Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 2

Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 2
34 BREIÐABLIK Sólin hefði risið á morgni hverjum til að verma hann. En árangurs- laust. Enginn gróður, enginn þroski, ekkert líf. En sami steinn- inn ár eftir ár — sjálfum sér líkur og sjálfum sér samkvæmur. Svo getur enginn maður lifað og svo má enginn maður lifa. Hann getur það ekki, því mönn- unum miðar annaðhvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið. Svo dásamlegt er lífið, að nemi einhver staðar og ætli að standakyrr í sömu sporum, hrindir það honum aftur á bak, lengra og lengra; það þolir enga þrjózku, af því það er sjálft eilíft áframhald. Þeð er engum manni til mink- unnar, að skoðanir hans breytist, ef þær breytast áfram, en ekki aftur á bak, í þá áttina, sem lífið bendir, en ekki í öfuga átt, — ef breytingin er ávöxtur þess skiln- ings og þroska, er lífið á að hafa í för með sér. Ósamkvæmnin verður þá meira á yfirborði en í raun og veru. Það er óneitanlega eins konar ósam- kvæmni milli fræsins, sem fellur í jörðina, og hins full-vaxna blóms. Fávís maður ber hvorttveggja sam- an, hristir höfuðið ogsegir: Þetta er ljóta ósamkvæmnin. Hér er ekkert sameiginlegt. Fróður maður veit, að í fræinu felast allir eiginleikar blómsins, að bikar og blöð og frjóangar og ind- isleg litprýði liggur dulið innan í þessu litla fræi. Fái loft og sól og dögg að vinna verk sitt í sambandi við gróðrarefni jarðarinnar, kemur þetta alt í ljós á sínum tíma, ekki alt í einu, heldur smátt og smátt, og er í fullkomnu samræmi hvað við annað. Á einhverju skeiði var það ef til vill líkt einhverju öðru blómi, svo naumast mátti í milli sjá. En — eðli þeirra var ólíkt, og þroskinn og vöxturinn hlaut að leiða hið ólíka eðli þeirra glögt og greinilega í ljós. Tveir menn verða samferða í lífinu. Um eitt bil æfinnar eru skoðanir þeirra líkar og alt fellur í ljúfa löð. En eðli þeirra er ólíkt, þroskinn leiðir þetta ólíkaeðli meir og meir í ljós, hugur annars hneig- ist í þessa átt, hins í hina. Þó margt breytist í fari beggja, geta báðir hafa þroskast samkvæmt lögmáli eðlis síns. Vitaskuld kann frjálsræðinu til að velja og hafna að hafa verið beitt misjafnt. Hugur annars orðið hræddur við allar nýjar leiðir og haldið alt ófærur og gönuskeið nema gamla og margtroðna þjóð- vegu, þótt hann í æsku hafi ef til vill litla lotningu fyrir þeim haft og helzt viljað fara fjöll og firn- indi. En hinn, sem ungur vildi varlega fara, meðan hann fann þroska sinn lítinn og var eigi bú- inn að átta sig til fulls, smám sam- an sannfærzt um, að sannleikurinn er stöðugt að ryðja sér nýjar brautir og hlýtt lögmáli eðlis síns með að ganga þær um leið og hann fann sig mann til þess. Eða hugur annars kann að hafa

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.