Breiðablik - 01.06.1906, Síða 15
BREIÐABLIK.
i5
vera svo kalt og sagfgasamt í gröfinni.“
Hún skalf um leið og hún talaði orðin,
og eg vissi ekki, hvort hún talaði í al-
vöru eða gamni. Var það hjátrú, tikt-
úrur, eða hvað? Barnalegasta ósk
móður minnar var mér heilög skylda. “
Gestirnir voru nú staðnir á fætur.
Endurskin áhrifanna, sem atburður þessi
hafði á þá gjört, hvíldi yfir svip þeirra.
Allir, nema hinn efagjarni Briflfaut, virt-
ust vera hrifnir, og allra augu hvíldu á
hinu alvörugefna og einlægnislega and-
liti prestsins, æstum svip vinarins, og
hreyfingarlausa kven-andlitinu á mynd-
inni.
,,Undarlegt atvik, vinir mínir, er ekki
svo?“ spurði Dantival.
,,Andatrú!“ Briflfaut var fljótur til að
gjöra þá yfirlýsing í vanalegum hæðnis-
rómi.
,,Andatrú? Ef til vill!“ svaraði Danti-
val raunalegur; ,,samt sem áður vildi eg
bæta nokkuru við, sem mér virðist hafa
sérstaka þýðing í þessu efni. Þar sem
móðir mín hafði rnist mann sinn og
mörg börn, var eg eina yndið hennar í
lífinu. Hún var mjög guðhrædd og hafði
næmar tilfinningar og djúpar fyrir hverri
smá-hreyfing í sálarlífi annarra. Mig
þekti hún svo nákvæmlega og var svo
vön við að lesa í hjarta mínu, að hún réð
óskir mínar, áður en þær höfðu náð full-
kominni mynd hjá sjálfum mér. Hún
var bezta vinkonan mín og ráðgjafinn,
og jafnvel eftir dauða hennar, hefi eg
orðið var við andleg áhrif hennar á hugs-
anir mínar og breytni.
,,Það er engin furða“, greip Briffaut
fram í fyrir vini sínum, ,,því þegar þú
ætlaðir að gjöra einhverja ályktan, hefir
þú blátt áfram spurt sjálfan þig: Hvaða
ráð mundi móðir mín nú hafa gefið mér?
—Andlegt samfélag fyrri tíma blés þér
öllu í brjóst, og svo fanst þér, að hún
tala við þig. “
,,Það gæti verið!“ hélt Dantíval áfram.
,,Eg ætla mér ekki að telja um fyrir
neinum, en enn þá eitt þýðingarmikið
augnablik stendur mér fyrir hugskots-
sjónum.—Á dauðastund sinni sagði hún
við mig: ,,Sonur minn góður, sýnilegum
návistum verð eg nú að yfirgefa þig, en
í rauninni verð eg ávalt hjá þér. Sálin
mín, sem trú vorri samkvæmt er ódauð-
leg, mun vaka yfir þér, og þegar hún er
laus orðin við alla jarðneska annmarka,
fær hún betur séð, hvað þér er fyrir
beztu. Eg vil ekki, að þú þurfir að líða
þrautir“, hélt hún viðkvæmnislega áfram,
,,og eg ætla að blðja guð, að taka þig
burt, þegar lífið yrði þér eigi til annars
en sársauka. “ — Hafi móðir mín komið
til að senda mér prest, getur það ein-
ungis þýtt, að einhver mikil og óskiljan-
leg óhamingja standi fyrir dyrum og að
guð hafi heyrt bæn hennar. “
Geðshræring Dantívals hafði meiri orð-
ið með hverju orði, augun fyltust tárum
og hann greip með hendinni í bakið á
hægindastólnum til að styðja sig.
,,Vinur minn!“ sagði Briffaut, sem var
mesti sælkeri, ,,hættu þessum raunasög-
um, ætli þér verði ekki annars ilt af þess-
um ágæta miðdegisverði okkar? — Þá
sneri hann sér með hæðnissvip að prest-
inum og sagði: ,,Velæruverðugi herra,
skyldi svo viðbera einhvern dag, að svip-
ur mælist til, að þér gjörið mér sömu
skil og þetta, vonast eg til þér verðið
svo góður að gjöra það að morgni á
fastandi maga. “
,,Herrar mínir, eg ítreka það aftur, að
mér þykir fyrir að hafa komið á svo ó-
heppilegum tíma!“ sagði presturinn al-
vörugefinn, án þess að gefa orðum Briff-
auts gaum. „Dantival kapteinn þarf
mín ekki við,—guði sé lof—eg hverf því
aftur heimleiðis. “
,,Nei, nei!“ bað Dantival. ,,Þó atvik
þetta sé undarlegt, fær þó efunargirni
Briffauts ekki gjört áhrifin af komu yðar
að engu. Eg vil ekki láta yður koma
til einskis og bið yður þess vegna að
ganga inn í herbergi mitt og búa mig