Alþýðublaðið - 20.04.1963, Page 7

Alþýðublaðið - 20.04.1963, Page 7
Brezkur liðsforingi, sem var í lierþjónustu á Gullströndinni, var frægur fyrir hversu gott kaffi var ætíð á borðum, þegar hann efndi til mannfagnaðar. Eitt skiptið þegar það bragðaðist alveg sérstaklega vel, létu gest- irnir senda eftir matsveini liðsfor ingjans, og spurðu hann hvernig hann færi að þéssu. Matsveinninn, sem var svertingi svaraði á slæmri ensku: Mig tska fullt af vatni, kaffi og mjólk, sióða og hræra saman. Gestirnir inntu hann þá eftir því hvernig kaffipoka hann not- aði því bar hlyti hundurinn að vera gráfinn Mig tekur silkisokka húsbónd- ands og nota þá, svaraði matsveinn inn. — Hwníf er að h«yra. iFnnaði bá húsbóndinn. nn+nr?iir sparisokkana mína kaffinoka? — M°i. nai. húchnndi. svaraði kokknrinn há cknifdur. Mig taka aldrei hreina snkka. 'k Gesturinn: Mikið eru þetta falleg ir hnappar, sem þér eruð að festa á jakkann drengsins yðar. Maðurinn minn átti einu sinni föt með al- veg svona hnöppum. Prestsfrúin: Já, maðurinn minn fann alia þessa hnappa í samskota bauknum í kirkjunni. ir Svo var það skotinn sem keypti bara einn spora. Hann reiknaði dæmið þannig, að ef önnur hlið hestsins hlypi, þá hlyti hin að fylgja á eftir. ★ Frú Bína: Þú ert hás í dag, ertu með kvef? Frú Lína: Nei, maðurinn minn kom seint heim í nótt. ★ — Hvað gerirðu við svefnleys- inu? — Ég fæ mér glas af víni á klukkutfma fresti? — Sofnarðu af því? — Nei, ég sætti mig við að vera andvaka. — Fyrst atlaði ég að prjóna handa þér fingravettlinga, en svo sagðirðu, að þú þyrftir sokka .. „SÍÐASTA FJÖLSKYLDAN" NÝ METSÖLUPLATA í USA DRENGURINN á niiðri myndinni er ítalskur og heitir Ar- mandino Bosco. Ilann er fætldur og uppalinn í Rómaborgr, og þótt liann sé ekki nema fjórtán ára gamall hefur hann þegar geti sér míkið frægðarorð sem söngvari. Það var frægur hljóm- sveitarstjóri, sem „uppgötvaði" hann, og síðan hefur Armandino sungið inn á fjölmargar plötur, sem náð hafa feikna vinsældum. Tónlistin eyk- ur kornvöxtinn INDVERSKI grasafræðingurinn dr. T.O.N. Singh við Annamalai háskólann í Suður-Indlandi, held- ur því fram, að lág tónlist og takt bundinn dans flýti fyrir vexti korns á ökrum. Sé tónlist leikin nokkrar klukku stundir á dag, segir hann að það geti aukið kornvöxtinn um allt að 100%. Hugmyndina að þessu fékk grasa fræðingurinn, er hann var að grúska í gömlum indverskum helgi ritum. Annar vísindamaður, efnafræð- ingurinn dr. M. Gore, kveðst hafa komizt að sömu niðurstöðu með því að láta fræin verða fyrir hljqð bylgjum. í bænum Kuttalam hafa tveir bændur aukið mjög banana uppskeruna hjá sér með þvf að eika tónlist fyrir bananatrén. Þeir halda því fram að fyrir áhrif tón- listarinnar hafi bananarnir orðið bæði stærri og bragðmeiri. MARGA undanfarna mánuði hefur platan „The First Family", verið algjör metsöluplata í Banda ríkjunum. Á þessari plötu gera k.unnir listamenn og hermikrákur góðlátlegt grín að fjöldskyldu Iíennedys Bandaríkjaforseta. Nú er nýlega komin á markað- inn önnur plata þar sem gert er grín að Fidel Castró, og er hún í svipuðum dúr og platan um Kennedy fjölskylduna. Sagt er að þessi plata sé þegar orðin geysi- vinsæl, að minnsta kosti mcðal fióttamanna, sem flúið hafa sælu ríki Castrós. Kennedy platan heitir eins og áður er sagt „The First Family", eða: „Fyrsta fjölskyldan", en platan um Castró heitir aftur á móti „The Last Family“, sem þýð ir , „Síðasta fjölskyldan“. Sá sem hermir eftir Castró á þessari plötu, er kúbanskur Iista maður, Tito Hefnandez, sem áður var vinsæll skemmtikraftur í Hav ana. Á plötunni er Castró meðal ann ars látinn rif ja upp minningar úr för sinni til Bandaríkjanna 1961. Varðandi hvað lionum hafi fallið bezt í Bandarikjunum, svarar hann því til að mest hafa sér fund ist urn Rauða krossinn og Cincinu ati rauðliðana (fræga baseball lið). Á plötunni er Castró einnig Iát- inn segja, að hann vilji nijög gjarnan hafa bræðraskipti við Kennedy. „Hann má . fá Raoul bróður minn, ef ég fæ Bobby Iíennedy. Ég ætla ekki að gera Bobby að dómsmálaráðherra, held ur ætla ég að hafa hann við sím- ann. Mér cr sagt að hann hafi getað útvegað eina milljón doll- ara með því að hringja í tvo sfaði, og liér höfum við svo sannarlega þörf fyrir peninga", segir Castró að lokum. STÆKKUÐU DVERGARNIR Nýlega var frá því skýrt, atj dvergar, sem dvelji viö rannsófen- arstofnun eina í Rússlandi vaxfe nú um 10-12 cm. á ári. Dverg- arnir byrjuðu að vaxa eftir að þeim hafði verið gefinn ákveðism hormón, sem kallast vaxtar-víta- mín. Tilraunin munu vera gerð á un» það bil 100 dvergum. Crawford 09 Rockefeller DREPANDI EFNI VÍSINDAMÖNNUM hefur nú tekizt að framleiða bakteríudrep- andi efni, sem nota má til dæmis bæði í barnableyjur og Iækna- sloppa. Efni þctta getur grandað bakt- eríum, sem sápa og vatn fá ekki grandað, til dæmis þeim, sem valda lungnabólgu, svo og ýmsum húðsjúkdómum. Ekki er aö efa að efni þetta muni vera hið þarf asta og víða koma að góðu gagni. Þótt nú hafi reynst mögulegt að framleiða þetta efni í smáum stíl getur orðið nokkuð langt í land með að unnt verði að fram leiöa það í stórum stil. 8.00 12.00 13.00 14.40 15.00 16.30 17.00 18.00 18.30 19.00 20.00 20.30 22.00 22.10 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. 8,15 Tón leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12,25 Fréttir og tilkynningar). Óskalög sjúklinga (Ragnheiður Ásta Pétursdóttir). Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. Fréttir. — Laugafdagslögin. Veðurfregnir. — Danskennsla (Heiðar Ástvaldsson). Fréttir. —- Þetta vil ég heyra: Axel Guðmundsson fulltrúi vel- ur sér hljómplötur. Útvarpssaga barnanna: „Börnin í Fögruhlíð" eftir Halvor Floden; X. (Sigurður Gunnarsson). Tómstundarþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). Tilkynningar. — 19.20 Veðurfr. — 19.30 Fréttir. Lög .úr söngleiknum „Maritza greifafrú" eftir Emmerich Kál- mán. Einsöngvarar: Sari Barbas, Rupért Glawitsch, Rudolf Scliock o. fí. ásamt kór og Sinfóníuhljómsveit Berlínar. Stjórn- andi: Frank Fox. Leikrit: „Övænt ákæra" eftir Bernard Merivale. Þýðandi: Hjörtur Halldórsson. Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Stephensen. Fréttir og veðuríregnir. Danslog —- 24.00 Dagskrárlok. FRÁ því var skýrt fyrir skömmi* hér á síðunni, að vænta mætti þess að Nelson Rockefeller og Joai* Crawford gengju að eigast. Biöð víða um heim hafa ílutt flugufregi* ir um þetta, og hefur því Joan Crawford séð sig neydda til aXt bcra allar fregnir um þetta ,ti» baka og lýsa þær tilhæfulausar með öllu. — Ég hef aðeins hitt Neisorv Rockcfeller einu sinni, segir hún, og ég skil ekki hvernig hægt er að ræða um væntanlcgt hjónabantí mín og manns, sem ekki hefur eínt» sinni boðið mér út! Nelson Rockefeller hefur ekkert látið eftir sér hafa um málið. BAKTERÍU- Laugardagur 20. apríl. HIN SfÐAN ALÞ.ÝBUBLAQiQ — 20. apríl 1963 %

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.