Alþýðublaðið - 20.04.1963, Page 2
j *iutJóror: Gijll J. Astþórssor (áb) og benedikt Gröndal.—AðstoOarritsýóll
i BJörgviu GuCmundsson - Fréttastjórl: Sigvaldi Hjálmarsson. — Simar:
j 14 900 - 14 002 — 14 903. Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsiö.
j — Preii'smiöja AlþýðublaÐsjns, Hverfisgötu 8-10 — Askriftargjald kr. 65.00
j 4 mánuði. t laLSjiulu kr. 4 00 eint. Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn
HVER Á METIÐ?
SKÖMMU EFTIR MIÐNÆTTI í fyrrakvöld
flutti Þórarinn Þórarinsson síðustu ræðu framsókn
armanna í eldhúsumræðunum. Lét harm fullyrð-
ingar og fúkyrði óspart vaða, eins og hans er ivenja.
Meðal annars notaði hann spurningaform og stillti
etjórnarflokkunum heldur betur upp við vegg.
Ein af spurningum Þórarins, sem jafnframt er
eitt af meginatriðum í áróðri stjórnarandstöðunn-
ar, var þetta: Hefur dýrtíðin nokkru sinni vaxið
eins ört og í tíð núverandi stjórnar?
Það lá í orðum Þórarins, að svo væri ekki. En
svarið er samt sem áður JÁ.
Dýrtíð hefur oft vaxið hraðar en í tíð núverandi
rlkisstjórnar, ekki sízt þegar framsóknarmenn
hafa verið við völd. Nægir að taka eitt dæmi, frá
árunum 1950—58, þegar framsóknarmenn voru
síðast við völd.
Það er ein af perlum íslenzkrar stjómmála-
sögu, hvernig framsóknarmenn komust í ríkis-
stjórn 1950. Fyrst rufu þeir stjórn Stefáns Jóhanns.
Eftir það háðu þe:'r harða kosningabaráttu gegn í-
haldi og f járplógsstarfsemi haustið 1949 og voru hin
ir róttækustu. Þegar aftur fcom á þing, flutti minni
hlutastjórn Ólafs Thors frumvarp um gengislækk
un. Fyrir það tók framsókn þátt í vantrausti á þá
stjórn, en gekk þegar á eftir til starfs við íhaldið
og stjórnaði með því til 1956!
Þegar gengið var lækkað 1950 — og hliðarráð
stafanir gleymdust — var byrjað á nýrri vísitölu,
100. Eftir eitt ár var dýrtíðin orðin svo mögnuð, að
vísitalan var komin upp í 132. Núverandi ríkis-
stjórn hefur verið í þrjú ár að koma verðbólg-
unni upp um 30%, en það tókst framsókn að gera
á 12 mánuðum 1950!
Þrem árum eftir gengislækkunina 1950 var
vísitalan orðin 156, sem er mun meiri1 verðbólga en
orðið hefur í tíð núverandi ríkisstjómar. Verður
'því e'kki komizt hjá því að játa, að í þessu efni á
núverandi stjórn ekfcert met. Sá 'heiður hvílir á
herðum Framsóknarflokksios frá tíð ríkisstjórnar
Steingríms Steinþórssonar.
Af þessu verður Ijóst, að Þórarni hafa orðið
slæm mistök á með spurningu sinni í fyrrinótt.
Honum hefði verið nær að raska ekki sivefnró lands
manna með slíkri fásinnu.
EINN VARÐ EFTIR
BILANIR I IHRESHER DEGI EYRIR SLYSIÐ
iiaasisi
McCOLLÉ.
PORTSMOUTH
— Rafvirkinn á
(NTB-AFP)
bandaríska
kjarnorkukafbátnum „Thresh-
er“, Raymond McCooIe, lauti-
nant, hefur skýrt frá því í sjó-
prófum vegna „Thresher“-slyss
ins í Portsmouth, að nokkrar
vclarbilanir hafi orðið á kaf-
bátnum daginn áður en hann
fór hinztu ferð sína.
„Thresher" sökk á Atlants-
hafi úti fyrir Boston hinn 9.
apríl. 129 menn fórust.
McColle varð eftir í landi
þegar „Thresher" lét úr höfn
og slapp þannig naumlega við
örlög þau sem biðu félaga hans
um borð.
Hann hefur haldið því fram
í sjóprófunum, að kvöldið áð-
ur en báturinn sigldi á haf út
hafi áhöfnin og verkamennirn
ir á skipasmíðastöðinni þar
um kafnir við að gera við dýpt
um hafnir við að gera við dýpt
ar- og siglingarrör kafbálsins.
Hann sagði ennfremur, að skip
stjórinn, Jolin Harvey, hefði
neyðzt til að hætta við reynslu
ferð hinn 23. marz þar eð nokkr
ar vélarbilanir komu í Ijós.
Charles Palmer, varaaðmiráll,
sem er yfirmaður skipasmíða-
stöðvar flotans í Portsmouth
kveðst ætla, að rannsóknir varð
'aindi orsakir skipstapans nái
einnig til hans. Kafbáturinn var
rannsakaður nákvgemlega í
skipasmíðastöðinni í Ports-
mouth skömmu áður en hann
sökk.
Palmer, varaaðmíráll, er
þannig annar liðsforinginn,
sem rannsóknin nær til. Hinn
er Stanley Iiecker skipherra,
yfirmaður „Skylark::, sem var
fylgdarskip kafbátsins á síð-
ustu ferð hans. Sennilega ber
Hecker ábyrgð á því, að end-
ursendingu síðustu skeytanna
frá „Threslier“ seinkaði.
HANNES Á
Einhýlishús til leigu
í Silfurtúni er til leigu frá 1. júní, 160 ferm.
einbýlishús. Tilboð sendist fyrir 5. maí á af-
greiðslu blaðsins merfct: „Einbýlishús“.
SJÓMAÐUR SKRIFAR:
„Skafmnt er nú stórra högga á
milli. Stór fiskiskip velta á hlið-
ina og síga í hina votu gröf á 3—
4 mínútum. l>að er hreinni til-
viljun háð að skipverjar bjargast.
Og þetta eru móðins slys. Þau
sigla í kjölfar tækninn'ar eða
hvað?
“ /
ÉG HEF hlustað á margar sjó-
ferðasögur, og þar fóru skip á
hliðina, fengu á sig brotsjói, sem
brutu kannske allt lauslegt ofan
af, en hörkuðu samt af. Eitt skip
fór í hring í sjónum útaf Vestfjörð
um fyrir nokkrum áratugum,
braut af sér siglutré og allir kom
ust lífs af að mig minnir. En livað
er það þá nú til dags, sem veldur
því, að skipunum hvolfir og þau
sökkva í hafið. Er það nokkur goð
gá að láta sér detta Chug, að aðal-
lega sé tvennt, sem veldur. í fyrsta
lagi meiri yfirbygging á skipunum
nú en áður og svo koma til við-
bótar þung veiðitæki, kraftblökk,
þung síldarnót og vírar. Hitt svo,
að líklega er oft ekki næg kjöl-
festa í skipunum til að vega á
móti mjkilli yfirbyggir.gu og þung
um veiðitækjum.
ÞAÐ ER ATHYGLISVERT að
skip eitt, sem nýlega fékk á sig
brotsjó, missti nótina, en rétti sig
við á eftir. Manni dettur í hug að
spyrja, livað hefði skeð hefði skip
þetta ck'ki losnað við nótina? Sá,
sem þetta rilar var skipverji á
skipi, sem lagðist á hliðina í stór
sjó, en það rétti sig við eftir að
lagfæringar höfðu verið gerðar um
borð í því. En hefði þetta skip
verið með nýtízku yfirbyggingum,
kraftblökk og nót upp á bátapalli,
þá myndi ég ekki hafa verið til að
pára línur þessar.
NÚ ERU SVO MÖRG SKIP,
stór og mikil og sjálfsagt sum á-
gætis sjóskip, farin i hafið, að það
opinbera getur ekki lengur horft
II111111IIIIIlllllIIIIIII111«!t111111111
+ SjómaSur skrifar um sjósiysin.
* í hverju liggja mistökin?
NauSsyn á nákvæmri rannsókn.
;i(t„i„„.................................................
iii ii iiii iii in 11111111111 ima
á þetta án aðgerðar. Það þarf að
skipa 3ja eða 5 manna nöfnd
liinna allra færustu manna til að
kanna hvað hægt er að gera til
öryggis sjómönnunum. Það er
ekki hægt að horfa lengur aðgerð
arlaust á þennan voða, sem blas
ir við.
NÚVERANDI ALÞINGI ætti í
þinglokin að taka þetta mál til
meðferðar og ræða þetta vanda-
sama mál, án allra flokkadrátta og
koma nefnd á laggirnar til að rann
saka þessi tíðu slys og finna lausn,
ef hægt er. Þetta má ekki lengur
vera afskiptalaust af hálfu lögjaf-
ans. Og ég tel, að þótt háttvirtir
þingmenn hafi annrikt nú að kafa
í nauðsynlegum og miður nauðsyn
legum málum, þá er þetta mál það
al varlegt, að ekki verður lengur við
unað.
ÞJÓÐIN HEFUF EKKI efni á
að fórna dýrmætum mannslífum og
öllu öðru; sem þar af leiðir. Fyrir
hálfri öld man ég að einn af
glöggskyggnustu mönnum þjóðar
innar mat mannslífið þá á 30. þús.
krónur. Nú má sjálfsagt marg-
falda þá tölu með 100 eða svo.
En í raun og veru verður manns-
lífið aldrei í krónum metið, þar
ráða önnur sjónarmið og eiga að
ráða. Hér verður eitthvað virki-
lega róttækt að ske til að stöðva
þessi ægilegu slys nærri því við
bæjardyrnar hjá okkur“.
Skemmtana-
skatturinn
samþykktur
ALÞINGI afgreiddi í gær sem lög
frumvarp ríkisstjórnarinnar um
breytingarnar á skemmtan'askatti.
Nokkur átök urðu í sambandi
við afgreiðslu málsins um það,
hvenær innheimta 15 kr. gjalds
ins á viriveitingastöðunum skyldi
hefjast á kvöldin. Varð niðurstað
an sú, að fastsetja það ekki í lög
unum, heldur hafa það reglugerð
arákvæði.
Stúlka óskast
Viljum ráða stúlku til aðstoðarslarfa í prentsmiðjuna,
helzt vana.
ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.F.
VITASTÍG.
2 20. apríl 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ