Breiðablik - 01.06.1906, Qupperneq 16
i6
BREIÐABLIK.
undir dauSann með því aS veita mér
sakramenti. HiS annaS mun eg þá kom-
ast að raun um.“
Þeir gengu út úr salnum og kórdreng-
urinn á eftir.
Þögulir og vandræðalegir urðu vinirnir
eftir. Loks tók éinn til máls lágum rómi
„Dantíval er allur úr lagi, líklega er
hann í raun og veru veikur. Eg held
við ættum að vera við hendina. “
,,Vissulega!“ svaraði annar, ,,en eg
vona, að hann hverfi aftur til okkar eitt-
hvað rólegri eftir þessa kirkjulegu at-
höfn. “
í þessu bili kom þjónninn með boð.
„Húsbóndinn biður yður alla að afsaka.
Honum er ilt í höfði og hann ætlar að
hátta ofan í rúm.“
Gott og vel!“ svaraði Briffaut, ,,segið
húsbónda yðar, aS hann skuli alls ekki
órólegur vera okkar vegna“ Hann sneri
sér síðan til vina sinna og hélt áfram:
,,HvaS ætlið þið að gjöra, fara eða vera?
Að mínu leyti vil eg helzt taka hjúkrun-
arstöðuna að mér“
,,Við verðum hér allir!“ Það varð
allsherjar samþykt.
Dantíval hafði sofnað. Andardráttur-
inn var reglulegur, andlitið rólegt. Ein-
ungis varir hans hreyfðust eins og væri
hann í draumi að tala við einhvern. Þó
var engin áherzla lögð á þetta. Hve
oft menn tala í svefni!
Klukkan þrjú morguninn eftir var röð-
in komin til Briffaut, að sitja við sæng
veiks vinar síns. Hann, sem bæði var
trúleysingi og háðfugl, langaði til að
sýna fram á, að hér væri alls ekkert ó-
vanalegt á ferðum.
Dantíval kastaði sér fram og aftur, án
þess þó aS vakna. Andardrátturinn virt-
ist erfiður.
„LíSur þér ekki vel?“ spurði Briffaut
órólegur. ,,Óskar þú nokkurs?“
Ekkert svar.
Dantíval varð stöðugt órólegri. Stund-
um sogaði hann að sér andann og teygði
sig. Augun hafSi hann galopin, en hann
sá ekkert framar.
Fyrst hafði Briffaut stokkið á fætur,
en svo hné hann eins og máttvana niður
í stólinn. Hann hafði orðið einhvers
var, svo hann nærri stóð á öndinni.
Að nokkrum mínútum liðnum,fekk hann
fyrst staðið á fætur. Honum fanst hjart-
að komið upp í hálsinn, þegar hann reif
upp dyrnar að viðhafnarsalnum, þar sem
þeir félagar ýmist sátu og smápískruðu
eöa dottuöu hver hjá öðrum.
,,Vinir mínir!“ hrópaði hann hásum
rómi, ,,það er óttalegt, komið þið! Hann
er dáinn,-----og eg hefi séð hana, hana
móður hans! Hún kom inn í herbergið,
alveg eins og presturinn lýsti henni,
gekk að rúminu, beygði sig yfir son sinn
og þrýsti augnalokunum aftur. Eg sá
líka, að hún kysti hann á ennið, og svo
fór hún út úr herberginu aftur, mjög
kyrrlátlega eins og hún hafði komið. “
Yfirkomnir af geðshræringum gengu
þeir allir inn í herbergið þar sem dauð-
inn var.
Briffaut hafði sagt satt, Dantíval var
látinn.
Daginn eftir var litli bærinn ekki búinn
aö ná sér eftir snögglegt dauðsfall
unga og vinsæla undirforingjans, þegar
hann aftur komst í uppnám út af. nýrri
fregn, sem barst út. Heitmey Dantí-
vals hafði strokið með söngkennara sín-
um nóttina, sem hann lézt. Sá viðburð-
ur minti vini kapteinsins á síðustu orð
móður hans, sem þeir hlutu aS setja í
samband við það, sem fram viS þá var
koniið.
,,Aumingja vinur minn!“ tautaði Briff-
aut fyrir munni sér; efunargirni hans
hafði beSið slæman hrekki: “Þú hefir
losast við beiskan sársauka; guðhrædd
sál ástríkrar móður hefir varðveitt þig
frá örvænting og ef til vill frá því að
stytta sjálfum þér stundir!“
BREIDABLIK.
Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri menning-.
Fridrik J. Bergmann
ritstjóri.
Heimili 259 Spence Str., Winnipeg.
Ólafur S. Thorgeirsson
útgefandi.
Heimili og- afgreiðslustofa blaðsins
678 Sherbrook Str., Winnipegf, Canada.
Telephone 4342.
Verð : Hver árgf. 1 doll.
Hvert eintak 10 cts.
Borgfist fyrirfram.
Prentsmidja Ólafs S. Tiiorgeirssonar.