Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 6
6 BREIÐABLIK. Eins og gfengfur hefir ekki veriö unt að halda þessu leyndu til lengrlar, enda lík- lega ekki mikið til þess reynt. Fljótt var farið að breiða út alls konar kynja-sögur um þetta og var þá flest fært til verra vegar eins og gengar og leitast við að koma alls konar misskilningi af stað. Andstæðingar þeirra ritstjóranna í stjórnmálum voru ekki seinir til að grípa tækifærið til að sverta þá og gjöra þetta athæfi þeirra að grýlu óskaplegri í aug- um almennings. Hlífðarlaust hefir því bragði verið beitt frá byrjan og æ vægð- arlausara að orði kveðið fram að þessu. Fyrir alt þetta hafa þeir ritstjórarnir fundið sig til þess knúða, að gjöra grein miklu frekari fyrir tilraunum þessum, en þeir að öðrum kosti að líkindum hefðu gjört. Ef þetta hefði eigi verið fremur óhlutvendnislega notað til að æsa hugi manna gegn þeim, eru litlar líkur til, að þeir hefðu farið að fræða almenning eins mikið og raun hefir á orðið, um árangur- inn af tilraunum þessurn, að svo komnu máli. En það liggur í mannlegu eðli að bera hönd fyrir höfuð sér. Og þeir hafa þá gjört það með því móti að sýna fram á, að árangurinn sé svo glæsilegur, að engin ástæða sé til að bera kinnroða fyrir hann. Hann sé langt um fram allar vonir. Það er eigi dregin dul á það lengur, að Tilraunafélagið þykist hafa náð framliðna menn tali og margs orðið áskynja um ástand manna eftir dauðann; virðist því að flestu leyti bera saman við hugmyndir manna áður. Ymsir nafngreindir menn hinum megin móðunnar, svo sem Jónas Hallgrímsson, skáldið, Konráð Gíslason, málfræðingurinn, Snorri Sturluson, höfð- inginn frægi í fornöld, og margir fleiri, hafa komið fram á tilraunafundunum og átt tal við þá, sem þar hafa staddir verið, fyrir munn miðilsins eða millibilsmannsins, sem sjálfkrafa fellur í millibilsástand milli svefns og vöku (t r a n c e) þegar í fund- arbyrjan. Tveir ungir menn í Reykjavík hafa þegar dregið athygli almennings að sér sem betri millibilsmenn en aðrir. Heitir annar Indriði Indriðason og er bróður sonar-sonur Konráðs Gíslasonar. Hinn heitir Guðmundur Jónsson, piltur í öðrum bekk skólans, ofan úr sveit. Á fundunum tala og syngja andarnir mest fyrir munn hins fyrnefnda. Hinn síðarnefndi skrifar ósjálfrátt eins og það er kallað, á þann hátt, að þegar hann er kominn í millibilsástand,heldur hann með hönd sinni um pennann og skrifar, án þess að vita, hvað hann skrifar. Hann veit ekki um sig, en annar stílar og ritar svo nafn sitt eða upphafsstafi undir. Stundum er sungið, líklega á flestum á samkomum. Andinn, sem birtist í það og það skifti, stýrir fundinum, tekur til sálmvers, er syngja skuli, oftast úr sálma- bókinni, t. d. 193, versið alkunna úr Passíusálmunum: Son guðs ertu með sanni, og svo syngur hann með einkenni- legri rödd og auðþektri. Þar næst flytur hann bæn. Alvöru og guðræknisblær hvílir yfir öllu, því alt á þetta að vera til að styrkja trúna í hjörtum mannanna á guð og eilíft líf og engri léttúð leyft að komast nálægt. Konráð Gístason er eiginlega sá and- anna megin, sem stendur fyrir tilraunun- um. Honum hefir að sögn verið falið það á hendur af föður andanna, að hafa áhrif til meiri trúarvissu á sína trúarlitlu þjóð. Vinur hans, skáldið Jónas Hallgrímsson, er þá oft með honum. En hann er aftur í samvinnu við vin sinn og samtíða- mann, æfintýra-skáldið danska, H. C. Andersen. Þeir yrkja saman æfintýri, og eitt slíkt hefirSnorri Sturluson fært í íslenzkan búning. En millibilsmaðurinn, Guðmundur Jónssons,krifar þau ósjálfrátt eins og áður er sagt. Á skemtisamkomu, sem haldin var fyrir skemstu í Re)fkjavík, voru nokkur þessara æfintýra lesin upp, svo þetta er ekki lengur nokkurt launungarmál. Síð- an hafa fimm þessi æfintýri verið gefin út

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.