borgarst.ióra sínum, sem sýnt hafi festu í viðskiptum sínum við Austur-Þjóðverja og kommún- istaríkjanna í heild. Því fer víðsfjarri, að þessi skýr- ing sé sannfærandi. Willy Brandt er ekki Berlínarbúi. Hann fæddist í Liibeck og ólst þar upp, þar til hann hraktist úr landi sem flótta- maður og dvaldi erlendis í 12 ár. Þegar hann fyrst settist að í Ber- lín, var hann norskur ríkisborgari. Áður en hann hóf feril sinn sem stjórnmálamaður, varð hann að afla sér þýzks ríkisborgararéttar. Af þessu sést ljóst, að Brandt er síður en svo dæmigerður Berlín- arbúi. Frami hans og sigrar í stjómmálum borgarinnar verða því. engan veginn skýrðir með neinum „lókalpatriotisma” Ber- línarmanna. Skýringin hlýtur að WILLY BRANDT eiga sér dýpri og víðfeðmari rætur í þýzkum stjórnmálum. Á því skákborði virðist þung undiralda vera að verki, og allt bendir til veðrabrigða þar á næsta leiti. Um það verður ekki deila, að Willy Brandt og þýzkir jafnaðar- menn hafa aldrei haft önnur eins tækifæri til valdatöku og einmitt nú eftir sigurinn í Berlín. Willy Brandt er sterki maður- inn í þýzkum stjórnmálum nú í dag. Með honum hafa jafnaðar- menn fundið hið rétta kanslara- efni sitt. Manninn, sem leiðir bar- áttu flokksins til sigurs. Manninn, sem leiðir þýzka jafnaðarmenn upp í valdastólana. Þjálfað vinnuafl skiptir mestu Ilér ber að huga að því, að í SVÍAR hafa. gert sérstaka athugun á 570 iðnfyrirtækjum, sem annað .hvort voru stofnsett á árunum 1945 -^1960 eða þurftu að skipta um staðsetningu, á þessu tímabili. Margir hafa haldið, að staðsetn- ing fyrirtækjanna sé mikilvægasta atriðið í rekstrinum. Þessi sænska rannsókn sýndi hins vegar, að svo er ekki. Staðsetningin hefur að vísu mikla þýðingih en annað at- riði er mikilvægara. Það er vel þjálfað vinnuafl. Auðvitað þarf fyrirtæki, sem byggt er í „dreifbýlinu" við miðl- ungsgóða þjóðvegi, að greiða marg fallt hærri flutningskostnað, held- ur en sams konar fyrirtæki, sem staðsett er við steinsteyptar braut- ir rétt við eða inn í borgunum. En sérfræðingarnir álíta, að þessi kostnaðarauki sé fljótlega unninn upp, ef fyrirtækið, sem á að greiða hann, hefur á að skipa góðu og þjálfuðu starfsliði. ★ WASHINGTON: Kennedy for- seti hefur lagt lagafrumvarp fyrir þjóðþingið, sem kveður á um bætta aðstöðu svertingja í Banda- ríkjunum og tryggingu þeim til handa um sömu réttindi og hvítir samborgarar þeirra njóta. Kenne- dy segir í boðskap til þjóðþings- ins, að sífellt komi fyrir kynþátta- misrétti á nálega öllum sviðurn þrátt fyrír framvinduna síðan negrum var veitt frelsi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. marz 1963 $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.