Alþýðublaðið - 20.04.1963, Page 5

Alþýðublaðið - 20.04.1963, Page 5
I list" ytra Eg: tel nauðsynlegt, að settar verði fastar reglur um þátttöku íslenzkra listamanna í sýning-um erlendis, sem hið oniu'oera veitir styrki til, sagði Gylfi Þ, Gíslason | menntamálaráðherra í sameinuðu þingi í gær. Sagði hann þetta í til- 1 efni af fyrirspurn, er fram hafði verið borin um styrki til íslenzkra listsýninga erlendis. í upphafi fundar sameinaðs þings í gær kvaddi Guðlaugur Gíslason (S) sér hljóðs. Sagði hann, að íslenzkir lista- menn hefðu kvartað yfir því að, ekki ættu allir íslenzkir listamenn Jafnan rétt á því að sækja þær ís- lenzkar listsýningar erlendis, er hið opinbera styrkti. Vitnaði Guð- laugur í þessu sambandi í viðtal við Finn Jónsson llstmálara í Víði. Beindi Guðlaugur þeirri fyrir- spum til menntamálaráðherra, hvort fyrirkomulag á þátttöku ís- lenzkra listamanna í sýningum, er ríkið styrkti væri með þeim hætti, er fram hefði komið í umræddu viðtali við Finn Jónsson. Einnig spurðist Guðlaugur fyrir um fyrir- komulag á íslenzkri þátttöku í list- sýningu í París síðar á þessu ári. Menntamálaráðherra sagði, að umrædd sýning í París væri list- iðnaðarsýning en ekki listsýning. Hinsvegar sagði menntamálaráð- herra.að nauðsynlegt væri að setja fastar reglur um þátttöku ís- lenzkra listamanna í sýningum er- lendis, er rikið styrkti þær. Kvaðst ráðherrann telja, að koma þyrfti á fót nefnd, er fjallaði um þátttöku ísl. listamanna í sýning- um erlendis. Og listamenn ættu sjálfir að kjósa fulltrúa í slíka nefnd. KENNEDYíRIÐAR- HORFUR BETRI ERIR KÚBUMÁLIÐ WASHINGTON, 19. apríl (NTB-AFP). KENNEDY forseti sagði í ræðu, sem hann hélt í dag fyrir blaða- útgefendur í Bandaríkjunum, að vegna lykta Kúbudeilunnar í fyrra haust væru nú meiri tryggingar fyrir friði og frelsi í heiminum. Kennedy drap aðeins stuttlega á Kúbumálið og talaði aðallega um innanríkiMnál. Stofnun fækni skóla frestað it orgarbókasafnið Mikil óþolin- mæði í Bonn BONN, 19. apríl (NTB-DPA). I ONRAD Adenauer kanzlari kom í dag til Bonn að loknu páskaleyfi í húsi sínu við Como-vatn á Ítalíu. Adenauer snýr heim í þann rmnd sem miklar umræður eru í 1 i-istilega demókrataflokknum og í blöðum um það, hver eftirmaður h:ms verður, þegar hann lætur af eíörfum í haust. Óþolinmæðin \ egna þess, að engin ákvörðun hef er verið tekin þrátt fyrir fjölda í'.rnda í flokksforystunni og við /* denauer, varð til þess í dag, að F.ugen Gerstenmaier þingforseti krafðist þess að Erhard várakanzl- ;: i yrði skipaður eftirmaður Aden auers. Vitað er, að flokksforystan er \ firleitt fylgjandi Erhard. sem denauer styður þó ekki. Hann kýs heldur Gerhard Schröder. Framh. af 16. síðu starfaði fyrst í Austurbæjarskóla, en flutti í eigið húsnæði í Hólm- garði 34 í apríl 1957. Útibú II var stofnað árið 1936 og hefur það frá upphafi verið til húsa á Hofsvallagötu 16. Útibú III var stofnað árið 1948 og starfaði fyrstu mánuðina í Hlíð arenda við Langholtsveg, en síðan um margra ára skeið í Efstasundi 26. Um síðustu áramót var útibú þetta flutt í ný og rúmgóð húsa- kynni við Sólheima 27. Þegar safnið tók til starfa fyrir 40 árum, var skráð bókaeign þess 933 bindi, en um síðustu áramót var hún orðin 82.078. Lætur nærri, að þrír fimmtu hlutar bókanna séu skáldrit á íslenzku, frumsamin og þýdd. Fyrsta heila árið sem safnið starfaði, voru lánuð út 31.961 bindi, en árið 1962 hafði þessi tala nær sjöfaldast, og voru þá lánuð út 217.331 bindi. Eru þá talin þau bindi, sem safngestir fá heim að láni, en ótalin öll rit, sem lánuð eru til lesturs í lestrarsal og bama lesstofu. Horfur eru á, að útlán aukist mjög mikið á yfirstandandi ári, eða um allt að 40%, og er þar fyrst og fremst um að ræða árang- ur af starfsemi útibúsins í Sól- heimum 27 í nýjum og glæsilegum húsakynnum. Gefur þessi ánægju- legi árangur ákveðna vtsbendingu um, hvert- stefna þarf í bygginga- málum safnsins. Fyrsti forstöðumaður safnsins var Sigurgetr Friðriksson, sem kom safninu á fót óg veitti því for- stöðu til dauðadags 10. maí 1942. Núverandi borgarbókavörður er Snorri Hjartarson, en hann hefur gegnt stöðunni frá ársbyrjun 1943. Starfsmenn safnsins við bóka- vörzlu eru nú um tuttugu talsins, og eru þá ótaldir kennarar þeir, sem annast gæzlu í lesstofu barna- skólanna. Skráðir lánþegar safnsins voru tæplega 7.000 árið 1962. Má reikna með, að 38 af hverjum 100 lán- þegum séu börn og unglingar 16 ára og yngri. Þeir yngstu geta tal- ið árin á fingrum annarrar handar og eru mjög áhugasamir, þótt þeir séu nýbúnir að kynnast lestrarlist inni. Elztu lánþegar munu hins vegar vera á níræðisaldri, en ekki eru þeir margir talsins. Ekki eru haldnar neinar skrár yfir, hvaða bækur eru mest lesnar, j en talið er, hve mörg bindi bóka leftir íslenzka höfunda eru lánuð !út í aðalútlánadeild safnsins í I Þingholtsstræti. ALÞINGI samþykkti í gær frum- varpið ura Tækniskóla íslands, m þá höfðu verið gerðar miklar breyt ingar á frumvarpinu frá því að það var fyrst flutt. Var mennta- málanefnd neðri deildar, sem lagði til að miklar breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu og ltafði nefndin haft fullt samráð v;ð menntamálaráðherra um þær breyt ingar. Benedikt Gröndal gerði grein fyrir áliti menntamálanefndar. — Kvað hann nefndina hafa rætt við ýmsa aðila um málið og fengið álit og umsagnir margra aðila. Hann sagði, að frá fulltrúum Vél- Stjórafélags íslands og Tæknifræð- ingafélags íslands jiefðu borizt andmæli gegn ýmsum atriðum frumvarpsins, en skólastjóri Vél- skólans hefði lýst sig samþykkan frumvarpinu eins og það hefði ver ið lagt fram. Niðurstaðan af athugun mennta málanefndar á frumvarpinu hefði orðið sú að leggja til, að frum- varpinu yrði breytt verulega og gert ráð fyrir áð samþykkt yrðu heimildarlög fyrir stofnun Tækni- skóla, en ekki fastákveðið, að Tækniskóli íslands tæki til starfa næsta haust, eins og kveðið hefði verlð á um í frumvarpinu upp- haflega. Teldi nefndin, að ákvæðið um að skólinn tæki til starfa næsta haust byggðist á of mikilli bjartsýni. Þá legði nefndin enn- fremur til, að Vélskólanum yrði ekki blandað inn í umrædda skóla stofnun, heldur skyldi Vélskólinn starfa áfram sem sjálfstæð stofn- un Lagt er til, að forstöðumaður tækniskólans heiti skólastjóri, en ekki rektor. Og gert er ráð fyrir, að undirbúningsdeildir starfi bæði á Akureyri og í Beykjavík. Benedikt sagði, að breytingatil- lögur þær, er menntamálanefnd bæri fram við frumvarpið væru fram bornar í fullu samráði við menntamálaráðherra. Hann sagði, að mikilvægt væri, að Alþingi sam þykkti lög um tækniskóla strax, svo að unnt yrði að halda öllum nauðsynlegum undirbúningi á- fram, en ef frumvarpið dagaðí uppi, væri hætta á að allur unciir- búningur frestaðist í eitt ár. —-«• Ingvar Gíslason (F) kvaddi séij hljóðs og endurtók fyrri óskir síii ar um það, að Tækniskólinn yrðí staðsettur á Akureyri. Hann kvað það ekki nægilegt að hafa þa)| undirbúningsdeild. * Gylfti Þ. Gíslason, menntamáiíi ráðherra, þakkaði menntamáía- nefnd góð störf við athugun frun> varpsins og kvaðst samþykkuit breytingum þeim, er nefndin legðl til Hann sagði, að athugun á þvl hvenær unnt yrði að hefja kennsli* í 1. bekk tækniskóla yrði hakiid ■ áfram í sumar, en ekki væri réít að skuldbinda stjórnarvöldin tjlý þess að láta þá kennslu hefjástáú næsta haust meðan niðurstöður athugunar lægju ekki fyrir. ; Varðandi staðsetningu skól£m« sagði ráðherrann, að ef í l|B’ kami, þegar starfrækt hefði verfír' undirbúningsdeild í eitt ár á Akúr eyri, að kleift væri að hafa þfðr einnig 1. bekkjardeild, væri hann» því fylgjandi að svo yrðLfg kvaðst hann mundu stuðla að j^8 að þa?V yrði gert, ef hann hefði eitthva^y með framkvæmd málsins að gef» þá. Hins vegar kvaðst hann drag» það mjög í cfa, að aðstaða yrðí tii þess á Akureyri að hafa þar einnig framhaldsbekkjardeildir. En ét það kæmi í ljós síðar meir, að í3t~ staða yrði til þess á Akureyri aft- hafa þar einnig slikar deildir, værl ekkert því til fyrirstöðu. Jónas Rafnar (S) sagði, að eðli- legt væri að fyrst risi upp tækni- skóli í Reykjavík, þar sem f jÖÍ- mennið væri mest, en hann kvaðst telja, að stefna ætti að því að háfar tvo tækniskóla í landinu og annáa þá á Akureyri. Sagði hann, að uh’d irbúningsdeild tækniskóla á Akcir eyri gæti verið vísir að tækniskóla þar. Eftir að þessar umræður höfðu. farið fram, náðist samkomulag uníl það að bæta inn í frv. heimild íjl þess að starfrækja á Akureyri aðr ar bekkjar- og skóladeildir en undf irbúningsdeild og bætt var við á- kvæði um að stefna skyldi að því, að sjálfstæður tækniskóli risi upp á Akureyri. Féllst Ingvar Gísla- son á þessa breytingu og dró til : baka tillögu, er hann og Gí$Iif Guðmundsson höfðu flutt um atf' tækniskólinn yrði staðsettur á Ak ureyri. Breytingatillögur mennta-. málanefndar neðri deildar vóri* samþykktar og efri deild afgreiódi frv. enanlega í gær. TILLAGA Alþýðuflokksins um aff haldin verffi náinskeið í vinnuhag- ræðingu, var samþykkt í samein- uffu þingi í gær. Er hér um hiff merkasta.mál aff ræða, sem vænt- anlega verður upphaf á fram- kvæmd vinnuhagræffingar hér á landi. AJIsherjarnefnd sameinaðs þings gerði litla breytingu á tillögunni á þá leið, að námskeiðin yrðu ekki aðeins fyrir trúnaðarmenn verka- lýðsfélaga heldur einnig fyrir trún aðarmenn vinnuveitenda. Sigurður Ingimundarson flutn- ingsmaður tillögunnar skýrði frá, að hann gæti vel fallizt á þá breyt- ingu. Fjölmargar aðrar þingsálykt- unartillögur voru einnig samþykkt ar í sameinuðu þingi í gær, þar á meðal tillaga Benedikts Gröndals um bifreiðaférju á Hvalfjörð. Til- lögu Ragnars Guðleifssonar vara- þingmanns Alþýðuflokksins um senditæki í gúmbjörgunarbáta var vísað til ríkisstjórnarinnar. Alls- herjarnefnd hafði athugað tillög- una og komizt að þeirri niðurstöðu að ekki væri unnt að samþykkja | tillöguna óbreytta, þar eð ekki væru nægilega fullkomin sendi- tæki í gúmbjörgunarbáta komin á markaðinn. Lagði nefndin til að tillögunni yrði vísað til ríkis- stjórnarinnar í trausti þess að stjórnarvöldin væru vakandi fyr- ir því að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að auka öryggi I sjómanna. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. apríl 1963 £

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.