Alþýðublaðið - 21.04.1963, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 21.04.1963, Qupperneq 10
HIN mikla íþróttahátíð að Há- logalandi á föstudagskvöldið, sem íþróttafréttamenn dagblaða og út- varps stóðu að tókst sérlega vel. Aðeins 15 mín. eftir að sala að- göngumiða hófst, en það var kl. 8, var hver einn og einasti miði uppurinn, en hundruð manna biðu í ofvæni eftir smugum, til að troða sér inn. En sú bið var á- rangurslaus. Húsið varð þegar yfirfullt. Stundvislega, svo sem íþrótta- mönnum sæmir, hófst hátíðin, manns Samb. íþróttafréttamanna, manni Samb. íþróttafréttamanna, Atla Steinarssonar, þar sem hann , bauð hina miklu þyrpingu ungra \ og gamalla, sem lagt hafði leið sína í Hálogaland þetta kvöld, vel- komna með óskum um að menn FH sigraði í 2. flokksmóti í Keflavík ■ f r tJm páskana fór fram keppni i utanbæjarliða í 2. flokki karla í handknattleik í Keflavík, en ;keppni þessi hefur farið fram und anfarin ár. Að þessu sinni tóku 4 lið þátt í keppninni, ÍBK, FH, Haukar og Breiðablik. j , Úrslit leikjanna urðu þessi: 4 FH-Haukar 11:10 Haukar-Breiðablik 18:9 FH-Breiðablik 22:7 ÍBK-Haukar 18:15 . FH:Breiðablik 15:11 ÍBK-Breiðablik 15:10 Úrslit urðu því þau, að FH slgraði, hlaut 6 stig, ÍBK 4 stig, Haukar 2 og Breiðablik ekkert. i Tveir aukaleikir fóru fram í kvennaflokki og sigraði Breiða- blik í báðum. Litla bikar- keppnin kl. i Ivö í dag 'i'Litlá' bikarkeppnin svokallaða hefst í Keflavík í dag og hefst ; kL 2 en ekki kl. 4 eins og skýrt var frá í gær. Fyrsti leikur keppn innar verður milli Keflvíkinga og Akurnesinga. mættu skemmta sér vel. Lýsti hann síðan dagskrárliðum og skemmtiatriðum. Gat formaður þess, að stjórnandi kvöldsins væri ekki aðeins hinn landskunni held- ur og næstum heimskunni hand- knattleiks- og knattspyrnudómari Magnús Pétursson. Tók Magnús síðan þegar að gegna sínu mikils verða hlutverki. Stóð hann sig af mikilli prýði. Fyrst fór fram gömul íþrótta- grein, svonefnd „Glenna”, sem fluttist hingað til lands með land- námsmönnum. Þátttakendur stjóm ir ÍR og KR. Fóru leikar svo, að ÍR sigraði en KR dæmt jafntefli samkvæmt sérstökum lagabókstaf í Grágás. Annars var Finnbjörn hinn frækni, fyrrum Norðurlanda meistari sá, sem glæsilegast gerði glennuna. Leikur landsliðs ungl. og landsliðs hinna éldri í körfu- knattleik var næsta atriðið. Var þetta mjög fjörugur og skemmti- legur leikur og jafn. En honum lauk með sigri landsliðs hinna eldri. Hápunktur kvöldsins var svo afburðahörð keppni í hand- knattleik milli íslands meistara Fram og liðs íþróttafréttamanna, fóru leikar næsta óvænt, því í- þróttafréttamenn báru sigur og úr bítum. En rétt er nú kannske áð geta þess, vegna sögunnar, áð Frammarar léku í pokum upp að miðju og talað var um að binda hendur markvarðarins hjá ísl,- meistunum á bak aftur, þó ekki yrði úr. Þrátt fyrir þetta varð munurinn aðeins 1 mark, 13:14. í liði íþróttafréttamanna lék sem liðsmaður forseti Handknatt- leikssamb. íslands, Ásbjörn Sigur- jónsson. Bar leikur hans mjög vott um glæsileg tilþrif og fimi. Sig. Sigurðsson íþróttafréttamaður út- varpsins, sem undanfarið hcfur Framhald á 14. síðu. Myndirnar eru frá revyu íþróttablaðamanna og vel- unnara þeirra. Þegar okkur bárust myndir Sveins Þor- móðssonar, vonim við í mikl- um vanda staddir, því að hver myndin var annarri betri. Hér eru aðeins þrjú sýnishorn, efsta myndin sýn- ir hið sigursæla iið íþrótta- fréttamanna að leik loknum. Á næstu mynd sést Ásbjörn Sigurjónsson, form. Handkn.- sambandsins, í vígahug, og á þriðju myndinni skorar Sig. Sigurðsson fyrirliði úr- valsliðs íþróttafréttamanna sigurmarkið í leiknum. t- . 10 21. apríl 1963 —ALbÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.