Breiðablik - 01.06.1906, Page 4

Breiðablik - 01.06.1906, Page 4
4 BREIÐABLIK. hér fyrir vestan og á fósturjörðu vorri. Hér er margt manna, sem ber hag* þjóðflokks vors allan fyrir brjósti með brennanda áhuga og þráir fyrir hvern mun að geta orð- ið honum að einhverju gagni. Því fer eigi mjög fjarri, að hér fyrir vestan sé hugsað eins mikið af þeim hugsunum, er í hag koma fyrir þjóð vora alla, eins og í sum- um landstjórðungum á Islandi. Hér erum vér daglega að keppa við mestu menningarþjóð heims- ins. Vér erum daglegir sjónar- vottar að framkvæmdum og fyrir- tækjum hinnar stórvirkustu þjóð- ar,sem uppi er. Oss veitist daglegt tækifæri til virða fyrir oss þá úr- lausn sem hún o-efur mennino-ar- o o málum sínum. Hugsanir hennar og menningarbarátta hljómar oss stöðugt í eyrum. Ætti þá ekkert bergmál að vakna í sálum vorum ? Ætti þar engar hugsanir upp að rísa um hag sjálfra vor og þjóðar vorrar ? Ætti eigi öll áhugamál að brenna í sálum vorum eldi hálfu heitara nú en nokkuru sinni áður ? Svo virðist oss það ætti að vera. En þá ætti þetta éinhvers staðar að komaíljós. Vestur-Islending- urinn ætti ekki síður að láta sér ant um menning sína og þjóð- flokks síns en aðrir. Honum ríð- ur lífið á. Nógir eru til að hrifsa frá honum brauðið. Nóo-ir til að O gjöra lítið úr honum og hæfileik- um hans. Nógir, sem komast vildu langar leiðiráundan honum, ef þeir gætu. Allra krafta verðum vér því að neyta. Með öllu móti verðum vér að hjálpa hver öðrum og hvetja til alls þess, er betur má. Sívak- andi þurfum vér að vera, til þess vér verðum ekki eftirbátar í sam- kepninni. Síbeitandi allri orku til að knýja fram hið bezta, sem vér eigum í fari voru, og leitast við að verða sjálfum oss og öðrum að gagni eins miklu og vér frekast megum. Er vanþörf á tímariti, er mint gæti á alt þetta? Hjálpað oss til að vera vakandi? Bent á ætlun- arverkin ? Kent að seilast lengra og lengra? Varað við hættum og öfugstreymi? Sýnt oss tækifærin, er fyrir framan oss liggja? Verið skuggsjá vestur-íslenzkrar menn- ingar eins og hún ætti að vera og gæti orðið? Til að bæta úr þessari þörf eins og auðið verður leggur nú þetta nýja tímarit út í lífið. Vér nefnum það B r e i ð a b 1 i k. Svo nefndu forfeður vorir bústað Baldurs á himni. Þar mátti ekkert óhreint vera. Breiðablik voru á því landi es ligfgja veitk fæsta feiknstafi, svo sem segir í Eddu. Þangað vildum vér benda. Feiknstöfum í lífi þjóðar vorrar, austan hafs og vestan, vildum vér leitast við að fækka. En ham- ingjustöfum vildum vér af alefli hjálpa til að fjölga.

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.