Alþýðublaðið - 20.04.1963, Síða 3
IL TROVATORE SÝND
f ÞJÓÐLEIKHÚSINU
4 bílar í
ni ferð
TROLLAFOSS, eitt af flutninga-
skipum Eimskipafélags íslands,
lagðist í gær að bryggju með mesta
farm af bifreiðum, scm komið hef
ur til islands í einni ferð. Var
skipið með hvorki meira né minna
en 154 bifreiðir. Voru nokkrar bif
reiðanna á dekki, en flestar í lest-
uin.
Allar þessar bifreiðir eru nýjar,
'utan ein, sem var í eigu útlend-
ings á íslandi. Einnig var gífur-
lega mikið af landbúnaðarvélum á
dekki. Var talið, að múgavélarnar
á dekki nú hafi verið um 60 tonn
að þyngd.
Skipið lestaði þennan farm í
Hamborg og Antverpen. Einnig er
það með asfalttjöru o. fl. efni. Að
þessu sinni var engin Volkswagen
bifreið í ferðinni, en obbinn af
bifx-eiðunum var af gerðinni Taún-
us 12 m. Einnig var allmikið af
frönsku fimm manna bifreiðunum
Simca, en vinsældir þeirra virðast i
fara ört vaxandi.
Tröllafoss lenti í hinu versta
veðri, er hann kom að landinu
fyrir tveimur sólarhringum og varð
að fara sér hægt vegna flutnings- ;
ins á dekkinu. Að öðru leyti gekk
ferðin að óskum. Tröllafoss hefur
aðeins einu sinni komið með fieiri
farartæki til landsins í einni ferð.
það var fyrr í vetur, þegar skipið
lestaði traktora ásamt bifreiðum.
Voru þá yfir 200 farartæki í lest-
um skipsins.
Skiþstjóri á Tröllafossi er Guð-
ráður Sigurðsson, og hefur hann
verið með skipið í rúmt ár. Hann
hefur áður verið skipstjóri .á Fjall
fossi.
MVNDIN er tekin skömmu eftir að
Tröllafoss lagðist að bryggju í gær,
og sýnir glögglega hvílíkan fjölda
landbúnaðarvéla hann var með á
dekki. (Ljósm.: Rúnar G.).
Grimau dæmd-
ur fiB dauða
ÓPERAN H, Trovatwre verður
frumsýnd í Þóðleikhúsinu um
miðjan maí. Leikstjóri er Sví-
inn, Lars Rönsten; stjórnandi
hljómsveitarinnar, Daninn Ger-
hard Scheplern; lafjktjöld er!u
gerð af Lárusi Ingólfssyni, en bún
ingar allir eru fengnir að láni
hjá konunglegu óperunni í Stokk
hólmi.
Aðalhlutverkin eru í hönd’rn
Guðmundar GuðjSnssonar, sera
leikur Manrico, Guðmundur Jóns
son leikur Luna, Leonora er lek
in af Ingeborg Kjellgren (frá
Stokkhólms-óperunni), Azucena
er leikinn af Sigurveigu Hjalte-
sted, Jón Sigurbjörnsson leikur
Ferrando og Svala Nielsen, Ines.
Gerhard Schepelern hefur um
skeið unnið í Árósum, þar sem
Guðmundur Guðjónsson söng
undir hans stjórn, en annars er
hann tónlistarráðunautur við
danska útvarpið og starfsmaður
Konunglega leikhússiqs.
Ingeborg Kjellgren er fastráð-
in við óperuna í Stokkhólmi, en
hefur starfað í tvö ár við óper-
una í Köln. Hún hefur getið sér
gott orð sem sópransöngkona.
Þetta er 17. söngleikurinn, sem
Þjóðleikhúsið sýnir. Áður hafa
þar verið sýndár 8 óperur og 8
óperettur. Áður hafa verið sýnd-
ar tvizx óperur eftir Verdi; Rigo-
letto og La Traviata. Auk þessa
hafa allmargir erlendir gestir
komið hingað og haft óperusýn-
ingar eða óperettusýningar í Þjóð
leikhúsinu.
Óperan II Trovatore var frum-
sýnd árið 1853 í Rómarborg. —
Óperan átti strax miklum vin-
sælcjum að fagna og hefur verið
og er sífellt sýnd víða um heim
í hinum stærstu óperuhúsum.
Efnið er sótt til Spánar, þar sem
í byrjun fimmtándu aldar var ort
um hina óhamingjusömu xappa:
Greifann og trúbadúrinn, sem báð
ir elskuðu hina sömu fögru konu.
Að sjálfsögðu leiðir ást þeirra til
þess að þeir deyja og allir með.
VERDI
SYNGUR BARA
f BAÐINU...
MADRID og MOSKVU, 19. apríl
(NTB-Reuter).
KRÚSTJOV forsætisráðherra hef-
ur skorað á Franco hershöfðingja
að ógilda dauöadóminn yfir Julian
Grimau, spánska kommúnistafor-
ingjanum. Jafnframt bcrast þær
frcgnir frá Madrid, að dómsyfir-
völd hafi staðfest dauðadóminn,
sem kveðinn var upp í réttinum.
Dauðadpmurinn var sennilega
til umræðu á ráðuneytisfundi í
dag, en líklegt er talið, að stjórn-
in hafi ekki endanlega fjallað um
málið.
Julian Grimau var sakaður um
| að vera í félagi í spánska komm-
únistaflokknum, sem er bannaður.
Einnig var hann sakaður um að
hafa pyndað hægrisinnaða Spán-
verja í borgarastyrjöldinni eða
fyrirskipað pyndingar. Grimau neit
aði síðarnefndri sakargiftinni, en
sagði: Ég hef verið kommúnisti í
25 ár og ég mun deyja sem komm
únisti.
Fregnir hafa borizt af mótmæla-
fundum við spönsk sendiráð erlend
is. Tékkar hafa boðið Grimau hæli
sem pólitískum flóttamanni.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ræddi í gær við |
leikstjórann Lars Rönsten, sem
kom hingað til lands í vikunni, og
er nú tekinn til við að æfa upp 11 '
Trovatore. Æfingar eru raunar [
hafnar fyrir löngu í Þjóðleikhús-
inu og hefur Fritz Weisshappel
æft einsöngvarana. Herra Rönsten
sagði, að sér litist sérlega vel á
leikhúsið, leiksviðið væri mjög j
þægilegt, og söngvararnir hefðu
fallegar raddir. Hann sagði, að
hann hyggði gott til starfsins hér.
Rönsten hefur um átta ára bil
starfað við Stokkhólmsóperuna og
sett upp margar óperur þar. Auk
þessa hefur hann sett upp þrjár
óperur í Kaupmannahöfn og loks
hefur hann starfað við leikstjórn
með frönskum leikstjóra á Drottn-
ingholm-leikhúsinu í Stokkhólmi.
Næsta verkefni verður í haust
að setja upp Aidu, sem verður
frumsýnd á 150 ára afmæli Verdis
10. október.
Rönsten segir, að um 300 óper-
ur séu sýndar ár hvert í Stokk-1
hólmi. Óperur hinna gömlu meist-
ara séu sífellt á dagskrá, en svo !
koini inn nýjar óperur eða nýstár-
legar uppsetningar á gömlu óper-
unum inn á milli.
Aðspurður um það, hvernig
Aðspurður um það, hvernig Stokk- J
að liún væri ailvel sótt en aðsókn-!
in gæti þó verið betri. Nú væri í.
bígerð, að hef ja nýja auglýsinga-'
herferð til að auka aðsóknina að
óperunni.
Aðspurður um það, hvort sjón-
varpið hefði ekki dregið úr að-
sókn að óperunni sagffi leikstjór-
inn, að mesta sjónvarpsfárið væri
nú gengið yfir, en kvikmyndahús-
in hefffu orðið harffast úti, þegar
sjónvarpið kom. Mörg smábíó
hefðu þá lokað eitt af öðru, aðeins
hin stóru hafi staðið af sér alla
storma.
Aðspurðnr um það, hvort hann
hefði sjálfur sungiff í óperum,
sagði herra Rönsten, að það hefðl
hann ekki gert. Hann syngi hvergi
ncma í baðherberginu.
GUISEPPE VERDI fæddist
10. okijiber árið 1813 í Ron-
cole á Italíu. Hann var sonur
gestgjafa þar. — Hann fékk
styrk frá því opinbera til
þess að stunda tónlisíarnám
1 Milanó og þótti ekki sér-
lega efnilegur í fyrstunni, en
árið 1839 var þó frumsýnd
óperan Obeto eftir gestgjafa
soninn, Giuseppe. Þar á eftir
komu margar óperur, en eng
in þeirra megnaöi að afla
honum mikillar frægðar. Þa3
var ekki fyrr en árið 1851,
sem nafn hans var skrifað
stórum stöfum, þaö var, er
Rigoletto var frumsýnd. —
Skömmu síðar komu óperurn
ar II Trovatore og La Travi-
ata, sem frumsýnd var í Fen
eyjum sama ár, og II Trova
tore var frumsýnd í Róm
1853.
Nú var aftur öldudalur í
frægð Verdis.sem aftur náði
hámarki með fmmsýningu
óperunnar Aida, sem fyrst
var flutt í Kairó árið 1871,
en skömmu síðar i Milanó.
Þessi ópera hefur síðan ver-
ið sýnd um allan heim, eins
og raunar fleiri óperur Verd-
is, sem hélt áfram að skrifa
óperur fram í andlátið. .—
Requim (til minningar um
A. Manzoni) var flutt í Mil-
anó árið 1874, árið 1887 var
Othello sýnd í Milanó og
Falstaff í M vinó p / 1903.
Þá var tónskáldið látið fyr-
ir tveim árum. Hann lézt í
Milanó, 27. janúar árið 1901.
Deilt um kött
Dacca, 19. apríl
(NTB — Reuter).
NAFNIÐ á ketti sendiherra Banda-
ríkjanna á Indlandi hefnr hleypt
illu blóði í marga í Pakistan og
óttast er að afleiðingin verði
stjórnmálalegt deilumál.
Orffrómur er á kreiki um að
köttur Galbraiths sendiherra heiti
„Ahmed”, sem er sama orðið og
Múhaineð. Sagt er, að liér sé um
guðlast að ræða.
Varaforseti Pakistanþings sagði
í dag, að ef orðrómurinn væri
sannur væri málið þúsund sinn-
um alvarlegra en allar vopnasend-
ingar vesturveldanna til Indlands.
Máliff hlýtur að þróast í alvarlegt
milliríkjamál, sagði varaforsetinn,
Afzal Cheema.
Af hálfu Pakistanstjórnar er
sagt, að stjórnin muni rannsaka
málið ef satt reynist að kötturinn
raunverulega heiti Ahmed.
Galbraith sendiherra sagði í
dag, að það væri rangt að köttur-
inn bæri nafn spámannsins. —
Þannig væri mál með vexti, að
börn hans hefðu eignazt köttinn í
bænum Ahmedabad, og kötturinn
hefði verið kallaður eftir bænum.
t öryggisskyni var dýrið skýrt upp
aftur og heitir það nú Gujerat í
höfuðið á héraðinu, sem hefur
Ahmedabad fyrir liöfuðstað.
ALÞÝÐUBLA9IÐ — 20. apríl 1953 3