Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.08.1907, Blaðsíða 6
BREIÐABLIK 38 reiðin og nú er fariS til næstu stórborgar á skemmri tíma en tveim klukkustundum, 60 mílna leiS. Vestur-íslendingar! Þér voruS sendir af örkinni til aS sækja járnbrautina og járnbrautar-hraSann inn í þjóSlíf vort. Þér hafiS komiS henni til Gimli í Manitoba. Þér eigáS eftir aS koma henni til Reykja- víkur og Akureyrar. OrS er til, sem mörgfum er meinilla viS — orSiS hreppur. AS fara á hreppinn eitt hiS ömurlegfasta, sem fyrir nokkurn gat komiS. AS flýja hreppinn jafn-sjálfsagt ogf aS flýja dauSann. Margur þekkir þaS, sem hingaS er kominn. Þó er annaS verra til og þaB er hreppa- pólitík. ÞaS er andlegt átumein. ÞaS er átumein þröngsýninnar — svarinn óvinur hugsanafrelsis, samúSar og bræSralags. ísland á engan hættulegri óvin heldur en þann, sem nú vill gjöra þjóS vora aS dönskum hrepp, og fleygja frá sér öllum vorum dýrmætustu óSulum. ÞaS er dönsk hreppapólitík. Vestur-íslendingar þurfa ekki síSur aS reka þann forna fjanda af höndum sér. En í einum skilningi getur hreppapóli- tíkin veriS góö. Þegar ein sveit hefir þann metnaS mest- an, aS vera í fararbreddi á undan öSrurn í öllu, sem gott er, og til framfara og heilla má verSa, er hún orSin aS ljóssins engli, sem knýr mennina áfram. Þann metnaS langar mig til aS sveitin mín hefSi, —sveitin þar sem eg er hrepp- lægur og býst viS aS bera beinin, sveit Vestur-íslendinga. Nú eru allar íslenzkar sveitir aS sam- einast um einn fána — hvítar kross á blám feldi, — fána íslenzkrar sjálfstæSi, fátia allra frelsis- og framfarahugsjóna þjóSar vorrar. Þó annar fáni blakti oss hér yfir höfSi, vona eg og óska aS blái fáninn meS hvíta krossinum verSi oss ávalt í hjarta. Lengi lifi Vestur-íslendingar ! VÖRN FYRIR „UGLURNAR TVÆR.“ (NiCurl.) íslenzkan er hér ekki ein um hituna, heldur er í öllum tungumálum gnægS sams konar náms. í þessu liggur nyt- semi fornu málanna ekki hvaS sízt, e f þau eru numin rétt. MeS því aS lesa bækur um einhverja fornþjóSina lærir maSur margt og mikiS, en gleymir mörgu af því fljótt aftur. En nemi maSur mál hennar vel, þá fræSist hann um miklu fleira, og gleymir því aldrei. ,,En hvaS varSar oss um fornþjóS- irnar ?“ heyrist mér einhver spyrja. ÞaS eru einmitt fornþjóSirnar, sem oss varSar um. Eins og enginn maSur getur kantiaS djúp sinnar eigin sálar, nema hann athugi sálarlíf annarra manna, eins þarf hver kyn- sIóS aS virSa fyrir sér aörar kynslóSir, til þess aS geta skiliS sjálfa sig. Enginn getur hrundiS oki samtíBarinnar af hálsi sér, nema hann gefi gaum aS fortíS og framtíS. Einkum er þetta lífs nauSsyn fyrir oss, sem lifum á tuttugustu öldinni. ÞaS lítur svo út sem hún muni verSa enn þá stór- kostlegri framfaraöld, en sú nítjánda var, og aö sama skapi hreykin yfir sjálfri sér. Nú finst alt of mörgum þaS mestur sann- leikur, sem nýtt er af nálinni — eins og þessi nýja öld sé óskeikul. Mönnum hættir viS aS flykkjast utan um hvern trúSinn, sem aS garSi ber, trúa hverri nýjung, sem hann flytur, og hoppa eftir hans hljóSpípu. Hver maSur ætti því aS venja sig á, aS líta yfir liSnar aldir, svo hann geti haft þaS hugfast, aB allar tíSir voru einu sinni n ú-tí6ir, og allar bólur fullar vindi, áSur en þær sprungu. Þetta læt eg nægja handa þeim, sent vilja læra þaS fyrst, er næst þeim liggur. Þá eru þeir, sem vilja aS menn leggi sem mesta stund á móSurmál sitt, og hirSi lítiS um útlendar tungur. Hér er mér ljúft aS mæta óvininum á hans eigin or-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.