Breiðablik - 01.06.1906, Qupperneq 11
BREIÐABLIK.
11
Þorberg-sdóttur. Sumarið 1887 fluttust þau til
Ameríku með börnum sínum 4 og námu land í
Nýja Islandi í Arnesbygð. Af þrem bræðrum
er Sveinn elztur, sem nú er kaupmaður við Is-
lendingafljótt. Þar næst Þorýaldur. Hann
stundaði nám við Wesley College og útskrif-
aðist þaðan með ágætum vitnisburði 1902 og
hatði á námstíma sínum fengið 90 doll. verð-
laun eitt árið, 80 doll. verðlaun annað skifti og
silfur-medalíu um leið og hann útskrifaðist.
Frá háskólanum hér fór hann til Harvard há-
skólans og varð þar kandídat í náttúrufræði
Þorberg-ur Thorvaldson.
eða Bachelor of Science 1903, ætlaði að halda
því náini áfram og verða Master of Science, en
lézt 9. feb. 1904.
Þorbergur byrjaði skólanám við Wesley
College haustið 1900 og hefir haldið því stöð-
ugt áfram síðan. I undirbúnings deildinni fekk
hann 25 doll. verðlaun fyrir bezta frammistöðu
í öllum námsgreinum. Fyrsta árið í College-
deildinni fekk hann 60 doll. verðlaun fyrir
latínu og stærðfræði. Annað árið gullmedalíu
fyrir bezta frammistöðu bæði árin. Þriðja árið
fekk hann 100 doll., sem voru fvrstu verðlaun
í náttúruvísindum. Nú um leið og hann út-
skrifaðast fær hann silfurmcdalíu fyrir ágæta
frammistöðu í sömu grein. Hann hugsar sér að
halda áfram námi í efnafræði og eðlisfræði og
getur fengið að verða aðstoðarmaður kennarans
við háskólann hér í þeirri grein um leið og
hann heldur náminu áfram, sem hann ef til vill
gjörir næsta ár, ef hann fer ekki annað.
ið 1896. Þar gekk hann gegn um College-
deildina á fjórum árum og útskrifaðist með
ágætum vitnisburði 1900. Næsta ár var hann
með foreldrum sínum á Gardar og var þar
skólakennari. Haustið 1901 byrjaði hann lög-
fræðisnám við háskólann í Grand Forks og út-
skrifaðist þaðan 1903. Þar fekk hann beztu
einkunn allra sem með honum útskrifuðust.
Þá fekk hann líka Keefe-Davidson verðlaun-
in, sem út eru látin í lögfræðisbókum. Eftir
prófið var hann nokkura mánuði heima með
foreldrum sínum, en um haustið tókst hann
Hjálmar Ágúst Berg-man.
lögfræðisstörf á hendur í bænum Grand Forks
í eigin nafni og hélt áfram einn þangað til
1. apríl 1904. Pá gekk hann í félag við
annan lögfræðing, J. A. Sorley, Norðmann
einn, sem lengi hefir rekið lögfræðings-
sýslu í Grand Forks. Með honum var hann
þangað til síðast í október-mánuði síðastliðið
haust, að hann sótti um að fá að ganga undir
lögfræðispróf við Manitoba-háskólann og réðist
til lögfiræðinganna Rothvvell & Johnson hér
í Winnipeg að fengnu því leyfi. Nú hefir hann
gengið undir fyrsta prófið og fengið Bachelor
of Laws(LL. B.) lærdómsnafnbótina, sem þriggja
ára nám þarf til að öðlast, en á eftir að gangci
undir þau próf, sem lögfræðingafélagið heimt-
ar, áður en leyfi fæst til að flytja mál fyrir
dómstólum ríkisins.
Þorbergur Thorvaldson
fæddtir 24. ág. 1883 í Hofdölum í Skagaf., sonur
Þorvaldar Þorvaldssonar og konu hans, Þuríðar