Alþýðublaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 8
 . . . ÞAÐ kom eins og reiðar- slag! . . . í lok annarra ógnvekjandi slys- fara páskanna 1963. Brennandi íslenzk flugvél á Fornebu- iugvelli Óslóborgar. 12 dánir, 5 manna áhöfn, 7 farþfegar. Leik- <onan Anna Borg meðal hinna átnu. Slík var sú voðafrétt. Orð fá varla lýst þeirri skelf- ;ngu sem greip fólk —'þar á ineðal mig. Anna dáin; — Horfin! Gat þetta verið rétt? Flugslys úti í heimi, skipta inann eiginlega svo litlu. Fram- andi fólk fjarlægra þjóða bíður bana. Það vekur óþægilegar til- finningar — okkar — ekki bein- línis sorg svo hjarta manns skjálfi. Hér var öðru máli að gegna. — Anna Borg ein hinna látnu! í einu vetfangi þyrpist að sæg ur endurminninga um hana. Skóla órin í Kaupmannahöfn með henni. Samstarf svo árum skipti hér heima. Allt ógleymanlegt. Allt fagurt og dásamlegt. Anna á leið heim til síns elsk- aða lands. Heim til ættingja og vina. Listakona á góðum aldrí, með fullu starfs-þreki. Virt og mikils metin við eitt bezta og elzta leik hús álfunnar, við hlið síns ágæta eiginmanns og mikla listamanns Páls Reumert. Nú allt í einu svipt burt. Aldrei stendur maðurinn jafn undrandi, ráðþrota og lostinn skelfingu og við slíka ógnvekj- andi atburði. Hvers vegna? Hvers vegna? „Hver má þýða heilög ragna ráð”! Spurninqar sem engin svör fóst við flvkk'ast að. Falla mátt- vana til jarðar. Ef!ir er 'ópj s so’gin. Hiðxtóma r'm saknaðarins! Ensen : og ætt- jo"?ífln"n h.'*• fa kt Fáar hlýrri eða yndislegri konur. Engan betri og hjálpfúsari skólafélaga. Enga. vandvirkari listakonu leiksviðsins. Það var oft unun að hennar vinnubrögðum, og samleikurinn við hana var inspirerandi, oft og einatt. Henni fannst aldrei neitt nógu gott. Virðing hennar fyrir starfi sfnu var háleit og takmarkalaus. Til fyrirmyndar. Hún var hin fegursta Halla í Fjalla-Eyvindi í Reykjavík 1930. IVIínu fyrsta verulega stóra verk- efni hér heima. Ég man ennþá hve glöð hún var, þegar ég bauð henni heim, til að leika þetta hlutverk. Sú samvinna var dýrmæt og ógleym anleg. — Fulltrúar frá mörgum löndum Evrópu .og Ameríku sáu þá sýn- ingu. Orðstír Önnu Borg flaug víða það ár. Hún var þá ráðin við konung lega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Listasigrar Önnu verða ekki raktir hér. Þeir eru alkunnir. Frægð og frami varð hlutskipti þessarar stórglæsilegu og hæfi- leikamiklu konu. Hún var um langt skeið af mörpum talin fegursta leikkona Norðurlanda. Lfiksiprar hen”»r pru legio. Nú ert þú horfin1 Ég þakka þér allt og allt! Veit að þín hefir beðið björt og fögur tilvera á ódáinslandinu, þar sem hin hrollvekjandi véla- tækni jarðarinnar fær ekki grand að þér. - Ég, og aðrir vinir þínir munu geyma minninguna um manneskj- una og listakonuna Önnu Borg meðal sinna helgustu dýrgripa. Með brottför binni hefur ís- larvd misst einn sinn áhrifamesta og glæsilegasta fuútrúa listar- innar á erlendvm vettvangi. Það sæti verður vandfyllt . . . Reykjavík 16. apríl 1963. Haraldur Björnsson. ■ ' " /' ' ■ ‘ -. ANNA BORG fæddist í Reykja- vík 30. september 1903, déttir hjónanna Borgþórs Jósefssonar bæjargjaldkera og Stefaníu Guð- mundsdóttur, hinna ágætu leik- konu. Hún kom snemma fram á leiksviði hér í bæ, en fyrsta stór- hlutverk hennar á leiksviði hér var í „Det var engang“ með danska leikaranum Adam Poul- sen. Það mun hafa verið hann, sem hvatti hana til náms í leik- list, og gekk hún á leikskóla Konunglega leikhússins í Kaup- mannahöfn. Hún debúteraði á Konunglega leikhúsinu 22. marz 1929 í Gálga- manninum eftir Runar Schilde á móti Poul Reumert, sem lék of- urstann. — Þau gengu í hjóna- band 5. október 1932 og eignuð- ust tvo syni, Stefán Borg Reum- ert, stýrimann, sem er búsettur hér á íslandi, og Thorsten Borg Reumert lækni. Ummæli um Önnu Borg látna Andlát Önnu Borg hefur vald- ið mikilli sorg meðal leikhúss- manna um öll Norðurlönd. Fara hér á eftir glefsur úr ummælum nokkurra norrænna leikhúsmanna um hana : Henning Bröndsted, forstjóri Konunglega leikhússins: „Bæði sem leikkona og leikstjóri hafði Anna Borg mikla þýðingu fyrir Konunglega leikhúsið. Og sem leikstjóri starfaði hún bæði við leikrit og óperur. Svo sem kunn- ugt er, varð Anna Borg fyrir alvarlegum sjúkdómi, og þegar hún kom aftur til starfa, en í fyrstu ekki sem leikkona, stakk ég upp ‘ á því við hana, að • hún reyndi sig sem kennari í leiklist við óperuskólann, kenndi hinum ungu söngmönnum að leika, og það mikilvæga starf hafði frú Anna Borg með höndum í mörg ár. Það var því algjörlega eðli- iegt, að hún í framhaldi af því gerðist óperuleikstjóri, fyrst í „Grímudansleiknum”, síðar í „Trúbadúrnum” og „Rigolettó1.” Fyrsta verk hennar sem leik- stjóra var í „Magtens bröd” eftir Leck Fischer. Frá síðari árum minnumst við hennar sem leik- konu aðallega vegna hins ágæta leiks í . hlutverkí Elízabetar drottningar í Maríu Stúart eftir Schiller og í hlutverki Beru drottningar í „Hagbarth og Sig- ne” eftir Oehlenschlager. Það eru tæoir átta dagar síðan ég talaði við Önnu Borg um næsta leikár og að hún tæki við hlut- verki Mor Karen í Álfhól, þegar við tökum það leikrit upp aftur. Eg var ekki í efa um, að Anna Borg, með sína íslenzku erfð að baki, hefði getað skapað hina réttu og dularfullu Mor Karen. Fréttin um hinn . sorglega dauða hennar kemur með svo cegilegu afli, að mér er það ómögu Framhald á 14. síðu. 0 Auna Borg í hlutverki Toinette í ímyndunarveikinni. — Lengra til vinstri: í hlutverki heilagrar Jó- hönnu í samnefndu leikriti — í bæði skiptin í Þ.inðleikhúsinu hér. ) 8 17. apríl 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.