Alþýðublaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 12
ÍAhora! you wilu WHAT5 THE MESSAöE AH/ SENoe,lT IS FEOM A , -AH-LApy/, TELUWHY yoi) rOLLOW SENCSITA CONStlELO MtlKCIA To PANAMA CITy! <í USE THS PASS K=y NOWj ( k Holmes fyrir unglinga Etfir A* Conan Doyie SCOT „ÉG ER með sbjöl hér,“ sagrði vinur minn Sherlock Holmes, er við sátum vetrarkvöid citt við eldinn, „sem ég heid sann- arlega, Watson, -að þú ltefðir g’aman af að kynnast. Þetta eru skjölin í hinu furðulega máli um skipið GLORIU SCOTT, og þetta eru skilaboðin, sem ollu snöggum dauða Trevors dóm- ara, er hann las þau.“ Hann hafði tekið upp úr skúffu dálítinn, fölnaðan vönd- ul, og er hann liafði vaíið band ið utan af Iionum, rétti hann mér gráleitt blað, sem nokkrar línur höfðu verið krotaðar á. „Allt fasana ungviðið er enn ekki komið, né kemst, upp. — Yfirdyravörðurinn Hudson hér og hefur víst örugglega sagt um það allt, Fasanahænurnar allar flýðu, og það strax.“ Þann ig voru skilaboðin. Þegar ég leit upp úv lestri þessa furðulega plaggs, sá ég, að Holmes var að hlæja með sjálfum sér að svipnum Á and- liti mínu. „Þú virðist dálítið ruglaður,“ sagði hann. „Ég fæ ekki séð, hvernig slík skilaboð sem þessi hafa gctað valdið skelfingu. Mér finnst þetta miklu fremur kátbros- legt en nokkuð annað.“ „Ekki er það ólíklegt. Þó stendur sú sfaðreynd, að sá, sein las það, stór og stæðilegur maður, féll algjörlega af því, eins og hann hefði verið stein rotaður með byssuskefti.“ „Þú æsir upp íorvitni mína,“ sagði ég. „En hvers vegna sagð irðu rétt áðan, að sérstök á- stæða væri til, að ég kaimaði þetta mál?“ „Af því að það var fyrsta málið, sem ég Iiafði afskipti af.“ Ég hafði oft reynt að veiða upp úr félaga mínum, Iivað það hefði verið, scm fyrst beindi huga hans að rannsóbmun á glæpum, en ég hafði til þessa aldrei hitt á hann í því skapi, ■ að hann vildi nokkuð segja um það. Nú fævði hann sig framar I stóinum og breiddi úr skjöl- unum á hnjám sér. Síðan kveikti hann í pípunni og sat nokkra stund og reykti og blað aði í þeim. „Þú hefur aldrei heyrt mig tala um Victor Trevor?“ spurði hann. „Hann var eini vinur, sem ég eignaðist í háskólan- um. Ég hef aldrei verið mann- blendinn, Watson, venjulega ; viljað heldur hanga inni og þroska með mér þankagang minn, svo að ég umgekkst al- drei mikið þá, sem voru á sama ári og ég í skólanum. Að und- anskildum skilmingum og hnefa leikum fékkst ég lítið við íþrótt ir, og nám mitt var gerólíkt námi hinna piltanna, svo að við áttum bókstaflega ekkert sam- eiginlegt. Trevor var eini mað- urinn, sem ég þekkti, og það varð að'eins vegna þess, að hund urinn haus beit mig í fótinn einn morgíininn, þegar ég var á léið til morganbæna. „Það var ósköp ómerkilegt tiiefni til vináttu, en það bar árangur. Ég þurfti að liggja í tíu daga, cg Trevor var alltaf að koma og spyrja um líðan mína. í fyrstu röbbuðum við aðeins sarran í svo sem mín- útu, en brátt urðu heimsóknir hans Iengr', og áður en háskóla árinu lauk vorum við orðnir nánir vinir. Ilann var glaðvær og sterkar náungi, fullur af gáska og krafti, algjör andstæða mín í flestum atriðum. En við fundum, að við átíum ýmislegt sameiginlegt, og það styrkti enn vináttu f'J ' nr, er ég komst að raun um, að hann var jafn vina snauður og ég. Loks bauð hann mér heim til föður síns I Donni thorpe í Norfolk, og ég þáði boð hans um að dvelja þar í mámið -í sumarleyfinu. „Trevor garali var sýnilega vel ríkar og virtur maður, frið- ardómari og landeigandi. Húsið í DonniMiorpe, sem er smáþorp, var garas’dags, víðáttumikið múrsíeínshús með þykkum eik- arbituia og lágu fallegu trjá- göng ayp að því. Það var ágætt til anáaskytteríis í mýrunum, prýðisgóð veiði í ám, Iítið en vel vaíið bókasafn, sem mér skildist að hefði verið keypt með húsinu, og vel þolanleg matreiðsI"kona, svo að það Iiefði mátt vera I meira lagi vandf -' ií.n>! naður, sem ekki gat eytt ánæg: Tcgum mánuði þar. „Trevor eldri var ekkjumað- ur, og vur.ur minn var einka- barn. Dóttir hafði dáið úr barna veiki í Birmingham. Faðirinn vakti mjög áhuga minn. Hann var lítill menningarmaður, en hafði til að bera talsvert mik- inn ótaminn kraft, bæði Iíkam- lcga og andlega. Hann hafði varla hugmynd um bækur, en hann hafði ferðazt mikið, hafði séð heilmikið af heiminum og hafði munað allt, sem hann hafði lært. Hann var þrekvax- inn og sterklegur maður, með þykkt hæruskotið hár, brúnn og vAturbitinn í framan og með biá augu, sem voru svo skörp, að hélt við ofsa. Þó hafði hann á sér orð fyrir góðvild og um- burðarlyndi í sveitinni og þar þekktur fyrir væga dóma í rétt inum. „Kvöld nokkurt, skömmu eft ir komu mína, sátum við yfir portvíni eftir kvöldverð, og fór Trevor yngri þá að tala um þann vana minn að taka ná- kvæmlega eftir og draga álykt- anir, sem ég var þá þegar bú- inn að binda í kerfi, þó að ég hefði enn ekki gert mér grein fyrir því hlutverki, sem hann átti eftir að leika í lífi mínu. Gamli maðurinn hélt auðsjáan Iega, að sonur sinn væri að ýkja, er hann sagði honum af einu eða tveim smátilvikum, sem ég Iiafði unnið. „Svona nú, herra Hoimes,“ sagði liann og hló góðlátlega, „ég er ágætt verkefni, ef þér getið dregið einhverjar álykt- anir af mér.“ „Ég er hræddur um, að það sé ekki mikið,“ svaraði ég. „Ég gæti getið mér þess til, að þér hafið óttazt árás á yður síð- ustu tólf mánuðina.“ Hláturinn dó vörum hans, og liann starði á mig undrandi. „Ja, það er svo alveg dag- satt,“ sagði hann. „Ég skal segja þér, Victor,“ sagði liann og sneri sér að syni sínurn, „þeg ar við náðum í hópinn, sem stundaði veiðiþjófnaðinn, sóru þeir að stinga okkur með hníf- um. Og það er þegar búið að ráðast á Sir Edward Hoby. Ég hef alltaf verið á verði síðan, þó að ég hafi ekki hugmynd um, livernig þér vitið það.“ „Þér eigið mjög fallegan staf,“ svaraði -ég. „Af álefrun- inni sá ég, að þér hcfðuð ekki átt hann í meira en ár. En þér hafið eytt allmiklum tíma og erfiði í að hola handfangið að innan og hella bráðnu biýi í holuna, til þess að gera staf- inn að miklu vopni. Ég ímynd- aði mér, að þér munduð ekki gera slíkar varúðarráðstafanir, nema því aðeins og þér óttuð- ust einhverja hættu.“ „Nokkuð annað?“ spurði liann brosandi. „Þér stunduSuð talsvert hnefa Ieika á unglingsárum.“ „Rétt aftnr. Hvernig vitið þér það? Hefur nef mitt kannski skekkzt eitthvað?“ „Nei,“ sagði ég. „Það eru eyrun. Þau eru fiöt og þykk, eins og gjarna vill verða á hnefa Ieikamönnum.“ „Nokkuð annað?“ „Þér liafið grafið mikið, svo sem sjá má af sigginni í lófum yðar.“ oy hiís COHEHNAGLH — Dísa, ef þú getur ekki að þér gert að flissa, í hvert sinn er ég sýni æfingu, verður þér vísað úr ballettskólanum. — Ilérna eru einkaskilaboð til yðar. Stál ofursti. — Það stóð þá ekki á því að haft yrði samband við mig. Hver eru þessi skilaboð? ■ Þau eru frá konu, herra minn. - Notaðu nú lykilinn, sem gengur að.öll- um dyrum hér. — Hvernig stcndur á því, að þér hafið elt fröken Consuelo Murcia til Panamaborgar? 12. 17. apríl 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.