Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 2

Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 2
2 BREIÐABLIK. þjóðar vorrar og láta í ljós álit sitt um þau. Síra Friðrik J. Bergmann, sem áður var ritstjóri Aldamóta, hefir látið tilleiðast að taka að sér ritstjórn þessa tímarits fyrst um sinn. Og þykist eg mega fullyrða, að hann muni láta sér ant um, að gjöra það eins huglátlega úr garði að efni til og föng eru fyrir hendi. Enda er það ósk okkar beggja, að ritið mætti falla sem flestum í geð, afla sér vinsælda allra góðra manna og verða hugljúfur gestur á sem flestum heimilum. Breiðablik koma út eitt sinn á mánuði hverjum með samalesmáls- rúmi og þetta eintak. Verði ritinu vel tekið, mun reynt verða að bæta það og auka eftir því sem tímar líða og því vex fiskur um hrygg. Prýtt mun það verða myndum merkra manna og staða, að eins miklu leyti og hægt verður við að koma. Og löngun hefi eg til að láta það verða eins prúð- mannlega til fara og ástæður leyfa. Vona eg þá, að góðir menn leggi fram lið sitt til að útbreiða rit þetta og gjörast kaupendur þess. Ólafur S. Thorgeirsson II. FRÁ RITSTJÓRA. Nýtt tímarit! Er það ekki að bera í bakkafullan lækinn? Er eigi þjóð vor nógu auðug orð- in af blöðum og tímaritum? Til eru nú með þjóð vorri tvö tímarit almenns eðlis, sem nokkuð kveður að, og svara kröfum tím- ans. í Kaupm.höfn hefir Eimreiðin út komið þrisvar á ári um meir en tíu ára bil, flutt marga góða hug- vekju og þarfa og verið með meira tímarits sniði en vér höfðum áður átt að venjast. Hefir hún átt vin- sældum eigi litlum að fagma op- verið keypt og lesin af flestum bókavinum, og henni helzt til for- áttu fundið, hve sjaldan hún kæmi. Mundi flestum þykja skarð fyrir skildi, ef hún dytti úr sögu. Á fósturjörðu vorri var S k í rnir gamli látinn kasta ellibelgnum rétt áður en hann varð áttræður og var það þrekvirki eigi lítið. Nú kem- ur hann út fjórum sinnum á ári og er nú farinn að skila erindi sínu með fornu fylgi og áhuga. Eru öll líkindi til, að þar verði veigur- inn mestur allra tímarita vorra, ef fram verður haldið eins og byrjað hefir verið. Enda er nú svo margt orðið ritfærra manna og mikilhæfra á fósturjörðu vorri, að eigi sýnist ofætlan vera, að vér ættum eitt tímarit, með líku sniði og Skírni, er út kæmi mánaðarlega. Er von- andi þess verði eigi langt að bíða. En frá því, sem áður var, er fram- förin þegar mikil. Hér vestan hafs er enn þá ekk- ert tímarit, er svari til þessara tveggja, og er það af mörgum á- stæðum næsta skiljanlegt. Hér er tiltölulega fátt ritfærra manna með

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.