Alþýðublaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 9
JON SÍGURÐSSON 16 manns farast. Þessa og líkar fyrirsagnir mátti sjá í dagblöðum borgarinnar fyrir bænadagana. Ó- veðursdagarnir fyrir bænadagana urðu stórhöggir í garð íslenzkrar sjómannastéttar og hið mikla mann fall var mikil blóðtaka ekki íjöl- mennari þjóð en við íslendingar erum. Stór er sá hópur er sorgin hefur sótt heim. Ástvinamissir verður aldrei að fullu bættur, en þó er það nokkur iiuggun í harmi, að vera sér þess meðvitandi að þurfa ekki að iara á vonarvöl, þótt fyrirvinnan sé far in. Eftir suma þá menn, er fórust, fást nokkru meiri bætur en aðra. Þannig að eftirlifandi ekkjur standi ekki uppi bjargalausar með barnahópinn. Eftir aðra, og þá meirihluta þeirra er fórust í þessum veður- I ham fást aðeins þær bætur, sem á- | kveðnar eru samkvæmt lögum. Hvernig stendur á þessum mis- 1 mun? mun margur spyrja. Af hverju eru ekki allir s menn jafnhátt tryggðir? Því er til að svara, að sérstaklega nú í seinni tíð hafa sjómannasam tök landsins lagt á það mikla og aukna áherzlu, að fá með samuing um og löggjöf alls konar trygg- ingar, svo sem greiðslur í slysa- og veikindatilfellum, lífeyrissjóðs- greiðslur við dauða og örorku o í.:. Með samningum hafa félögin komið því fram, að hver maður á skipi, sem skylt er að lögskrá á, er aukalega trygður við dauða eða örorku fyrir kr. 200.000 umfram hina lögbundnu tryggingu. Flestir þeirra manna er fórust fyrir norðan, voru aðeins tryggðir hinni lögbundnu tryggingu. Bætur eftir þá verða því um 210 þús. kr. minni, fyrir hvern einn, en eftir þá er fórust af m.b. Súlunni. Þetta má ekki svo til ganga leng ur að allir sjómenn séu ekki jafn- hátt tryggðir. Það er ekkert lítill hópur ís- lenzkra sjómanna, sem aðeins eru tryggðir hinni lögbundnu trygg- ingu. Síðan landhelgisútfærslan átti sér stað og fiskur varð meiri á grunnslóðum, hefur sjósókn á smærri bátum farið mjög vaxandi og er það ekki óverulegur hluti af ársaflanum sem fluttur er að landi af þeim mönnum er á sjó sækja á s.mábátum, eða svokölluðum trill um. Sjósókn á þessum bátum er því bæði stór og miklvægur þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar, og þeir eru ekki fóir, hinir smærri staðir á land 1 inu, sem að sjó liggja, sem eru sjálf um sér nógir um atvinnu, fyrir tilveru þessara smærri báta. Þessir menn stunda engu síð- ur áhættusama og erfiða atvinnu og færa engu síður björg í bú, en hinir sem á stærri skipuuum eru. Sjómannafélögin ná því ekxi með samningum eins og er, ?ð jafna þennan mismun, sem er á bótum eftir þá sem á eða í sjó far- ast. Heldur verður þvi ekki við- komið, á því Alþingi er nú situr, en senn fer að ljúka, að jafna mis muninn með löggjöf er sett væri í því efni. En það er skylda löggjafans og sjómannasamtakanna að finna leiðir til úrbóta og það verður að takast, svo slikt komi ekki fyrir aftur að sjómenn séu misjafnlega bættir, eftir því hvort skipið er smærra eða stærra, er mennirnir farast á eða af. Það er því engin önnur leið nú, en að efna til samskota til að |j jafna þennan mun, og treysti ég dagblöðum borgarinnar evo log blöðum úti á landi, til þess að gangast fyrir söfnun til aðstand enda þeirra er fórust af smærri bátum, þannig að þeir fái jafnháar bætur og aðstandendur þeirra Framh. á 14. síðu Jón Sigurðsson. LEIKFELÁG SELFOSS: MINNINGARORÐ iia víwim LEIKFELAG Selfoss frumsýndi s. 1. fimmtudag gamanleikinn Grænu lyftuna eftir Avery Hop- wood. Leikstjórn önnuðust hjón- in Juliane og Gísli Alfreðsson. Var sýningunni vel tekið og leikurinn og leikstjóra rnjög fagnað eftir sýningu. Gamanleikurinn Græna lyftan verður næsta léttvægur fundinn við hliðina á þeim verkefnum, sem Leikfélag Selfoss hefur haft á leikskrá sinni undanfarin missiri. Kostir hans og gildi liggja í upp- byggingu, sem gerð er af þekk- ingu á kröfum leikhúss, hnytti- legum tilsvörum og skýrum mann- ' gerðum, sem gefa góðum leikur- um tækifæri til að vera skemmti- | legir. Skorti hins vegar eitthvað þar á verður leikritið beinlínis leiðinlegt. Leikendur þeir, sem að þessu sinni fara með hlutverk í Grænu lyftunni létu tækifærið Úr 3. þætti: Halldór Magnússon, Ólafur Ólafsson, Elin Arnolds-’ dóttir, Erla Jakobsdóttir og Gunnar Grans. — Ljósm.: Jóhann Þór Sigurbergsson. ekki ganga sér úr greipum. Er það fyrst og fremst að þakka vel heppnuðu vali í hlutverk, þjálfun og reynslu leikaranna á undan- förnum árum og öruggri leik- stjórn. Mest mæddi á þeim Erlu Jak- obsdóttur (Blanny Wheeler) og Ólafi Ólafssyni (Billy Bartlett) Frammistaða þeirra skar úr um, að sýningin er vel heppnuð. Eink- um var leikur Eriu hóflegur, fág- aður og eðlilegur. Ólafur not- færði sér ekki til fullnustu alla möguleika hlvitverksins, sízt í byrjun leiksins, og getur frumsýn íngar^t'tyrk, að einhverju leyti verið um að kenna, því að hon- um tókst betur er á leið eink- um þó í 2. þætti. Elín Árnadóttir lék frú Bartlett Hún hefur skýra og óþvingaða framsögn, en má varast að ofleika og gera leikinn þannig að of mikl- um skopleik. Axel Magnússon og Sig. Símon Sigurðsson léku Jaelc Wheeler og Philip Evans. Þeir eru orðnir sviðsvanir og fóru lýtalaust méð hlutverk sín. Þau Guðrun Er- lingsdóttir, Halldór Magnússon og Gunnar Granz fóru með minni hlutverk sem gáfu ekki mikil tækifæri til leiks. Gervi þeirra voru skömmtileg og féllu vel að leiknum. Vel var til leiksviðs og annars ytri búnaðar vandað, hraði sýning- arinnar var mikill eins og vera Framhald á 15. síðu. Axel Þorhjörnsson í DAG er frá Dómkirkjunni gerð úlför Axels Þorbjörnssonar, verzl- unarmanns. Iíann lézt 8. þ. m. eftir stutta en stranga sjúkdómslegu. Þrátt fyrir það, þó eins víst sé að dagur fylgi nóttu, að eitt sinn skal hver deyja, eru menn oftast jafn óviðbúnir að heyra Líkaböng glymja vinum sínum og íélögum. Þannig varð oss, félögum Axels og vinum í knattspyrnufélaginu Val, er við fréttum að hann væri allur. Vissulega var oss Ijóst, að hann gekk ekki undanfarna mán- uði heill til skógar, og að hann hafði farið „á spítala" til „rann- sóknar." Við vonuðum að sú rann sókn myndi leiða til þess, að snilli lækjna vorra og hagar hendur, fengju bjargað þessum vini vorum, svo að við mættum enn um stund hafa hann á meðal vor, glaðan og reifan. En skjótt bregður sól sumri og svo fór hér. Mannlegur máttur og þekking fékk hér ekki rönd við reist. Axel var fæddur hinn 15. april 1910 í Mjósundi í Flóa í Árnessýslu En þar.bjgggu föreldrar hans, aiit tiPársihs"19Í8, að faðir hans lézt. En móðir hans fluttist nokkru síðar til Reykjavíkur og með henni clst Axel' upp. Er Axel hafði aldur til lagði hann stund á verzlunarstörf og var um árabil í þjónustu verzlun ar Hindriks Biering, en'hin síðari ár hjá heildverzlun Ásbjarnar Ól- afssonar og hjá því fyrirtæki var hann er hann lézt. Sem starfsmað ur var Axel sérlega vel látinn hvers manns hugljúfi, öruggur og aðgæt- inn. Ungur að árum gekk Axel undir ! merki knattspyrnufélagsins Vals og |var þar tryggur og einlægur fé- : lagi til lrinztu stundar. Hann átti sæti í stjórn Vals fyrst á árunum , 1934-35 og er deildaslcipting inn ; an félagsins var tekin upp, sæti í stjórn knattspyrnudeildarinnar h n tííðari ár, og var þar í stjórn er hann lézt. j Axel var óvenjulega góður fé- lagsmaður, áhugasamur og ósér- hlífinn. Gekk að hverju því starli , sem hann tók að sér, með sannri gleði og örfandi fjöri á meðstarfs menn sína. Þær eru ótaldar stund irnar, sem stjórnendur og starfs menn áhugafélaga leggja á sig í frítímum sínum, bæði íþróttafé- laga og annarra. En Axel taldi al- drei eftir sér að leggja á sig aukið i starf og erfiði í þessu sambandi. I Þannig var það einnig í öðrum jfélögum, þar sem hann starfaði. Sama einlægnin og áhuginn, svo sem í AA-samtökunum. En f ar naut hann mikils trausts og verð- skuldaðrar virðiiigar og viðurkenn ingar. Vér Valsmenn, þökkum þessum ágæta félaga okkar, samfylgdina, nú að leiðarlokum. Þökkum órofa tryggð um áratugi við félag okicar hugsjónir þess og störf. Með hinni ljúfu skapgerð þinni og græskulausa gamni. „kættir þú Framh. á 14. síðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. apríl 19þ3 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.