Alþýðublaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 2
i I i 0m*tJ6rar: Gisll J. Astþórsson (áb) og benedikt Gröndal,—Aðstobarrltstjóri BJSrgvlú Gutmui.dsspn - Fréttastjóri: Sigvaldl Hjáimarsson. — Simar: 14 í)00 - 14 302 — 14 P03. Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Pren-smiðja AlþýðublaBsins, Hverfisgötu 8-10 — Askriftargjald kr. 65.00 i mánuðl. t Uusasulu kr. 4 00 eint. Otgefandi: Alþýðuflokkurinn í ■ i £ Hörmungapáskar i MIKLAR hörmungar hafa dunið yfir þjóðina upi nýliðna páskahelgi. Eftir einn blíðasta vetur í ananna minnum 'var sem stífla brysti og fárviðri dundu yfir norðan af jöklum Grsenlands. Þegar fyrsta og versta veðrinu slotnaði, vantaði sex fiski- báta og 16 vaskir sj ómenn höfðu horfið. Varla var þetta mannskaðaveður hjá liðið, þeg ar ein af beztu farþegavélum flugflotans hrapaði í Osló á óvæntan hátt, og fórust allir, sem með henni voru. Fyrr á öldum varð slík atburðarás, jarðskjálft- ar, skyndileg fárviðri, mannskaðar og stórslys, til að ýta undir forlagatrú. Enn slær óhug á mann- fólkið við tíðindin og menn íhuga hvað valdið geti. Ein niðurstaða er augljós. Þrátt fyrir mikla tækni og kunnáttu, stendur maðurinn enn mátt- vana gagnvart hamförum náttúrunnar, þegar hún gerist verst. Þjóðin er vel búin til að standast margs konar harðindi og raunir, en þau ativik ger- ast, sem engin forsjá, engin tækni, enginn mann- legur máttur virðist geta fyrirbyggt. I . Þrátt fyrir mikið tjón, halda íslenzkir sjómenn áfram að sigla og stunda veiðar. Meiri áherzla vferður lögð á hvers konar öryggisútbúnað sjófar- enda en áður, og félagslega verður að jafna aðstöðu manna, <sem sjó stunda, þannig að einn sé ekki bætt ur helmingi meiri upphæð en annar. Þrátt fyrir örlög Hrímfaxa halda flugmenn okkar áfram að flj-úga og farþegar áfram að fljúga með þeim — minnug þess, að miðað við fjölda flug farþega allt árið er reikningsleg hætta í flugvél ekki meiri en í bifreið á þjóðvegi. Það er raunar umhugsunarefni — þó öllu frekar fyrir þann mikla fjölda, sem ferðast á landi. » Atburðir síðustu daga hafa snert strengi í brjóstum allra Íslendinga. Þjóðin tekur þátt í sorg þeirra, sem misst hafa vini eða vandamenn, og vott ■ar þeim samúð. Kosningaharáftan BÚAST MÁ VIÐ, að kosningabarátta hefjist að marki næstu daga. þótt ýms teikn séu þegar á ; íófti. Alþingi situr enn, en ætlun flokkanna hefur j verið- að Ijúka störfum þess um næstu helgi. Ætti það að takast, ef allir vilja, þótt mörg mál séu enn óafgreidd, sem verður að ljúka. ' Það er hollt að hafa kosningabaráttu styttri en hér hefur áður tíðkazt, þótt hún verði eftir því harðsóttari. Höfuðmál Qiggja ljós fyrir þjóðinni, og i hún mun kveða upp sinn dóm í júní. Þetta sett hefur vakið almenna atliygli um land ailt, cnda án efa lang stofulegasta borff- krókssettið, sem framleitt hefur verið hér. Borðplatan er úr harffplasti, sem þolir flest, platan hefur verið gerff meff alls um G0 mismunandi mynstrum. Borb með stækkaníegri piötu Meffal þeirra mörgu atriða, sem valda því, að JK-húsgögn eru vinsælustu eldhúsgögnin er, að þau fást meff 3 stækkanlegum borðum. Fást hjá flestum húsgagnasölum um land allt. — í Reykjavík hjá Húsgagnaverzlun Austurbæjar, Skólavörðustíg 16. J. K. - húsgögn j. K. ■ húsgögn i,1111111m■■1111■■i■■■i■11■11■■r111] ................................................................Illlll•"••"•"""""••"",,,,,■•• •£- Saga um páskaliljuna mína, sem dó. Kalla3ist útaf a3 frosinni jör3. | I „Náttúran sér um þaS allt“. lllllllllllllll"ll""lll"IIIIIIMIIIIIIIIIIII|llllllllll"""l"""""l"l|"""ll"l"lllllllllllllllll>lll"""""""""""llllllll« PÁSKALILJAN MÍN lá andvana í garðinum undir glugganum á páskadagsmorguninn. Hún h'afði brosað til mín gullinlit og talað við mig um vorið, sem væri í nánd og ég vissi að hún mundi standa við fyrirheitin ef liún fengi sjáif ráðið. En hún var svo lítil og veik- byggð, aðeins lítiff brosandi blóm undan vetri, sem vildi skína og gleðja, hún trúffi áreiðanlega á fegurffina og bjóst ekki við neinu illu. EN EFTIR ÞVÍ, sem hlýindin uxu og nær leið vori, ukust hraic- spár manna allt um kring. I’að hlaut að koma kast. Það hlaut að koma frost og nýgræðingurinn hlaut að falla., annað gæti okki komið til mála. Ég heyrði bessar hrakspar, en trúði ekki á þær og reyndi að mótmæla þeim. Eg horfði á páskaliljuna mína, sem var að rejma að berjast við að springa út — og ég trúði á hana. Nú er hún dáin og ég roðna af skömm af bví að ég var svo barnalegur að uúa ekki á reynslu kynslóðanna. I ÞAÐ HEFUR MARGT fallið í valinn, síðan ég ræddi við ykkur síðast. Ofsinn heltók landið og mið in, fárviðrin, stormarnir, byljirnir, klakinn. Skipin fórust og sjórinn krafðist sinna fórna. Sextán menn létu lífið. fjöldi barna varð föður laus og þúsundir fagurra blóma hölluðust undan veðrum að fros- inni jörð — og dóu. — Samt sem áður er ég að telja mér trú um, að páskaliljan mín, þessi litli gulini knúppur, muni innan skamms rísa upp aftur og brosa við mér. Ég hélt að hann mundi kannski gera Framh. á 15. síðu. 2 17. apríl 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.