Alþýðublaðið - 17.04.1963, Síða 3

Alþýðublaðið - 17.04.1963, Síða 3
MOSKVA, 16. apríl (NTB-Reuter). Nikita Krústjov, forsætisráðherra, vcrður 69 ára á morgun og sam- tímis er orðrómur á kreiki um, að hann muni sennilcga áður en Iangt um líður afsala sér nokkru af völd um sínum í hendur öðrum. Ein sagan hermir, að Krústjov, sem ellin er farin að ásækja eftir aö hann hefur verið leiðtogi Sovét ríkjanna í tæpan áratug, jiyggist láta af annarri forystustöðunni, sem hann gegnir, en hann er bæði ritari flokksins og forsætisráð- lierra. Annar orðrómur er á þá lund, að hópur nýstalínista í for- ystu Sovétríkjanna, sem finnur að íneðferð Krústjovs á Kúbumálinu og hugmyndafræðideilunni við stjórnina í Peking, beiti sér ein- dregið fyrir því, að honum verði vjkið úr cmbætti. Flestir fréttamenn í Moskvu telja þó, að Krústjov sé ekki þess háttar maður, að láta af mikils- ^ verðu embætti á úrslitastundu í sögu kommúnistahreyfingarinnar. Hann hefur dvalizt við Svartahaf í um það bil einn mánuð, en það er ekki óvenjulegt, og ekkert bend ir til þess að hann sé slæmur til heilsunnar. Fréttamenn í Moskvu lialda þvi fram, að ekki iiggi fyrir sönnun þess, að flokksforinginn sé ekki fær um að koma þeim fyrir katt- arnef, sem gagnrýna stefnu hans. Kviksögurnar byggjast aðallega á erfiðleikum í stjórnmálum og efnahagsmálum, sem Krústjov hef ur átt við að stríða og á við að Arabar sam- einast á ný KRÚSTJOV — afsalar hann sér einhverjum af völdunum? stríða. Þetta eru vandamál, sem vitað er um, t. d. 1. Staðhæfingar Kínverja um eftirlátssemi gagnvart heims- valdastefnunni í Kúbumálinu. 2. Sú staðreynd, að hann getur ekki bent á neinn sigur í utan ríkismálum síðan í Berlínar- deilunni, sem hann sjálfur olli í nóvember 1958. 3. Hinir sífelldu gallar í sovézka efnahagskerfinu, einkum á sviði landbúnaðar, sem er sér svið Krústjovs. 4. Vandamálið, sem er í því fólg ið að koma í veg fyrir að ár- ásir Krústjovs sjálfs á glæp- ina, sem framdir voru á tím- um Stalíns, kunni að ryðja al- mennu frelsi menntamanna og listamanna í Sovétríkjunum braut. Vletcon liðar fá Saigon, 16 apríl (NTB —Reuter) NGO DINH DIAM forseti gaf skæruliðum kommúnista í yfirlýs- ingu í dag kost á aö losna við refs- ingu og að verða viðurkenndir sem borgarar Suður-Viet-nam mcð því að leggja fram þjóðlegan skerf. Forsetinn birti tilkynninguna eftir að æ fleiri skæruliðar hafa gefizt upp fyrir stjórnarsveitum undanfarna þrjá mánuði Haft er eftir stjórninni, að tíl- boðið sé ekki sakaruppgjöf og það nái ekki til hins harða kjarna kommúnista, sem útrýma verði. Yfirlýsingunni er beint til manna, skæru- tilboð sem samúð hafa með kommúnist- um og fólks, sem hefur verið neytt til þess að ganga í þjónustu komm- úriista. Yfirlýsingin var birt þegar eitt ár var liðið frá því að sú aðferð var tekin upp að víggirða þorpin í , landinu, það er að segja þorp, þar sem íbúarnir styðja stjórnina og neita skæruliðum um vistir. Um 5.500 skæruliðar hafa beðið bana í árásum á þessi þorp og 3.050 stjórnarliðar. Víggirtu þorpin eru umlukt bambus-stauragirðingum og gadda -vír. Átta milljónir landsmanna, sem telja fjórtán milljónir, búa í slíkum víggirtum þorpum. Kairó, 16. apríl (NTB—Reuter) FIMM manna nefnd lagði í dag síð ustu höndina á uppkast að samn- ingi um stofnun arabíska sam- bandslýðveldisins, sem Egypta- land, Sýrland og írak munu eiga aðild að. Nefndin mun leggja málið fyrir nefnd 11 manna, sem upphaflega var falið að semja samningsupp- kastið. Þessi nefnd, sem öll ríkin þrjú eiga fulltrúa í, á síðan að taka afstöðu til þess. Nefndinni hafði einnig verið falið að ákveða hvenær semja eigi stjórnarskrá sambandslýðveldis- ins, sem á að viðurkenna í þjóðar- atkvæðagreiðslu, sennilega eftir fjóra eða sex mánuði. Ákvörðunin um stofnun nýs arabísks sambandslýðveldis var kunngerð sl. miðvikudag í Kairó. Haft var eftir áreiðanlegum heimildum í Kairó í gær, að í við- ræðunum hafði vandamálið í sam- bandi við stjórnmálaflokka borið á góma. ASKENAZIJ Framh. af 16. síðu píanóleik og kom þegar á barns- aldri fram hér á landi og erlendis. Síðar hlaut hún styrk til náms við tónlistarskólann í Moskvu og þar eystra kynntist) hún manni sínum, og voru þau gefin saman fyrir tveim árum. Þórunn bjó í fyrstu á stúdentagarði í Moskyu, en hafði þó ekki mikið að segja af húsmóðurlífinu þar vegna mik- illa hljómleikaferða með manni sínum, að því er hún sagði Alþýðu blaðinu í viðtali skömmu fyrir síð ustu jól. Þá sagði Þórunn, að mað ur sakni alltaf einhvers, hvert sem maður fer. Hún kvaðst kunna vel við margt í Moskvu eins og henni hefði fallið vel við margt í öðr- um löndum, þar sem liún hefði ver ið. Þórunn sagði: „Ég mundi lík- Iega ekki vilja setjast að í Rúss- landi, ef ég vissi, að ég kæmist þaðan aldrei aftur, en ég vildi ekki hcldur sctjast að hér, ef ég vissi, að ég yrði að vera hér um kyrrt til æviloka“. Þegar Þórunn var spurð um þjóð skipulagið eystra, svaraði hún: — „Það er auðvitað allt öðru vísi í Englandi eða hér, en maður venst öllu. Ef við værum í öðru landi, værum við kannske svo rík, að við gætum veitt okkur allt, sem við þörfnumst eða viljum veita okkur — en í Rússlandi er eng- inn ríkur. En við fáum allt, sem, við þörfnumst. Af því að maðurinn minn er tónlistarmaður, er lionum útvegað nægilegt húsrými til að æfa sig og okkur er gert kleift að sækja þá tónleika, sem við vilj um sækja. Við getum yfirleitt gjrt allt, sem við viljum þar eins *g við gætum annars staðar. Mun ir- | inn er aðeins sá, að annars stfð-i ar værum við' rík og keyptum j þessa hluti. Þarna eru okkur skaff , aðir allir sömu hlutir“. hiRÍMFAXI Framhald af 1. síðu. í fyrstu fréttastofufregnum seg- ir, að flugvélin hafi haft samband við flugturninn á Fornebu fjórum mínútum áður en slysið varð, en síðar hefur komið í ljós, að ekki liðu nema um 20 sekúndur frá því að flugstjórinn, Jón Jónsson, hafði samband við Fornebu og kvaðst vera í skýjaþykkni, þar til varð- stjórinn í flugturninum tilkynnti að slys hefði orðið. Sást reyksúla og heyrðist sprenging. Rannsókn á slysinu hófst á ann an í páskum, en tafðist talsvert vegna snjókomu nóttina áður. í gær, þriðjudag, fóru tæknilegir sérfræðingar á staðinn til að hefja sinn þátt í rannsókninni, að sögn NTB, en lögreglumenn frá Sker og Bærum aðstoða. í símaviðtali við Arbeiderbladet í Osló í gær fékk Alþýðublaðið þær upplýsingar, að ekki fengjust neinar upplýsingar um rannsókn- ina ennþá, enda væru nefndar- menn bundnir þagnarskyldu, þar til rannsókn væri lokið. Það liggt ur þó fyrir, að nefndin hefur fengið í hendur frásagnir sjónar votta og hefur sömuleiðis hlustað á segulbandsupptöku af samtalinu milli flugturnsins og vélarinnar. Það er staðhæft, að flugvélin kom eðlilega inn til Iendingar og að öll tæki vélarinnar störfuðu eðlilega þangað til slysið varð, seg ir í frétt frá NTB. Þá er þess og getið, að fulltrúi frá Flugfélagi íslands hafi verið viðstaddur, er segulbandsupptakan var spiluð fyr ir nefndina og borið kennsl á rödd fiugstjórans. John Qvale, lögreglustjóri í Ask er, skýrði frá því í gær, gð enn væri ekki búið að bera kepnsl á öll líkin, en sennilega yrði hægt að senda nokkur þeirra heim næstu daga. DANSKA blaðið BT skýrir frá því, að það hafi orðið þrem manneskj- um til lífs, að þau misstu af Hrím faxa í Kaupmannahöfn á páska- dagsmorgun. Segir blaðið, að þetta hafi verið frú Ingvarsson og tveir synir hennar, en ekki hefur Al- þýðublaðinn tekizt að afla sér upp lýsinga um hvert er fornafn frúar innar. DÖNSK blöð skrifuðu mjög mikið um flugslysið við Forncbu í út- gáfum sínum á mánudaginn. Var Önnu Borg þar sérstaklega getið, og rætt um slysið á útsíðum. Voru birtar myndir af áhöfn vélarinnar, og einnig mikið rætt um Flugfé- lag íslands. Sjónarvottar Framh. at 1. síðu jörðina, að það var eins og það mundi falla saman. ( Hlutar af vélinni köstuð- ust upp í loftið, og ég hljóp í áttina að brekkunni (þar sem vél’n kom niður),. en Iirökklaðist til baka, þegar nokkrar sprengingar ui-ðu þar. Mér hafði nú skilizt ^hví líkur harmleikur hafði gerzt. Ég gat ekkert að gert, allir hlutu að vera látnir. Þáu fórust Framh. af 1. síðu HELGA HENCKELL, flug- freyja, 25 ára. Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykja- vík vorið 1957, og gerðist flug- freyja 1. maí 1962. Farþegar: ANNA BORG REUMERT, hin kunna leikkona, 59 ára. Hún var kvænt Poul Reumert, og áttu þau tvo syni, Stefán, sem er búsettur hér, og Þorstein, sem býr í Kaupmannahöfn. — Hún ætlaði að heimsækja Stef- án, son sinn, og einnig mun hún hafa átt að taka þátt í norrænni leikaraviku, sem á að vera hér í lok þessa mánaðar. MARGRÉT BÁRÐARDÓTTIR, 19 ára, dóttir Bárðar ísleifs- sonar, arkitekts. Hafði dvalið nokkurn tíma í Danmörku, og var nýlega trúlofuð dönskum manni. Þau munu hafa ætlað að giftast hér og stofna heimili. ÞORBJÖRN ÁSKELSSON, útgerðarmaður frá Grenivík, 58 ára, lætur eftir sig konu og 6 börn. Hann var að koma frá Hallandi, þar sem hann var að taka á móti nýjum fiskibát. ILSA HOCIIAPHEL, þýzk hjúkrunarkona, sem var á leið til íslands, og ætlaði að starfa við Heilsuhælið í Hveragerði. Hjónin MARÍA og KARL WEST. Þau ætluðu að heim- sækja ættingja sína hér á ís- landi, en konan er íslenzk. — Munu þau hafa verið á leið í fermingarveizlu dótturdóttur sinnar, en önnur dóttir þeirra er búsett hér og hin í Kaup- mannahöfn. MR. BAUME, brezkur mað- ur, sem var á leið til íslands. WASHINGTON, 16. apríl (N TB-Reuter). — Fram á ann- an páskadag var eitt bezt varðveitta leyndarmálið í Washington, að Jaqueline Kennedy ætti von á barni. Aðeins f jórir vissu um leynd- armálið auk forsetans og frú Kennedy. Greinilegt var, ið margir úr Kennedy-f jölskyld- unni vissu ekkert um leyndar málið fyrr en birt var opii- ber tilkynning. , Barnið, sem frúin á von á í ágúst, verður þriðja barn hennar. Caroline er nú fimm ára og Jolin yngri tveggja. ára. Alls eru nú 20 böra í Kennedy-fjölskyldunni. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. apríl 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.