Alþýðublaðið - 02.03.1963, Side 15

Alþýðublaðið - 02.03.1963, Side 15
henni leið strax betur. En. það stóð ekki lengi, svo að hún fékk sér annað, og nú, með fjórða glas ið í hendinni, leið henni vel. Henni var jafnvel sama. þó að hún væri ein í setustofunni með Nicky. „Ég verð að tala við ein- livern“, sagði Nicky. „Þegar ég var þarna inni hjá lækninum, vildi hann ekki heyra um neitt, nema þegar Dómarlnn dó. Áð- ur en nokkur veit af verður hann farinn að tala um sögu Forn-Grikkja til að sanna eitt- hvert atriði.“ „f>að getur svo sem vel ver- ið“, sagði Fern. „Johnny er klók ur karl, og það er sem mig minni, að Forn-Grikkir hafi upp hugsað flest það, sem nútíma sálfræðingar nota. Þeir nota jafnvel fríek heiti.“ „Della“, sagði Nicky. „Ég skal segja þér, að bróðir minn er leynilögreglumaður í lögregl- unni í Riverton." „Ég vissi það ekki“, sagði Fern. „En nú skil ég ástæð- una fyrir glæpaöldunum ný- lega.“ „Það hafa ekki verið neinar glæpaöldur“, sagði Nicky. „Er það ekki? En skrítið!” sagði Fern, „Þú ert vitsmunavera, eins og allir aðrir hér“, sagði Nicky. „Það eru nú meiri vitsmuna verurnar!“ sagði Fern. „Við höf um öll setið á eldfjalli í sex ár, án þess að hafa hugmynd um það.“ „Sjáðu til, ég hef verið að hugsa“, sagði Nicky. „Á með- an þessi asni þarna inni er að reyna að láta eitthvað, sem gerð ist fyrir sex árum, gefa sér svör við því, sem gerðist í gærkvöldi, hef ég verlð að reyna að taka staðreyndimar, sem við höfum, og fá þær til að passa saman.“ Nicky hafði dregið fætuma undir sig í stólnum og leit út eins og svarteygur dvergur. „Horfðu þaraa yfir að dyrunum að stigaganginum", sagði hann. „Falleg hurð“, sagði Fem. „Fallegar hjarir.“ „Láttu ekki eins og asni“, sagði Nicky. „Aðalatriðið er, að það er ekkert teppi innan þriggja metra frá henni. Ef stóll hallað ist nokkurn tíma upp að hurð- inni, hefði ekki verið hægt að velta honum innan frá, án þess að valda geysilegum hávaða." ,J>að var þess vegna sem Jeff setti hann þar“, sagði Fern og fyllti glasið. „Ókei. Svo að Jeff var sof- andi þegar hann var á verði Hann hálf-beið eftir að heyra hljóð- ið. Hefði stóllinn fallið, hefði hann vaknað“. „Svo að það kom énginn nið ur“, sagði Fern. „Ekki þá leið!“ sagði Nicky og augu hans skinu. Fern sneri höfðinu hægt. „Hvað áttu við með ekki þá leið? Um hvaða aðra leið er að ræða?" „Við -endann á ganginum uppi er gluggi", sagði Nicky. „Ég skoðaði húsið vandlega, þegar við komum hingað. Sá gluggi snýr út að þakinu á baksvölun- um. Það er aðeins rúmur metri frá þakinu að brúninni aftan á húsinu. Það væri ekki nokkur vandi að komast niður utan á húsinu.“ „Ágætt", sagði Fem. „George og Jeff höfðu Iæst öllum útldyr- um til þess að mark kæmist ekki irvn. Þær hefðu staðizt alla aðra." „Kannski", sagði Nickj'. „Nema maður hefði lykil og gæti opnað utan frá og komið inn“. „Mark?“ „Gæti verið“, sagði Nicky, „en ég var ekki að hugsa um hann. Ég var að hugsa um einhvern, sem þurfti að komast aftur upp og gat ekki hætt á hávaðann, sem hann mundi valda, ef hann klifraði aftur upp á þakið. Svo %ð hann kom hingað inn aftur, færði stólinn, fór upp, opnaði dyrnar hjá mér, svo að grunur félli á mig, eins og hin, og bjó sig svo undir að bíða.“ „Eins og til dæmis?“ sagði Fern. „Komdu með mér“, sagði Nicky. „Ég skal sýna þér.“ Þó að Fem væri það um hug, var áhugi liennar vaknaður. Hvað sem manni kunni að finn ast um Nicky, þá var hann klólc ur. Hann lffði á klókindunum. Kannski liafði hann rekizt á eitt hvað. Hún stóð upp úr stólnum, byrjaði að ganga á eftir honum, sneri síðan við og hellti sér ein um sjúss í viðbót. Nicky hik- aði fyrir neðan stigann og hlust aði. „Þau em öll frammi í eld- liúsi“, sagði hann, „með áhyggj ur út af mat Komdu. En hafðj ekki hátt.“ Hann gekk hratt og benti henni að fylgja sér. Skyndilega fannst Fem sér sortna fyrir aug um. Hún horfði mjög vandlega á stigann, lyfti síðan fætinum ná kvæmlega svo langt, sem henni þótti við þurfa. Hún fann til stolts yfir viðbrögðum sínum. Henni hafði tekizt það! Góði gamli Nicky. Að minnsta kosti hafði hann bætt svolítilli marg- breytni í dagskrána, leynilög- regluleik. Auðvitað mundi ekk- ert koma út úr þvf. Hún gekk upp og hélt fast I handriðið. Nicky, sem leit út eins og krækl ótt, lítil brúða, var að veifa til hennar af miklu ákafa. Hún hélt áfram alla leið upp. Hún ósk aði þess að hún hefði ekki farið úr stólnum. Hann hefði getað út skýrt þetta fyrir henni, án þess að fara f þessa fjallgöngu. Hún hafði alltaf kunnað illa vlð þennan gang. Þetta var bara ein ógurleg lengd með teppi á og nákvæmlega eins hurðum öðru megin. Hún minntist þess, að hún hefði alltaf verið vön að telja dyrnar frá stigaskörinni til að finna sitt herbergi. Verst, að hún mundi sjaldnast töluna. Hún sá, að Nicky valhoppaði á undan henni, bendandi. Hún hafði aldrei átt að gera þetta, sagði hún við sjálfa sig. Það hafði varla verið um neinn morg unverð að ræða, og hún hafði misreiknað styrkleika whiskýs- ins. Nicky opnaði dyr og hvarf. Hún stanzaði og hallaði sér upp að veggnum. Hann birtist strax aftur og henti henni aftur. . „Já, svona“, sagði hún. „Svona.“ Hún eltl hann að herbergisdyr unum og gekk inn. Hún heyrði dyrnar lokast að baki sér. Hún liafði ekki liugmynd um hvers herbergi þetta var. Hún var satt að segja búin að missa áhug- ann. Bezt væri að hypja sig nið ur í stóra stólinn sem skjótast og fá sér dúr. Kannski tvo. „Sjáðu!“ sagði Nicky. Hann sveiflaði einhverju, sem glamraði og glitraði fjTÍr fram an nefið á henni. Hún reyndi að festa nærsyn augun a pessu, sem það var.’ „Lyklar", sagði Nicky. „Auka lyklar að hverri einustu hurð í húsinu. Það var lafhægt að kom ast niður yfir þakið, opna bak dyrnar, drepa Peg, koma aftur innanhúss, opna dyrnar mínar og bíða eftir' því að mér yrði kennt um allt. Það er það, sem hún hefur alltaf viljað — að mér yrði kennt um.“ Þetta var að verða of flókið fyrir Fern — niður, upp, inn, opna. Það varð enn flóknara, þegar einhver annar fór að tala, og hún sá Nicky kippast við, eins og hann hefði verið stung- inn með prjóni. „Væri ykkur sama, þótt þið segðuð mér, hvað þið emð að gera í herberginu mínu?“ spurði röddin. Fern fannst hún vera kuldaleg og fjandsamleg. En svo skildist henni, að það var vit- leysa, því að þetta var rödd Kay. „Halló, elskan“, sagði Fem. Hún sneri sér við til að horfa á Kay. Það voru tvær Keyjur, önn ur, sem st.óð hálfvegis út af hinni. Þetta gerði hlutina svolít ið óskýra, svo að hún gat ekki almennilega séð svipinn á and liti Kay. „Ég vildi hafa vitni!“ var Nicky að segja með skrækri og stríðri röddu. „Geymdu því ekki, Fem. Þú sást þá. Þú sást hvar ég fann þá.“ Fern hristi höfuðið. Fann þá? Fann hvað? Ó, lykla, glamrandi, glitrandi lykla. „Hvar fannstu þá, Nicky?“ rödd Kay var köld. „Barna einhverjir gamlir lykl- ar“, sagði Fern. „Hann vildi endilega sýna mér þá, elskan.“ „Hvar fannstu þá?“ endurtók Kay. „Þarna sem þú settir þá!‘ hróp aði Nicky. „Á botninum í efstu kommáðuskúffunni þinni — þar sem þú gazt gengið að þeim aft ur, ef þú þurftir á þeim að halda“. Nota þá aftur? Fern velti þessu fyrir sér. Ó, já. Eitthvað með þakið að húsabaki — og það var ekkert teppi á gólfinu í setustofunni — og það var komið niður utan á og farið aft- ur innanhúss. \ I I • t / „Ég held“, sagði Fern, „að ég sigli niður í stofu. Það er eins og ég þurfi að fá drykk.“ „Bíddu!" sagði Kay snögglega. i)0 Æskulýbs dagur Framh. af 3 .síðu o Síðdegis á æskulýðsdaginn verð- ur svo sérstök útvarpsdagskrá, þar sem m. a. kemur fram ungt fólk og fjallar um ýmiss atriði hins kirkjulega starfs, sem þáð hefur verið þátttakendur í. Elnnlg verða víðs vegar um landið séíf- stakar kvöldvökur, sem unga fólk ið býður foreldrum og vinum að sækja. Merki munu einnig verða boðin til kaups, en allur ágóði af sölu þeirra rennur til byggingu sumaf- búða, sem kirkjan annað hvorfc er að reisa eða senn verður haf- izt handa um. Er mikið grózka f þeim málum, og mjög margir á‘- liugasa'mir menn hafa lagt sim» skerf fram til þess, að þetta starf megi bera sem ríkulegastan á'- vöxt. Eru foreldrar hvattir til þess að leyfa börnum sínum að selja merkin. Æskulýðsstarf kirkjunnar vill ekki breikka þá gjá, sem oft virð- ist vera milli foreldra og bama þeirra, sérstaklega hinna stálp- aðri, heldur reynir kirkjan að brúa bilið milli kynslóðanna. Þess vegna er vonazt til þess, að æsku- lýðsdagur kirkjunnar megi jafn- fraínt verða kirkjulegur fjölskyldu dagur, og í sem flestum kirkjii- bekkjum megi sjá foreldra með unglingunum. Verði sá raunin ó, mun boðskapur kirkjunnar þennan dag sem alla aðra, stuðla áð traustari fjölskylduböndum og sam stilltari einingu innan heimilanna. Ég hef verlff a« skemmta ykkar gestum £ allt kvölð. Hvers vegna má ég ekkl gera eltthvaff fyrir sjálfa mig? ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. niarz 1963

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.