Alþýðublaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 1
Jón Jónsson, flugstjóri Oíafur J»ór Zoega, flugmaður Ingi G. Lárusson, loftsiglingafr. María Jónsdóttir, flugfreyja Margrét Bárðardóttir HRÍMFAXI, önnur Vis- count-flugvél Flugfélags íslands, fórst í aðflugi að Fornebu-flugvelli í Osló á páskadag og fórust allir, sem með henni voru, 7 far þegar og fimm manna á- , höfn. Flugvélin var á eðli- legri aðflugsleið til Forne- bu, í á að gizka 700 feta hæð, þegar hún steyptist skyndilega til jarðar, næst um lóðrétí, um 3,7 km frá flugvellinum. Vélin kom niður á Nesöya, um 150 metra frá næstu húsum. Þeir sem fórust Áhöfnin: JÓN JÓNSSON, flugstjóri, 45 ára. Ilann var kvæntur Fríðu Hailgrímsdóttur, og áttu þau eina dóttur, 9 ára gamla. Ilaan hafði starfað hjá Flugfélaginu síðan 1948, og var mjög traust- ur og öruggur flugmaður. ÓLAFUR ÞÓR ZOEGA, fiug maður, 27 ára gamall, kvæntur Eiísabetu Magnúsdóttur og áttu þau tvö börn, fjögurra og tveggja ára. Hann réðist til F.í. 1. maí 1957. Hann þótti mjög fær flugmaöur og naut trausts yfirmanna sinna. INGI GUÐMUNDUR LÁR- USSON, loftsiglingafræðingur, 23ja ára, kvæntur Álfheiði S. Óladóttur og áttu þau tvö hörn, fjögurra og þriggja ára. Hann gerðist loftsiglingafræðingur hjá F.í. í maí 1961. MARÍA JÓNSDÓTTIR, flug- freyja, 30 ára, lætur eftir sig þriggja ára .dótur. Hún réðst til F.í. í maí 1956. Framliald á 3. síðu. Helga Henckell, flugfreyja Anna Borg Reumert, leikkoná Þorbjörn Áskelsson, útgeröarm. STAÐNUM ÞESSI mynd er tekin stuttu eftir að flugslysið varð. — Þrír sjúkraliðs- menn frá Qsló bera í burtu lík frá slysstaðnum. í baksýn sjást hlutar úr flugvélinni, en brakið var dreift yfir stórt svæði. Sjónarvottar segja írá... — N Æ S T U M lóðrétt skauzt hin íslenzka fi igvél út úr skýjaþykkninu, eins og flugsprengja aðeins n kkur liundruð metra frá mér. Ég áttaði mig illa á, hvað var að gerast fyrr en brak þaut um loftið . . . Þessa lýsingu á flugslys- inu hefur Extrabladet í Kaup mannahöfn eftir Harald Mack hæstaréttarlögmanni í Osló, sem hafði verið á gönguför út með Oslóíirði og tók eftir flugvélinni, er hann k.eyrði uppi yfir sér hvin, eins og Caravelle-þota væri á ferð- inni. Blaðið hefur það einnig eftir sjónarvottum, að svo hafi virzt sem flugmaðurinn hafi verið að reyna að rétta vélina af, er hún skall í jörð ina. Þá hefur blaðið eftirfar- andi eftir Josef Eriksen, bónda, sem býr í 150 metra frá slysstaðnum: — Ég stóð úti fyrir húsi mínu, sem skalf svo, þegar flugvélin skall í Framhald á 3. síðu. t 3. SfOA FRÁ SLYS-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.