Alþýðublaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 13
LOFTÞJÖPPUR OG LOFTVERKFÆRI Speimivélar Slípivélar Borðvélar Hnoðhamrar Málningarsprautur Ryðhamrar ofl. ofl. Það bezta á markaðnum Einkaumboð fyrir: ÆtlasCopco Landssmiðjan SIMI: 20680. M: FKETTASYRPA Bunche kynnir sér ástandið í JEMEN Beirut, 28. fcbr. (NTB-Reuter) Varaframkvæmdastjóri SÞ, Ralph Bunclie, fór í dagr frá Beirut til Sanaa, höfu'öborgar Jemen. Hann á að kynna sér ástand þaS, sem hefur skapazt eftir byltinguna í landinu, og deilurnar við ná- grannaríkin. Abdullah Sallal Jemensforseti mótmælti í dag árásum Breta á nokkur þoi-p innan landamæra Je- men. Sl. þriðjudag hrakti herinn í Suður-Arabíusambandinu 300 menn burtu úr furstaríkinu Bei- han, sem er í ríkjasambandinu. Öpinber formælandi i Sanaa skpraði í dag á Öryggisráðið að grípa þegar .í stað til varúðarráð- stafana til þess að koma í veg fyrir árásir Breta. MOSKVA 1. marz (NTB-Reuter) farið, bauð Krústjov í ræðu, sem Nikita Krústjov forsætisráðherra hann hélt í veizlu í Kreml. • þekktist í dag heimboð um að heim | Enn hefur ekki verið ákyeðið sækja Finnland. Karjalainen for hvenær Krústjov fer í héims$kn- sætisráðherra, sem hefur verlð í ina. Þetta er þriðja heimsókn Jijns heimsókn í Sovétríkjunum undan-Jtil Finnlands. Kínverjar andvígir „húsbóndahug- mynd" . Peking, 28. febr. (NTB-Reuter) KÍNVERSKI kommúnistaflokkur- inn tók í dag afstöðu gegn hug- myndinnl um, að húsbændumir sveifli svipunum yfir þjóðunum, eins og komist var að orði. En flokkurinn lýsti jafnframt yfir því, að hann mundi aldrei láta viðgang ast að fáeinir menn fengju að halda klofningsstarfsemi sinni á- fram. Sjónarmið þessi komu fram í grein í tímaritinu ,Rauöi fáninn”. Áherzla var á það lögð, að veikasti hlekkurinn í heimi heimsvalda- sinna væri Afríka, Asia og Suður- Ameríka. Stefna Krústjovs er harðlega gagnrýnd, sagt er að flokkurinn vilji svara áframhald- andi árásum félaga Togliatti og annarra og afstaða er tekin gegn því, að leysa skuli vandamálin með því að þröngva skoðunum upp á aðra eða taka afstöðu húsbónda gagnvart þjónum sínum, eins og það er orðað. Leysa skuli ágrein- ing með opinskáum viðræðum á ráðstefnu. Prasad fv. for- seti Indlands er látinn Nýju Delbi, 28. febr. (NTB—Reuter) FYRSTI forsetinn í sögu Indlands, dr. Rajendra Prasad, lézt áð heim- ili sínu í Payana í kvöld. Hann var 78 ára gamall. Prasad varð forseti þegar Ind- land varð lýðveldi í janúar 1950. í mai í fyrra dró hann sig í hlé. Prasad var lögfræðlngur að mennt. Þegar hann hóf að vinna með Gandhi i sjálfstæðishreyfing- unni lagði hann niður stðrf, en afneitun á hvers konar samstarfi með Bretum var eitt af skilyrðum þess. Hann varð aðalritari Kon- gressflokksins, tók virkan þátt í óhlýðnisaðgerðum Gandhis og var oft dæmdur til fangelsisvistar. — Seinast sat hann inni á árunum 1942 til 1945. Á stjórnarskrárráðstefmmni 1945 var Prasad kjörinn forseti. Prasad varði hugsjónir friðarins. Á' opinberum fundi í Berlín 1929 hrópuðu ungnazistar hann niður, þar eð hann réðst gegn nazisman- um. TU 114 Framh. af 1. síðu íslenzkir flugstjórnarmenn. verða aldrei varir við könnÍinár- flugvélar, enda hafa þær aldrel haft samband við þessa aðila. Aít- ur á móti fylgist varnarliðið á Keflavíkurflugvelli með ferðum þessara véla, og eins og skýrt var frá í blaðinu i gær, urðu vélar frá Keflavík varar við risastórar rússneskar sprengjuþotur, sem £ fyrradag voru á leið að Atlants- hafsflota Bandarikjanna, sem var á æfingum sunnar á hafinu. Rúss- nesku vélamar voru út af Aust- fjörðum í 30 þúsund feta hæð, — í fullum rétti utan landhelgi. Töluvert mun vera um kömn- unarflug rússneskra véla á þessu svæði, en vamarliðið getur auð- veldlega fylgst með ferðum þeirra. Eins og fyrr segir, hafa þessar vélar aldrei leitað til islenzkra flugstjómaryfirvalda, og þau ekkl getað fylgst með ferðum þeirra. Það var aðeins fyrir tveim ,ár- um, að flak af rússneskri flugvél fannst á is út af Grænlandi,. að íslendingar fengu að vita um flug þetta, sem hér fer fram við „bæj- ardyrnar“, utan hinna föstu á- áætlunarferða milli Moskvu og Kúbu. 1 Rússar aðvara Austurríki Moskva, 28. febr. (NTB-AFP) TASS, hin opinbera fréttastofa Rússa, segir £ yfirlýsingu í dag, að ef Austurríki tengist Efnahags- bandalagi Evrópu muni það verða bröt á samningnum um hlutleysi landsins frá 1955. Ef ríkið gangi £ EBE muni það skipa sér £ röð með rikjum NATO, sem fjandsamleg séu Sovétrikjunum og öðrum kommúnistaríkjnm. Vfirlýsing Rússa á sennilega rót sína að rekja til þess, að austur- ríska stjórnin lýsti því nýlega yf- ir, að hún mundi halda áfram að leita tengsla við EBE þrátt fyrir viðræðuslitin I Briissel. Austurríki er í EFTA og sækir um aukaað, ild á sama grundvelli og Svlss og Svíþjóð. SMURT BRAUÐ Suittur, öl, Gos og Sælgætt. Oplð frá kl. 9—23,30. BrauSstofan Sími16012 Vesturgötu 25. Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar, eigum dún- og fiður- held ver. Dún- og fiðurhreinsun Kirkjuteig 29, simi 33301. FI S K I KIP Útvegum allar stærðir af FISKISKIPUM byggðum úr STÁLI eða EIK frá fyrsta flokks skipasmíða- stöðvum í NOREGI og DANMÖRKU. VH) SELJUM ÖLL SKIP Á FÖSTU VERÐI, kemur því ekki til hækkana þótt breytingar verði á efnisverði eða launum á byggingartímabilinu. TEIKNINGAR OG AÐRAR UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU OKKAR. £ Eggerf Hristjánsson & Co. hf. ALÞÝÐUBLAOIÐ - 2. marz 1963 Í3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.